Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Grænlandsflug: Akuneyri - Kaupmannahöfn Stjórn Air Greenland samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag að hefja ^flug miili Akureyrar og Kaupmanna- hafnar þann 28. apríl nk„ eða í fyrstu viku sumars. Flogið verður tvisvar í viku allt árið með Boeing-757 þotu. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hef- ur mjög beitt sér í þessu máli sl. tvö ár sem og aðilar í ferðaþjónustunni. Nú reynir á að Norðlendingar standi við bakið á þessum möguleika til ut- anferðar þannig að þetta verði tii framtiðar. í dag þurfa Akureyringar sem og Norðlendingar að fljúga dag- inn áður suður og gista ef þeir ætla að taka morgunflug tii Kaupmanna- •^hafnar. Sú ferð getur kostað um 9 k þúsund krónur en þau fargjöld sem Flugleiðir og Iceland Express bjóða milli Keflavikur og Kaupmannahafn- ar eru um 19 þúsund krónur. Fram- boð á sætum á þessari leið ætti því að vera nóg á komandi sumri. Bæjar- stjóri, Kristján Þór Júlíusson, segir að með þessu hafi náðst í höfn stór- -j *mál fyrir Akureyringa. -GG KR-INGAR RIFU SIG UPP KR-ingar rifu sig upp eftir stórt tap gegn Snæfelli í síöustu umferö meö því aö sigra Tindastól á heimavelli í gærkvöld. Þjálfarí KR-inga var mátulega sáttur eftir leikinn en fagnaöi stigunum tveimur. Hann segir næsta leik félagsins griöarlega mikilvægan ætli liöiö sér aö ná efsta sætinu á ný. KR fer næst í Borgarnes en Grindavík og Keflavík leika innbyröis. „Viö erum bjartsýnir á framhaldið og njótum þess aö leika.“ segir þjálfarinn. DV-Sport bls. 26 s. í mSHfrk . - - Stórtemplar: Berjumst -tilsíðasta manns „Þeir sem lesa helst áfengisaug- lýsingar eru aldurshópurinn 12 til 20 ára og að þeim er auglýsingum þessum beint,“ sagði Gunnar Þor- láksson, stórtemplar bindindissam- takanna IOGT, áður Stórstúku ís- _ lands, í samtali við DV. Mikið er * rætt um áfengisauglýsingar, sem nú eru leyfðar á ný í Svíþjóð og hugsanlegt talið að ísland fylgi í kjölfarið. „Við hjá bindindissam- tökunum IOGT munum herjast til síðasta manns í þessum efnum, við munum reyna að verjast áfengis- auglýsingunum sem stuðla að auk- inni neyslu, ekki síst hjá þeim yngstu," sagði Gunnar. „Okkur bregður ekki þótt mark- aðsfræðingar áfengisframleiðenda vakni til lífs hér sem annars stað- ar, allt miðast við að auka sölu og neyslu tiltekinnar framleiðslu með meiri auglýsingum. Þetta fólk hef- ur gnægð fjár til að auglýsa vöru sína,“ sagði Gunnar Þorláksson. , Gunnar bendir á áfengisauglýs- ingar sem birtar eru og séu gjör- samlega ólöglegar. Stundum hefur birting þessara auglýsinga verið kærð, og fyrir aðeins viku hafi ver- ið rætt við dómsmálaráðherra um þessi lögbrot sem blasi við öllum. „Það eru lög í gildi og undarlegt að ekki skuli farið eftir þeim,“ sagði Gunnar Þorláksson. -JBP Sjá umfjöllun bls. 9 Akureyri: Japönsk hátækni Japanskir aðilar kanna nú mögu- leika á að reisa raf- magnsþéttaverk- smiðju á Akureyri. Japönsk sendi- nefiid var á Akur- eyri í gær og ræddi við heima- menn. Ef af verður mun verksmiðjan veita 20 til 30 manns vinnu í fyrsta áfanga. Um er að ræða orkufrekan iðnað auk mikillar vatnsnotkunar. Skoöað var sérstaklega að staösetja verk- smiðjuna við Rangárvelli í Lög- mannshlíð, á svipuðum slóðum og aðalstöðvar Norðurorku eru. Koma Japananna var með milligöngu At- vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. og segir Magnús Ásgeirsson að unnið hafl verið að komu þeirra um hríð og hafi þeir sýnt málinu mikinn áhuga. Þeir fóru heim í gær og kanna nú hagkvæmni þess að reisa verksmiðjuna á Akureyri. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, segir að málið tengist bæði veitu- og skipulags- málum og hann geri sér vonir um að ef málið náist í höfn muni það veita á annað hundrað manns vinnu. „Við vorum með svona heimsókn fyrir einu ári með sam- bærilega framleiðslu en þetta er mikil hátækniframleiðsla," segir Kristján Þór Júlíusson. -GG Krlstján Þór Júlíusson. Bensínstríðið: Orkan lægst Orkan var enn með lægsta bens- ínverðið í morg- un í verðsam- keppni þeirri sem geisað hefur milli olíufélaganna undanfama daga. Þar kostaði bensínlítrinn kr. 89,10. Hjá Essó Express og ÓB- stöðvunum kostaði litrinn kr. 89.20. Á öllum olíustöðvunum þremur kostar lítrinn með fullri þjónustu nú kr. 98,20. Essó veitir 7 króna sjálfsafgreiðsluafslátt á almennum stöðvum en Olís og Skeljungur 5 króna afslátt. Þetta á við um stöðv- ar á höfuðborgarsvæðinu. -JSS Hyrjarhöfði 7sími: 567 8730 Góð tannheilsa og reykingar fara ekki saman www.tannheilsa.is ^ LÓGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.