Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Blaðsíða 18
■•18______ Tilvera FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 DV Myndbönd/DVD Nueve reinas k'k'k Frímerki Það er ekki oft sem argentínskar kvikmyndir rata á kvikmynda- eða myndbandamarkað- inn hér á landi. Nu- eve reinas (Níu drottningar) er und- antekning og vel þeg- in þar sem hún er skemmtileg sakamálamynd um smá- krimma sem fara fram úr sér þegar J- þeir sjá fram á auðtekinn gróða. Nu- eve reinas virkar einfóld en hefur þó dýpri söguþráð en í upphafi má ætla og tekur hægri og vinstri beygjur hvað eftir annað. Aðalpersónurnar eru tveir smá- krimmar sem verða á vegi hvor ann- ars þegar annar þeirra er að svindla á afgreiðslustúlku í kjörbúð. Þetta leið- ir til þess að þeir ákveða að græða saman á „heimsku samborgaranna". Smásvindl verður að stóru svindli þegar þeir hitta fyrir sameiginlegan kunningja, sem er illa haldinn af veik- indum. Hann segir þeim í trúnaði að hann hafi falsað sjaldgæfa frímerkja- örk sem kölluð er Níu drottningar og hann sé með kaupanda. Sjálfur sé v hann of máttfarinn og biður þá gegn prósentugreiðslum að sjá um söluna. Eftir nokkra byrjunarörðugleika ná þeir samkomulagi við kaupandann. Þá er eins og við manninn mælt, allt fer að ganga á afturfótunum. Nueve Reinas er skemmtilegust þeg- ar áhorfandinn veit sem minnst um efnið. Skal þó bent á að ekkert er eins og það sýnist. Leikstjórinn og handrits- höfundurinn, Fabian Belinsky, gerir vel í sinni fyrstu kvikmynd. Handritið er vel skrifað og er myndin lauflétt blanda af spennu og gamni. -HK Útgefandi: Myndform. Gefin út á mynd- bandi. Lelkstjóri: Fabian Belinsky. Argent- ína, 2000. Lengd: 114 mín. Bönnuö börn- um innan 16 ára. Leikarar: Ricardo Darin, Gaston Pauls, Leticia Bredice og Ignasi Abadal Joe Somebody ★* 4&Z. W Minna en meðalmaöur Tim Allen hefur haldið tryggð við leikstjórann John Pasquin en kunnings- skapur þeirra hófst * með kvikmyndinni Handlaginn heimilis- faðir (Home Improvement). Pasquin leikstýrði Allen í The Santa Clause og Jungle 2 Jungle og hann leik- stýrir Allen í Joe Somebody. Nú bregð- ur svo við að ekkert gengur upp hjá þeim félögum. Myndin er misheppnuð gamanmynd þar sem sjá má frá upp- hafl hvað kemur næst og í hvaða átt hún stefnir Allen leikur Joe Scheffer sem hefur starfað hjá sama fyrirtæki i mörg ár án þess að fá stöðuhækkun. Ástæðan er að Joe er einn af þeim sem aðrir hafa ein- staklega gaman af að troða um tær og sjálfur er hann klaufskur. Dag einn ~7 lendir hann í rimmu við starfsfélaga en sá hafði lagt í bílastæði sem Joe telur sig eiga rétt á. Joe er niðurlægður fyr- ir framan vinnufélaga og dóttur sína. Eftir nokkra daga í sjálfsvorkunn segir hann við sjálfan sig hingað og ekki lengra og breytir um stíl. Á skömmum tíma tekst honum að breyta ímyndinni, verður töffarinn Joe sem allir vilja vingast við... Tim Allen þarf ekki að hafa mikið fyrir því að bregða sér í hlutverk Joe Scheffers. Hann er vanur að leika hinn seinheppna miðlungsmann og fer ágæt- lega með hlutverk sitt. Best i myndinni ^ er samleikur hans og Haydens Panatti- eri sem leikur bráðgáfaða dóttur hans sem reynir að hafa vit fyrir fóður sin- um. -HK Útgefandl: Sklfan. Gefin út á myndbandi. Leikstjóri: John Pasquin. Bandaríkin 2001. Lengd: 98 mín. Leyfö öllum ald- urshópum. Leikarar: Tim Allen, Julie \Bowen, Kelly Lynch, Greg German, Jim Belushi og Hayden Panettieri. Þvottavélin Þörf sló í gegn á sínum tíma - segir Alexander Einbjörnsson, uppfinningamaöur Raflýsti með reiðhjóladínamó Alexander kveðst mikið búinn að bjástra í þessum skúr enda man hann ekki eftir sér öðruvísi en að vera að búa eitthvað til. „Það er einhver irrnri þörf,“ segir hann. „Maður fær allt i einu ein- hvetja hugmynd og hún heldur fyrir manni vöku þar til maður er búinn að gera prufu og svo verður kannski ekk- ert meira.“ Hann rifjar upp eitt það fyrsta sem hann gerði sem hann var reglulega ánægður með. Þá var hann þrettán ára. „Ég bjó vestur á Snæfells- nesi í gömlum bæ þar sem ekkert raf- magn var og notast var við lampaljós. Ég komst yfir reiðhjóladínamó, útbjó á hann spaða og setti hann upp á bæjar- burstina. Svo lagði ég spotta inn um gluggann og þegar ég togaði í hann fór vindmyllan að snúast og þegar ég sleppti honum fór armur fyrir spaðann þannig að hann stoppaði. Ég var með peru við rúmið hjá mér tengda við dína- móinn og gat lesið fram eftir allri nóttu við ljósið. Þetta fannst mér voðalega snjallt." Alexander brosir þegar hann rifjar þetta upp. Þvottavélin Þörf Handsnúna þvottavélin Þörf er ein af uppfinningum Alexanders. Auglýs- ing um hana hangir uppi á vegg í skúmum og þar stendur að hún sé Kvikmyndagagnrýni DV-MYND HARI Uppflnnlngamaðurinn „Ég fór að hugsa um það um kvöldiö hvort ekki væri hægt að útbúa eitthvað svona fyrir hitaveituvatnið og smíðaði slíkan ofn þegar ég kom heim, “ segir Alexander. nauðsynleg á hveiju rafmagnslausu heimili. Hann kveðst hafa smíðað um þúsund svona vélar í kringum miðja síðustu öld og þær séu víða tii á söfh- um. „Eitt sumarið fórum við í sumarfrí nokkrir saman. Þá stakk ég auglýsinga- blöðum á brúsapallana við veginn. Svo rigndi yfir mig pöntunum þegar ég kom heim. Ég fékk líka mörg þakkar- bréf frá konum úti á landi. Það var svo mikiii léttir að vélinni og þvagnaði al- veg einkennilega vel í henni. Ég og konan mín notuðum hana í byrjun okkar búskapar." Hugmyndinni stoliö Alexander var tvö ár í smiðadeild Handíða- og myndlistarskólans á fimmta áratugnum og telur það nám hafa nýst sér vel. Margt er hann búinn að bralla. Hann sýnir blaðamanni for- láta laxarotara með innbyggðum hníf, myndir af kertakrónum sem hanga í stafkirkjunni i Eyjum og Rauðamels- kirkju á Snæfellsnesi. Líka mynd af laxastiga og segir sögu af honum. „Al- bert Guðmundsson efhdi til hugmynda- samkeppni og sýningar á sínum tíma þegar hann var iðnaðarráðherra og þessi laxastigi var eitt af því sem var talið einkaleyfishæft en þegar að því kom að framleiða hann þá sat allt fast.“ Loks berst talið að handklæðaofnun- um sem hann segist hafa verið heppn- astur með. Hugmyndina fékk hann fyr- ir 16 árum úti í Finnlandi er hann sá handklæðaoftia sem tengdir voru raf- magni. „Ég fór að hugsa um það um kvöldið hvort ekki væri hægt að útbúa svona fyrir hitaveituvatnið og smíðaði Regnboginn - Frida ★★Á slíkan ofti þegar ég kom heim. Var búin að vera með hann í mörg ár áður en kom honum á markað en nú hefur Húsasmiðjan tekið hann í sölu og það gengur ágætlega." Hann segist þó hafa orðið fyrir skakkafóllum vegna þess að hugmyndinni hafi verið stolið frá sér, bæði hérlendis og erlendis, en segir einkaleyfi svo dýrt að það svari ekki kostnaði fyrir karla eins og sig. Aðspurður kveðst hann hafa fengist við smíðar alla tíð þótt mismikið væri upp úr þeim að hafa. „Maður hefur aldrei gert miklar kröfur um kaup eða annað. Ég held það sé svo með marga sem vinna að sínum áhugamálum að þeir beri ekki alltaf mikið úr býtum efhalega. En ég er svo heppbm að fjöl- skyldan skilur þessa þrá þessu vel.“ Listamannalíf Hilmar Karlsson sknfar gagnrym um kvikmyndir. Sýning á uppfinningum íslendinga verður opnuð í Hönnunarsafni íslands við Garðatorg í Garðabæ á morgun. Þar verða bæði ungfr og gamlir upp- finningamenn meö myndir eða hluti til sýnis og einn þeirra er Alexander Ein- bjömsson sem meðal annars hefur hannað og smíðað handklæðaofna af ýmsum stærðum. Þeir fást í Húsa- smiðjunni. Við hittum Alexander í bil- skúmum sínum. Þar situr hann álútur við að búta niður plaströr við eina af sínum mörgu heimagerðu vélum því að hann hefur búið til flestöll áhöld til smiðanna sjálfur. Vélamar hefur hann á hjólum til að geta auðveldlega rennt þeim til því þær era þungar. „Maður vandist því í sveitinni aö þurfa að bjarga sér,“ segir hann. Ekki er óalgengt að kvikmynda- stjömur ali með sér draum sem tek- ur þær síðan mörg ár að koma á framfæri, ef þeim einhvem tfrnann tekst það. Salma Hayek er ein slík stjama. Allt frá því hún sló í gegn í Hollywood hefur hana dreymt um að gera kvikmynd um samlöndu sína, Frida Kahlo myndlistarkonu, sem var ekki aðeins þekkt listakona heldur einnig þekkt fyrir að vera eiginkona Diego Rivera, þekktasta málara Mexikós á sínum tíma og vemdara Trotskís. Segja má að Rivera hafi mótað líf Fridu, eftir að hún hafði lent í alvarlegu slysi, en samband þeirra var stormasamt. Frida varð ekki þekktur listmálari fyrr en síðustu árin sem hún lifði; var ávallt í skugganum af eigin- manni sínum sem hún skildi við og tók saman við aftur. Frida var upp- reisnargjöm í eðli sínu og var ekki síður í framhjáhaldi heldur en eig- inmaðurinn og gerði hún ekki upp á milli karls og konu í þeim málum. Engan þarf því að undra að eins metnaðarfull leikkona og Salma Hayek skuli hafa löngun til að túlka Fridu. Þetta er jú hlutverk sem gef- ur færi á leik í öllum tilfinninga- skölum. Hayek valdi sjálf leikstjór- ann, hina hæfileikariku Julie Taymor, sem þekktust er fyrir upp- setningu sina á The Lion King á Broadway. Taymor er mikill stilisti. Það kom fram i hennar fyrstu kvik- mynd, Titus, aö hún fer ekki troðn- ar slóðir. Titus var mjög krefjandi. Taymor lagði mikið upp úr sviðs- mynd I þessu blóðugasta leikriti Shakespeares og með aðstoð frá- bærra leikara náði hún að senda frá sér sterka og áhrifamikla kvik- mynd. Taymor fær ekki eins mörg tæki- færi til að beita sínum helstu hæfi- leikum i Fridu. Stundum má þó sjá vörumerki hennar í frumlegum sviðsetningum, aðallega þegar kaflaskipti eru í lífi Fridu. Fyrir utan það er leikstjóm hennar örugg en án tilþrifa. Það er greinilegt að Salma Hayek hefur átt frumkvæðið í mörgum atriðum. Hún leikur Fridu af miklum krafti og leggur allt í hlutverkið. Við fáum í gegnum leik hennar sanna mynd af konu sem allt sitt líf mátti þola mikinn sársauka, andlegan sem og líkam- legan. Einhvem veginn er það samt svo að það er of sýnilegt í leik Hayek hvað hún reynir mikið. Leik- ur hennar er aldrei áreynslulaus sem gerir það að verkum að stund- um er hún þvinguð í hlutverkinu. Það liggur mikill metnaður á bak viö gerð Fridu. Hayek tjaldar öllu því sem tfl er; fær vin sinn, Anton- io Banderas, í lítið hlutverk og sam- býlismann, Edward Norton, í ann- að. Og vissulega er Frida áhugaverð lýsing á listamannalífi snemma á síðustu öld. Myndin veldur samt vissum vonbrigðum. Það er mikið verið að rembast viö að koma til skila mörgum áhugaverðum persón- um. Vonbrigðin liggja ekki í leik leikaranna, sem upp til hópa eru góðir, heldur eru persónurnar ýktar um of. Lelkstjóri: Julie Taymor. Handrit: Clancy Sigal, Diane Lake, Gregory Nava og Anna Thomas. Kvikmyndataka: Rodrigo Prieto. Tónlist: Elliot Goldenthal. Aðalleikarar: Salma Hayek, Alfred Molina, Geofrey Rush, Ashley Judd, Antonio Banderas, Edward Norton og Valeria Golino.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.