Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Blaðsíða 6
6
FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003
I>'Vr
Fréttir
Ríkisflugfélagiö Nigeria Airways stefnir í gjaldþrot:
Reyna að kama sér undan sjö
milljóna dollara skuld við Atlanta
Stjómvöld í Nígeríu hafa hótaö
aö ríkisflugfélagið Nigeria Airwa-
ys Ltd verði lýst gjaldþrota fari
svo aö Air Atlanta hafi betur í
skuldadeilu viö félagið fyrir bresk-
um dómstólum. Nigeria Airways
skuldaði Atlanta þegar verst lét
um 10 milljónir dollara, eða sem
svarar um 786 milljónum íslenskra
króna á núvirði, en Atlanta var
með tvær þotur í rekstri fyrir ni-
geríska félagið. Nettóskuldin í dag
er talsvert lægri eöa rúmlega 7
milljónir dollara.
Stjórnvöld í Nígeríu véfengja
bakábyrgðir ríkisins á skuldunum
við Atlanta. Þannig reyna Níger-
íumenn að komast hjá því að
standa við að greiöa Atlanta þær
fjárhæðir sem félagiö á inni hjá
Nigeria Airways. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Atlanta er málið fyr-
ir dómstólum í London í dag og á
morgun. Nígeríska flugfélagið er
skuldum vafið og skuldar m.a.
breskum flugvallaryfirvöldum,
breska tollinum, hótelum og fjöl-
mörgum öðrum verulegar upp-
hæðir.
Skuldir með ríkisábyrgð
í yfirlýsingu frá Air Atlanta í
morgun segir að skuldir Nigeria
Airways séu tryggðar með ríkisá-
byrgð samkvæmt samkomulagi
þar um. Aðrar fullyrðingar um
það mál séu rangar.
Flugmálaráðherra Nígeríu, Dr.
Kema Chikwe, sagði á blaða-
mannafundi í Abuja í fyrradag að
ríkisstjómin horfði fram á að tapa
öllum eigum félagsins kæmi til
gjaldþrots. Hún sagðist þá ekki
trúa því að málið færi alla leið fyr-
ir rétti. Ef svo færi að erlenda fé-
lagið (Atlanta) ynni málið yrði
gripið til tafarlausra ráðstafana
með að lýsa Nigeria Airways
gjaldþrota. Ráöherrann sagði jafn-
framt að áætlanir væru uppi um
að setja á fót nýtt flugfélag í Niger-
ianglobal með samkomulagi við
Airbus og Triaton AG í Sviss.
Samkvæmt upplýsingum frá
Atlanta var félagið með tvær flug-
vélar í förum fyrir Nigeria Airwa-
ys. Samið var um flugið í Nígeríu
í nóvember 2001 og samið var um
leigu með áhöfn til sex mánaða í
senn. Þar var upphaflega um að
ræða rekstur á Boeing 747 vél og
flug til og frá Lagos og New York.
í maí 2002 bættist við rekstur á
Boeing 767 og flug á milli London
og Dubai í Persaflóa. Þessu flugi
var hætt þar sem Nigeria Airways
stóð ekki við greiðslur. Hefur mál-
ið síðan verið fyrir dómstólum í
Bretlandi en ríkissjóður Nígeríu
átti, samkvæmt samkomulagi við
Atlanta, að vera í ábyrgð fyrir
skuldum félagsins.
Samkvæmt frétt Viðskiptablaðs-
ins í mars mun Nigeria Airways
hafa veriö rekið með tapi frá
stofnun þess, en reksturinn byggð-
ist að verulegu leyti á því að
tryggja flug til og frá Nígeríu með
samningum við erlend leiguflugfé-
lög. Fyrst mun hafa stefnt í vand-
ræði er upp komu pólitískar deil-
ur á milli samgönguráðherra Ní-
geríu og forstjóra Nigeria Airwa-
ys. í kjölfarið fór að verða mis-
brestur á að félagið stæði við
greiðslur sínar til Atlanta. Eftir
fundahöld með forsvarsmönnum
Atlanta varð að samkomulagi að
nígeríska ríkið ábyrgðist skuld-
ina. Um svipað leyti og þeir samn-
ingar komust á lenti samgöngu-
ráðherrann í hneykslismáli og
ósætti varð á milli hans og forseta
Nígeríu. í kjölfarið var samgöngu-
ráðherranum bannað aö hafa af-
skipti af Nigeria Airways. Eigi að
síður fékk Atlanta hluta skuldar-
innar greiddan, en deilt er um það
sem upp á vantar eða um 7 millj-
ónir dollara. -HKr.
Hæstiréttur:
Bglnkonan fær ekki
fasteign og félag
Hæstiréttur hefur hafnað kröfu
konu um að fasteign og einka-
hlutafélag yrðu til skipta við sam-
búðarslit hennar og fyrrverandi
sambýlismanns hennar.
Maðurinn hafði stofnað félagið
um verktakastarfsemi sina og
greitt allt hlutafé þess. Samkvæmt
stofnfundargerð félagsins átti
maðurinn einn sæti í stjórn félags-
ins og var hann jafnframt fram-
kvæmdastjóri þess og prókúru-
hafi. Þá stöfuöu öll laun hans sam-
kvæmt skattframtali 2001 frá fé-
laginu. Konan hafði ekki sýnt
fram á aö hún hefði lagt nokkuð
fram tO félagsins. Var félagið sam-
kvæmt þessu talið eign mannsins
og kom því ekki undir skiptin.
Fasteignin sem um var deilt
hafði ekki verið borin fram fyrir
héraðsdómi og varð þvi ekki á
henni byggt við úrlausn málsins.
Eignin var keypt eftir skilnað
hjónanna.
Báðir málsaðilar voru tilgreind-
ir sem kaupendur fasteignarinnar
í kaupsamningi, en maðurinn hélt
því fram að félagið hefði greitt
kaupverðið og verið raunveruleg-
ur kaupandi eignarinnar.
Þessar fullyröingar mannsins
hlutu stoð í undirritaðri yfirlýs-
ingu beggja málsaðila þar sem
fram kom að kaupin væru gerð
fyrir hönd félagsins, sem væri
réttur eigandi húseignarinnar.
-EKÁ
DV-MYND SIGURÐUR JÖKUU.
Ertu í hringnum?
DV heldur áfram aö gleöja tesendur meö vinningum. Stúlkan sem hér lendir innan
hringsins var aö leika knattspyrnu viö vinkonur sínar í gær. Hún hreppir vænan
vinning, 14 tommu sjónvarp frá Sjónvarpsmiöstööinni og þriggja mánaöa áskrift
aö DV. Hægt er aö vitja vinninganna í í DV-húsinu, Skaftahlíö 24,105 Reykjavík.
Útreikningar DV á áhrifum skattbreytinga gagnrýndir á röngum forsendum:
Mörkin við ríflega 100.000 kr. laun
Mörkinviöl 04.000 krónur
i*stf mrm VHMt ktfemr t
ntáiMÖMttwa vða tmrtra hagrutsi
rapim * þvi stá tíunhiutuai vtrfti
! SUS4., «rii» SíAlí-
boftar. tn ofi
wrtl turWtAður
wm Ú» krftnttr 4 nwmtftl, rln*
Hmtyikíagia Mkw.
l«gi!4<irs GulMUMli-
ta*ði á v»xn>i««> Samfyixintíar
tiiiKU- «6 mur.urtao « Ulkvuiu
tVvkkaiuw KWttí I þvt «ð tUkfeur
S*mf>U.iw&in«a*r k»mu tiw
íyrr mtis- vt* mmi kr.ttta mua
fytlt þð lekju Aftwttkjur I MróUmtáirfti vjft Rrf
*»ft orft Frata
Kl«s»sill»eur ÉrnÞ'vam Wrftn-
ur <1 msnuftí grpiftir l ttag 7A» kr.
J skati « rWci trkW llllít tU
frftdrðtut' UftnrMfttdWdnX
Samknrmt liiRwuta SjsUltíaðlt
floWudm myaiil kansi (nrtftw
kt,; mmkmrn utíúswm frsm
*öknsr«okk*im 4*55 kt. «« sam
kwemi tilk'wua
»r 3.«8 kt
E'.iioLskiíntíui meft ISItmt
krfttW) iritíisAariaaa srviötr i <lay
UxpVft* kr. fnymll
SK'íAv **mk\jcro} uUágaat flukk-
*nna t» tómu rt>«> SUWÖ kf-
«L8?5kj
Vtís jKMinaa Möts
hntrtU tfkKS ttíii! tií tutúiOa
amw tua afrrar b*vvtía»at i
.',X4ttak:-rrtra« né um nmkktiB ð
lianijil*><ii«*. t«á « vkjcl tekift tH
Ht tll w> Mimir «rt«tí»Wtogar
imttii nfU »*f petvtomtít&n
mtout. -ÖT<I
fséTT ttS. 120G13
Endurskoðunar- og ráðgjafar-
fyrirtækið Deloitte & Touche og
efnahagsskrifstofa fjármálaráðu-
neytisins hafa staðfest útreikn-
inga DV á áhrifum skattbreytinga-
tillagna stjórnmálaflokkanna. Út-
reikningarnir voru birtir í DV á
þriðjudag en dregnir í efa af tals-
manni Samfylkingarinnar í Kast-
ljósinu á miðvikudagskvöld.
Útreikningar DV sýndu að þeir
sem hafa 104.000 kr. eða meira í
mánaðarlaun hagnast meira á því
að skatthlufall verði lækkað í
34,55% eins og Sjálfstæðisflokkur-
inn boðar en á því aö skattleysis-
mörk verði hækkuð um 10.000 kr.
á mánuði (persónuafsláttur lækk-
aður um 50.000 kr. á ári) eins og
Samfylkingin boðar. Miðað við til-
lögu Framsóknarflokksins um að
lækka prósentuna í 35,2% liggja
mörkin við ríflega 120 þúsund
krónur.
Ekki 210 þúsund
í Kastljósinu bar Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir þessar tvær leiðir
saman og sagði: „[Leið Samfylk-
ingarinnar] er miklu sanngjarnari
leið, það er krónutöluleiðin en
ekki prósentuleiðin sem að ótví-
rætt færir þeim mest, ekki meðal-
tekjufólkinu, heldur þeim mest
sem aö mestar hafa tekjurnar."
Þegar frétt DV um aö mörkin
lægju við riflega 100.000 kr. var
borin undir hana svaraði hún:
„Þessir reikningar DV ég dreg þá
stórlega í efa. [...] Útreikningarnir
sem við höfum frá ríkisskattstjóra
á þessu þeir sýna það, að einstak-
lingar sem eru með tekjur 210-220
þúsund og þar fyrir neðan og hjón
með yflr 400 þúsund krónur í tekj-
ur eru að fá meira út úr þessum
tillögum sem við erum að leggja
hér til heldur en tillögum Fram-
sóknarflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins."
Samkvæmt upplýsingum frá
Ríkisskattstjóra er í þessum til-
vitnuðu útreikningum embættis-
ins gengið út frá því að samhliða
flatri prósentulækkun yröi per-
sónuafsláttur lækkaður þannig að
skattleysismörk héldust óbreytt.
Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né
Framsóknarflokkurinn hafa hins
vegar boðað slíka lækkun og hefur
fengist staðfest frá báðum flokk-
um að ekkert slíkt standi til.
Ekki 183 þúsund
„Tíu þúsund króna hækkun
skattleysismarka skilar lágtekju-
og meðaltekjufólki miklu meira en
flatur 4% lækkun á tekjuskatti,"
segir Jóhanna Sigurðardóttir í
pistli sínum sl. laugardag og bætir
við að mörkin séu við 2,2 milljóna
árslaun sem jafngilda 183.000 kr.
mánaðarlaunum.
Jóhanna segist í þessum út-
reikningum hafa gert ráð fyrir að
Sjálfstæöisflokkurinn myndi
lækka persónuafslátt, enda hafi
tölur flokksins um kostnað bent
til að það stæði til - nú hafl hins
vegar kostnaðaráætlun flokksins
skyndilega hækkað úr 22 í 27
milljarða.
Illugi Gunnarsson, aðstoðar-
maður forsætisráðherra, segir að
kostnaður við lækkun tekjuskatts-
hlutfalls og virðisaukaskatts hafi
verið áætlaður 22 milljarðar en
heildarkostnaðurinn í kringum 27
milljarðar. Illugi áréttar að hvergi
hafi verið ýjað að því, lagt til eða
talað um að lækka persónuafslátt.
Allt slíkt sé fullkomlega úr lausi
lofti gripið.
Ólíkar tillögur
Flokkamir boða vitanlega fleiri
breytingar en þessar en eins og
ummælin bera með sér hefur tals-
mönnum þeirra sjálfum ekki fund-
ist óeðlilegt að bera saman áhrifin
af þessum tilteknu breytingum
einum og sér.
Vert er að hafa í huga að tillög-
urnar kosta mismikið. Efnahags-
skrifstofa fjármálaráðuneytisins
áætlar - með fyrirvara um að
kostnaðurinn sé nokkurri óvissu
háður - að leið Sjálfstæðisflokks-
ins kosti riflega 16 milljarða, leið
Framsóknarflokksins tæplega 14
milljarða og leið Samfylkingarinn-
ar tæplega 9 milljarða. -ÓTG
SH fjárfestir vestra:
Eykur veltuna
um fimmtung
Stjórn
Sölumið-
stöðvar hrað-
frystihúsanna
hefur sam-
þykkt viljayf-
irlýsingu sem
undirrituð
hafði verið af
dótturfélagi
hennar, Icelandic USA Inc., um
kaup á eignum og skuldum fyrir-
tækisins Ocean to Ocean Seafood
Sales, L.L.C sem er bandarískt
fyrirtæki með höfuðstöðvar á
Virginia Beach í Virginíuríki og
söluskrifstofur víðar um Banda-
ríkin og Kanada. Velta OTO, sem
fyrst og fremst byggist á frystri
heitsjávarrækju og öðrum skel-
fiskafurðum, nam ríflega 110
milljónum Bandaríkjadollara á sl.
ári, nær 9 milljörðum króna. Fyr-
irtækið, sem stofnað var 1982 af
Sandler-fjölskyldunni og Dave
Brockwell, er í hópi stærri inn-
flytjenda og dreifenda á sínu
sviði.
Neyslan ört vaxandi
Neysla á rækju hefur farið ört
vaxandi í Bandaríkjunum.
Þannig tvöfaldaðist hún á síðustu
fimmtán árum og er rækja nú í
fyrsta sæti hvað varðar neyslu á
sjávarafurðum. Um 85% allrar
rækju eru innflutt. Icelandic USA
Inc. á að baki langan feril í
Bandaríkjunum og hefur byggt
upp eitt sterkasta vörumerki á
sínu sviði á veitingamarkaðnum
þar.Fyrirtækið er bæði þekkt fyr-
ir flök sem og unnar vörur úr
hvítfiski, laxi og fleiru. SH mun í
beinu framhaldi af aðalfundi sín-
um í dag kynna fjárfestingu þessa
sem og fjárfestingu Coldwater
Seafood UK í framleiðslu á kæld-
um, tilbúnum sjávarréttum, en
gengið var frá henni í júlí 2002.
„OTO lætur framleiða fyrir sig
um allan heim, mest heitsjávar-
risarækju. Við erum meö þessu
að komast inn á vaxandi markað
fyrir rækju í Bandarikjunum og
notum til þess grunn Coldwater,
eða Icelandic USA sem veltir um
14 milljörðum króna, svo aukn-
ingin er mikil. Velta SH er lið-
lega 50 milljarðar króna svo
veltuaukningin verður um 20%.
Vonandi lokum við málinu í
maí,“ segir Róbert Guðflnnsson,
stjórnarformaður SH. -GG
Frumkvöðlasetur
stofnað á Höfn
Skrifað verður undir samkomu-
lag um stofnun frumkvöölaseturs
á Hornafirði í dag. Þar fer nú
fram ráöstefna um frumkvöðla-
menntun og þar mun samkomu-
lagið verða undirritað en þeir
sem að því standa eru Sveitarfé-
lagið Hornafjöröur, Nýsköpunar-
sjóður, iðnaðarráðuneytið,
Byggðastofnun, Atvinnuþróunar-
sjóður Austurlands ásamt Há-
skólasetrinu á Hornafirði og
nokkrum fyrirtækjum á svæðinu.
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
Valgerður Sverrisdóttir, mun
flytja ávarp af þessu tilefni ásamt
nokkrum vel völdum mönnum.
Þegar hefur verið ráðið í stöðu
framkvæmdastjóra frumkvöðla-
setursins en það er Ari Þorsteins-
son verkfræöingur sem mun
gegna starfmu. -áb