Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Blaðsíða 19
19 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 DV ___________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Tómlegt innan um tilbúin sjálf - segir Pröstur Helgason sem vill vera í nærveru sálar þegar hann les bók Einkavegir er nafn á bók eftir Þröst Helgason bókmenntafrœðing sem Bjart- ur hefur nýlega gefiö út. í bókinni eru rúmlega tuttugu greinar þar sem víöa er komiö viö. Segja má aö í bókinni sé Þröstur að leitast við að greina menn- ingu og menningarstrauma samtím- ans. - Af lestri bókarinnar sýnist mér sem þér þyki hraði, yfirborðsmennska og sýniþörf einkenna samtíma okkar og menningu. „Það er mjög margt sem einkennir menningu okkar en ég nefni sérstaklega þessa hluti,“ segir Þröstur. „í menningu samtímans ríkir gegndar- laus yfirborðsmennska og áhersla á sjáifið. Fjöl- miðlasjálf eru blásin upp og reyndar er allur menningarheimurinn uppblásinn í fjölmiðlum. Hraðinn er mikill og upplýsingastreymið dynur á fólki og áreitið er alls staöar. Fólk er nánast hætt að gera greinarmun á því hvenær það er að taka þátt í raunverulegum atburði og hvenær það er bara að upplifa tilveruna í gegnum fjöl- miðla. Það er eiginlega hætt að skipta máli hvort maöur var á staðnum eða ekki. Og svo er h'ætt við aö upplýsingarnar komi allar úr sömu átt, menn fái eina mynd sem verður að sannleika, Svo getur verið allt annar veruleiki undir sann- leikanum sem fjölmiðlar búa til Sá veruleiki kemur kannski aldrei í ljós. Að þessu leytinu til erum við kannski komin úr tengslum við hin raunverulega heim.“ Deyfð yfir skáldskapnum - Er þetta ekki nokkuð sem listamenn eiga að benda á? „Jú, maður myndi haida það.“ - Finnst þér þeir ekki gera það? „Þeir hafa kannski ekki gert það með nægi- lega beinskeyttum hætti. Það er einhver fjand- ans deyfö yfir skáldskapnum. Og táknmál mynd- listarinnar eða sjónmenningarinnar öllu heldur er orðið útþynnt, það snertir mann ekki lengur. Og tilraunir hennar til öfgunar eða íróníu verða oftast bara hlægilegar. Ég sá „lúðurinn" hans Anish Kapoors í túrbínusal Tate Modern um daginn. Hann er hrikalegt ferlíki. En það er eitt- hvað gamait og lúið við þessa stærð. Hann virk- aði eins og risaeðla þama í nútímalistasafninu." - Greinampr í þessari bók em stuttar. Var það meðvituð ákvörðun? „Það var yfirveguð ákvörðun að hafa kaflana stutta. Mér þykir spennandi að glíma við að benda á lítinn hlut sem afhjúpar stærra sam- hengi. Út á þetta ganga kannski öll fræði. Og sennilega allur skáldskapur líka.“ Skáldsagan ekki spennandi form - Gengur þú ekki með drauma um að skrifa skáldverk? „Það er oft sagt að bókmenntafræðingar gangi með rithöfund í maganum," segir Þröstur, „og ég væri að ljúga ef ég segði að það hefði aldrei hvarflað að mér að setja saman skáldaðan texta. Það er skáldskapur í þessari bók í þeim skilningi að sumar aðstæður eru uppdiktaðar. En án þess að ég vilji vera yfirlýsingaglaður þá fmnst mér skáldsagan ekki mjög spennandi form. Að ljúga upp sögu á tvö eða þrjú hundmð blaðsíðum heillar mig ekki.“ - Hvers saknarðu í íslenskum skáldsögum? „Ég sakna hugmyndafræðilegrar glímu við ríkjandi ástand. Ég fæ stundum sömu tilfinn- ingu þegar ég les skáldsögu og þegar ég fer í leik- hús. Fólk setur sig á svið með svo óraunveruleg- um og handapatskenndum hætti að þaö er engin leið að það geti snert mann, nema kannski sem falleg eða hlægileg sýning. Yfirleitt kemur mað- ur út jafn tómur og þegar maður fór inn. í skáld- sögu er maður loginn fullur af einhverju fólki sem aldrei hefur verið til og er svo einfalt í sniðum að lesandinn endar alltaf á þvi að leita að höfundinum til að finna raunverulega dýpt. Það er alltaf eitt- hvað svo tómlegt innan um öll þessi tilbúnu sjálf, kalt og fjarrænt. Maður vill vera í nær- vera sálar þegar maður les bók. Því meiri og hlýrri nálægð, því betra. Um þetta fjalla DV-MYND TEITUR Einkavegir öðrum þræði, fjarlægðina sem er alltaf að verða meiri og viðspyrnuna við henni. Mig langaði til að búa til hlýja bók þótt hún inni- héldi jafnframt kalt mat á ríkjandi ástandi." - Finnst þér betra ástand í erlendum skáld- skap? „Bækur sem hafa snert mig nýverið hafa flest- ar komið að utan, eins og skáldsögur Houellebecqs, Öreindimar og Áform. Hann er að takast á við samtímann og benda á hluti sem skipta máli. Maður er virkilega sleginn yfir því sem hann skrifar. Og maður vill vera sleginn. Það er masókísk reynsla að lesa. Ég held að hinn fagurfræðilegi texti sé dauður. í dag er það ekki fagurfræöin sem blífur. Hvað þá hinn vel skrif- aði texti. Ef texti slær mann ekki utanundir þá er hann ekki fallegur. Hann þarf jafnvel að vera svolítið ljótur til að vera fallegur." Blað um samtímamenningu - Þú ert ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins, hefur breytt henni og ert búinn að gera hana að öflugu menningarblaði. Þegar þú tókst við henni fannst þér þú þá ekki vera bundinn af því sem hafði áður verið gert þar? „Mér fannst ég vissulega vera bundinn af 75 ára hefð Lesbókarinnar en um leið langaði mig til að breyta henni og gera hana að breiðu menn- ingarblaði. Ég ákvað strax að ég skyldi gera breytingar smám saman, eins og hefð er fyrir á Morgunblaðinu. Ég hef fengið mjög góð viðbrögð við þeim breytingum sem ég hef gert. Tilgangur minn er að gera Lesbókina að blaði sem fólk gríp- ur á laugardögum til að athuga hvað er að gerast í samtímamenningu. Þarna er leitast við að setja hluti í samhengi við það sem hefur áður gerst í íslenskri menningarsögu og einnig alþjóðlegt samhengi. Þannig á fólk að geta fengið heild- stæða mynd af því sem er að gerast. Mér finnst aðalatriðið að Lesbókin verði blað sem fólk geti notfært sér í daglegri menningarneyslu og ég held að þetta sé hægt og rólega að takast. En ég legg líka áherslu á að greina hugmyndalega strauma, óháð tilteknum atburðum. Og ég viröi fortíö Lesbókarinnar með því að birta greinar um þjóðleg fræði og sögu landsins. Það er þáttur sem alls ekki má glatast í þessari útgáfu." -KB Rjóminn fleyttur Þjóölagahátíö í sumar Þjóðlagahátíðin á Siglufirði verður haldin dagana 2.-6. júlí í sumar. í ár er boðið upp á ellefu námskeið fyrir börn og fullorðna auk fjölda tónleika. Að þessu sinni verður athyglinni beint sér- staklega að vikivökum, hinum fomu söngdönsum íslendinga. Setningartónleikar hátíðarinnar verða miðvikudaginn 2. júlí. Þar leikur sænski þjóölagahópurinn Draupnir ásamt Önnu Pálínu Árnadóttur marg- víslega vikivaka. Tvennir tónleikar verða á hverjum degi auk námskeiða sem standa yfir 3.og 4. júlí. Laugardagskvöldið 5. júlí verður uppskeruhátíð og á sunnudaginn lýkur hátíðinni með hljómsveitartónleikum. Á námskeiðunum verða m.a. kenndir vikivakar, norrænir þjóödansar, búl- görsk þjóðlagatónlist, rímnakveðskap- ur, þæfmg og refilsaumur auk silfur- smíði. Þá verður saga og náttúra Siglu- fjarðar kynnt á sérstöku útivistamám- skeiði. Nánari upplýsingar em á heimasíðu Siglufjarðarkaupstaðar www.siglo.is. Allt svo veröi til dýrðar þér Annaö kvöld kl. 20 verða tónleikar í Laugameskirkju í tilefni af útgáfu Smekkleysu á geisladiskinum „Allt svo verði til dýrðar þér“. Á laugardaginn kl. 16 verða tónleikamir endurteknir í Reykholtskirkju í Borgarfirði. Á diskinum eru 12 Passíusálmar og 11 aðrir sálmar viö þjóðlög og lög úr munnlegri og skriflegri geymd í útsetn- ingum Smára Ólasonar. Flytjendur eru Magnea Tómasdóttir sópransöngkona og Guðmundur Sigurðsson orgelleikari. Á morgun segir sá lati Salka hefur gefið út sjálfsræktarbókina Á morgun segir sá lati - listin að framkvæma strax eftir bandaríska rithöfundinn Ritu Emmett. Þóra Sigríð- ur Ingólfsdóttir þýddi. Nærri því allir standa sig að því að fresta verkefnum og hjá sumum verður þetta leiður vani sem þeim gengur erf- iðlega að losa sig við. En það er hægt, segir Rita Emmett, og sjálfsagt að gá hvort hún hefur rétt fyrir sér. Bókin hennar er full af góðum ráðum og sög- um af raunverulegu fólki sem opna augu okkar fyrir lausnum. Bókin er gefin út í sjálfsræktar- klúbbnum Hugur, líkami og sál en hún er líka seld í öllum helstu bókaverslun- Síöustu forvöö á Louisu - ofan af óperubókmenntunum á Sinfóníutónleikum í kvöld og annað kvöld í kvöld og annað kvöld verða fjöl- margar af helstu perlum óperubók- menntanna fluttar á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar íslands og ein- söngvari er ung og fógur söngkona, Liping Zhang. Hún hefur iðulega unnið til verðlauna fyrir söng, bæði í Evrópu og Kanada, komið fram í mörgum helstu óperuhúsum um víða veröld og vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína hlutverkum Luciu í La Traviata, Liu í Turandot, Liping Zhang, söngkona. Micaelu í Carmen og Leilu í Perluköfurunum svo fátt eitt sé nefnt. Árið 1998 vakti hún mikla hrifn- ingu þegar hún kom fram í fyrsta sinn í Albert Hall í London í hlut- verki Madame Butterfly og höfðu gagnrýnendur á orði að þeir hefðu sjaldan eða aldrei verið jafn snortnir og af söng hennar. Vart fannst þurr hvarmur í salnum í lok óperunnar. Meðal laga kvöldins verða Una voce poco fa, aría úr Rakara Rossinis, Casta Diva, aría úr Normu, og Son vergin vezzosa, aría úr I Purit- ani, báðar eftir Bellini, aría Michaelu úr Car- men eftir Bizet og eftir Puccini syngur Zhang II bel sogno di Doretta, Musetta’s valse (qu- ando me’n vo) og Un bel di vedremo úr Madame Butterfly. David Giménes, sá sami og stýrði móður- bróður sínum, José Carreras, á tónleikum í Laugardalshöll í september árið 2001, heldur um tónsprotann að þessu sinni. Við minnum á að fram undan er síð- asta sýningarhelgi í Hafnarborg en þar standa yfir sýningar á áður ósýndum verkum listakonunnar Louisu Matthí- asdóttur og á verkum Hlífar Ásgríms- dóttur og Olafar Oddgeirsdóttur undir yfirskriftinni „Með lífsmarki". Á síðar- nefndu sýningunni eru að hluta til verk sem listakonumar hafa unnið í sameiningu og gert tilraun í verki til að sameina hugmyndir sínar. Hafnarborg er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og sýningum lýkur 14. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.