Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Blaðsíða 17
16 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 17 Utgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aöalrítstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjórí: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, slmi: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Endurheimt mannorðs Geirfinnsmálið svokallaða lá eins og mara á samfélaginu um árabil. Þótt liðn- ir séu nær þrír áratugir frá hvarfi Geir- finns Einarssonar er enn margt á huldu. Mannshvarfið, og raunar annað manns- hvarf á svipuðum tíma, hvarf Guðmund- ar Einarssonar, var rannsakað sem morð- mál og endaði nokkrum árum síðar með þungum dómum yfir imgu fólki sem talið var bera ábyrgð á hvarfi mannanna. Líkin fundust þó aldrei. Samfélagið allt logaði vegna málsins, langt út fyrir það sem venja er í sakamálum og blandaðist meðal annars verulega inn í stjómmálaumræðu þess tíma. Fjölmiðlaumræðan var gríðarleg. Um þverbak keyrði þegar fjórir saklausir menn sátu einangraðir í fangelsi í 105 daga, ranglega sakaðir um al- varlegan glæp. Magnús Leópoldsson var einn þessara manna. Magnús hefur lýst þeirri raun sem varðhaldið var og raunar skrifað bók um málið. Það gerði annar íjórmenning- anna líka. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um líðan þeirra sem skyndilega, og algerlega að ósekju, eru rifnir úr daglegu lífi, frá Qölskyldum og starfi og borið það á brýn að eiga þátt í dauða manns. Angist hinna frelsissviptu og fjöl- skyldna þeirra er mikil og mannorðið flekkað. Það tekur tíma að hreinsa það þótt ljóst hafi orðið síðar að áburðurinn var rangur og hinum fangelsuðu hafi verið dæmdar skaða- bætur, raunar allt of lágar miðað við mikinn miska. Krafa Magnúsar Leópoldssonar um rannsókn á því af hverju hann sat í gæsluvarðhaldi að ósekju í 105 daga í árs- byrjun 1976, grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einars- sonar, var sjálfsögð. Rikissaksóknari hafnaði beiðninni á sínum tíma, enda ekki lagaskilyrði til slíkrar rannsóknar. Því hafði verið haldið fram í heimildarmynd um manns- hvarfið að lögreglumenn hefðu gerst sekir um tilbúning sönnunargagna til að bendla Magnús við hvarf Geirfinns. í kjölfar höfnunar ríkissaksóknara voru samþykkt lög á Alþingi sem veittu dómsmálaráðherra heimild til að láta rannsaka mál ef ríkir einka- og almannahagsmunir mæltu með því. Á grundvelli þeirra skipaði dómsmálaráðherra Láru V. Júliusdóttur sérstakan saksóknara í málinu. í setningarbréfi dómsmálaráðuneytisins var settum sak- sóknara falið að rannsaka einkum þrjú atriði. í fyrsta lagi að- draganda þess að gerð var leirmynd, sem þótti líkjast Magn- úsi, og hvemig var staðið að gerð hennar. í öðru lagi hvort ný gögn og vísbendingar varpi ljósi á tildrög þess að nafn hans kom fram í rannsókn mannshvarfanna og leiddi til handtöku og í þriðja lagi ástæður þess að gæsluvarðhaldsvistin var svo löng í ljósi þeirra gagna sem þá lágu fyrir í málinu. Skýrsla hins setta saksóknara liggur nú fyrir. í þeirri rannsókn kom ekkert fram sem bendir til þess að lögreglu- menn, sem önnuðust frumrannsókn á hvarfi Geirfinns, hafi ætlað að láta leirmyndina líkjast Magnúsi. Saksóknarinn kemst að þeirri niðurstöðu að tenging Magnúsar við málið hafi komið til vegna framburðar þriggja sakborninga í Geir- finnsmálinu, framburðar sem síðar kom í ljós að var alrang- ur. Það er því mat saksóknarans að Magnús hafi verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald á sínum tíma á grundvelli rann- sóknarhagsmuna og gæsluvarðhaldið lengt af sömu ástæöu. Enginn efi er á gagnsemi rannsóknar hins setta saksókn- ara og þakkarvert að stjórnvöld létu hana fara fram í kjölfar réttmætrar baráttu Magnúsar Leópoldssonar. Hann hefur, eftir að skýrslan var opinberuð, lýst yfir því að hann sé ánægður með að hún hafi verið unnin, hún sé það sem hann óskaði eftir. Það er síðan annað mál og á valdi ríkissaksókn- ara að rannsaka nýjar upplýsingar í mannshvarfsmálinu sem fram koma í skýrslunni. Magnús Leópoldsson lítur réttilega svo á að baráttunni fyrir að endurheimta mannorðið sé endanlega lokið. Jónas Haraldsson DV Skoðun Slóðir hinna tvöföldu roða Asgeir Hannes Eiríksson verslunarmaöur Stjórnmál eru slóð hinna tvöföldu roða og oft leikur pólitíkin á tveim tungum. Stjórnmálamenn hafa því komið sér upp fjarvistar- sönnun frá sjálfum sér þegar nokkuð liggur við og falda sig tvisvar í roðinu. Reyndar veröa stjómmál seint gengin í þaula á einfóldu roði því eðli stjómmála er tvöfeldni þótt víð- ar gæti samt einfeldni í bransanum. Tvær tungur i einu höfði eru hið daglega mátfar stjórnmálanna og hvorag þeirra nær til hjartans róta. Oft feliur góðu fólki allur ketill í eld á hinu tvöfalda roði og hefur kvatt pólitíkina af þeim sökum. En þeir sem ná að tala tungum tveim án þess að önnur hvor vefjist um tönn eru frá þeim degi kaÚaðir stjóm- málamenn og jafnvel skörangar. Tvær úr Tungunum Senn haslar frú Ingibörg Sólrún sér völl á varamannabekkjum Sam- fylkingar í Reykjavík og markar þau tímamót í stjórnmálasögunni, að bekkurinn færist loks niður á skör- ina en skörin ekki lengur upp í bekk- inn. Enda var Samfylkingin stofnuð í anda jafnaðar, þótt hún sé i dag orð- in kvenfélag gamla Alþýðubanda- lagsins með endilanga ritstjóm Þjóö- viljans í broddi fylkingar. Það era ömurleg býti fyrir almenning flokks- ins á skörinni. Frú Ingibjörg borgarstjóri er bæði stjómmálamaöur og skörungur ef marka má búktal frúarinnar við út- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrv. borgarstjóri. - „Frúin greiddi útfararkostnað Kárahnjúka úr pungi borgarbúa með bros á vör, en talaði að því búnu sorgmædd gegn útförinni sem hún var að enda við að kosta. “ fór Kárahnjúka í borgarstjórn Reykjavíkur. Borgarstjórinn staðfesti fjarvistir sínar frá bæði skör og bekk á meðan Tvær úr Tungunum fóru á kostum eftir raddböndum frúarinnar. Frúin greiddi útfararkostnað Kára- hnjúka úr pungi borgarbúa með bros á vör, en talaði að því búnu sorgmædd gegn útfórinni sem hún var að enda við að kosta. Ingibjörg Sólrún er vissulega orðin stjómmálaskörungur. - En fleiri Sambekkingar vilja nú færa sig niður á skörina: Gamall fótboltamaður vestan úr Skjólum er sestur á bekkinn hjá borgarstjóra sínum með takkaskó reidda um öxl. Eldri Reykvíkingar muna vel eftir þessari miðaldra strofflskyttu á Melavellinum í gamla daga og minna hana góðfúslega á, að slit- ið og stagbætt gervigrasið hjá Samfylkingunni er enginn blómstrandi Austurvöllur nema síður væri. Varamannabekkur Samfylkingarinnar virðist hins vegar orðinn mun eftirsóttara hægindi en sjálf þingsætin. - En vendum okkar kvæði í kross og Sankti María sé með oss. Tveir úr Hnjúkunum Enginn lifandi maður hefur óskað eftir návist Halldórs Ás- grímssonar í Reykjavík svo upp- víst sé, og allra síst framsóknar- menn sjálfir sem formaðurinn hrekur úr þingsætum og öðrum áhrifastöðum. Ónefndir eru þá innfæddir Reykvíkingar sem rennur kalt vatn á milli skinns og hörunds ef marka má skoð- anakannanir á fylgi Framsókn- arflokksins i borginni. Spurt er á kaffihúsum hvort formaðurinn flyst suður sem ráðherra með kvóta eða sægreifi á þingi? Væntanlega flytur hann svo kvótann sinn til höfuöborg- arinnar fyrir heimamenn að gera út á frekar en senda hann til Brassel. - En myndi nokkur Reykvíkingur kaupa notaðan kvóta af þessum formanni? Virk velferðarstjóm Helgi Seljan fyrrverandi framkvæmda- stjóri ÖBÍ Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gjörði fátæktina í landi okkar að verðugu umræðuefni í nýársávarpi sínu, og hafi hann fyrir heila þökk. Hlutverk forseta Islands þykir mér einmitt eiga að vera að beina kastljósi embættis síns að því sem betur mætti fara í okkar samfélagi, ekki síður en að vekja athygli á því sem vel tekst til um. Blómstrandi gróðatölur í okkar annars auðuga þjóðfélagi er ekki sæmandi að fólk skuli líða sáran skort, hafa 'jafnvel ekki til hnífs og skeiðar, alveg sérstaklega er þetta nöturlegt í ljósi ofurgróðans á æ færri hendur sem hvarvetna blasir við, að ógleymdum himin- hrópandi geggjuðum starfsloka- samningum toppanna í samfélaginu. Það er líka æriö nöturlegt þegar verið er tíunda allar þessar blóm- strandi gróðatölur, að þá er ævin- lega um þær fjallað eins og þar að baki séu fjármunir af himnum send- ir og svo sem eins og enginn þurfi að greiða þá eða þeir komi einfald- lega ekki við efnahag eins eða neins. Nöturlegast er þó þegar um þjón- ustustofnanir er að ræða, sem ýmist eru mærðar fyrir gróðatölur sínar eða þá að ofursamningar eru gjörðir á þeirra vegum um starfslok þeirra sem af einhverjum ástæðum þarf að losna við til að rýma fyrir öðrum þénanlegri valdsmönnum. Það er eins og þjónustuþegamir komi hvergi nærri þeim greiðslum. Þó kastar nú fyrst tólfunum þegar menn tala um þessi mál eins og fá- tækt sé ekki til og ef þeir skyldu nú slysast til að nefna hana á nafn, þá er hún tengd við óráðsíu og sjálf- skaparvíti óreglu, aðrar orsakir eru þeim huldar ef marka má orð þeirra. Krónurnar sem gilda En auðvitað vita þeir betur, alveg sérstaklega þeir sem hafa t.d. haldið skattleysismörkum svo niðri að fólk greiðir nú skatt af miklu lægri tekj- um að raungildi en fyrir áratug og ekki nóg með það, heldur hafa séð til þess að bætur almannatrygginga hafa ekki nándar nærri haldið í við lægstu laun á sama tíma. Svo undra sömu menn sig á því að talað skuli um fátækt í ranni þeirra sem verða að láta þessar skattlögðu, lágu bæt- ur nægja til lífsframfæris og dirfast jafnvel að tala um óráðsíu óreglunn- ar sem ástæðu sárrar fátæktar. Undirritaður fylgdist um árabil með þróun lífskjara öryrkja, á degi hverjum fékk hann inn til sín lif- andi dæmi hreinnar neyðar og því miður fjölgaði slíkum með ári hverju. Allar tilraunir til úrbóta voru því sem næst blásnar af eða þá að úrbótin fólst í prósentuhækkun- „Nöturlegast er þó þegar um þjónustustofnanir er að rœða sem ýmist eru mœrðar fyrir gróðatölur sínar eða þá að ofursamn- ingar eru gjörðir á þeirra vegum um starfslok þeirra sem af einhverjum ástœðum þarf að losna við til að rýma fyrir öðr- um þénanlegri válds- mönnum. Það er eins og þjónustuþegarnir komi hvergi nœrri þeim greiðslum. “ um sem litu allvel út þangað til far- ið var að skoða þann auma grunn sem þær vora reiknaðar út frá. Þá komu þessar sárafáu viðbótarkrón- ur í Ijós og i þær var svo rösklega og í vaxandi mæli seilzt með skatttöku og ekki trúi ég því að valdsmönnum hafi ekki verið fullljóst hvað hvert prósentustig gaf fáar krónur í launa- umslagið hjá öryrkjanum. Það voru nefnilega og eru krónumar sem gilda þama ekkert síður en í hinum margrómuðu starfslokasamningum sem sömu valdsmenn veita fuUa blessun sína. Og auðgildið víki Þessa hræðilegu fátækt þarf og á að uppræta, þá verður líka auðgild- ið að víkja fyrir því sem er svo margfalt dýrmætara, en það er manngildið og þá mun til þess séð að önnur sjónarmið en villt gróða- hyggjan sitji i öndvegi. Minn flokkur - Vinstri hreyfingin - grænt framboð - hefur sett velferð- armál og verulegar úrbætur þar á oddinn í komandi kosningum og fagna ég því Kjörorði að hér þurfi að mynda velferðarstjóm. Aðeins þetta í lokin: Engum ætti að leyfast að hafa uppi afsakanir um það að við höfum ekki efni á því að uppræta fátæktina, þær afsakanir era einfaldlega höfuðlygi. Sandkom Njótið dvalarinnar! Sem kunnugt er standa Bretar i því þessa dagana aö flytja mikið herlið til Kúvæt í aðdraganda hugsanlegra árása á írak. Hafa ýmis flugfélög verið ráðin til að sinna þessum flutningum. Þótt stríðsátök séu ekki gamanmál varð atvik í einu af fyrstu flugunum suður til Kúvæt á dögimum sem vakti mikla kátínu hjá hermönnunum um borð. Þannig var, aö þrátt fyrir hinar óvenjulegu kringumstæður um borð héldu flugfreyjur sig við hefö- bundið ávarp til farþega í lok ferðarinnar. í þann mund sem vélin nam staðar voru sem sagt þessir ríflega fjög- ur hundrað hermenn boðnir velkomnir á áfangastað rétt eins og þeir væru venjulegir ferðamenn og kvaddir með hinni kunnuglegu kveðju:.og við vonum að þið njótið dvalarinnar hér í Kúvæt!“ Tjallinn er auðvitað þekktur fyrir allt annað en að hafa stuttan kveikiþráð og hafði mikinn húmor fyrir þessari sakleysislegu yfir- sjón... Að fara rétta leið Ólögleg ræktun hassplantna hefur verið talsvert í fréttum undanfarið og ýmsar aðgerðir lögreglu af því til- efni. En sumir áhugamenn um þessi efni fara réttar leið- ir í kerfinu í viðleitni sinni. Sýslumanninum í Vest- mannaeyjum barst þannig óvenjulegt erindi á þann 29. Ummæli Af stað „Því er ekki að neita að úrskurð- ur ráðherra nú hefur valdið óvissu - en þó væntanlega bara stundaró- vissu - um hvenær hægt verði að hefja framkvæmdir við virkjun á þessu svæði. Mikilvægt er hins veg- • ar að það verði gert sem allra fyrst. Markmiðið á að vera að hægt sé að útvega orku til Norðuráls á þeim tíma sem talað hefur verið um. Frekari seinkun á því er ólíðandi." Einar K. Guöfinnsson á vef sínum. Engin dónaviðtöl „Nú þegar um hundrað dagar eru í kosningar er sandkorn@dv.is janúar síðast liðinn. Borgari nokkur sótti sem sagt um leyfi til að rækta hassplöntur til einkanota. Ekki vafðist fyrir sýslumanni aö svara erindinu samdægurs: „Beiöni yðar um ofangreint er hafnað þar sem leyfisveiting um hassplönturækt er ekki í valdi embættisins." Hitnar í háskólapólitík Kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Islands verða í lok mánaðarins og kosningabaráttan því um það bil að hefjast þessa dagana. Sögusagnir eru á kreiki um að Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari hafi verið tilbú- in að taka sæti á lista Vöku en Röskva talið hana ofan af því. En orðrómurinn hefur þótt heldur ótrúlegur því Þórey Edda er vinstrisinnuð og verður að líkindum á lista Vinstri-grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir alþing- iskosningar. Vökuliðar fullyrða enda við Sandkomsrit- ara að ekkert sé hæft í þessu, en líklega hafi kvitturinn farið á kreik eftir að fréttist af Þóreyju Eddu á mann- fagnaði Vöku, sem hún sótti ásamt nokkrum félögum sínum í verkfræðideild. Sjónir manna beinast hins vegar ekki síst að þriðja framboðinu: Háskólalistanum. Ekki hefur komið fram þriðja framboð í stúdentapólitíkinni í nokkur ár og því miklar pælingar uppi um hvaða áhrif það hafi. Háskóla- listinn mun eiga rætur í heimspekideild, sem hefur jafn- an verið heldur vinstrisinnaðri en hitt. IHWpæ’ , ekki hægt að segja að mikið hafi borið á umræðum um þau málefni sem flokkarnir ætla meö í kosningamar. Umræðan hefur aðallega verið um mögulegan for- ingjaslag Ingibjargar og Davíðs. Vinstrihreyfingin - grænt framboð ætlar hvorki að sóa dýrmætum tíma í foringjahjal né dónaviðtöl, við ætlum að skerpa áhersl- urnar og ræða um málefnin." Gunnar Örn Heimisson á vef ungra Vinstri-grænna. Skyld’ún vera súr? „I kvöld rigndi hér eins og hellt væri úr fótu. Fyrsta rigningin í meira en 3 mánuði.“ Siv Friöleifsdöttir I netdagbók sinni. Siv er nú stödd á fundi hjá Umhverfisstofnun Sameinuöu þjóöanna í Kenía. / # Afengisauglysingar Sigríður Ásthildur Andersen lögfræðingur Verslunarráös íslands Kjallari Afengisauglýsingar hafa verið með ýmsum hætti hér á landi þrátt fyrir að í áratugi hafi þær verið bannaðar með lögum. Meira að segja sjálf áfengisverslun ríkisins hefur látið góma sig við að fara í kringum bann- lögin með auglýsingum á áfengislausum bjór á piastpokum sínum. Versluninni er næstum því vorkunn. En þó ekki nema næstum því vegna þess að þótt það sé eðlilegur þáttur verslunar að auglýsa þá gilda jú sérstök lög um hina sérstöku starfsemi ÁTVR. Lögin eru hins vegar brotin af öllum sem þau varða, beint eða óbeint. Og þegar ríkið sjálft sér sér ekki fært að fylgja þeim reglum sem það sjálft setur er auðvitað spurning hvaða tilgangi lögin þjóna. Ófullnægjandi rök fyrir banni Verslunarráð íslands hefur lengi bent á brotalamir í áfengislöggjöfinni og hvatt til úrbóta. Árið 1995 sendi ráðið alvarlegar athugasemir við þá- gildandi löggjöf til Eftirlitsstofnunar EFTA. Síðan þá hefur áfengislögum verið breytt og ýmislegt fært til betri vegar og í frjálsræðisátt. Auglýsinga- banninu hefur hins vegar ekki verið þokað. Það er afleitt, því auglýsinga- bannið hindrar frjáls viðskipti og bitnar jafnt á seljendum áfengis og neytendum. Bannið hefur verið rök- stutt með vísan til heilbrigðissjónar- miða, þ.e. að með því sé verið að vernda almenning fyrir skaðlegum áhrifum áfengis. Þyrfti nú ekki að rökstyðja þessa fuUyrðingu og sér- staklega í ljósi þess fyrirkomulags sem er hér á landi? Er líklegt að aug- lýsingabann, eins og það hefur verið túlkað hingað til, hafi eitthvað að segja í forvörnum? Skipulögð umfjöllun um áfengi er daglega í íslenskum fjölmiðlum og er í raun áhrifaríkari en hefðbundn- ar auglýsingar. Vörulisti ÁTVR, sem liggur frammi um allar trissur, er meiri auglýsing en flestar auglýs- ingar sem sjást í prentmiðlum og sjaldan greina frá vöruverði. Áfeng- isauglýsingar eru leyfðar á veitinga- stöðum. Við þessar óhefðbundnu auglýsingaherferðir bætast svo beinar auglýsingar, löglegar, um áfengislaust áfengi. I ljósi þessa er trúlegt að forvam- argildi auglýsingabanns sé hverf- „Nú hafa dómstólar i Sviþjóð, með vísan til úrskurðar Evrópudómstólsins, staðfest þennan skilning VÍ, að auglýsingabannið gangi gegn markmiðinu með innri mark- aði Evrópu.“- Fundað íÞjóðmenningarhúsinu um áfengisnotkun á Norðurlöndum. andi. Að auki má télja fráleitt að heilbrigðissjónarmið réttlæti svo víðtækt auglýsingabann sem í gildi er í dag. Meðalhófs þarf að gæta og vissulega má fara aðrar og vægari leiðir í forvörnum. Tíðindi frá Svíþjóð Það er leiðinlegt að þurfa að horfast í augu við það en stundum nægir ekki að rökstyðja mál eins og áfengisauglýsingar með vísan til al- mennra frelsishugmynda, sem þó eiga rætur að rekja langt aftur í ald- ir. Sumir virðast aldrei taka inark á neinu nema það komi sem forskrift að utan, sé liður í einhvers konar al- þjóðasamstarfi. Þess vegna benti Verslunarráð á, árið 1995, að bann við auglýsingum á áfengi stangaðist líklega á við ákvæði EES-samnings- ins, því aðstaða innlendra og er- lendra framleiðenda væri ekki jöfn hvað varðar möguleika á markaðs- setningu. Nú hafa dómstólar i Svíþjóð, með vísan til úrskurðar Evrópudómstóls- ins, staðfest þennan skilning VÍ, að auglýsingabannið gangi gegn mark- miðinu með innri markaði Evrópu. Breytingar á íslandi Það eru ekki bara fjölmiðlar og auglýsingastofur, og fólkið sem þar vinnur, sem myndu hagnast á þvi að fá hugsanlega áfengisframleiðendur sem kúnna. Auglýsingar eru nefni- lega neytendamál. Þær era oft eina tenging neytenda viö framleiöendur. Það á við um áfengi eins og aðrar vörur að neytendur vilja fá að vita hvað framleiðendumir sjálfir hafa að segja um sínar vörur, ekki bara hvað aðrir hafa um þær að segja. Auglýsingabannið hefur brenglaö alla sýn á umræddan markað og oft er erfitt að greina á milli hlutlausr- ar umfjöllunar um áfengi og þeirrar sem flokka mætti með auglýsingum. Það er löngu tímabært aö afnema bann við áfengisauglýsingum. Það er óskandi að löggjafinn íslenski beri gæfu til þess að hafa frum- kvæði að þeirri breytingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.