Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Blaðsíða 9
9 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 I>V Fréttir Svíar hafa opnað á áfengisauglýsingar - á íslandi er umræða um hvort leyfa eigi þær eða ekki: Vínauglýsing gerir menn ekki að rónum - segir Friðrik Eysteinsson, formaður Samtaka auglýsenda Svíar tala um fátt meira þessa dagana en einróma dóm sænska Markaðsdómstólsins í fyrradag þar sem leyft var að birta áfengisauglýs- ingar. Dómstóllinn telur aö auglýs- ingabann brjóti í bága við reglur Evrópusambandsins. Templarar segja að áfengisauglýsingar muni leiða af sér mikil vandamál, fleiri ungmenni eigi eftir að vaxa upp við áfengisböl drykkjusjúkra foreldra sinna. Auglýsingar áfengis eigi einnig eftir að stórauka heilbrigðis- kostnað þjóðfélagsins. Aðrir eru bjartsýnni, til dæmis útgefendur blaða og eigendur annarra fjöl- miðla. Þeir eru glaðir i bragði og sjá fram á betri tíð. Hér á landi er fylgst með því sem gerist í þessum efnum í Svíþjóð og sýnist sitt hverjum. Talaö er um aö eftirlitsdómstóll Evrópska efnahags- svæðisins muni taka ástand mála á Islandi fyrir og hafa sjálfur frum- kvæði að því. Einnig er hugsanlegt að innflytjendur áfengis hér á landi kæri auglýsingabannið til dómstóls- ins. Einn þeirra manna sem vinnur við markaðssetningu áfengra drykkja er Friðrik Eysteinsson, framkvæmdastjóri markaðsdeildar hjá Vífiifelli, framleiðanda drykkj- arvöru, áfengrar og óáfengrar, og stundakennari í markaðsfræði við Háskóla íslands. Friðrik er formað- ur Samtaka auglýsenda. DV ræddi við Friðrik i gær. Hann hefur um árabii kannað drykkjarvörumark- aðinn og þar á meðal áhrif áfengis- auglýsinga sem eru í raun bannaðar hér á landi þótt birtar séu undir folskum formerkjum. Alvöruauglýs- ingar sjá landsmenn iðulega í er- lendum blöðum, tímaritum og sjón- varpi. Friðrik er ekki á því að vín- auglýsingar geri menn að of- drykkjumönnum. „Gleður mannsins hjarta..." „Menn er oft að rugla saman tveim staðreyndum varðandi áfengi, því að áfengi í óhófi er slæmt fyrir alla, enginn efast um það - og því að áfengi í hófi gerir fólki ekki nema gott eins og í ljós hefur komið, enda oft sagt, og það með réttu, að hóflega drukkið vín gleðji mannsins hjarta. Misvisandi umræða hefur verið í gangi varð- andi það hvort auglýsingar hafi áhrif á áfengisneyslu og misnotkun áfengis. í þessu efni má fullyrða að ekki hefur ekki verið sýnt ótvírætt fram á að auglýsingar sem slíkar ykju misnotkun sem þá væri mæld DV-MYND HILMAR Laumuspilið er slæmt Friðrik Eysteinsson segir auglýsingar ekki hvetja til ofneyslu - en auglýsinga- leysi og laumuspil með áfengi geti haft áhrif í þá veruna. í skorpulifur, umferðarslysum og ýmsum fylgikvUlum ofneyslu áfeng- is. Núna síðast hefur því reyndar verið haldið fram af sérfræðingum að það að banna auglýsingar á áfengi auki neyslu áfengis en ekki öfugt. Ástæðan er sögð sú að hlut- verk auglýsinga í markaðssetningu vöru eins og áfengis, sem hefur fylgt mannkynininu í þúsundir ára, sé fyrst og fremst að færa fólk á milli vörumerkja. Auglýsingarnar gera vöruna dýrari og hærra verð dregur úr sölu og neyslu,“ sagði Friðrik Ey- steinsson. „Með því að hækka verð, banna auglýsingar og einnig að minnka aðgengi að áfengi þá dregur að sjálf- sögðu úr áfengisneyslu. Það gildir sama um þetta og tóbaksreykingar, engum hefur tekist að sýna fram á að auglýsingar á tóbaki séu skaðleg- ar - hins vegar vita allir að neysla á þessu tvennu í óhófi er skaðlegt," sagði Friðrik. Að sýna ábyrga neyslu „Auglýsingar á áfengi eiga að vera ábyrgar, þær eiga að sýna ábyrga neyslu. Þar á ekki að sýna fólk ofurölvi. Meirihluti tíma ung- linga er varið í hópi félögum, en sáralitill hluti tímans fer í að horfa á auglýsingar í sjónvarpi. Meiri tími fer í að horfa á bíómyndir og þar kemur áfengisneysla auðvitað oft við sögu og ekki alltaf á fallegan hátt. Ekki er hægt að sýna fram á að unglingar hefji neyslu vegna áfeng- isneyslu, né heldur að þeir auki neysluna, vegna áróðurs í auglýs- ingum,“ sagði Friðrik. „Áfengisneyslan virðist fylgja efnahagsástandinu hverju sinni. Þegar illa gengur í þjóðfélaginu, eins og núna, eykst neysla áfengis. Þannig er bjórsala í janúar í ár næstum 20% meiri en var í janúar í fyrra,“ segir Friðrik. Hundruð milljóna í spilinu Friðrik Eysteinsson segir að aug- lýsingamarkaður áfengis sé stór, skipti án efa hundruðum milljóna króna á íslandi á ári hverju. í Bandaríkjunum er áfengi einn stærsti liðurinn á auglýsingamark- aðnum, jafnvel sá stærsti. Hann seg- ir erfltt fyrir nýja umboðsmenn að fóta sig á markaðnum þegar þeir fá ekki að auglýsa vöru sína. Sumir bjóða nýjungar sem neytendur þurfa að vita af, til dæmis kalor- íuminni bjór sem er framleiddur hér og fluttur inn. „Ég er fullkomlega ósammála því að allt fari í klúður í Svíþjóð þegar farið verður að auglýsa áfengi. Það sama yrði hér, engin breyting yrði nema menn reyndu ný vörumerki. Þetta minnir á umræðuna sem átti sér stað áður en bjórinn kom. Þá var sagt að allt færi til andskotans, menn fullir á vinnustööum. Þetta gekk auðvitað ekki eftir. Drekki menn í hádeginu eða i vinnunni þá eru það forfallnar fyllibyttur sem verða sér alltaf úti um alkóhólið meðan þeir eiga fyrir því,“ sagði Friðrik Eysteinsson. -JBP DV-MYNDIR MAGNÚS ÓLAFSSON Húsnæðið margfaldað Nýbyggingin stórbætir aðstöðuna í heimilisiðnaðarsafninu, húsnæöið fjórfaldast. Blönduós: Safnrými fjór- faldast við nýbyggingu Nýbygging við Heimilisiðnaðar- safnið á Blönduósi er nú fullbúin og á næstunni verður haflst handa við að koma safnmunum þar fyrir og undirbúa opnun safnsins í þess- um nýju og góðu húsakynnum. Nýja byggingin verður vígð í vor og safnið verður opið alla daga í sumar, frá 1. júní. Aðsókn að safn- inu hefur farið mjög vaxandi hin síðari ár og er þar margt góðra muna til sýnis og þykir safnið gefa glögga mynd af heimilisiðnaði fyrri ára. Nýlega afhenti Jón Eiríksson, smiður á Blönduósi, Elínu Sigurð- ardóttir, formanni stjómar Heimil- isiðnaðarsafnsins, lykla að nýju byggingunni. Hún er alls 348 fer- metrar, þar af eru 90 fermetrar í kjallara nýbyggingarinnar. Til samanburðar má geta þess að grunnflötur gömlu bygginga safns- ins er aðeins 90 fermetrar svo þarna er um mikla viðbót að ræða. Heildarbyggingarkostnaður er 51 millj. kr. með hönnunarkostnaði. Heimilisiðnaðarsafnið er sjálfseign- arstofnun sem er í eigu nær allra sveitarfélaga í héraðinu auk Kven- félagasambands A-Húnavatnssýslu. Fjölmargir einstaklingar hafa lagt peninga f þessar framkvæmdir og gerst hollvinir Heimilisiðnaðar- safnsins. Sýnir það áhuga Húnvetn- inga á málinu. -MÓ I röð eftir áfengi Friörik Eysteinsson segir að ekki sé hægt aö sýna fram á að unglingar hefji neyslu vegna áfengisneyslu, né heldur að þeir auki neysluna vegna auglýsinga. Aðalfundur r Landsbanka Islands hf. Aöalfundur Landsbanka Islands hf. veröur haldinn í Súlnasal Radisson SAS Hótel Sögu, föstudaginn 14. febrúar 2003 kl. 14:00. Dagskrá: 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans síðastliöið starfsár. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um greiöslu arös og meðferð hagnaöar eöa taps á síðastliönu reikningsári. 4. Tillögur til breytinga á samþykktum. 5. Tillaga um aö heimila bankanum að kaupa allt að 5% af eigin hlutabréfum. 6. Kosning bankaráös. 7. Kosning endurskoöenda. 8. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna fyrir næsta kjörtímabil. 9. Önnur mál. Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á aðalfundi skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en átta dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskoðenda munu liggja frammi í útibúi Landsbankans, Austurstræti 11, Reykjavík, hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund. Einnig verður hægt að nálgast þessi gögn á www.landsbanki.is. Atkvæöaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við innganginn við upphaf fundarins. Bankaráð Landsbanka íslands hf. Landsbankinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.