Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Blaðsíða 31
31 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 _______________________________________________ DV Tilvera lífiö E F T I R V I N N;U Fundur um sorg og sorgar- viðbrögð Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð á höfuðborgar- svæðinu, býður til fundar í Safnað- arheimili Háteigskirkju. Þar ræðir sr. Birgir Ásgeirsson, sjúkrahús- prestur, efnið: „Glíman við Guð - Hvers vegna ég?“ Opinn kynningarfundur Kl. 20 verður opinn kynningar- fundur um framkvæmdir við Skeiðarvog og áætlanir um Sunda- braut. Fundurinn verður haldinn í félagsheimili Þróttar við Engjaveg. Tímaskortur og streita í nú- tímasamfélagi Rannsóknastofa í kvennafræðum býður upp á rabbfund kl. 12-13 í stofu 101 í Lögbergi. Sigriður Liilý Baldursdóttir, eðlisfræðingur og vísindasagnfræðingur, flytur fyrir- lesturinn „Tíminn líður hratt á gervihnattaöld". Fjallað verður um tímaskortinn og streituna í upplýs- ingasamfélagi nútímans. Fyrirlestur að Keldum Kl. 12.20 verður fyrirlestur að Keldum. Fyrirlesari er Ólafur S. Andrésson, líffræðingur Keldum, og ber erindi hans yfirskriftina „Framleiðsla fjölketíðefna í ger- sveppum". Fræðslufundir eru haldnir í bókasafni Keldna. Þjóðerni í þúsund ár? KI. 20 halda Stofnun Sigurðar Nordals og ritstjóm greinasafhsins „Þjóðemi í þúsund ár?“ málþing í fundarsal ReykjavíkurAkademí- unnar i JL-húsinu við Hringbraut. Á málþinginu verða flutt þrjú er- indi sem byggjast á greinum sem birtust í bókinni auk þess sem einn ritstjóra, Sverrir Jakobsson, mun kynna efni bókarinnar og hugmyndina að baki henni. Breakbeat á Astro Dansþyrstir drum & bass aðdá- endur fá tækifæri tU að sletta úr klaufunum þegar breski plötusnúð- urinn og tónlistarmaðurinn Tom Withers, betur þekktur sem Klute spUar á Astró. Ásamt Klute munu spUa DJ Gunni (Ewok) og DJ TYyggvi sem munu hita upp lýðinn og það kostar 800 kr. inn. Elín og Ragnar Már starfa í Prag Tungumálið en enfítt „Jú, ég er með fastan þátt í Morgunblaðinu og í helgarblaði DV!“ svarar Ragnar Már Þorgrímsson, þjónn á Kaffi Reykjavík í Prag, þegar hann er spurð- ur hvort hann hafi eitt- hvað verið á síöum ís- lenskra blaða. Hann er að plata. Það sést á augunum. Því er upplagt að inna hann eftir uppruna, menntun og fyrri störfum. í ljós kemur að hann er Akureyringur og er búinn að dvelja tæpt ár í Prag en var áður pípari og þar áður sjómaður á togurum Útgerðaifélags Akureyr- inga. „Ég var síðast á Frosta frá Grenivík," segir hann. Kaffi Reykjavík er í eigu ræðismannsins í Prag, Þór- is Gunnarssonar. Það er i hjarta borgarinnar. Á efri hæðinni býr Ragnar Már með unnustu sinni, Elínu Þorsteinsdóttur, og hún er einmitt að fá sér kaffisopa á þessu vinsæla vertshúsi DVJHYND RLÞ Vlð Kaffi Reykjavík Þau Elín og Ragnar Már eru ánægö í Prag. þegar blaðamaður DV á leið þarna um. Hvað skyldi hún svo vera að sýsla í Prag? „Ég vinn í einni af þremur Vero Moda búðum sem systir mín og mágur eiga hér,“ svarar hún. Áður kveðst hún hafa starf- að í fiskvinnslu hjá Útgerð- arfélagi Akureyringa, við gæðaeftirlit. Hún er frá Grenivík og er, eins og unnustinn, búin að vera í Prag síðan í maí í fyrra. Þau hafa unað hag sínum vel í borginni en eru þó á heimleið eftir nokkrar vik- ur, enda réöu þau sig bara í ár. Hvað þá tekur við er enn óráðið nema hvað Ragnar Már kveðst ætla að klára pípulagninganámið við Verkmenntaskólann á Akureyri næsta vetur. Þau ljúka lofsorði á Prag og allt sem henni viðkemur, nema tungumálið, tékkneskuna, sem þau segja erfitt að læra öðruvísi en setjast á skóla- bekk. -Gun. DV-MYND RAFN Skldá skiltiofan Leiðbeiningarskilti fyrir öku- menn geta stundum verið mönn- um erfið þegar finna skal götm í henni Reykjavík. Stundum eru þau svo illa staðsett að varla er nokkur vegur að lesa þau. Gott dæmi um þetta er götunafnið Vita- stígur, þar sem gatan liggur niður með Bjarnaborg, elstu íbúðar- blokk Reykjavíkur. Þar er götu- nafnið hulin ráðgáta þeim sem leið eiga um, hulin af annarri merkingu og einnig nauðsynlegri. Hversu margir vita annars hvað skiltið þýðir? Jú, á blaðsíðu 1021 í símaskránni má lesa: Bannað að leggja ökutæki. Bannið gildir í akstursstefnu við vegkant frá merki að næstu vegamótum. Bpúnin lyftist á Hvergerðingum Hveragerðisbær hefur úthlut- að lóðinni að Sunnumörk 2 í Hveragerði til verktakafyrirtæk- isins Sveinbjörn Sigurðsson ehf. (SS verktaki) en lóðin er nánar tiltekið austan við hringtorgiö á Suðurlandsvegi við Hveragerði. SS verktakar hyggjast byggja þar verslunar- og þjónustuhús á tveimur hæðum og gert er ráð fyrir aö grunnflötur hússins verði rúmlega þrjú þúsund fer- metrar. Á neðri hæð er fyrirhug- uð verslunar- og þjónustustarf- semi, en efri hæðin er hugsuð fyrir skrifstofuhúsnæði Mörgum hefur fundist ríkja ófremdarástand í Hveragerði hvað varðar verslunar- og þjón- ustumál, ekki síst síðan önnur af tveimur matvöruverslunum bæjarins var lögð niður. Þeir Hvergerðingar sem eiga óhægt með að fara út fyrir bæinn til þess aö kaupa í matinn verða því að treysta á vöruval í einni verslun. Ef varan fæst ekki þar eru góð ráð dýr. Þá vantar til- finnanlega ýmsa aðra þjónustu. Lóðarúthlutunin og þaö sem henni fylgir, s.s. atvinnutæki- færi, gefur Hvergerðingum von um miklar breytingar til batnað- ar. Ef allt gengur að óskum munu byggingaframkvæmdir heflast síðla sumars eða snemma í haust. -EH DVAAYND EVA HREINSDÓTTIR Bæjarstjórn Hverageröis ásamt verktökum á lóöinni sem er viö lífæö Suöuriands, Austurveg sem almennt er kallaöur Suöurlandsvegur. DV-MYND E.ÓL. Konungshjónin á Slkiley Halldóra Geirharösdóttir og Þór Tulinius í hlutverkum sínum. Sumarævintýri Shakespeares: Heimurinn ábakvlð „Vetrarævintýri heitir Sum- arævintýri í uppfærslunni í Borg- arleikhúsinu, að ósk Shakespe- ares sjálfs," stendur í rituðum texta frá Borgarleikhúsinu. Þá vitum við það. Téð uppfærsla er frumsýnd þar í kvöld á Nýja svið- inu, í leikstjórn Benedikts Er- lingssonar. Þarna er á ferðinni 400 ára gömul „sápa“ með 40 per- sónum - átakanleg saga um af- brýði, svik og dauða en um leið gamansöm saga um ást, undur og sameiningu fjölskyldu eftir sext- án erfið ár. Það eru sjö leikarar sem flytja þessa sögu á sviði Borgarleik- hússins. Flestir hafa þeir tilheyrt leikhópi Nýja sviðsins en Sveinn Þórir Geirsson er nýliði í hópn- um. Uppsetningin er frumleg eins og vænta má og, að sögn Hall- dóru Geirharðsdóttur, sem er einn leikendanna, er tilgangurinn sá að finna heiminn á bak við það sem við sjáum á sýningunni. „Svo er auðvitað annar heimur á bak við hann svo þetta er mjög lagskipt," segir hún íbyggin. GreinUega mjög djúp pæling! HaUdóra er í hlutverki drottning- arinnar á SikUey og er „á steyp- inum“ í upphafi sýningar. Hún þarf ekki aö leika nema hluta óléttunnar því sjálf á hún von á erfingja í júlí en viU sem minnst um það tsda hvemig sé að standa í þessum stórræöum öUum. „Ég vorkenni mest samleikurum mín- um því ég er eitt tilfinningabúnt og það bitnar stundum á þeim,“ segir hún, hálfsakbitin. Söngur og hljóðfærasláttur setur sterkan svip á sýninguna og segir Hall- dóra leikendur aUa hafa búið til sín lög og texta. „Við vUdum vekja svona trúbadorafiling," seg- ir hún og telur líklegt að lögin verði gefin út á diski. ir SHARP XL-HP500 Magnart, oelsUspllirt, saoulbandstakJ og útvarpl* Hátalarar 2x100W*Magnari2X50 RMSW • Þriggja ditka spllart* SpUar CD-R / CD-RW • AM/FM útvarp moð RDS 30*tóöva mlnnl • A&skllnn bassl og dUkantur * RCA Inngangur • Subwooter tongl kr. 39.900.- SHARP XL-1500 Hátalarar 2 x 20 w • Magnari 2x10 RMS W • AM/FM útvarp RDS • 30 st&éva minni • AAsUQnn bassl og dtskantur • Sufrmnn útgangur • RCA Inngangur • FJarstýrlng kr.26.900.- FERMINGAR GJAFIR ORMSSON nn.inmrmtinui

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.