Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 I>V Sport "kqn—..-71M Bikarúrslitaleikur kvenna fór fyrst fram á Akureyri 1975 og þetta er því 29. bikarúrslitaleikurinn í röðinni. Allir leikimir nema tveir hafa farið fram i Laugardaishöllinni, sá fyrsti fór fram á Akureyri 12. apríl 1975 og sá 22. í röðinni fór fram í íþróttahúsinu í Garði 27. janú- ar 1996. Keflavik er að leika sinn 14. bikarúr- slitaleik í mfl. kvenna og jafnar þar með met KR en Vesturbæjarliðið lék sinn 14. bikarúrslitaleik gegn Njarðvik í fyrra. Stúdinur koma þar skammt á eftir en IS leikur nú sinn 13. bikarúrslitaleik í sögu félagsins. Stúdínur hafa unnið bikarinn fimm sinnum og þegar ÍS vann bikarinn í þriðja sinn árið 1981 voru Stúdínur sig- ursælasta liðið í sögu bikarsins. Keflavík og ÍS hafa leikið samtals 25 bikarúrslitaleiki en þó aðeins mæst tvisvar sinnum fyrir leikinn í dag og báðir þeir leikir eru á síðustu fimm ár- um. Keflavík vann leik liðanna 1998, 70-54, og svo aftur tveimur árum seinna, 59-48. Bikarúrslitaleikurinn í fyrra var sá eini á síðustu 20 árum og aðeins sá fimmti í sögu bikarúrslita kvenna þar sem hvorki Keflavík né ÍS áttu fulltrúa en þá mættust KR og Njarðvík. Þaó lið sem hefur slegió Stúdinur út úr bikamum hefur unnið bikarinn síðustu fimm árin og í 13. skipti á síðustu 19 ár- um en tvisvar á þeim tíma hafa Stúdín- ur fagnað bikamum. Það lið sem hefur unnið bikarúrslitaleikinn hefur enn- fremur orðið íslandsmeistari síðustu fimm ár. Keflavik og ÍS hafa mæst fjómm sinn- um í vetur og hefur Keflavík fagnað sigri í öllum leikjunum með 17 stiga mun eða meira. Anna María Sveinsdóttir, spilandi þjálfari Keflavíkur, leikur í kvöld sinn 12. bikarúrslitaleik en enginn leikmaður hefur orðið oftar meistari, leikið fleiri leiki eða skoraði fleiri stig í bikarúrslit- um kvenna. Bikarúrslit körfuboltans fara fram í Laugardalshöllinni um helgina: UHkmenn höanna fjó:Turra sem mæíast < blkarúrslitaleiknum r- morgun bruaöu & if-.k meö kvennabika nn a r.a-mafund; ?vrir r kma. Nsria&ikörinn. sem ÐV .ysí á sinum : 4 ar hvergi siáanlegu; ð fundinum ir .'.VuV'ffi veröur bann kcminn i •a-iwnaa •• • . eröiaunaafhendingu a r-v'. -• .< ; A mvndinni eru. fra Hafdis Helgadóttir setur met spili hún með ÍS í leiknum en þá verða 17 ár liðin síðan hún lék sinn fyrsta bikarúrslita- leik með ÍS gegn KR 1986. Hafdís hefur alls leikið fimm bikarúrslitaleiki og varð meistari í eina skiptið árið 1991. Spili Hafdís ekki munu Anna Maria Sveinsdóttir og Kristin Blöndal setja metið saman en báðar léku þær sinn fyrsta bikarúrslitaleik ári seinna en Haf- dís. Þá tapaði Keflavik einnig gegn KR. Anna María er að leika sinn 12. bikarúr- slitaleik en Kristin Blöndal sinn áttunda. Keflavik hefur ekki unnió íslandsmeist- ara- eða bikarmeistaratitil í körfuboltan- um án Önnu Maríu en hún hefur verið ieikmaður með meistaraflokki öil árin sem liðið hefur unnið titil. -ÓÓJ „Það er allt sem bendir til þess að Keflvíkingar fari með sigur af hólmi i þessum leik. Leikmenn liðsins eru með gífurlega reynslu og sigurhefð og það hefur mikið að segja í leikj- um sem þessum. Snæfellsliðiö er skipað leikmönnum sem hafa fæstir spilað úrslitaleiki á borð við þennan og það er hætt við að þeim bregði við að spila á þessu stóra leiksviði sem bikarúrslitaleikurinn er,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, landsliðs- þjálfari og þjálfari Grindvíkinga, þegar DV-Sport bað hann að spá í spilin fyrir bikarúrslitleik Keflavík- ur og Snæfells sem fram fer í Laug- ardalshöllinni á morgun. Ótrúleg breidd „Keflavík er með gífurlega sterkt lið, margar frábærar skyttur og þeir vilja keyra hraðann upp í sínum leikjum. Breiddin í liðinu er ótrúleg og það skiptir litlu máli hvaða fimm leikmenn af þeim tíu sem er i hópn- um hverju sinni eru inni á vellin- um. Síðan hafa þeir náttúrlega Damon nokkum Johnson sem hefur verið þekktur fyrir að spila frábær- lega í leikjum sem skipta máli. Kelfavikurliðið hefur haft tilhneig- ingu til að rétta honum boltann í leikjum sem þessum og láta hann klára þá. Hann er fullfær um það enda frábær leikmaður og það gefur Keflavík ákveðið forskot. Langt síðan þeir unnu Helsta vandamál Keflvikinga í vetur hefur verið undir körfunni. Ég held þó að Bandaríkjamaðurinn Edmond Saunders hafi náð að stoppa í það gat sem myndaðist þar og hafl styrkt liðið mikið. Keflvík- ingar hljóta að koma brjálaðir til leiks og ég hef ekki trú á að þeir eigi eftir að vanmeta Snæfell. Það er langt síðan þetta frábæra liö vann síðast titil þannig að það er engin hætta á öðru en að það verði á tán- um frá byrjun. Þaö hefur öllu verið tjaldað tfl i Keflavík og krafan um titO hlýtur að vera hávær,“ sagði Friðrik Ingi. Mikil samheldni „Ég hef hrifist mjög af Snæ- feflsliðinu í vetur. Það ríkir mikO samheldni í því og leikmennimir virðast vita sitt hlutverk og þekkja sín takmörk. Það er mikO barátta í liðinu og menn eins og Hlynur Bær- ingsson og Clifton Bush eru gifur- lega sterkir undir körfunni og mjög harðskeyttir og fórnfúsir. Helgi Guðmundsson, sem fáir vissu hver var í haust, hefur verið að spOa mjög vel sem leikstjórnandi en það sem kemur tO með að há Snæ- feUsliðinu er skortur á reynslu og hefð í leikjum eins og bikarúrslita- leikjum. Það mun koma tO með skipta SnæfeU miklu máli hvernig liðið nálgast leikinn. Spennustigið má ekki vera of hátt og leikmenn liðs- ins verða að nálgast hann með að markmiði að hafa gaman af honum og njóta dagsins. Ef þeir setja of mikla pressu á sig þá verður á bratt- ann að sækja hjá liðinu en nái þeir að halda í við Keflvíkinga fram eft- ir leik þá getur aUt gerst.“ Keflavík hefur allt með sér „Ég vona fyrir hönd körfuboltans á íslandi að leikurinn verði spenn- andi en ég óttast ójafnan leik. Kefla- vík hefur aUt með sér í þessum leik og þegar það dettur í stuð þá hrein- lega valtar það yflr andstæöingana. Það getur samt aUt gerst í bikamum og við höfum áður séð leiki þar sem liöið sem er lakara á pappírnum fyrir leiki fer með sigur af hólmi þegar flautað er tO leiksloka,“ sagði Friörik Ingi Rúnarsson. -ósk KARLAR ~) JOnTÍ EssnESscmiíæa \ Bikarúrslitaleikur kvenna milli Kefla- vikur og Is hefst klukkan 13.00 í Laugar- dalshöll. Dómarar verða þeir Leifur Garóarsson og Björgvin Rúnarsson og eftirlitsmaður er Jón Bender. Milli léikja verður öllum þeim sem koma á kvennaleikinn boðið ókeypis í Húsdýragarðinn þar sem fjölskyldan get- ur spókað sig í góðu yfirlæti fram að karlaleiknum. Þaó eru forsvarsmenn Húsdýragarös- ins sem standa að þessu höfðinglega boði. Það er því kjöriö fyrir t.d. fjöl- skyldur úr Keflavík að skeUa sér á kvennaleikinn, skoða svo Húsdýragarð- inn og enda svo daginn á bikarúrslita- leik karia. AUt þetta fyrir 1.000 kr. fyrir fuUorðinn og 500 kr. fyrir böm. Bikarúrslitaleikur karla mUli Kefla- vUtur og SnæfeUs hefst klukkan 16.30 í LaugardalshöU. Dómarar verða þeir Sig- mundur Már Herbertsson og Einar Einarsson og eflirlitsmaöur er Bergur Steingrímsson. Keflavík getur oröiö fyrsta félagið í sögu bikarkeppninnar tU að vinna fimm úrvalsdeUdarlið á leið sinni að bUtar- meistaratiflinum. Úrvalsdeildarliöin hafa byrjað í 32 liða úrslitum frá árinu 1997 og 1998 komst KFÍ næst þessu en eftir að hafa unnið fjögur úrvalsdeUdarlið á leið sinni f HöUina tapaði liðið bikarúrslitaleiknum gegn Grindavík. -ÓÓJ KONUR ~~7 OPI Ottast ójafnan leik - segir Friðrik Ingi Rúnarsson um leik Keflavíkur og Snæfells f*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.