Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Blaðsíða 15
15 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 PV__________________________________________________________________________________________________Menning And Björk of course Enn á ný troða Verzling- ar upp með fagmannlega unninn söngleik. Að þessu sinni er nafnið á útlensku, Made in USA - Do not Swallow, en allur er hann samt talaður og sunginn á íslensku, enda eftir Jón Gnarr. Sagan lætur amer- íska drauminn um frægð og frama rætast. Lúðinn Elton Jón (Þorvaldur Dav- íð Kristjánsson) af íslandi er skiptinemi í Bandaríkj- unum þegar leikurinn hefst en virðist hættur í skóla vegna erfiðleika fóst- urpabbans, Billys (Haukur Johnson). Fósturmamman er sem sé horfin á braut með krakkana og Billy stendur einn og blindur í veitingasölu. Elton er orð- in hans hægri hönd þegar hann kynnist Susan (Hanna Borg Jónsdóttir) og vini hennar (Gunnar Hrafh Gunnarsson) sem eru í söng- og leiklistar- skóla. Þau komast að því að Elton er tónlistarséní og fá hann til sín í skólann þar sem honum gengur allt í haginn þangað til einn kennarinn (þýskur! Gunnar Þór Pálsson) og gellan hans (Sigrún Ýr Magnúsdóttir) ljúga upp á Elton lagastuldi, kenna honum að drekka bjór og reyna að fleka hann og spilla ástum þeirra Susan. En það sem þau bjóða er ekki ameríski draumurinn heldur svindl og svínarí, enda snýr Elton Jón baki við þessu skítapakki og leggur heiminn að fótum sér með Susan og vin- um hennar í hljómsveitinni Friends! Sagan hefur verið sögð i hverju táningablaði austan hafs og vestan síðastliðin fjörutíu ár en textinn á oft til póstmódema tvöfeldni sem sýn- ir að Jón Gnarr veit það vel. Stefin sem hann notar sem bindiefni era afhjúpandi og fyndin. til dæmis er viðkvæði krakkanna þegar Elton Jón er með efasemdir: „Viltu ekki verða frœg- urV Og þegar nýir krakkar komast að þvi hvað- an Elton er spyrja þau að sjálfsögðu: „Þekkirðu þá BjorkV Það gerir Elton ekki beint en hefur vitaskuld farið inn á íslend- ingabók og veit að þau eru skyld! Amman sem Susan ólst upp hjá er líka vel not- uð því Susan hefur gullkorn hennar á takteinum við öll tækifæri. Þegar Elton Jón hefur áhyggjur af þvi að nú haldi allir að hann sé þjófur þá segir Susan: En þú ert ekki þjófur. Já, en það halda það allir, tuðar Elton. Þá bendir Susan á, með orðum ömmu sinnar, að maður verði ekki kaktus þótt einhver haldi að maður sé kaktus! Pottþétt. Ævinlega undrast maður hve ótrúlegur sköpunar- kraftur leynist í íslenskum ungmennum. Það var hams- laust gaman að hlusta á þau syngja og vert að geta þess að textar Jóns Gnarr við samansafn erlendra laga renna virkilega vel. Til dæmis elska ég setninguna „Þú grétir nú ef að ég væri þú“! Ennþá skemmtilegra var að horfa á þau dansa, og ef þau eru ekki öll útskrifuð úr Richman institute of Per- forming Arts þá hefur Ástrós Gunnarsdóttir gert kraftaverk! Vissulega eru þau ekki öll jafn- öflug, það voru fínir senuþjófar í hópnum sem orkan hreinlega geislaði af, en heildin var sann- færandi. Silja Aðalsteinsdóttir Nemendamót Verzlunarskóla Islands sýnlr í Loftkastal- anum: Made in USA eftir Jón Gnarr. Danshöfundur: Ástrós Gunnarsdóttir. Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson. Leik- mynd og lýslng: Siguröur Kaiser. HIJóö: Ivar Ragnarsson. Leikstjóri: Jóhann G. Jóhannsson. Ullarvettling- arnir veittir I kvöld, kl. 20, verða Ullarvett- lingarnir, myndlistarviðurkenn- ing Myndlistarakademíu íslands, afhentir frjóhuga íslenskum myndlistarmanni á veitinga- staðnum Næstabar, Ingólfsstræti la. Viðurkenningunni er ætlað að beina augum þjóðarinnar að því nauðsynlega afli sem mynd- listin er á þroskabraut hverrar þjóðar og gildi hennar í fortíð, nútíð og framtíð. Þetta er í þriðja sinn sem Ull- arvettlingamir eru veittir og hefst dagskráin í kvöld með því að Helgi Þorgils Friðjónsson les stuttan kafla úr nýútkominni bók sinni, Grænlandi. Þá mun Benedikt Gestsson lesa textabrot úr nýútkominni bók sinni, In- stantflóru. Síðan flytur formaður MAÍ stutt ávarp og afhendir Ull- arvettlingana og viðurkenningar- skjal. Eins og undanfarin ár mun afhendingin einkennast af þjóðlegu látleysi og kindarlegum helgisvip hinnar íslensku land- námsrollu. Meginrök þess að veita uliar- vettlinga í viðurkenningarskyni er sígiid og eftirfarandi: í fyrsta lagi er það hráefnið sjálft sem fengið er af reyfi sannanlegrar landnámsrollu, í annan stað vegna hins grípandi forms vett- linganna, í þriðja lagi vegna þeirrar vísunar sem uliarhnoð hefur til list- og handmennta á íslenskum baðstofuloftum allt til vorra daga. Síðast en ekki síst vegna þess að myndlistarmönn- um á íslandi hefur alltaf verið kalt. Skorað er á unnendur mynd- listar á íslandi að láta sjá sig. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. SKJALLBANDALAGIÐ KYNNIR BORGARLEIKHUSIÐ Laktélag Reykjavikur STÓRA SVIÐ ffi SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI ir Sálina og KarlAgúst Úlfsson kvöld, kl. 20 Lau. 8/2, kl. 20 UPPSELT Fö. 14/2, kl. 20 UPPSELT Lau. 15/2, kl. 19 Ath. breyttan sýningart. Lau. 22/2, kl. 20. Fö. 28/2, kl. 20 Lau 1/3, kl. 20 SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Millcr Su. 9/2, kl. 20 Su. 16/2, kl. 20 Fi. 20/2, kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR HONKl UÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles ogAnthony Drewe Gamansöngleikurfyrir alla fjölskylduna. Su. 9/2, kl. 14. Su. 16/2, kl. 14. Su. 23/2, kl. 14 FÁAR SÝNINGAR EFTIR NÝJA SVIÐ MAÐURINN SEMHÉLTAÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélene Estienne I kvöld, kl. 20. Lau 8/2, kl. 20 Fim 13/2, kl. 20. Lau 15/2, kl. 20 JÓN OG HÓLMFRÍÐUR Frekar erótískt leiktrit íprem páttum e. Gabor Rassov Lau. 22/2, kl. 20 AUKASÝNING SÍÐASTA SÝNING KVETCH eftir Steven Berkojf, í SAMSTARFI VIÐ Á SENUNNI Su. 9/2, kl. 20 UPPSELT Su. 16/2, kl. 20. Fö. 21/2, kl. 20 MYRKIR MÚSIKDAGAR Lau 8/2, kl 14 Spunatónleikar Lau 15/2, kl. 15 Kammertónleikar-Stelkur Su 16/2, kl. 15 Flaututónleikar Mið 19/2, kl. 20 Hin smyrjandi jómfrú Nærondi leiksýning fyrir líkoma og sól. Sýnt íIðnó: Síðdegissýningar Sun. 9. febr. kl. 15.00, UPPSELT Sun. 16. febr. kl. 15.00 Sun. 23. febr. kl. 15.00 Kvöldsýningar Sun. 9. febr. kl. 20.00. ÖRFÁ SÆTI LAUS Sun. 16. febr. kl. 20.00 Fös. 21. febr. kl. 20.00 Sun. 23. febr. kl. 20.00 "Erótískur dans rcekjubrauðsneiðar og lifrakœfubrauðsneðar var sérlega efiirminnilegur og svo ekki sé minnst á litlu rœkjunna sem sveiflaði sérfimlega upp og niður tilfinningaskalann. " HF, DV ÞRIÐJA HÆÐIN PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Su. 16/2 kl. 20. Fö. 21/2 kl. 20 LITLA SVIÐ STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN f SAMSTARFI VIÐ SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með söngvum Frumsýning lau. 8/14 UPPSELT Lau 15/2, kl. 14 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakesfieare í samstarfi vio VESTURPORT Fö. 14/2, kl. 20 UPPSELT Lau. 15/2, kl. 20. Mi. 19/2, kl. 20 Lau. 22/2, kl. 16, ath. breyttan tíma Mi. 26/2, kl. 20 Sunnudagur 9. febrúar kl. 16 TÍBRÁ: Gríeg og Gade í flutníngi KaSa hópsins Tónleikaspjall: Karólína Eiríksdóttir. Sigrún Eðvalds, Sigurður Bjarki og Nína Margrét leika Sónötu eftir Grieg og Tríó eftir Gade. Styrktar- og samstarfsaðilar: Omega Farma, 12Tónar, Stafræna hljóðupptökufélagið, Kökuhomið, Nói&Sirius. Verð kr. 1.500/1.200 Mánudagskviitd 10. febrúar kl. 20 HVAÐ ERTU TÓNUST? I. Tónlist úr ýmsum áttum Tónlistamámskeið Jónasar Ingimundarsonar í samvinnu Endurmenntunar HI, Salarins og Kópavogsbæjar. Gestur: Ólafur Kjartan Sigurðarson. Miðvikudagur 12. febrúar kl. 20 Myrkir músíkdagar: Fjölóma raftónleikar Flutt verður raftónlist eftir Kjartan Ólafsson, Hilmar Þórðarson, Ríkharð H. Friðriksson, Dieter Kaufmann, Þorkel Sigurbjömsson og Hjálmar H. Ragnarsson. Verð kr. 1.500/1.200 'v ' 1 ■ iSKfB- í* Kr Miðasala 5 700 400 MED ÖLLU Midasaian i Iðnó er opin frá 10-16 alla virka daga, 14-17 um helgar og frá kl. 19 sýningardaga. Pantanir í s. 562 9700. Ósóttar pantanir eru seldar 4 dögum fyrir sýningar. Fös. 7. febr. kl. 21.00, örfá sæti laus. Lau. 8. febr. kl. 21.00, nokkursæti laus. Fös. 14. febr. kl. 21.00, nokkur sæti laus. Lau. 22. febr. kl. 21.00, nokkursæti laus. Lau. 22. febr. kl. 23.00, aukasýning. Fös. 28. febr. kl. 21.00. mffiStSmá \s • •v Ætlarðu virkilega að missa af þessum spreng- hlægilega ærslaleik? Aukasýningar: Fimmtudag 6. febrúar Laugardag 22. febrúar Jón og Hólmfn'ður - frekar erótískt leikrit í þrem þáttum I Miðasala 568 8000 BORGARLEIKHUSIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.