Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Blaðsíða 15
15 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 PV.......................................... ............................ Útlönd íbúar Bagdad vöknuðu upp við sprengingar og skothríð í morgun - eftir aö hafa verið frelsaöir undan yfirráöum ógnarstjórnar Saddams Bandarískar skriðdrekasveitir hafa tekið sér stöðu í hjarta Bagdad eftir sögulegan dag í gær sem markaði endalok 24 ára ógnarstjómar Sadd- ams Husseins i landinu. Fljótlega eftir að bandarísku her- sveitirnar höfðu komið sér fyrir í mið- borginni í gærdag hópuðust íbúar borgarinnar saman við Shahid-torg þar sem sex metra hárri styttu af Saddam Hussein forseta var steypt af stalli með hjálp bandarísku hermann- anna og var atburðurinn, sem þótti bæði táknrænn og dramatískur, sýnd- ur í beinum sjónvarpsútsendingum víða um heim. Fólkið sýndi Saddam lítilsvirðingu sína með því að traðka á styttunni og eftir alit stappið sást hvar höfuð stytt- unnar var dregið af nokkrum karl- mönnum um götur i nágrenninu. Bandarísku hersveitimar streymdu inn í miðborgina úr ýmsum áttum fram eftir degi í gær og stefhdi megin- hluti heraflans inn í Saddam-hverfi á austurbakka Tígris og yflr fljótið tO Hersveitum Bandaríkjamanna fagnaö. í gær vesturs þar sem það sameinaðist inn- rásarliðinu sem hóf innrásina í mið- borgina á mánudaginn. Þúsundir bandarískra hermanna eru nú í miðborginni og hafa þeir tryggt yfirráð yflr helstu lykOsvæðum og brúm sem tengja saman vestur- og austurbakka Tígrisfljótsins og hófust aðgerðir strax í morgun við að vikka yfirráðasvæðið enn frekar út í nálæg borgarhverfi. Eftir fagnaðarlætin í gær vöknuðu íbúar Bagdad upp í morgun við sprengingar og skothveOi en bardagar höfðu þá blossað upp í norðaustur- hluta borgarinnar þar sem bandarísk- ar hersveitir höfðu ráðist tO atlögu við sveitir Lýðveldisvarðar Saddams, sem enn halda uppi mótspyrnu. Bandarískar sprengjuvélar voru þegar sendar á vettvang og mátti heyra öflugar sprengingar fram eftir morgni en írakar svöruðu loftárás- unum með öflugri loftvamaskothríð á vélar BandarOíjamanna. Hættir í bili Starfsmaður Rauöa krossins lést í skothríö í Bagdad á þriöjudag og hafa samtökin hætt allri starfsemi sinni þar um stundarsakir. Rauði krossinn hættir störtum í Bagdad Alþjóðanefnd Rauða krossins hefur hætt öllu starfi sínu í Bagdad um stundarsakir vegna ótryggs ástands í borginni. Kanadískur starfsmaður Rauða krossins, sem hafði verið saknað frá því á þriðjudag, fannst skot- inn til bana í gær. Bíllinn sem hann var í hafði lent í skothríð stríðandi fylkinga. „Vegna upplausnarástandsins sem ríkir í borginni er mjög hættulegt að ferðast frá einum stað til annars," sagði í yfirlýs- ingu sem Rauði krossinn sendi frá sér. Alþjóðanefnd Rauða krossins var ein fárra alþjóðastofnana sem höfðu starfsfólk í írak frá fyrsta degi stríðsins. Fundur boðaður um pólitíska framtíð íraks Bandarísk stjómvöld hafa boð- að til fundar á laugardag um póli- tíska framtíð íraks og þangað hafa verið kallaðir 43 íraskir stjómmálamenn. Fjórtán þeirra hafa búið í útlegð en 29 hafa búið í sjáifu landinu. Þrír bandarískir embættismenn stjórna fundinum. Að sögn Ahmads Chalabis, leið- toga útlagasamtakanna Þjóðar- ráðs íraks, verður fundurinn haldinn á herstöð við Nassiriya. Bandarískir ráðamenn voru þó ekki eins vissir um fundarstað. Helstu samtök sítamúslíma ætla ekki að koma til fundarins vegna nærveru bandarískra her- manna. REUTERSMYND Saddam steypt af stalli Mikill fögnuður braust út í Bagdad, höfuöborg íraks, í gær þegar risastórri styttu af haröstjóranum Saddam Hussein var steypt af stalli sínum á torgi í miöborginni. írakarnir nutu aöstoöar bandarískra hermanna á bryndreka viö aö fella styttuna. Viöstaddir notuöu tækifæriö og dönsuðu á styttunni til aö láta fyrirlitningu sína í Ijós. Hjálparstofnanir hvattar tíl aO fylnjast meö mannréttlndamálum Sendimenn Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna hvöttu í gær óháöar hjálparstofnanir til að fylgjast með því að mannréttindi yrðu virt í írak um leið og þær fengju leyfi til að starfa í landinu. „Hersveitir bandamanna sem hafa írak á valdi sínu verða að fara aö alþjóðalögum. Óháð félaga- samtök geta verið augu og eyru ráðsins til að tryggja að alþjóðleg mannúðarlög séu virt,“ sagði Ad- olfo Aguilar Zinser, sendiherra Mexíkó hjá SÞ, í gær. „Við höfum hvatt þau til að veita fulltrúum í Öryggisráðinu allar nauðsynlegar upplýsingar svo við fáum að njóta óháðs mats þeirra á því sem er að gerast í Irak,“ sagði Zinser sem er formað- REUTERSMYND Mannréttindi veröl virt Öryggisráö SÞ segir aö hersveitir bandamanna veröi aö viröa mann- réttindi borgaranna í írak. ur ráðsins í apríl. Fyrr um daginn höfðu fulltrúar hjálparsamtaka setið á lokuðum fundi Öryggis- ráðsins þar sem þeir greindu frá ástandinu í írak. Fundurinn var haldinn að imdirlagi sendiherra Pakistans hjá SÞ og sagði hann að honum loknum að fulltrúar hjálp- arsamtakanna hefðu lýst áhyggj- um sínum af öryggismálum í írak. Yvonne Terlingen, fulltrúi mannréttindasamtakanna Am- nesty International, sagði að sam- tökin hefðu hvatt Öryggisráðið til að koma eftirlitsmönnum með mannréttindum til íraks hið fyrsta. Hún hvatti einnig til aö nefnd yrði látin rannsaka mann- réttindabrot Saddams Husseins. Al-Douri segir að ieiknum sé lokið Mohammed al-Douri, sendiherra íraks hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í gær að leiknum væri lokið þegar fréttamenn, sem biðu hans við heimili hans í New York, spurðu hann um ástandið heimafyrir. Þegar hann var spurður nánar um málið sagðist hann ekkert hafa meira að segja. „Leiknum er lokið og við vonum að friður komist á sem fyrst. Það er það eina sem við viljum," sagði al-Douri. Þegar hann var spurður um Sadd- am sagðist hann ekkert vita þar sem hann hefði ekkert verið í sambandi við forsetann. „Ég hef engin tengsl haft við stjórnvöld í írak í langan tima og veit því ekkert um ástandið frekar en þið,“ sagði al-Douri. Fréttamenn mótmæltu drápum á félögum Mikil reiði er í röðum frétta- manna víða um heim eftir að bandarískir hermenn drápu þrjá félaga þeirra í Bagdad á þriðju- dag. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, vísaði því alfarið á bug í gær að bandarískir her- menn hefðu vísvitandi beint byss- um sínum að fréttamönnum. Blaðamenn á Spáni, sem misstu einn félaga sinn á þriðju- dag, settu myndavélar, segulbönd og minnisbækur í hrúgu fyrir ut- an herbergi þar sem forsætisráð- herrann fundaði með flokki sín- um. Þá gengu fréttamenn af fundi með Jack Straw, utanríkisráð- herra Breta, í Madríd. REUTERSMYND Donald Rumsfeld Bandaríski landvarnaráöherrann er enn meö Sýriendinga í sigtinu. Saka Sýrlendinga um að aðstoða við flótta Bandarískir ráðamenn sögðust í gær hafa vísbendingar um að Sýrlendingar kynnu að hafa að- stoðað fjölskyldu og stuðnings- menn Saddams Husseins íraksfor- seta við að flýja land. „Við höfum fengið upplýsingar um að Sýrlendingar hafi auðveld- að flutning á fólki frá írak til Sýrlands," sagði Donald Rums- feld, landvamaráðherra Banda- ríkjanna, við fréttamenn. Rumsfeld sagði síöar að hann hefði ekki átt við að háttsettir einstaklingar hefðu flúið'til Sýr- lands. Þá ítrekaði hann fyrri ásakanir um að Sýrlendingar hefðu auðveldað flutning á her- gögnum til íraks.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.