Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2003, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2003, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 17 M agasm DV DV M agasm viðskiptavina, til dæmis yfir því vöruverði sem nú bjóðist. í dag sé það orðið mjög sambærilegt því sem bjóðist í helstu nágranna- löndum okkar og jafnvel lægra. „Á árunum upp úr 1990 og alveg fram á árið 1994 - þegar var raun- verulegur samdráttur hér - var mikið um að fólk færi utan að versla. Þá sóttu margir einmitt til Glasgow og annarra borga á Bret- landseyjum. Síðan fór efnahagslíf- ið hér að rétta úr kútnum og þá jókst kaupmáttur fólks. Það gat farið að versla meira, sem aftur gaf okkur kaupmönnum svigrúm til að gera stærri innkaupasamn- inga. Þannig gátum við aftur lækkað verð. Allt hefur þetta hald- ist i hendur og bæði hefur hagur kaupmanna og viðskiptavina vænkast." Ég á að vera í búðunum Svava segist hafa gaman af því ( að standa vaktina í verslunum ' sínum og halda þannig sambandi við viðskiptavini. „Ég á að vera í búðunum, mér finnst það „Við erum heppin með starfs- fólk sem hefur unnið með okkur í mörg ár og það sem hefur drifið mig mest áfram er að mér finnst gaman að vinna með þessu fólki. Það er ungt, duglegt og skemmti- legt.“ Andstæður eru áfram inn Fatatíska á Islandi er að sögn Svövu í bland straumar erlendis frá og svo tiska sem er búin til á götum bæjarins. „Það hefur verið gaman að fylgjast með hvemig sér-íslensk tíska fæðist hér af og til. Kannski er það ekki svo undar- legt þegar tekið er mið af veöur- farinu okkar. En straumarnir koma einnig erlendis frá og er ungt fólk yfirleitt mjög móttæki- legt. íslenskar konur era miklir fagurkerar enda speglast það í út- liti þeirra. Mér finnst íslenskar konur upp til hópa vel klæddar og hafa mikinn áhuga á fatnaði og ekki síst skóm og stígvélum. Við erum allflestar skósjúkar." Tískan fram undan er flott, heldur Svava áfram: „Andstæður lendis en ég tel ekki að þeir nái hingað, enda ef sterkir litir eru líka í gangi eiga þeir yfirleitt vinn- inginn hér. Okkur vantar þessa sterku liti, þeir klæða okkur yfir- leitt betur.“ Heilluð af viðskiptum Sem fyrr segir hefur Svava feng- ist við verslunarrekstur í um tutt- ugu ár, eða frá því hún lauk versl- unarprófi. „Þetta hefur alltaf átt hug minn. Það er best að geta sam- einað áhugamál og vinnu, þá nær maður bestum árangri," segir Svava sem er dóttir Rolfs Johan- sens stórkaupmanns. Hann hefur rekið sitt eigið innflutningsfyrir- tæki nú í hálfan fimmta áratug. Að því leyti segist hún hafa haft kaupmennskuna í blóðinu. „Frá því ég var lítil stelpa hef ég verið heilluð af viðskiptum, pen- ingum og tölum. Sem stelpa var ég stundum að þvælast með pabba í vinnunni um helgar og þá sat ég og pikkaði á allar reiknivélar sem ég fann. Gat ekki hugsað mér neitt skemmtilegra. Ég átti aldrei Bar- bie-dúkkur, hafði meiri áhuga á ur mér fundist gaman að fara í keilu sem ég stundaði þó af meiri krafti áður. Svo er ég í Rotaryklúbb Miðborg, þar hittast félagar einu sinni í viku. Síðan eigum við líka sex ára son, Ásgeir Frank, sem þarf sinn tíma,“ segir Svava. Soninn segir hún hafa mikinn áhuga á knattspymu. „Hann spil- ar fótbolta allan daginn, horfir á leiki i sjónvarpi og þekkir leik- menn og framkvæmdastjóra liða. Er alla daga að leika sér í fótbolta; ef hann er ekki á æfingu hjá Vík- ingi er hann úti í garði með bolt- ann sinn. Stundum raunar búinn að gera heimilið að einum stórum fótboltavelli. Maður verður bara að passa aö vera ekki fyrir i mark- inu,“ segir Svava og hlær. Fá hreyfingu og súrefni i blóöib Annars kveðst Svava besta afslöppun fá með því að stunda líkamsrækt. Hún kveðst þrisvar í viku - og það um margra ára skeið - hafa mætt á æfingar í World Class. Vera þar undir hand- * „Eg gæti séb fyrír mér að efst og nebst vib Laugaveg kæmu verslun- armibstöðvar með góðum bílastæðum í kjallaranum, með svona tíu til fimmtón verslunum ó hvorum stað. Þetta gæti orðið eins konar akkeri allrar verslunar við götuna. Nú er búíð að rífa Sjörnubíó og malbika stæði. Eg hef heyrt um slík óform til dæmis þar, nú er bara að bíða og sjó hvað gerist og hvenær. Að þessu gæti borgin stuðlað með aðgerðum í skipulagsmólum." skemmtilegt. Þaö gefur mér líka tilfinningu fyrir því hverjar séu stefnur og straumar í fatatískunni á hverjum tíma,“ segir Svava og hlær. Hún hefur yfirstjórn flestra verslana þeirra Bolla á sinni hendi og segir það ærinn starfa, en aukinheldur eru innkaup og samskipti við birgja að miklu leyti í hennar verkahring. Einmitt þess vegna segir hún það vera sér mik- ilvægt að fylgjast með hvemig tískan er - og þróun hennar. eru áfram inn; að fólk blandi sam- an ólíkum hlutum og efnum. Hún er mikið um að fólk búi sér til sinn stíl. Á sama tíma eru svo líka kvenjakkafötin vinsæl, þar eru all- ar síddir af jökkum í gangi við buxurnar. Það verður áfram meira um buxnadragtir en pils- dragtir í ár. Skótískan verður spennandi í sumar, mikið af nýj- um litum sem hafa ekki sést lengi. Sterkir litir verða í bland við hvítt - mikið hvítt og beinhvítt. Mildu litirnir eru sýndir þó nokkuð er- að fara i alvöru fataverslanir og máta sjálf. Nennti ekki að vera að klæða svona litlar dúkkur." Samkvæmisdansar og sex ára sonur Starf kaupmannsins segir Svava að sé erilsamt og vinnudagurinn gjarnan langur. Engu að síður sé mikilvægt að eiga áhugamál sem athvarf frá erlinum. „Við hjónin höfum síðustu ár verið saman að æfa samkvæmisdansa og finnst það mjög skemmtilegt. Einnig hef- leiðslu Matthildar Guðmundsdótt- ur, Lólóar eins og hún er gjarnan nefnd. „Síðan er ég í gönguhópi góðra vina sem hittast alltaf á sunnudög- um og labbar hér í bænum eða í nágrenni. Það gefur mér mikið; bæði að hitta og vera með góðu og skemmtilegu fólki en einnig að fá hreyfingu og súrefni í blóðið. AUt gerir þetta manni lífið auðveldara og skemmtilegra og viðfangsefni dagsins verða auðleystari." -sbs „Hér þurfa bæði að vera séríslenskar og rótgrónar verslanir en einnig stærri verslanir með alþjóðlegu yfirbragði. í bland og inn á milli meö jöfnu millibili þurfa aö vera hér kaffi- og veitingahús. Standi fólk rétt að mák um er ég þess fullviss aö efla mætti Laugaveginn mikiö,“ segir Svava meöal annars hér í viötalinu. Miklir fagurkerar - kaupmaburinn Svava í Sautján í spjalli viS DV-Magasín um mi&borgina, tískuna, kaupmennsku og lífib utan vinnu „Eftir að hafa staðið í rekstri hér við Laugaveg í bráöum tuttugu ár þá höfúm við auðvitað mjög sterkar taugar til miðborgar- innar. I raun og veru er eindreginn vilji okk- ar sá að halda áfram verslunarstarfsemi hér, enda þótt við hefðum á síöasta ári verið að því komin að loka verslunarhúsi okkar hér við Laugaveg. En eftir að borgaryfirvöld gáfu okk- ur loforð um að miöborgin yrði efld með margháttuöum aðgerðum ákváðum við hins vegar að þrauka áfram. Það ár sem nú er að hefjast er í raun úrslitatilraun okkar,“ segir Svava Johansen kaupmaður. baer&aleysi í ioborgarmálum Svava og Ásgeir Bolli Kristinsson eiginmað- ur hennar hafa lengi stundað verslunarrekst- ur og farnast vel í þeirri atvinnugrein. Að Laugavegi 89-91 starfrækja þau undir einu þaki fjórar verslanir, það er Galleri Sautján, Eva, GS Skór og 17 Jeans. Lagerverslun þeirra, Outlet 10, er við Faxafen og verslanir Bolla og Svövu í Kringlunni eru GS Skór, Galleri Sautján, Karen Millen, Centrum, In Wear, Morgan, Deres og Smash. „Smáralind hefur ekki haft sömu áhrif á verslun hér í Reykjavík og við reiknuðum með. Áhrifin eru engu að síður til staðar. Mið- borgin er að koma verr út en Kringlan. Er satt best að segja mjög illa farin eftir það aðgerða- leysi sem ríkt hefur af hálfu borgaryfirvalda um málefni hennar. Hér hafa verið að leggja upp laupana eða flytjast annað margar góöar verslanir. í raun þarf að verða algjör viðsnún- ingur,“ segir Svava. Við sitjum á mánudagsmorgni á Kaffitári í verslunarhúsinu við Laugaveg. Stund er milli stríða hjá athafnakonunni sem hefur allajafna i hundraö horn að hta. Við byrjuöum á því að ræða miðborgarmálin sem standa hjarta hennar nærri. Miðborgin ó sterk ítök í fólk „Samsetning verslana hér og raunar allra fyrirtækja á svæðinu þarf að vera rétt eigi Laugavegurinn og næstu götur að lifa sam- keppnina af,“ heldur Svava frásögn sinni áfram: „Hér þurfa bæöi aö vera séríslenskar og rót- grónar verslanir en einnig stærri verslanir með alþjóðlegu yfirbragði. í bland og inn á milli meö jöfnu millibili þurfa að vera hér kaffi- og veitingahús. Standi fólk rétt að mál- um er ég þess fullvissi að efla mætti Lauga- veginn mikið. Ég hef fundið hve miðborgin á sterk ítök í þjóðinni; fólki finnst þetta hjarta Reykjavíkur. Og sömu viðhorfa gætir raunar um ailt land.“ Nú þarf hrabar hendur Að sögn Svövu lutu loforð borgaryfirvalda um aögerðir meðal annars að því að gera bragarbót þannig að miðborgin yrði gerð bet- ur útlítandi og farið út í alhliða uppbyggingu á ýmsum sviðum. „Borgaryfirvöld sannfærðu okkur um að mikil uppbygging stæði hér fyr- ir dyrum og því ákváðum að fresta ákvöröun- um um að hætta rekstri hér. En nú þurfum við að sjá hverjar efndir verða. Hraðar hend- ur þarf, því margar verslanir hafa verið að hætta rekstri og sú þróun heldur áfram verði ekki gripið til aðgerða," segir Svava. Hún segir að á seinni árum hafi sú þróun orðið að verslunum neðarlega í miðbænum, svo sem við Lækjargötu, hafi fækkað en veit- ingahúsum fjölgað í þeirra stað. Verslunum ofarlega í miðbænum, það er viö Laugaveg, hafi hins vegar ekki fækkað jafn mikið. „Ég gæti séð fyrir mér að efst og neðst við Laugaveg kæmu verslunarmiðstöðvar meö góðum bílastæðum í kjallaranum, með svona tíu til fimmtán verslunum á hvorum stað. Þetta gæti orðið eins konar akkeri allrar verslunar við götuna. Nú er búið að rífa Sjörnubíó og malbika stæði. Ég hef heyrt um slík áform til dæmis þar, nú er bara að bíða og sjá hvað gerist og hvenær. Aö þessu gæti borg- in stuðlaö með aðgerðum í skipulagsmálum. Af öðrum miðborgarmálum sem snúa að borg- aryfirvöldum þá þarf að fjölga bílastæðum og lækka sektargreiðslur svo ég nefni nú eitt- hvað.“ Kaupmenn gangi í sama takti En ekki verður miðborgin efld einvörðungu með kröfugerð á hendur borgaryfirvöldum. Svava segir mikilvægt að kaupmenn við göt- una sameini krafta sína í ýmsum málum. Samræma þurfi opnunartíma verslana og al- mennt þurfi kaupmenn að ganga í sama takti hvað varðar hin ýmsu sameiginlegu hagsmunamál sín. „Ég hefði talið mikilvægt að við gæfum þessu markaðssvæði ákveðið nafn; annað en að fólk tali um að fara niður i bæ. Sémafn með stóram upphafsstaf myndi miklu breyta," segir Svava. Hún sér líka fyrir sér að til bóta væri til dæmis yfir sumartímann að verslanir við Laugaveginn væru opnar fram eftir, eins og eitt kvöld í viku. „Yfir sumarið er hér bjart allan sólarhringinn og því gæti þetta verið afar skemmtilegt." Verðið er sambærilegt Mikið hefur verið umleikis hjá kaupmann- inum Svövu Johansen undafarið. Nú era út- sölur yfirstandandi og jólaösin er nýlega af- staðin. „Bragurinn yfir verslun í bænum fyrir hátíðamar hefur breyst. Afgreiðslutími í búð- um hefur lengst og fólk hefúr nýtt sér að geta verslað án asa. Og sótt í leiðinni þessi finu kaffihús hér,“ segir Svava. Hún segir ánægjulegt að finna góð viðbrögð Magasín-myndir E.ÓI. „Það hefur veriö gaman að fylgjast með hvernig sér-íslensk tíska fæðist hér af og til. Kannski er þaö ekki svo undarlegt þegar tekið er miö af veöurfarinu okkar. En straumarnir koma einnig erlendis frá og er ungt fólk yfirleitt mjög móttækilegt.“ +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.