Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Blaðsíða 19
19 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 DV Tilvera •Krár IÞú og ég Qg Cadillac á Krindukranni Gestir helgarinnar á Kringlukránni eru þau Helga Múller og Jóhann Helgason sem skipuöu diskódúett- inn Þú og ég sem gerði garSinn frægan úti um víða veröld á diskóárunum margrómuðu. Þau koma nú fram i fyrsta skipti í Reykjavíkurborg í meira en tvo ára- tugi. Af þessu tilefni hefur Ijósabúnaður staðarins ver- ið aukinn og allt er gert til að ná fram gömlu stemn- ingunni. Helga og Jóhann stíga á svið upp úr klukkan 00.30. Hljómsveit hússins, Cadillac, leikur á undan og á millijjess sem þau Helga og Jóhann koma fram. BGeir Olafs og fleiri á Broadwav Geir Ólafsson verður á Broadway ásamt Big band. Ásamt Geir koma þau Ragnheiður Gröndal og Harald Burrfram. lónlist á 22 Benni heldur uppi flörinu á efri hæð 22. Atli verður niðri. Tilboð á bar til klukkan eitt. Munið stúdentaskír- teinjn og kaupið ykkur nýju tjúttskóna í OASIS. BÓmar á Celtic Trúbadorinn Ómar Hlynsson spilar fyrir gesti Celtic Cross á Hverfisgötu í kvöld. BPrifter á Champions Hljómsveitin Drifter spilar á Champions í Grafarvogi í kvöld. Sveitin leikur úrval bestu rokktónlistar síöustu ára og hefur getið sér gott orð undanfarið fyrir kraft- mikla og skemmtilega spilamennsku. Sviðsfram- koma Drifter-manna þykir með eindæmum skemmti- leg og eru þeir sagðir ná áhorfendum á sitt band frá fyrsta lagi. Skyldumæting fyrir Grafarvogsbúa og aðra áhugamenn um skemmtilega rokkmúsík. •Klúbbar BFrimann og Arnar á Flaueli Frimann og Amar eru við stjórnvölinn á Raueli í kvöld, 500-kall inn og tilboð á bamum. BStuð á Suotlight Það er opið frá 21 til 5.30 á Spotlight i kvöld og þú getur unnið þér inn miða á Sterió 89,5. DJ Grétar, DJ Baddi Rugl, DJ Ýmir og DJ Ingvi spila á báðum hæð um hússins. •Sveitin ■Hot N Sweet í Evium Strákarnir í Hot N Sweet og Hermann Ingi ætla að bregða sér í lunda á Landanum i Vestmannaeyjum um helgina og lofa öllum eyjapeyjum og -pæjum feiknafjöri. IBer á Ísafirði Hljómsveibn Ber með írisi Kristinsdóttur söngkonu innanborðs skemmtir ísfirðingum og nærsveitarmönn- um í Sjallanum í kvöld. IJet Black Joe á Akurevri Hljómsveitin Jet Black Joe er mætt norður í land og leikur á tónleikum fyrir 14 ára og eldri frá klukkan 21-23 í Sjallanum. Miðaverð er 1.500 krónur. Að tón- leikunum loknum tekurvið dansleikur með hljómsved- inni á sama stað þar sem aldurstakmark er 18 ár. Miðaverð er 1.500 krónur fyrir klukkan 1 en 2.000 krónur eftir það. Hljómsveitin Von hitar upp. •Leikhús ■Hliómsveitin Leikfélag Kópavogs verður með aukasýningu í kvöld á Hljómsveitinni sem félagiö sýndi fyrir áramót við góða aðsókn. \ferkið er sýnt í Hjáleigunni, litla sviði Félags- heimilis Kópvogs. Hægt er að panta miða í sima 554- 1985 eða með því að senda tölvupóst á mida- sala@kopleik.is. Sýningin hefst klukkan 20.30. •Uppákomur ■Ullarvettlingarnir aflientir Ullarvettlingar Myndlistarakademiu íslands verða af- hentir í kvöld frjóhuga íslenskum myndlistamranni. Dagskráin hefst klukkan 20 á Næstabar. •Fundir og fyrirlestrar ■Stiórnun. fagstéttir og kvnferói Rannsóknastofa í kvennafræðum stendur fyrir mál- þinginu Stjómun, fagstéttir og kynferði í stofu 101 i Lögbergi, kl. 14 til 17. Málþingið er öllum opið og að- gangur ókeypis. ■Þátttaka almennings í ákvörðunum um umhverfjsmál Lagastofnun Háskóla íslands í samvinnu við umhverf- isráðuneytið stendur fyrir opnum fræðafundi um þátt- töku almennings í ákvörðunum um umhverfismál í dag klukkan 12:15 í hátíðarsal HÍ. Krossgáta Lárétt: 1 kjötkássa, 4 útlit, 7 megni, 8 spírar, 10 sáðlönd, 12 tré, 13 viðureign, 14 fljót, 15 kraftur, 16 snuðrara, 18 fengur, 21 köld, 22 menn, 23 hlið. Lóðrétt: 1 klettasprunga, 2 spil, 3 hrekkir, 4 sómasamlegur, 5 skarð, 6 blása, 9 álút, 11 sól, 16 vatnagróður, 17 fífl, 19 leyfí, 20 flökta. Lausn neðst á síðunni. ssáe-'i:; Umsjón: Sævar Bjarnason Hvitur á leik! Sex skámenn urðu efstir á skák- þingi Reykjavlkur, þeir Stefán Krist- jánsson, Bragi Þorfinnsson, Bjöm Þorfinnsson, Magnús Örn Úlfarsson, Jón Viktor Gunnarsson og Bergsteinn Einarsson. Það var vegna óvæntra úr- slita að svo margir skákmenn deildu efsta sætinu en þeir Bergsteinn og Bragi gerðu jafntefli í ævintýralegri skák og Stefán hafði ekki meira en jafntefli upp úr krafsinu i þessari skák. Þeir Stefán, Bergsteinn og Bragi höfðu 0,5 v. forskot á aðra keppendur. Stefán hefði t.d. getað leikið hér 16. Be3 og eftir 16. Re4 leik- ið 17. Dh5 með ágætri stöðu. En fóm- in var freistandi þó hún dygði skammt! Hvltt: Stefán Kristjánsson Svart: Sigurður Páll Steindórsson Skákþing Reykjavikur 2003 (11), 2.2. 2003 1. e4 c5 2. c3 Rf6 3. e5 Rd5 4. d4 cxd4 5. Rf3 Rc6 6. cxd4 e6 7. a3 a6 8. Bd3 d6 9. 0-0 Be7 10. b4 0-0 11. De2 Db6 12. De4 f5 13. exf6 Rxf6 14. Dh4 d5 15. Bg5 h6 (Stöðumynd- in) 16. Bxh6 gxh6 17. Dg3+ Kh8 18. Dg6 Dc7 19. Dxh6+ Kg8 20. Dg5+ Kh8 21. Dh4+ Kg8 22. Dg5+ Kh8 23. Dh6+ Kg8 24. Dg6+ 1/2 - 1/2. '«0! 02 ‘UJ 61 Tub ít ‘fls 91 ‘Iuqoj II ‘uqoi 6 ‘snd 9 ‘ypA s ‘snuimuresis \ ‘jodesiejis g ‘ese z ‘efS 1 :j}3jqot •bqis es* ‘-«úA zz ‘Jndou \z ‘i'bb 81 ‘úbus 91' ‘UB SI ‘BQ0m \1 ‘5[Q}B gx ‘UIIB ZX ‘BJ5IB oi ‘JBI? 8 ‘!>iæis I ‘diAS X ‘sbi3 T uiqjqu DV-MYND JÚÚA IMSUND Svona var á Sturlungaöld Krakkarnir í 6. bekk R í Hafnarskóia á Höfn buöu foreldrum og systkinum á smá kynningu á því hvernig var að vera uppi á dögum Snorra Sturlusonar. Krakkarnir fluttu leikþátt og lásu upp. Þeim til halds og trausts viö flutn- ing á námsefninu, sem tókst meö ágætum, var Rósa Valdimarsdóttir, kennarinn þeirra. Dagfari Við viljum súrmat „Alltaf gleðst ég þegar ég heyri talað um mat og sér- staklega ef hann er vel kæst- ur,“ sagði einn frændi minn nýlega og ég efast ekki um að hann hafi meint það. Þá var þorrablót í uppsiglingu hjá sjálfvöldum hópi ætt- ingja minna á höfuðborgar- svæðinu og um síðustu helgi var því komið á, hist og sest að krásum. (Hist og sest. Þetta minnir á barnið sem kom úr afmælisveislu með súðarsvip og sagði. „Það var ekkert leikt, bara drekkt!“) En meira um blótið. Einn frændinn hafði verið svo fyrirhyggjusamur að leggja í súr strax á haustdögum slát- ur, sviðasultu og bringu- kolla og að sögn hans góðu konu var hann oft og mikið búinn að strjúka matarkút- inn, kíkja í hann, þefa og smakka og skipta um mysu reglulega. Sú umhyggja skil- aði líka góðum árangri. Mat- urinn var meiriháttar. Ekki samt jafn súr og selshreifa- sultan sem sá frændinn sem fyrst er vitnað í lagði á borð. Slíkt súrbragð hafði ég ekki fundið frá því í gamla daga. Svo ég vitni stöðugt í frændur mína þá kom einn með þá tilgátu að þetta væri einmitt rétta bragðið sem þyrfti í þennan þjóðlega mat til að hrífa yngri kynslóð- irnar. Ég er á því að hann hafi rétt fyrir sér. Unga fólkið vill afgerandi bragð. Súrmaturinn sem víða er boðið uppá á þorranum er ekki súr. Bara blautur. Móð- ir mín kunni að búa til eitt- hvað sem hét súrn og gaf matnum ekta súrbragð. Þetta þurfa fleiri að kunna. Þá mun unga fólkið ekki þreyja þorrann heldur þrá hann. Gunnþóra Gunnarsdóttir blaðamaöur Jæja Tanni. þetta var löng keyrsla en nú erum við klárir fyrir ströndina... drífum okkur!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.