Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2003, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2003, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 M agasm DV Gene Tiemey var ein fegursta leikkona Hollywood á fimmta áratugnum. Lífið virtist brosa við henni en hún var andlega vanheil og á sex árum dvaldist hún á þremur geð- veikrahœlum þar sem hún fékk þrjátíu og tvö raflost. Gene Tiemey fæddist áriö 1920 í Brook- lyn. Faðir hennar var tryggingasali og fjöl- skyldan bjó við góð efni. í æsku sagði Gene oft við föður sinn aö sér fyndist gæfa vera yfir sér. Hann sagði henni að með slíkum yfirlýsingum væri hún að storka örlögun- um. Seinna velti hún því fyrir sér hvort svo heföi verið. Hún var átján ára þegar hún fór í heim- sókn í Warner-kvikmyndaveriö og var í kjölfarið boðinn kvikmyndasamningur en faðir hennar bannaði henni að taka tilboð- inu. Þau gerðu loks með sér samning. Hún átti að ljúka námi og síðan myndi hann að- stoða hana við að finna vinnu á Broadway ef hugur hennar stæöi þá enn tO leiklistar. í fyllingu tímans hélt hún til New York þar sem hún fékk vinnu á Broadway og vakti næga athygli til að fá tilboð frá 20th Cent- ury Fox. Á næstu árum lék hún í fjölmörg- um kvikmyndum. Sú þekktasta er sígild sakamálamynd Ottos Premingers, Laura. Atburöur sem varð að sakamólasögu Hún var blíðlynd kona og viðkvæm, ör- yggislaus og kvíðin, og fékk oft martraðir. Hún var sifeilt i megrunarkúrum og sagðist seinna alltaf hafa verið svöng þau ár sem hún starfaði í Hoilywood. Hún þjáðist af magakrampa og alls kyns likamlegum kviU- um. Það var ekkert sem benti til andlegra erfiðleika enda hafði hún ekki orðið fyrir áföllum i lííinu. Það átti sannarlega eftir að breytast. þegar ung kona gekk til hennar, sagöist hafa eitt sinn hitt hana á skemmtun og tal- að við hana þar og spurði hana hvort hún hefði fengið mislinga eftir það kvöld. Gene játti því. Konan sagði henni að hún hefði smitað hana. Agatha Christie byggði seinna eina þekktustu sakamálsögu sína, The Mir- ror Cracked, á þessum atburði. Þar segir frá leikkonu sem drepur aðdáanda sinn þegar hún kemst að því að konan hafði á sínum tíma smitað hana af mislingum og með því valdið því að barn leikkonunnar fæddist vanskapað. Daria öðlaðist aldrei meiri þroska en tveggja ára barn og var vistuð á hæli. Hjón- in eignuðust aðra dóttur en skUdu skömmu síðar. Eftir það átti Gene í ástarævintýrum með John F. Kennedy og auðkýflngnum Agha Khan. Kennedy sagðist ekki geta kvænst henni þar sem hún væri fráskUin og hann stefndi að forsetaembætti. Sam- band hennar við Agha Khan fór einnig út um þúfur vegna andstööu fóður Khans. Vist á geðveikrahæli Gene fór að hegða sér undarlega. Stund- um lá hún dögunum saman uppi í rúmi og allt varö henni um megn. öðrum stundum fannst henni hún geta allt. Þá sá hún hluti sem engir aðrir sáu. Hún sá illsku í tann- bursta og guð í Ijósaperu. Þunglyndið hellt- ist nú yfir hana. Hún sat tímunum saman í stól án þess aö hreyfa sig og svaf tímunum saman. Eitt kvöldið fór hún út að boröa með móður sinni. Þegar steikin kom á borðið sagði Gene hana lykta illa. Síöan gekk hún út og móðir hennar elti. „Þau eru að reyna að eitra fyrir mig,“ sagði Gene. Þá sann- færðist móðir hennar um að Gene væri ekki andlega heilbrigð. Hún var send á geðveikrahæli, var lokuð inni í litlum klefa og læknismeöferð fólst i raflosti. Raflost var aðferð sem var mikið notuð á þessum tima til að lækna andlega kvilla og aðferðin olli persónuleikabreyting- um og minnisleysi. Á næstu átta mánuðum fékk Gene nítján raflost. I kjölfarið tapaði hún minni og mundi ekki hluta af lífi sinu. Eftir að hafa raknað úr einu raflostinu klór- aði hún hjúkrunarkonuna. Hjúkrunarkon- an reiddist svo illa að hún fór með Gene á deild sem vistaði þá geðsjúklinga sem verst voru á sig komnir. Þar var fólk slefandi, hélt ekki höfði og var hræðilegt útlits. Gene hélt að þetta væru leikarar sem væru að Harmsaga Gene Tiemey. Hún naut miklllar velgengni í Hollywood en var andlega vanhell og dvaldi sex ár á geðvelkrahælum. þau úti þegar Gene benti upp i himininn og Hún kynntist Howard Lee sem var um það bil að skilja við Hedy Lamarr og hafði lofað sjálfum sér að kvænast aldrei aftur kvikmyndaleikkonu. Hann var milljóna- mæringur og fékkst við olíuviðskipti. Þau giftust og hún fluttist með honum til Hou- ston. Eftir að Johij F. Kennedy varð forseti bauð hann Gene í Hvíta húsið. Hún haföi þó ekki kosið hann heldur Nixon. Hún sagði við John F. Kennedy: „Ég er mjög heppin kona, maðm-inn minn elskar mig, meira að segja þegar ég er geðveik." Hún var á geðlyfjum og flestum stundiun var hún i jafnvægi en einstaka sinnum Hún giftist fatahönnuðinum Oleg Cassini sem var fráskilinn og álitinn glaumgosi. Seinni heimsstyrjöldin skall á og Cassini gekk í herinn og Gene kom fram á skemmt- unum fyrir hermenn. Eftir eina slika skemmtun veiktist hún af mislingum. Hún var á fyrstu vikum meðgöngu og mislingar á þeim tíma geta valdið heilaskaða hjá fóstri. Skömmu eftir að hún fæddi dóttur sína, Daríu, var stúlkan greind alvarlega vangefln. Ári eftir fæðingu Daríu var Gene I boði leika eftir Stanislavskí-aöferðinni og klapp- aöi fyrir þeim og sagði margoft: „Eru þetta ekki góðir leikarar? Eru þeir ekki frábær- ir?“ Nokkrum klukkustundum síðar kom hjúkrunarkonan aftur og sagði: „Nú er ég með dálítið annaö fyrir þig.“ Hún ýtti Gene inn í skáp og lokaði. Gene grét og barði á dyrnar en var ekki hleypt út fyrr en eftir allnokkum tíma. „Lífið er elcki kvikmynd" Þegar hún útskrifaðist af geðsjúkahúsinu var hún sett i umsjón móður sinnar. Mæðgurnar fluttu til New York og bjuggu í fjórtán hæða háhýsi. Einn daginn fór Gene út á gluggasylluna. Hún var ekki viss um að hún vildi deyja en það var orðiö of erfitt að lifa. Eftir tuttugu mínútur á syllunni skreið hún inn um gluggann. Lögregl- an kom stuttu síð- ar. Gene sagðist hafa verið að hreinsa gluggann. Eftir þetta var send á heilsu- hæli i Kansas. Besta mynd sem Gene Tierney lék f var sakamálamyndln Laura sem Otto Próðin . .ilennar Preminger lelkstýrbi. Með Gene á myndinni eru Cllfton Webb heimsótti hana og og Vincent Price. einn daginn sátu í myndinnl Son of Fury með Tyrone Power, bráðskemmtllegrl ævintýramynd. sagði: „Ég á leyndarmál. Rússamir æila að sprengja sólina á morgun og við deyjum öll. En þú skalt ekki segja neinum frá þessu." Þegar hún las bækur sá hún ekki hinn raunverulega texta heldur eitthvað allt ann- að. Hún hélt að kommúnistar hefðu breytt öllum bókunum i miklu samsæri um aö yf- irtaka landið. Smám saman fór hún að ná sér og 1958 var hún útskrifuð en sneri síðan aftur á hælið i stuttan tíma. sýndi hún af sér sérkennilega hegðun. Hún lék í kvikmyndum með nokkurra ára milli- bili, síöast áriö 1980 í sjónvarpskvikmynd eftir einni af sögum Judith Krantz. Hún skrifaði ævisögu sína sem vakti mikla at- hygli og sagði þar: „Ef ég ætti að setja það sem ég hef lært á ævinni í eina setningu þá væri hún: „Lifið er ekki kvikmynd". Eiginmaður hennar lést árið 1981 og hún lést tíu árum síðar. -KB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.