Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2003, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2003, Qupperneq 23
I FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 23 I>V agasm Kárahnjúkamynd Ómars Ragnarsson vel tekið í Bíóborginni: Pósturinn skiptir sér ekki af innihaldinu „í þessari mynd er ég í raun eins og pósturinn: kem bréflnu til við- takanda en skipti mér ekki af inni- haldinu. Reyni hins vegar að draga fram kosti og galla virkjunar við Kárahnjúka og þeirra óafturkræfu umhverfisáhrifa sem framkvæmdin mun hafa,“ segir Ómar Þ. Ragnars- son fréttamaður. Stærsta mál samtímans í fyrrakvöld var í Bíóborginni við Snorrabraut sýnt kvikmyndaefni sem unnið hefur verið undir vinnu- heitinu Á meðan land byggist. Það samanstendur annars vegar af myndum af virkjunarsvæði Kára- hnjúkavirkjunar og hugsanlegu þjóðgarðssvæði norðan Vatnajök- uls. Hins vegar er um að ræða myndir úr ferðum um tuttugu þjóð- garða og tólf virkjanir i Kanada, Bandaríkjunum og Noregi og víðar frá. „Enginn fjölmiðlamaður getur látið hjá líða að fjalla um stærsta mál samtímans, eins og ég tel að virkjun við Kárahnjúka svo sannar- lega sé,“ segir Ómar. „Þetta er stór ákvörðun og margfalt stærri en þær sem menn eru að taka alla jafna nú um stundir. Ákvörðunarefnin snerta gjaman aðeins daginn 1 dag og okkar kynslóð og nánasta um- hverfl en stórvirkjun eystra er hins vegar nokkuð sem kemur við allar ókomnar kynslóðir. Skilgreining á því hvað sé óafturkræft i náttúr- unni þarf því öllum að vera ljós.“ Krinqilsárrani og Kára- hnjúlcar f myndinni sjást svæði á Austur- landi sem ekki hafa birst kvikmynd- ir af áður opinberlega svo vitað sé. Má þar nefna Desjarárdal, norður,- bakka Jöklu innan Kárahnjúka, Kringilsárrana, fossaröð Jökulsár i Fljótsdal og ár í kringum Snæfell. Þá er í myndinni velt upp hvað séu umtalsverð umhverflsáhrif og hvað ekki. Gestir kunnu vel að meta mynd Ómars sem var hylltur með langvarandi lófataki að sýningu lok- inni. Hann segist ljúka við endan- lega gerð myndarinnar á næstu dög- um. Yflrmenn sínir hjá RÚV hafi sýnt áhuga á að verkinu ljúki sem fyrst svo hægt verði að taka ákvörð- un um endanlegan sýningardag í Sjónvarpinu. -sbs Bornar saman bækur. Systurnar Kolbrún og Sigrún Halla Halldórsdætur á tali viö Steingrím Hermannsson, fyrrverandi forsætísráöherra. Maðurinn meö hattinn. Hallgrímur Helgason rithöfundur í upphafi sýningar - einbeittur aö skrifa SMS-skeyti. Magasín-myndir Hari Gestir ganga í hús. Helgi Hjörvar varaborgarfulltrúi og Þórhildur Elín Elín- arsdóttlr mæta a svæöiö og er vel fagnaö af Omarl. Feögar meö fyrrverandl förseta Islands. Þorfinnur Omarsson, Vigdís Finnbogadóttir og Omar Ragnarsson. - vddu aöeins það besta BPGoodrích Hjólbarðaverkstæði Nesdekk • Seltjarnarnesi Bílaþjónustan • Húsavík Bílabúðar Benna • Reykjavík Dekk og smur • Stykkishólmi Smur og Dekk • Höfn Hornafirði Umboösaðilar: Hjólbarðaverkstæði Léttitækni • Blönduósi IB Innflutningsmiðlun • Selfossi Sigurjóns • Reykjavík Höldur • Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.