Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 DV Fréttir Ýmsum brugðið vegna 24ra mánaða dóms í stað 15 í máli Árna Johnsen: Lögmenn töldu áfrýjun eindregið lakari kost DV-MYND SIGURÐUR JÖKULL Veijandinn segir Arna hafa oröiö fyrir miklum vonbrigöum Nú liggur niöurstaðan fyrir. Áfrýjun var mun verri kostur - áfrýjun sem sakborningurinn Árni tók sjálfur ákvöröun um. Mat manna er aö ákæruvaldiö heföi sennilega ekki skotiö málinu til Hæstaréttar ef aörir heföu unaö dóminum í því Ijósi aö ekki skuli áfrýja nema yfirgnæfandi líkur séu á aö dómar veröi þyngdir. Svo var ekki þar sem ríkissaksóknari „vann sigur“ aö tveimur þriöju í héraöi. „Slys,“ sagöi Björgvin Þorsteins- son, verjandi Árna Johnsen, í beinni útsendingu íslands í bítið þegar rætt var við hann í morgun. „Ég var sleginn," sagði hann svo um viðbrögð sín þegar dómarar Hæstaréttar lásu dómsorðið í hvít- máluðum og virðulegum sal réttar- ins þegar klukkan sló fjögur í gær. Undrun er sjálfsagt það orð sem átti við flesta aðra þegar fregnin spurðist - 15 mánaða fangelsi hér- aðsdóms var breytt í 24ra mánaða fangelsi. Sakfellt var fyrir 22 ákæruliði í stað 18 af þeim 27 sem ákæruvaldið lagði upp með. Verjandinn var ósáttur við að fimm manna dómur Hæstaréttar skyldi ekki hafa minnst á þau at- riði sem hefðu átt að koma til refsi- lækkunar gagnvart umbjóðanda hans - að hafa játað að stórum hluta sakarefnin, verið samvinnu- þýður og hefði greitt að verulegu leyti fyrir það sem hann ekki mátti taka. Dómurinn tók hins vegar greinilega mið af því ákvæði í hegningarlögunum að heimilt sé að bæta allt að 50 prósentum við hefð- bundna refsingu brjóti maður af sér í opinberu staríl - og miðaði ekki við það sem Björgvin lagði upp með að jafnræðisregla stjórn- arskrárinnar frá árinu 1995 hefði átt að eiga við í máli Árna þannig að eitt eigi að ganga yfir alla. Auk þess hafði Hæstiréttur ekki hlið- sjón af opinberri umfjöllun og líðan Árna og heilsufars. En þegar öllu er á botninn hvolft er athyglisvert að líta til fréttaskýr- ingar í DV þann 5. júlí á síðasta ári en þá voru flestir lögmenn landsins sem áhuga hafa á sakamálum bún- ir að kynna sér héraðsdóminn í máli Árna. „Ég get játað að ég bjóst við að dómurinn yrði örlítið þyngri," sagði Hilmar Ingimundar- son, einn verjendanna. Þarna sagði jafnframt að allir þeir lögmenn sem Það rikir enginn sérstakur ná- grannakærleikur að Rauðagerði 39 í Reykjavík. Fyrir allnokkru keypti Baldvin Atlason, starfsmaður Þjóð- arbókhlöðu, kjallaraíbúð af Krist- jáni S. Guömundssyni, fyrrverandi skipstjóra og formanni sjóslysa- nefndar. Siðasta vor fór Kristján í mál viö Baldvin vegna trjágróðurs i garðinum sem Baldvin klippti og snyrti og felldi tvö tré en hann seg- ir að þau hafi byrgt honum sýn úr gluggum, en fyrir Hæstarétti hafði Baldvin sigur. Kristján hefur óskað endurupptöku á málinu fyrir Hæstarétti, og segir þar m.a.: „Þið létuð tungulipran lögmann Bald- vins plata ykkur.“ í kjölfarið fór Kristján svo í mál við Baldvin þar sem hann vildi banna honum að leika á flygil í íbúðinni, taldi of mikinn hávaða af því. Héraðsdóm- ur úrskurðaði að Baldvini væri heimilt að leika á flygelinn. Síðustu samskipti þeirra Bald- vins og Kristjáns eru þau að Krist- ján hefur neitað Baldvini aö greiða hitareikninginn upp á rúmar 12.000 DV hafði samband við teldu áfrýjun eindregið lakari kost fyrir hinn fyrrverandi þingmann. Eindregið. Það gæti verið iþyngjandi með hlið- sjón af refsingu og sögðu þá sumir að refsinguna yrði vel hægt að þyngja upp i 18 mánaða fangelsi. Einnig hlytust óþægindi af áfram- haldandi opinberri umfjöllun á biö- tímanum þangað til æðra dómstigið kvæði upp sinn dóm. Að auki yrði krónur. Um síðustu helgi fór Bald- vin í fylgd tveggja lögregluþjóna til að greiða reikninginn, en Kristján neitaði að taka við greiðslunni. I kjölfarið tók hann kranavatnið af kjallaraíbúðinni, og þar við situr enn. Það hefur enginn heimild til að gera nema Orkuveitan. Sl. mánudag fór lögmaður Baldvins, Elfar Örn Unnsteinsson, á fund Kristjáns og ætlaöi aö greiða reikn- inginn, en þá heimtaði Kristján 10.000 króna aukagreiðslu vegna kostnaðar og bar því við að hann ætlaði ekki að láta troða á sér. Kristján hefur látið búa til stút út úr vegg bílskúrsins með krana á endanum þar sem hægt er að loka fyrir vatnið að kjallaraíbúðinni, en þar er ekki mögulegt að auka þrýst- inginn sem er ekki nægjanlegur í kjallaraibúðinni. Það gerir Kristján tÚ þess að Baldvin geti lokað fyrir vatnið ef flóð verður í kjallaraibúð- inni. Elfar Örn hefur skrifað Orku- veitunni og krafist þess að fyrir- tækið tryggi þann hita sem Baldvin eigi skýlausan rétt á auk þess að vitnað í Ámamálið þegar stuðst yrði við hæstaréttardóma í framtíð- inni. En Ámi átti rétt eins og aðrir að áfrýja og veðjaði á áfrýjun. í stað þess að hefja afplánun á 15 mánaða fangelsi og fá væntanlega reynslulausn eftir sjö og hálfan mánuð þá liggur það nú fyrir hon- um að hefja á næstu mánuðum af- plánun á 24ra mánaða fangelsi og fá reynslulausn eftir 12 mánuði, skrifa Kristjáni þar sem honum er tilkynnt að ekki séu aðrir mögu- leikar í stöðinni en að kæra hann. í kjölfarið verður leitað til sýslu- manns með kröfu um að fá innsetn- ingu að hitakerfinu sem er lokað af inni í bílskúmum hjá Kristjáni. Greiösla eða harka Kristján S. Sigurðsson segir aö Baldvin hafi neitað að greiða fyrir heitt vatn í rúmt hálft ár. Hann hafi margoft verið aðvaraður af sér, en þegar alvaran hafi blasað við hon- um hafi hann þóst vilja greiða, en þó ekki nema hluta af reikningn- um. „Þetta eru 12 þúsúnd krónur auk vaxta og innheimtukostnaðar en hluti af því er viðgerðarkostnaður eins og alltaf er þegar hlutir eldast. Það kemur reikningur frá Orku- veitunni í hverjum mánuði. Ef mað- ur hefur lagt út í óþarfa kostnað vill maður fá hann greiddan. Það er búið að aðvara manninn margoft, og ef þetta verður ekki greitt er þetta bara stál í stál. Baldvin einhvem tímann fyrir mitt næsta ár. Áfrýjunin var því íþyngjandi og ákvörðun um hana tók sakboming- urinn sjálfur. Mat manna, a.m.k. þeirra sem DV hefur rætt við, er að ríkissaksóknari hefði ekki tekið frumkvæðið að áfrýjun þar sem slíkt á ekki að gerast nema yfir- gnæfandi likur séu á refsiþyng- ingu. Um það veröur hins vegar engu slegið föstu hér. -Ótt minntist aldrei á neina upphæð þegar hann svo loks þóttist vilja borga, og hann orðaði það þannig að hann ætlaði að borga það sem honum sýndist og ekki þann kostn- að sem ég hef orðið fyrir, bæði vexti og árangurslausar innheimtu- aðgerðir. Það er aldrei aö vita nema ég láta lögmann innheimta þessa kröfu en innheimtufyrirtæki krefj- ast 20 þúsund króna tryggingar við að innheimta 12 þúsund krónur eins og krafan var á síðasta ári. Annaðhvort hagar hann sér eins og maður þegar hann á að greiða eða honum verður sýnd harka vegna svona vitleysu," segir Kristján S. Guðmundsson. - Hefur þú áhuga á að kaupa Baldvin út eigir þú þess kost? „Já, ég mundi gera það til þess að losna við svona „sjúkling". Mér var kennt á yngri árum að maður eigi aldrei að gera öðmm það sem mað- ur vill ekki láta gera sér. En þessi maður virðist ekki hafa veriö alinn upp í þeim anda sem er ríkjandi á Reykjavíkursvæðinu." -GG Vilja opinberar skúringar á háum vöxtum Vaxtaálag bankanna hefur stór- aukist á undanfömum árum sam- kvæmt könnun Neytendasamtak- anna. Árið 1995 voru stýrivextir Seðlabankans 6,9% en vextir óverð- tryggðra skuldabréfa 11,6%. Árið 2000 voru stýrivextir komnir upp í 10,4% en vextir óverðtryggðra skuldabréfa 16,8% og mismunurinn 6,4 prósentustig. Nú í ársbyrjun eru stýrivextir 5,8% en vextir óverðtryggra skuldabréfa 12,5% og mismunurinn þvi 6,7 prósentustig. Neytendasamtökin telja það óum- deilanlegt að álag bankanna á útlán hafi verið að aukast um langan tíma á meðan ekkert hafi dregið úr þjónustugjöldum. Það sé skýlaus krafa að vaxtaálagið verði lækkað og vilja Neytendasamtökin að Fjármálaeftirlit- ið leiti skýringa hjá bönkunum á sí- hækkandi vaxtaálagi og vaxtamun. Mjög ósammála Ámi Tómasson, bankastjóri Bún- aðarbankans, er mjög ósammála fúll- yrðingum Neytendasamtakanna. Hann segir Búnaðarbankann hafa fylgt vaxtaákvörðunum án frávika. „Ég veit að vaxtamunur í öllu banka- kerfinu hefur verið að lækka og sam- keppni að aukast. Þetta fer mikið eft- ir ákvörðunum Seðlabankans, þar er tónninn í vaxtastiginu gefinn en það er skoðun okkar i Búnaðarbankan- um að aðstæður séu með þeim hætti að það réttlæti enn frekari lækkun stýrivaxta en þegar er. Búnaðarbank- inn mun fylgja þeirri ákvörðun,“ seg- ir Árni Tómasson. -GG Fjölsótt ferða- málaráðstefna Fleiri en nokkru sinni fyrr taka þátt í ferðakaupstefhunni Mid-Atlant- ic Workshop & Travel Seminar sem nú stendur yfir hér á landi. Nú eru td. með í kaupstefnunni ferðaþjón- ustufyrirtæki frá Rússlandi, Póllandi og Japan í fyrsta sinn. Þátttakendur eru um 350 fulltrúar ferðaskrifstofa, hótela, bOaleigna og annarra ferða- þjónustufyrirtækja. Að auki taka þátt ferðamálaráð Norðurlandanna, ferða- málaráð þeirra svæða og borga sem Icelandair flýgur tO í Norður-Amer- íku og jafnframt koma sendiráð þess- ara landa á íslandi að kaupstefhunni. Hún er haldin á vegum Icelandair og tOgangurinn er að tengja saman kaup- endur og seljendur ferðaþjónustu í Evrópu og Bandaríkjunum. -JSS íslandsbanki verðlaunaður íslandsbanki hefur hlotið ís- lensku þekkingarverðlaunin 2003, sem Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga veitir. Auk íslands- banka voru tOnefnd Kaupþing, Öss- ur og Landsbankinn. Þá valdi dómnefnd FVH við- skiptafræðing eöa hagfræðing árs- ins. Fyrir valinu varð Valur Vals- son, forstjóri íslandsbanka, sem er viðskiptafræðingur ársins 2003. -JSS Strætó hækkar Fargjöld stræstisvagna hækka 10. febrúar nk. Einstakt fargjald fullorðinna hækkar úr 200 kr. í 220 og fargjald barna úr 50 krónum í 60. Ungmennakort og afsláttarkort aldraðra hækka um 200 krónur og farmiðakort barna um 100 krónur, svo dæmi séu tekin. Fargjöld Strætó bs. höfðu fyrir hækkun verið óbreytt í liðlega hálft annað ár, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu. -JSS Nágrannadeila við Rauðagerði í Reykjavík tekur á sig furðulegar myndir: Tekist á um tré, flygil og reikninga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.