Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Side 51
LAUGARDAGUR II. JANÚAR 2003 HelQctrblaö 13 "V 55 Kolviður Ragnar Helgason blikksmíðameistari í Kópavogi verður 50 ára á mánudaginn+ Kolviður Ragnar Helgason blikksmíðameistari, Digranesheiði 3, Kópavogi, verður fimmtugur á mánu- daginn. Starfsferill Kolviður fæddist í Reykjavik og ólst þar upp í Smá- ibúðahverfinu. Eftir skólagöngu í Breiðagerðisskóla og Réttarholtsskóla fór hann í Verknámsskóla og verk- námsbraut í Iðnskólanum í Reykjavík. Kolviður stundaði jafnframt sjómennsku og ýmsa verkamannavinnu með skólanum. Hann hóf síðan nám í blikksmíði í Blikksmiðjunni Vogi í Kópavogi, lauk sveinsprófi þaðan 1976 og öðlaðist meistararétt- indi í greininni 1979. Kolviður starfaði hjá Landvélum á árunum 1979-81 eða þar til hann stofnaði eigin blikksmiðju, Funa ehf. Hann hefur verið framkvæmdastjóri þess fyrirtækis síðan. Kolviður hefur tekið virkan þátt í félagsmálum á vegum samtaka iðnaðarins og félags blikksmiðjueig- enda. Hann hefur verið í stjórn Félags blikksmiðjueig- enda frá 1990 og formaður þess félags sl. sjö ár. Hann hefur einnig setið í sveinsprófsnefnd frá 1994. Kolviður hefur löngum haft gaman af söng og annarri tónlist og syngur nú með Karlakórnum Þröst- um úr Hafnarfirði. Sigvaldi Hólm Pétursson vélfræðingur á Seltjarnamesi verður sextugur á sunnudaginn Sigvaldi Hólm Pétursson vélfræðingur, Látraströnd 4, Seltjarnarnesi, verður sextugur á morgun. Starfsferill Sigvaldi fæddist í Ólafsfirði og ólst þar upp til 1951 og á Hofsósi til 1960. Hann lauk námi í vélvirkjun við Vélskóla íslands 1965 og síðar við Tækniskóla Islands í útgerðartækni 1979. Sigvaldi var vélstjóri til sjós 1968-79, á Ásbergi RE og Guðmundi RE. Árið 1984 stofnaði hann ásamt Kristni Halldórssyni fyrirtækið Stjörnustein hf. sem framleiðir frauðplastumbúðir og starfaði þar um ára- bil. Hann er nú stjórnarformaður Tempru hf. 1 Hafn- arfirði. Fjölskylda Sigvaldi kvæntist 13.5.1967 Ragnheiði Pálsdóttur, f. 17.2. 1941, íþróttakennara. Hún er dóttir Páls Diðriks- sonar og Laufeyjar Böðvarsdóttur, bænda að Búrfelli í Grímsnesi. Sigvaldi og Ragnheiður eiga þrjú börn, þau eru Páll Sigvaldason, f. 16.11. 1966, iðnhönnuður og fram- kvæmdastjóri Tempru hf. en dóttir hans og Guðrúnar Margrétar Hannesdóttur markaðsfræðings er Stefan- ía Hanna Pálsdóttir, f. 9.1. 1994; Ásta Sig- valdadóttir, f. 18.1. 1971, bókari, en mað- ur hennar er Harald- ur Eyvindur Þrast- arson og er dóttir þeirra Ragnheiður Kristín, f. 4.6. 2000; Laufey Alda Sig- valdadóttir, f. 30.12. 1972, kennari, en sonur hennar og Eggerts Garðarsson- ar er Sigvaldi Egg- ertsson, f. 9.6. 2000. Systkini Sigvalda eru Sigríður, f. 5.4.1944, d. í októ- ber 2000, húsmóðir í Reykjavík; Sigurður, f. 1.4. 1948, vélvirki, kvæntur Jónínu Pálsdóttur. Faðir Sigvalda var Pétur Sigurðsson, f. 15.7.1920, d. 6.10. 1972, vélstjóri. Móðir hans er Ásta Sigvaldadótt- ir, f. 8.3. 1924, húsmóðir í Reykjavík. Sigvaldi verður ásamt fjölskyldu sinni í felum á af- mælisdaginn. Álfþór B. Jóhannsson fyrrv. bæjarritari á Seltjamarnesi verður 70 ára á sunnudaginn Alíþór Brynjarr Jóhannsson, fyrrv. bæjarritari á Seltjarnarnesi, Látraströnd 2, Seltjarnarnesi, verður sjötugur á morgun. Starfsferill Álfþór fæddist á Siglufirði og ólst þar upp og á Seyðisfirði til tíu ára aldurs en flutti þá með foreldr- um sínum til Reykjavíkur og bjó þar lengst af til 1969 er hann flutti á Seltjarnamesið. Álfþór lauk stúdentsprófi frá VÍ 1953. Hann var full- trúi hjá Innflutningsskrifstofunni til 1960, aðalbókari Tóbakseinkasölu ríkisins 1960-61, fulltrúi hjá Ríkis- endurskoðun 1961-66, skrifstofustjóri hjá Fosskrafti við Búfellsvirkjun 1966-69, skrifstofustjóri Heildversl- unar Alberts Guðmundssonar 1969-73, aöalbókari Sel- tjarnarnesshrepps frá 1973 og hefur verið bæjarritari Seltjarnarnesshrepps frá 1976. Álfþór sat í stjórn Gróttu 1971-73 og 1978-82 og sat í stjórn UMSK 1980-82. Fjölsltylda Álfþór kvæntist 6.10. 1956 Björgu Bjarnadóttur, f. 7.7. 1932, húsmóður. Hún er dóttir Bjarna Björnsson- ar, leikara og gamanvísnasöngvara, og Torfhildar Dalhoff gullsmiðs. Börn Álfþórs og Bjargar eru Álfhildur, f. 8.6. 1956, BA og starfsmaður á nefndarsviði Alþingis, búsett í Reykjavík; Bjami Torfi, f. 8.5. 1960, kerfisfræðingur hjá Skýrr og bæjarfulltrúi, búsettur á Seltjarnarnesi, kvæntur Erlu Lárusdóttur leikskólakennara og eiga þau fjögur böm; Þóra Björg, f. 19.9. 1962, húsmóðir á Sel- tjarnarnesi, gift Kjartani Felixsyni húsasmíðameistara og eiga þau fimm börn; Bergur Brynj- ar, f. 20.7. 1964, út- flytjandi, búsettur í Vogum á Vatnsleysu- strönd, kvæntur Svanborgu Svavars- dóttur, þjónustufull- trúa hjá SPK, og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn; Jóhann Frimann, f. 24.9. 1968, píanó- og sembalsmiður, búsettur á Sel- tjarnarnesi, og á hann þrjú börn. Systir Álfþórs er Brynhildur Hjördís, f. 26.8. 1926, ekkja eftir Albert Guðmundsson sendiherra og eiga þau þrjú börn. Önnur systir Álfþórs lést í barnæsku, Álfhildur Helena, tvíburasystir Brynhildar. Foreldrar Álfþórs voru Jóhann Fr. Guðmundsson, f. 14.1. 1899, d. 1966, framkvæmdastjóri Síldarverk- smiðja ríkisins á Siglufirði og síðar starfsmaður hjá Verðlagseftirlitinu í Reykjavik, og k.h., Þóra Aðal- björg Jónsdóttir, f. 23.8. 1895, d. 1966, húsmóðir. Álfþór og Björg taka á móti ættingjum og vinum í Golfskálanum í Suðurnesi, Seltjarnarnesi, laugardag- inn 11.1. kl. 17.00-20.00. Fjölskylda Kona Kolviðs er Margrét Hreinsdóttir, f. 11.3. 1954, skrifstofumaður. Foreldrar hennar: Hreinn Hauksson, framkvæmdastjóri frá Mosvöllum Önundarfirði, og Ragnheiður Þorbjarnardóttir, húsmóðir frá Kambsseli í Álftafirði. Þau búa í Kópavogi. Börn Kolviðs og Margrétar eru Helgi Kolviðsson, 13.9. 1971, knattspyrnumaður í Austurríki, en hans kona er Michaela Deni og barn þeirra er Anna Karen; Ragnheiöur Kolviðsdóttir skrifstofumaður, búsett í Hafnarfirði, en hennar maður er Halldór Helgi Back- man og börn Sylvía Líf og Margrét Eva; Hrönn Kol- viðsdóttir nemi, búsett í Svíþjóð, en hennar maður er Gustaf af Ugglas og börn Ludvig Emil og Victor Helgi. Systkini Kolviðs eru Jónína Helgadóttir, f. 19.5 1947, búsett í Keflavík, en maður hennar er Víkingur Sveinsson; Einar Helgason, f. 14.6. 1949, búsettur i Kópavogi, en hans kona er Inga Guðmundsdóttir. Foreldrar Kolviðs eru Helgi Óskar Einarsson frá Ur- riðafossi í Flóa, bifreiðastjóri, og Rósa Sveinbjarnar- dóttir frá Snæfoksstöðum í Grímsnesi, matráðskona. Þau búa í Reykjavík. Kolviður tekur á móti gestum í Félagsheimili Kópa- vogs Fannborg í kvöld, laugardaginn 11.1. 2003, kl. 20.00. Höfuðstafir nr. 61_____ Þann 10. desember sl. var haldið hagyrðingamót á Selfossi. Þar áttust við tvö lið, annars vegar alþingis- menn og hins vegar svokallað landslið. Hér verða tínd- ar til helstu perlur kvöldsins. í liði þingmanna var Jón Kristjánsson sem kynnti sig þannig: Ég er drengur aó noröan, hef dvaliö á Austurlandi, hjá Davíö ég nú viö Lœkjartorgið sit. Heilbrigöiskerfinu aö stjórna víst er vandi og vera aöfjalla um krampa og þursabit. í liði alþingismanna var líka Halldór Blöndal. Hann gerði að umtalsefni þá nýafstaðna skoðanakönnun sem leitt hafði í ljós að Guðni Ágústsson væri langvin- sælasti ráðherrann: Dómgreind svíkur margan mann, ég marka af Guðna lœrdóm þann. Veslings þjóó sem velur hann vinsœlasta ráöherrann. Hákon Aðalsteinsson, sem var í landsliðinu, orti líka um Guðna. Þá var til umræðu umsókn Húsvík- inga um leyfi fyrir krókódílarækt: Húsvíkingar sitja nú í sárum, sviptir eru góöri tekjuvon. Grætur köldum krókódílatárum kvikindiö hann Guöni Ágústsson. Og enn var ort um Guðna. Að þessu sinni var það séra Hjálmar Jónsson, sem var í landsliðinu: Orstír hans aldreigi deyr, ekki er hann veikur sem reyr. Þótt elski hann kýr og alls konar dýr þá elskar hann Margréti meir. Steingrímur Sigfússon var í liði þingmanna. Hann orti til gestgjafanna á Suðurlandinu: í Þistilfiröi erfegurö slíka að finna, aö Drottinn sjálfur hrœrist, en í Flóanum er fallegt líka og flatneskjan sem slík, hún lœrist. Einn af landsliðsmönnum var Flosi Ólafs- son. Hann hafði þetta að segja um námsfer- il sinn: Las ég mér til menntunar margan doörant vœnan. En lœrdómsríkust lesning var Litla, gula hœnan. Og svo að öðru. Fyrir jólin birti ég vísu þar sem vísað var í netfangið gud@himnum.com. Þessi kveðskapur mæltist vel fyrir meðal lesenda. Frá Helga Haraldssyni í Noregi hefur nú borist önnur visa sem sýnir aðra hlið á málinu: Þá hátíö er liöin heims um ból og hljóðnaö er skraf í Paradís, trúi ég sumir sœki í skjól hjá satan@viti.is Umsjón

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.