Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 DV Fréttir 30 beygjur taldar yfir hættumörkum á þjóövegi 1: Sex storhætMenar beygjur og flestar við brýp Á þjóðvegi 1, eða svonefndum hringvegi, hafa verið skilgreindar 6 beygjur sem teljast stórhættuleg- ar samkvæmt mælingum með aksturssíritandi mælibúnaðinum SAGA sem ND á íslandi ehf. hefur framleitt. Alls mældust 30 beygjur á þjóðvegi 1 sem skilgreindar eru yfir hættu- mörkum. Vakin er at- hygli á að víða er merk- ingum við beygjurnar verulega ábótávant og á sumum stöðum vant- ar þær hrein- lega alveg. Virðist þarna vera um að ræða augljósar slysagUdrur. Rögnvaldur Jónsson, yfirmaður tæknisviðs Vegagerðarinnar, seg- ir umdæmisstjórana úti á landi hafa fengið þessa skýrslu. „Þeir eru nú að skoða þessi atriði sem bent er á. Það eiga allar beygjur að vera merktar eftir því sem við best vitum. Ef eitthvað er að þeim merkingum, þá munum við at- huga með að merkja þær betur.“ - Er á áætlun að lagfæra eða breyta þessum beygjiun? „Nei, það er ekki á áætlun eins og er, en það er verið að skoða það. Þá erum við líka að skoða tæknina sem notuð er við þessar mælingar. Við hugsum okkur að nýta hana frekar. Þetta virðist vera frekar einföld tækni og þægi- leg í notkun,“ sagði Rögnvaldur Jónsson og telur þessar mælingar vera mjög gott framlag. Sam- kvæmt um- ræddum mælingum, sem styrktar voru af Rannsóknar- ráði umferð- aröryggis- mála (RANNUM) í apríl á síð- asta ári, eru 6 beygjur taldar varasamar, 18 eru taldar hættulegar og 6 hreinlega stórhættulegar. Mælingarnar fóru fram í júní á síðasta ári. Mæld var svokölluð hringhröðun og athugað hvort miðflóttaafl í beygjum færi yfir skilgreind hættumörk. Var ekið bæði réttsælis og rangsælis í beygjumar. Er beygjunum skipt niður í flokka A til C eftir hættu- mati úr mælingunum með SAGA- tækjabúnaðinum og eru þær merktar með tölustöfum á með- fylgjandi korti. HKr. A-flokkur - stórhættulegar beygjur eru: 1. Hrútafjörður (númer 3 á korti) - vestari beygjan við nýju brúna við Brú í Hrútafirði. 2. Norðurárdalur nyrðri (nr. 4) - beygja við norðurenda Norðurárbrúar við Öxnadalsheiði. 3. Norðurárdalur nyrðri (nr. 4) - beygja við suðurenda Norðurárbrúar við Öxnadalsheiði. 4. Hamarsfjörður (nr. 11) - beygja vestan við Víglæk undir Hálsfjalli. 5. Lónsfjörður (nr. 15) - beygja austan Karlsár við Hlíð. 6. Mýrdalur (nr. 20) - beygja eftir að komið er yfir brúna yfir Hvammsá við rætur Reynisfjalls. B-flokkur - hættulegar beygjur: 1. Norðurárdalur syðri (nr. 1) - beygjan efst í dýfunni milli afleggjara Munaðarness og Litlaskarðs. 2. Hrútafjörður (nr. 3) - eystri beygja við nýju brúna við Brú í Hrútafirði. 3. Víkurskarð (nr. 5) - beygjan í Hrossadal við sýslumörkin. 4. Mývatn (nr. 6) - neðsta beygjan Dalborgarmegin við Námaskarð. 5. Skriðdalur (nr. 7) - beygjan sem er við norðurenda einbreiðu brúarinnar yflr Gilsá. 6. Breiðdalsvík (nr. 8) - beygjan sem er Staðarborgarmegin við Fell. 7. Berufjörður (nr. 9) - beygjan í sunnanverðu mynni Fossárvíkur milli Eyjólfsstaða og Urðarteigs. 8. Berufjörður (nr. 10) - beygjan við Teigarhom. 9. Hamarsfjörður (nr. 12) - beygja við Þangseyrarnes, þ.e. vestari beygjan. 10. Hamarsfjörður (nr. 12) - beygja við Þangseyrames, þ.e. eystri beygjan. 11. Álftafjörður (nr. 13) - beygjan við Hólsnes austur af Geithellnum. 12. Lónsfjörður (nr. 15) - beygjan vestan við Karlsá. 13. Lónsfjörður (nr. 17) - beygjan við eystri enda brúarinnar yfir Jökulsá í Lóni. 14. Mýrdalur (nr. 20) - beygjan upp að Reynisfjalli, þ.e. vestari beygjan. 15. Mýrdalur (nr. 20) - beygjan yfir Hvammsá, þ.e. vestari beygjan. 16. Kambamir (nr. 21) - beygjan fyrir neöan útsýnisskífuna. 17. Kambarnir (nr. 21) - beygjan neðst í Kömbunum. C-flokkur - varasamar beygjur: 1. Holtavörðuheiði (nr. 2) - beygjan fram af heiðinni. 2. Mývatn (nr. 6) - efsta beygjan Mývatnsmegm við Námaskarð. 3. Hvalnes (nr. 14) - beygjan út fyrir Eystra horn. 4. Lónsfjörður (nr. 16) - beygjan undir Hestshaus, stutt frá Hraunkotsafleggjaranum. 5. öræfi (nr. 18) - blindbeygja undir Fátækramannahóli. 6. Kambarnir (nr. 21) - beygja 2, skammt fyrir neöan útsýnisskífu. 7. Kambarnir (nr. 21) - beygja 3, skammt fýrir neðan útsýnisskifu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.