Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Blaðsíða 14
14 Útlönd FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 DV Særðir fluttir á brott 29 palestínskir nemendur slösuöust í sprengingu í framhaldsskóla í nágrenni Jenín. Fjórir féllu í skot- bardaga í morgun Að sögn talsmanna ísraelsher féllu tveir Palestínumenn og tveir ísra- elskir hermenn þegar til skotbardaga kom nálægt Bekaot-flóttamannabúð- unum í Jórdan-dal á Vesturbakkan- um í morgun. Að sögn talsmannsins hófu Palest- ínumennirnir skothríð á ísraelska varðstöð á svæðinu og hafði tekist að felfa tvo og særa sex aðra hermenn áður en yfir lauk. Þá sprakk öflug sprengja í pafest- inskum framhafdsskófa í bænum Jabaa í nágrenni Jenín á Vestur- bakkanum i gær með þeim aíleiðing- um að 29 nemendur særðust og sum- ir mjög alvarlega. ísraelsk hryðjuverkasamtök, sem kalla sig „Hefnd fyrir bömin“, hafa lýst ábyrgð á sprengingunni en yfirvöld kenna ísraelska hemum um og segja að þeirra menn hafi komið sprengjunni fyrir Hersveitir Kúrda sækja að Kirkuk Bandarískar orrustuvélar heyrðust fljúga yfir nærri borg- inni Kirkuk í norðanverðu írak snemma í morgun og í kjölfarið fylgdu íjarlægar sprengjudrunur. A sama tíma sóttu hundruð kúrdískra vígamanna að borg- inni, sem er miðstöð olíuvinnslu á þessum slóðum. Fall stjórnar Saddams í Bagdad í gær fyllti kúrdísku skæruiiðana vígamóð og þeir voru óðir og uppvægir að ná til Kirkuk sem enn er á valdi manna forsetans. Bandarískir ráðamenn sögðu í gær að mikið verk væri enn eftir óunnið í norðanverðu írak, meðal annars að tryggja oliusvæðin. 55 látnir í Kína. Kínverjar sakaðir um að hafa leynt dauðsfalli Vinir og ættingjar bandarísks kennara, sem lést nýlega af völdum hins dularfullu SARS-vímss, ásaka kínversk stjómvöld um að hafa flutt lík hans til Hong Kong af því að þau vildu ekki láta það spyrjast út að annar erlendur borgari hefði látist úr flensunni innan Kína. Maðurinn, sem hafði starfað sem kennari í borginni Shenzhen í suður- hluta Kína, hefði í raun veriö látinn þegar hann var fluttur á sjúkrahús í Hong Kong þar sem hann var sagður hafa látist. Affs 55 manns hafa látist af völd- um SARS-vírussins í Kína og þar á meðaf finnskur starfsmaður Afþjóða vinnumálastofnunarinnar en vitaö er um aflt að 1400 smittilfelli í landinu. Saddams leitað í mosku í norðvesturhluta Bagdad - loftárásir geröar á skotmörk í Tikrit, heimaborg Saddams Þær fréttir bárust frá Bagdad í morgun að bandarískir hermenn leituðu Saddams Husseins í mosku í norðvesturhfuta borgarinnar á bökkum Tigris-fljótsins eftir að njósnir bárust af því að hann væri þar í felum. Til harðra bardaga kom við moskuna í bítið í morgun eftir að iraskir hermenn, líklega úr sér- sveitum Lýðveldisvarðar Saddams, höfðu ráðist að bandarískri hersveit sem nálgaðist moskuna og mun að minnsta kosti einn bandarískur hermaður hafa fallið í upphafi bar- dagans, sem stóð í um hálfa klukku- stund, en kallað var eftir aðstoð bandaríska flughersins sem varp- aði sprengjum á svæðið utan mosk- unnar. Engar nánari fréttir höfðu borist af atburðum í morgun eða hvort leitin að Saddam hefði borið árang- ur. Á sama tíma gerðu flugvélar Saddams leitaö Saddams Husseins var í morgun leitaö í mosku í í noröurhluta Bagdad eftir aö njósnir bárust um aö hann væri þar í felum. bandamanna árásir á skotmörk í borginni Tikrit, heimaborg Sadd- ams, um leið og bandarískar her- sveitir halda áfram sókninni til norðurs frá Bagdad. Að sögn talsmanns Bandaríkja- hers hefur fiölmennt íraskt herlið safnast saman á svæðinu í og við borgina, sem er helsta vígi stuðn- ingsmanna Saddams og er búist við hörðum bardögum þar og í ná- grenni Mosul og Kirkuk næstu daga. Talið er að að minnsta kosti ein herdeild Lýðveldisvarðarins sé á svæðinu og aðrar sjö til tíu liðs- sveitir úr íraska hernum. Donald Rumsfeld, vamarmálaráð- herra Bandarikjanna, varaði við því á fréttamannafundi í gær að stríð- inu í írak væri alls ekki lokið þó að Bagdad hefði verið frelsuð undan yf- irráðum Saddams. Enn væru stór svæði undir yfirráðum stuðnings- manna Saddams. REUTERSMYND Frelsi fagnað í Bandaríkjunum. íraskir útlagar í Bandaríkjunum flykktust út á götur í gær til þess aö fagna frelsun Bagdad. Hér á myndinni sjáum viö afann Samr Ebrahim, sem býr t Dearborn í Michigan, meö dótturdóttur sína upp á arminn. ArabaMóðir fylgdust furðu lostn- ar með fali Saddams í Bagdad Arabaþjóðir fylgdust furðu lostnar með því í gær þegar Saddam Hussein íraksforseti, sem einn Marokkóbúi lýsti sem „besta haröstjóra" arabaheimsins, missti öll tök á höfuðborginni Bagdad án þess að nokkur mótspyrna væri veitt að heitið gæti. Myndir af fagnaðarlátunum þegar risastórri styttu af Saddam var steypt af stalli sinum í mið- borg Bagdad voru sýndar í beinni útsendingu víða í arabalöndunum í gær og af því þegar margir tóku af sér skóinn og börðu með hon- um hausinn á styttunni. Það mun vera mesta óvirðing sem nokkrum manni getur verið sýnd í þessum heimshluta. Palestínumenn sem fylgdust REUTERSMYND Bandarískl fanlnn á Saddam Arabar voru ekki allir hrifnir af því þegar bandarískur hermaöur vaföi fána sínum um styttu afSaddam. með atburöunun í útsendingu sjónvarpsstöðvanna al-Jazeera eða Abu Dhabi áttu bágt með að trúa eigin augum þegar styttan féll. „Þetta er harmleikur og blóðug- ur gleöileikur. Við trúum ekki okkar eigin augum. Svo virðist sem írakar hafi látið Bagdad frá sér án þess að berjast," sagði verslunareigandinn Walid Salem í Ramallah á Vesturbakkanum. Mörgum aröbum fannst sem fall styttunnar táknaði ekki frelsun írösku þjóöarinnar undan oki Saddams, heldur væri það fremur tákn um sigur heimsvaldasinna. Sýrlenska sjónvarpið sýndi ekki frá atburðunum í Bagdad heldur sendi út þætti um ljóðlist og bygg- ingarlist. Frakkar vara við skiptingu Dominique de Villepin, utanrík- isráðherra Frakk- lands, hvatti ríki í sunnanverðri Evr- ópu og norðan- verðri Afríku að standa saman að því að afstýra að Miðjarðarhafssvæðið verði eins konar skiptifína milli Vestur- fanda og ríkja múslíma. Haukar horfa í kringum sig Harðlínumenn í bandaríska stjórnkerfinu hafa tvíeflst við hraða sóknarinnar gegn Saddam í írak og eru farnir að huga að stjómarskiptum í bæöi Sýrlandi og íran. Hættir við að vilja fund Arabaríkin drógu í gær til baka beiðni sína um fund um írak í Aflsherjarþingi SÞ í ljósi atburöanna í Bagdad, eða þar til ástandið skýrist frekar. Blair talar við ieiðtoga í síma Tony Blair, forsætisráðherra Bretfands, hringdi í Jacques Chirac Frakklandsforseta og Vla- dimír Pútín Rússfandsforseta og ræddi um framtíð íraks. Þeir eru ekki á einu máli um þátt SÞ. 65 ára kona eignaðist barn Sextíu og fimm ára indversk kennslukona á eftirfaunum hefur eignast sveinbam og er þar með efsta nýbakaða móðir í heimi. flllt á huldu með þátt NflTO George Robert- son, framkvæmda- stjóri NATO, sagði í gær að enn væri ekki eining meðal aðildarlandanna nítján um hvort bandafagið ætti að taka þátt í upp- byggingarstarfinu í írak að stríð- inu loknu. Hann sagði enn of snemmt að segja til hvað úr yrði. Kúbustjórn ver fangelsisdóma Stjórnvöld á Kúbu sögðu í gær að 75 andófsmenn sem voru dæmdir í allt að 28 ára fangefsi hefðu verið málafiðar á snærum bandarískra stjórnvalda. Olíuvinnsla gæti aukist mikið Dick Cheney, varaforseti Banda- ríkjanna, sagði í gær að í fok þessa árs gæti olíu- vinnsfa íraka hafa aukist um afft að fimmtíu prósent miðað við fram- feiðsluna í fyrra ef þeir fengju að- stoð við að koma ofíulindum aftur í gang. Grænlendingar segja pass Grænlenska þingið ákvaö í gær að taka ekki afstöðu tif þáttar Thule-stöðvarinnar í eldflauga- vamakerfi BNA og lætur dönsk stjómvöld um að ákveða það. Friðaráætlun birt í dag Tony Blair, forsætisráðherra Breta, og Bertie Ahern, forsætis- ráðherra íra, hittast á Norður-ír- fandi 1 dag og gera opinbera friö- aráætlun sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.