Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Blaðsíða 21
21 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003________________________________________ DV Tilvera Chris Rock 37 ára Gamanleikarinn Chris I Rock er afmælisbam dagsins. Þessi kjaftfori leikari hefur fetað dyggi- lega í fótspor Eddie Murphys og haft erindi I sem erfiði. Chris Rock hóf feril sinn á sviöi í næturklúbb- um, eins og svo margir svartir gam- anleikarar sem slegið hafa í gegn, og síðan lá leið hans í Saturday Night Live sjónvarpsseríuna. Fyrsta kvik- myndahlutverk hans var í Beverly Hills Cop II. Rock er elstur sex systk- ina og ólst upp í Brooklyn. Eigin- kona hans heitir Maalak Compton Rock og eiga þau eitt bam. Stjörnuspá Gildir fyrir laugardaginn 8. febrúar Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l: I Notaðu kraftana til að ‘ leysa vandamál sem þú hefur lengi ætlað að leysa. Það verður líklega einhveijum erfiðleikum háð að komast að niðurstöðu. FÍSkarnir (19. fehr.-20. mars>: | Þér verður vel tekið laf fólki sem þér er f 7T ókunnugt og þú færð JBK&': óvænt hrós. Áhyggjur sem þú hefur eru ástæðulausar. Happatölur þínar eru 9, 21 og 46. Hrúturinn (21. mars-19. aprih: L Dagurinn einkennist af 'streitu og tímaleysi gæti haft mikil áhrif á vinnu j þína. Haltu ró þinni því seinni hluta dagsins getur þú slapp- að af og sinnt áhugamálunum. Nautið (20. april-20. maíl: Þú þarft að sætta þig . við að aðrir fá að mestu að ráða um ___ framvindu mála sem þú ert flæktur í. Gáta sem þú hefur velt fyrir þér leysist óvænt. i viuuimun iz. þitt við ákv< Tvíburarnlr (21. maí-21. iúnik Vonbrigði þróast yfir í "■ánægju þegar þú færð fréttir frá vini eða ættingja. Samband þitt við ákveðinn einstakling fer batnandi. Krabblnn (22. iúní-22. iúiíi: Ferðalög eru ef til vill i á dagskrá í nánustu ' framtíð. Það borgar _____sig að hafa augun opin í dag og hlusta vel á ráðleggingar annarra. Uónið (23. iúlí- 22. áeúst): ■ Þú ræður sjálfur 1 miklu um framvindu dagsins og ættir að treysta á dómgreind þína. Hegðxm einhvers kemur þér á óvart. Mevian (23. ágúst-22. seot.l: Margt sem þú heldur áríðandi í dag er ekki V\^lL.endilega jafnmikilvægt ^ f og þér fmnst. Haltu fast við skoðanir þínar. Happatölur þínar eru 3, 17 og 39. Vogin (23. sept-23. okt.l: S Þér finnst allt ganga Oy hægt í byijun dagsins \ f en það borgar sig að r f vera þolinmóður. Kvöldið verður ánægjulegt. Happatöluir þínar eru 7,18 og 28. Snorðdrekinn (24. okt.-2l. nóv.): Staðfesta er mikilvæg í dag. Þú ert vinnusam- iur og eitthvað sem þú gerir vekur athygli fóíks í kringum þig. Happatöluir þínar eru 6, 25 og 48. Bogmaðurinn (22. nóv.-2i. des.): j^^Líf þitt er stöðugt um V^^^þessar mundir og þú W ættir að vera jákvæður \ og bjartsýnn. Kvöldið verður ánægjulegt. Happatölur þínar eru 5, 16 og 25. Steingeitin (22. des.-19. ian.); Ljúktu við skyldur þínar áður en þú ferð að huga að nýjum hugmyndum sem þú hefur fengið. Heimilislifið verður gott 1 dag. gllla helgina Sýningar Teiknaðir hug- arheimar Allir íþróttaviðburðir í beinni á risaskjám. Ponl. Eóður matseðiii. Tökum að okkur hópa, starfsmannaféiög. 5tórt og gott dansgólf. Sýning á frönskum og belgískum teiknimynd- I um fyrr og nú veröur opnuð í Listasafni Kópa- vogs - Gerðarsafni á morgun, laugardaginn 8. febrúar. Hún ber yfirskriftina „Að teikna hugar- heima“ og spannar þau tvö hundruð ár sem teiknimyndir hafa verið gefnar út. Meðal annars eru þar verk eftir einn athyglisverðasta teiknara Frakka i nú- tímanum, Nicolas de Crecy, sem verð- ur sérstakur gestur viö opnun sýning- arinnar. Nútímateiknimyndir spanna afar vitt svið, allt frá Tinna, Ástríki og félögum til hápólitiskra neðanjarðar- mynda og lesendahópurinn er börn, gamalmenni og allt þar á milli. Kynþokkafyllsta skeggið Samtök að nafhi The Beard Liberation Front hafa tilnefnt þrjá menn til útnefningar um kyn- þokkafyllsta skeggið en tilkynnt verður um valið á Valentínus- ardaginn, 14. febrúar. Skipuleggj- endur segjast leita að skeggi sem er „mjúkt, silkikennt og kynþokka- fullf'Mennimir þrír eru Russell Crowe, George Michael og Ali G. Samtökin segja að verðlaunin hafi verið stofnuð til að vinna á „skeggisma", nokkurs konar for- dómum gagnvart fólki sem lætur sér vaxa andlitshár. Aðrir sem hafa verið nefndir til sögunnar eru okkur Islendingum minna þekktir, þeim Frank Dobson þingmaður og Rowan Williams, erkibiskubs Canterbury-sýslu. Schwarzenegger að jafna sig Austurríska tröllið Amold Schwarzenegger er að jafna sig eftir að hafa gengist undir aðgerð á öxl í kjölfar meiðsla sem hann hlaut á meöan á tökum þriðju myndarinnar um Terminator stóð yfir. Nefnist hún T3: Rise of the Machines. Þó svo að kallinn sé orðinn 55 ára lætur hann hvergi bilbug á sér finna og eftir að hafa rifið snúningsvöðva í öxl í haust ákvað hann að fresta aðgerð og harka þetta af sér, til að seinka ekki framleiðsluferli myndarinnar. Að sögn hefur hann það gott. Þingmenn og ráöherrar fá fjármálahandbókina Sparisjóöirnir hafa gefiö út fjármálahandbók og munu allir sem veröa 18 ára á árinu fá bókina senda aö gjöf. Þeim gefst einnig kostur á aö sækja fjármálanámskeiö hjá Sparisjóðnum. Á myndinni má sjá fulltrúa Sparisjóðanna af- henda Geir Haarde fjármálaráöherra kassa meö eintökum af bókinni sem hann tók síöan meö sér inn á Alþingi. Lýst eftir andlegri orku Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistarmað- ur opnar hugmyndasmiðjuna Eitthvað annað í Gallerí Hlemmi á morgun, laugardaginn 8. febrúar, kl. 17.00. Sett verður upp örvandi starfsumhverfi fyr- ir hugarflugið og leitað eftir hugmynd- um frá gestum og gangandi um fram- tíðina. Hvers konar þjóðfélag viljum við? Hvers konar land viljum við? Hvers konar framtíð? Hvers konar lýö- ræði? Hvers konar stjórn? Hvers konar stjórnleysi? Lýst er eftir andlegri orku en samkvæmt síðustu tölum ætti orku- búskapurinn að standa vel miðað við árferði. Uppfinningar fslendinga Landssamband hug- vitsmanna opnar sýn- ingu á nokkrum upp- finningum Islendinga í Hönnunarsafni íslands við Garðatorg i Garða- bæ á morgun kl. 12. Þar verða til sýnis ýmis brot af því sem ís- lendingar hafa fundiö upp og komið á markað hérlendis og erlendis. Margir þeirra hafa barist móti straumnum til að koma nýjungum á markað og sumir þurft að flytja úr landi til að hugmynd- ir þeirra yrðu að vöru. Kl. 13 verður málþing um hugvitsmenn i safnaðar- heimilinu Kirkjuhvoli í Vídalínskirkju þar sem frummælendur eru Steingrím- ur Sigfússon og sænsku hjónin Margar- eta Anderson og Sune Hilstad. Tilfinningar Freygerður Dana Krisþánsdóttir hefur opnað myndhstarsýn- ingu á Te og Kaffi, Laugavegi 27, Reykjavík. Sýningin heitir Tilfinn- ingar enda túlka mynd- imar tilfinningar mynd- listarkonunnar og sálarlíf. Verkin eru akrýlverk, unnin á viðarplötur, og eru með antik-brúðuandlitum. Sýningin stendur út febrúarmánuð. Kammerkór Austurlands með tónleika: Ég vil lofa eina þá - og önnur trúarljóð Kammerkór Austurlands heldur tón- leika í Egilsstaðakirkju á morgun, 8 febrúar, kl. 16.00. Stjómandi er Keith Reed. Stærsta verkið á efiiisskrá tón- leikanna er Chichestersálmar eftir Le- onard Bemstein, við texta úr nokkrum af sálmum Davíðs úr Biblíunni. Þeir eru fluttir á hebresku við undirleik hörpu, orgels og slagverks. Hörpuleik- ari er Elísabet Waage, orgelleikari Kári Þormar og slagverksleikari Charles Ross. Á efnisskránni era einnig nokk- ur gullfalleg trúarleg ljóð, bæði á ís- lensku og erlendum tungumálum. Sem dæmi má nefna Song of Simeon eftir eftir Gretchaninoff, Lacrimosa eftir Urbaitis, Ég vil lofa eina þá eftir Bára Grímsdóttur, Gradual eftir Anton Bruckner og ýmis fleiri. Kammerkór Austurlands var stofii- aður á vordögum 1997 af Keith Reed sem hefur verið stjómandi hans frá upphafi. Söngfólkið er frá hinum ýmsu bæjum Austurlands, s.s. Fáskrúðsfirði, Breiðdalsvík, Eskifirði, Reyðarfirði, Vopnafirði, Norður-Héraði, Fellabæ og Austur-Héraði. Flestir era langt komn- ir söngnemendur eða tónlistarkennar- ar. Síðastliðið sumar fór Kammerkór Austurlands til Litháens sem fulltrúi Islands á kóramóti Norðurlanda og Eystrasaltslanda. Kammerkór Austurlands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.