Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 Skoðun X>V „Með því að ábekja árás- arvíxilinn hafa Kanamell- urnar sagt írökum stríð á hendur og ættu þær að lesa betur klásúlu víxillaga um ábyrgð og uppáskriftir." Orðið Kanamella er rætið upp- nefni á íslensku stelpunum sem fluttu vestur um haf eftir síðasta veraldarstríð og hafa sannarlega gert garðinn frægan. Aðrar þjóðir Tilvitnanir á landsfundi: Bns og úp pæðusöfnum Stalíns og Bpésneffs Sigurjón Jðnsson skrifar: I. „Taumhald á rekstri þjóðar- búskaparins mátti heita í þeirra greipar lagið, vá eða vel- ferð íslenskrar þjóðmegunar." Þessi spámannlegu orð má lesa í Vefaranum mikla frá Kasmír eftir Halldór Laxness, sett á blað um miðjan þriðja tug síðustu aldar suður á Sikiley. Hitt mun Laxness ekki hafa rennt grun í, að arftakar þeirra, sem hér er átt við, mundu síðar gerast eins konar ábekingar á styrjaldarvíxli Kana, vegna leiðangurs þeirra austur í Asíu. Hætt er þó við, að ábekingamir verði heldur framlágir áður en lýkur, enda mun ekki nein gæfa fylgja því að hafa gerst taglhnýtingar í þeirri skreiðarfor. II. En á meðan Kanar og Samlede Venner eru að stríða eystra nálgast kosningar hér heima og setur nú óvanalegan hroll að ýmsum landsfeðrum. Eru nú góð ráð dýr en þó helst rætt um skattalækkanir, meiri en menn vita dæmi. Ekki er það ráðabrugg þó frumlegt, því að glöggir menn og lang- minnugir eins og Sverrir Her- mannsson hafa rifjað það upp, að hinu sama hafi verið heitið við hverjar kosningar á fætur öðrum. - Stendur því fátt upp úr frá stórfundinum í Laugar- dalshöll og stórræðu foringjans sem blöð hafa greint frá. Þar mætti e.t.v. taka upp óbreyttar eftirfarandi setningar (frá 1981) eftir Þorstein Gylfason heim- speking: „Það vantar ekkert nema svigagreinar eins og þær sem standa í ræðusöfnum Stalíns og Brésneffs, tvisvar á hverri síðu: „Langvarandi lófatak", „Almenn fagnaðar- læti“, „Þakið ætlar að rifha og allir rísa á fætur“. Vitið þér enn, eöa hvað? Sovétlegt „Langvarandi I6fatak“, „Aimenn fagnaöarlæti“, „Þakiö ætlar aö rifna og allir rísa á fætur“. Bréf- ritari segir margt minna á sov- éskar lýsingar fyrri ára. eiga ekki glæsilegri ambassadora í öðrum löndum enda var brottfór þeirra meiri blóðtaka hjá íslend- ingum en samanlagt mannfall bandamanna í stríðinu. En látum Kormák kyrran liggja: Nú er þriðja heimsstyrjöldin hafin og sér ekki fyrir endann á aftöku- lista Bandaríkjanna. Hinar raun- verulegu Kanamellur íslendinga láta sig ekki vanta þegar blóð rennur eftir slóö og flaðra upp um böðlana með allt niöur um sig. Lítiö og lágt Eftir að hafa sett erlendum þjóðhöfðingja úrslitakosti í eigin heimalandi leggur forseti Banda- ríkjanna fornfræga Bagdadborg í Mesópótamíu í rústir eins og for- verar hans sprengdu Nagasaki- borg, Dresden og Ho-Chi-Minh- stíginn forðum. Á meðan maður- inn hleðm- valköstinn lofar hann að fleygja bæði meðulum og mat yfir valinn. Síðan ætlar forsetinn að þröngva svokölluðu lýðræði Vesturlanda upp á þetta stríðs- hrjáða fólk íslams í rústum Mesópótamíu sem hann hefur haldið soltnu og deyjandi í herkví Óheppileg myndskreyting fýlgdi grein Geirs R. Andersens í les- endabréfum á miðvikudaginn. Þar gat að líta fallega mynd úr ljós- myndasafni af ljósmæðrum og ný- fæddum íslendingum á Fæðingar- deild Landspítalans, en yfir mynd- inni var fyrirsögnin Aumingja- væðing í algleymingi. Undir myndinni stóð: „A fæðingardeild- inni. Eru engin takmörk fyrir því hvað má hafa út úr velferðarkerf- inu?“ Þetta mátti að sjálfsögðu lesa svo að verið væri að gagnrýna í rúman áratug. Væntanlega sleppir hann líka vinum sínum í ofsatrúarkirkjum Suðurríkjanna lausum á landið til að skipta um trúarbrögð í vamarlausu fólkinu. Að lokum koma svo venslaðir verktakar frá Bandaríkjunum til að hreinsa valinn og fá olíulindir landsins að verktakalaunum. Enda hefur forsetinn opnað írösku þjóðinni hjarta sitt og bannað henni að hrófla við sín- um eigin bensínstöðvum að við- lögðum bandarískum herdóm- stóli að hætti Núrnbergara. Morö, fjöldamorð, rán, nauðganir og aðra höfuðglæpi lætur hið milda yfirvald afskiptalausa á meðan þeir beinast ekki að verð- skránni hans yfir olíur. Oh, what a battalion! Kjallarahöfundur sótti á sínum tíma fundi í þingmannasamtök- um NATÓ-ríkja og er í fersku minni kveðjuávarp frá þing- manni breskra verkamanna sem lofaði Islendinga í hástert með herópinu „Oh, what a battalion!" Kjallarahöfimdur taldi geðshrær- ingu mannsins vera afleiðingu af Aumingjavæding í algleymingi. Undir myndinni stóð: „Á fœðingardeildinni. Eru engin takmörk fyrir þvi hvað má hafa út úr velferðarkerfinu ?“ heilbrigðisstéttimar eða Fæðing- ardeildina. í greininni má hins vegar lesa gagnrýni á ýmis ríkis- hermennskunni hér á landi þegar hann felldi hug til Reykjavíkur- dætra á stríðsárunum. í dag veit kjallarahöfundur betur. Öniur- legt er að sjá íslensku Kanamell- umar koma út úr skápnum í Stjórnarráðinu með allt gyrt nið- ur um sig. Oh, what a battalion! Fölar fyrir járnum sitja þær fyrir svörum og éta hvert orð upp eftir litla Texasbúanum með kláðann í gikkfingrinum. Með því að ábekja árásarvíxilinn hafa Kana- mellumar sagt írökum stríð á hendur og ættu þær að lesa betur klásúlu víxillaga um ábyrgð og uppáskriftir. Áfram Bushland! Kóraninn boðar sínu fólki paníslamisma þar sem allir heimsins múslímar eru þegnar sama ríkis en ekki einstakra ríkja og íslendingar hafa því dregist á móti verðugum and- stæðingi í stríðsrekstri sínum. Á meðan ríkisstjórnin grefur upp stríðsaxir sitja hins vegar herská- ar þjóöir Franka, Germana og Rússa á friðarstóli og reykja frið- arpípur með öðru skynsömu fólki. Langt er um liðið síðan is- lensk stjórnvöld lögðust í annað eins hópvændi. „Oh, what a battalion!" Kanar í mellufansi Blóði drifin saga Bandaríkj- anna byggist á hernaði og þjóðin lifir á olíublautri hergagnasölu. Kanar hafa langa reynslu í að út- rýma þjóðum eins og frumbyggj- um eigin lands og hafa einir þjóða sprengt andstæðinga sína í tætlur með kjarnorku. Á meðan skjóta skólabörnin hvert annað í frímín- útunum. Hvergi var fullreynt hvort írakar hefðu ekki afvopnast hægt og rólega með diplómatískri lagni sem Bandaríkjamönnum virðist framandi listgrein. Dagar írösku þjóðarinnar eru brátt tald- ir og við blasir ofurkristið lepp- ríki á borð við Filippseyjar. - Og í dauðateygjum íraksþjóðar dilla íslensku Kanamellurnar sér fram- an í dólginn sinn! útgjöld en alls ekki á heilbrigðis- stofnanir eða starfsfólk þeirra, enda getur Landspítalinn verið stoltur af sínum rekstri, ekki síst Fæðingardeildin með lægstu dán- artíðni ungbama í veröldinni og rekstur sem kostar ekki nema brot af því sem gerist meðal ann- arra þjóða - ef til vill meðal ann- ars vegna lágra launa heilbrigðis- starfsfólks. Starfsfólk DV á allt góðar minningar um fæðingar- deildina og sendir bestu kveðjur til þeirrar góðu stofnunar og starfsfólks hennar. Byrgið í Rockville veröur að fara, en hvers vegna? Hvað gp að gerast með Byngiö? Axel skrifar: Mig langar að lesa meira í DV um Byrgiö. Hvers vegna fær Byrgið ekki að vinna sín góðu störf áfram þama í Rockville á Suðumesjum þar sem þessir dugmiklu áhugamenn, undir stjóm Guðmundar Jónssonar, unnu þrekvirki og fengu fjölda fyrirtækja og einstaklinga til liðs við sig. Hver á þessa jörð? Hvað er eiginlega því til fyrirstöðu að meðferðarheimilið verði þama áfram? DV var eitt blaða með góða umfjöllun um þetta starf, en minna hefur heyrst í seinni tíð. Ég held að þessi lausn í Grímsnes- inu, þar sem ríkið keypti Efri-Brú fyrir Byrgið, sé góð - en trúlega er líka þörf á starfsemi í Rockville og maður skilur ekki hvers vegna þarf að loka þar. Birgir Sveinarsson á Akureyri hringdi: Ég vil vara fólk við að treysta upplýsingum íslandspósts um af- hendingu ábyrgðarpósts. Ég hef lent oftar en einu sinni í að þeim upplýsingum er ekki treystandi. Þeir tala um að ef bréf sé sent frá Akureyri til Reykjavíkur eigi það aö vera í útburði kvöldið eftir. Á fimmtudaginn var, 3. apríl, póst- lagði ég fermingargjöf sem átti að komast í hendur fermingarbarns sunnudaginn 6. aprfl. Á mánudags- kvöldið fékk ég upphringingu að sunnan og þá var gjöfin loksins að berast, meira en íjórum sólarhring- um eftir að íslandspóstur fékk hana í hendur. Samkvæmt upplýs- ingum íslandspósts hefði sendingin átt að berast á fóstudagskvöldinu. Ég vara fólk við að treysta þessum upplýsingum, það er greinflega ekkert að marka það sem þeir segja. Ég skora á íslandspóst að svara því hvemig i ósköpunum stendur á þessu. íþróttamaður skrifar: Mér er tjáð að margir þeirra sem skara fram úr I fitness séu á kafi í sterum, menn sem vinna ár eftir ár. Það er tekið eftir því að örfáum mánuðum fyrir íslands- meistaramótið fer þetta fólk að tútna út og safna þvílíkum vöðvamassa fyrir mótið. Þeir Andr- és og Hjalti Úrsus, sem stjórna þessari íþróttagrein, segja að ekki sé hægt að viðhafa steramælingar á þessu móti, það sé svo dýrt, kosti 70 þúsund krónur. Steramennirnir í fitness vfldu á tímabfli verða einskonar defld í Fimleikasam- bandinu en fallið var frá því vegna einmitt gruns um mikla steranotk- un. Aörir fitness-menn, sem ekki nota stera, eiga ekki séns í þessa kalla og keflingar. Hvað segir lyfia- nefnd ÍSÍ um þessa íþróttagrein? Hún á að tala hreint út úr poka- horninu um ástandið. Kjaftfullt í Bónus og minni umfepð á Reyhjanesbpaut Jón Guðmundsson, Keflavík, hringdi: Það var fullt út úr dyrum hjá Bónus í Keflavík sem opnaði með glæsibrag á föstudaginn. Það voru biðraðir út eftir öllu í búðinni. Það var mikfl þörf á opnun þessarar búðar. Gott að framsóknarmafían hér er að fá einhverja samkeppni. Umferðin á Reykjanesbraut virðist núna nánast engin miðað við það sem oft er á sunnudögum. mn: Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavik. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Stoltar Ijósmæður Myndin sem notuö var meö grein Geirs R. Andersens um aumingjavæöinguna átti ekki aö hitta fyrir þessar stoltu Ijósmæöur, Guörúnu Eggertsdóttur yfirljósmóöur og Guörúnu Guöbjörnsdóttur. Myndin var tekin fyrir nokkrum árum. Engin aumingjavæðing þap

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.