Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Page 2
MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003
Fréttir
DV
ísland hafnaöi í níunda sæti í Evróvisjón:
Tnyggðum okkur þátttöku-
rétt í kepnninni að ári
Island lenti í niunda sæti I
Söngvakeppni evrópskra sjón-
varpsstöðva sem fram fór í Riga
í Lettlandi á laugardagskvöld.
íslenska lagið, Open Your Heart,
sem Birgitta Haukdal flutti,
hlaut 81 stig í keppninni, jafn-
mörg stig og spænska lagið sem
margir voru búnir að spá einu
af efstu sætunum. Það voru hins
vegar Tyrkir sem komu, sáu og
sigruðu í ár, mörgum að óvör-
um en þetta er í fyrsta sinn sem
Tyrkir sigra í söngvakeppninni.
Belgar höfnuðu í öðru sæti eftir
harða keppni við Tyrkina en úr-
slitin réðust ekki fyrr en í loka-
stigagjöfinni frá Slóveníu þegar
þeir gáfu Tyrkjum 10 stig og þar
með var úti um sigurvonir
Belganna. Rússnesku stúlkurn-
ar í t.A.T.u. lentu í þriðja sæti,
Viö heimkomuna á Keflavíkurflugvöll
íslenski hópurinn var kampakátur eftir gott gengi í keppninni og ánægður meö móttökurnar.
DV-MYNDIR ÞOK
A sviöinu í Riga
Birgitta Haukdal stóö sig vel í
keppninni á laugardag og var stór-
glæsileg á sviöinu í Riga.
aðeins þremur stigum á eftir
Tyrklandi, en flestir veðbankar
höfðu spáð þeim sigri í ár. 16 af
25 þjóðum gáfu íslenska laginu
stig og fékk það tvívegis tólf
stig, frá Möitu og frændum vor-
um Norðmönnum.
Nýtt fyrirkomulag verður á
keppninni á næsta ári en und-
ankeppni verður fyrst haldin
sem sker úr um hvaða lönd taka
síðan þátt í aðalkeppninni. Tíu
efstu löndin í keppninni á laug-
ardaginn tryggðu sér hins vegar
þátttökurétt í aðalkeppninni að
ári sem verður væntanlega í Ist-
anbúl en auk íslands voru það
Tyrkland, Belgía, Rússland, Nor-
egur, Svíþjóð, Austurríki, Pól-
land, Spánn og Rúmenía. -EKÁ
Stolt flölskylda
Fjölskylda Birgittu var aö vonum stolt afstúlkunni og hér er Birgitta ásamt
foreldrum sínum og systkinum.
Frjálslyndi flokkurinn hefur kært framkvæmd alþingiskosninganna:
Krefst endurtalnlngar í nýafstöðnum kosningum
Formaður kjördæmisfélags
Frjálslynda flokksins í Reykja-
vík hefur kært framkvæmd al-
þingiskosninganna til Alþingis
og gert þær kröfur að atkvæðin
verði, að viðstöddum umboðs-
mönnum flokkanna, endurtalin
og að endurúrskurðað verði um
þau atkvæði sem úrskurðuð
voru ógild -af yfirkjörstjörnum
viö talningu. Gerð er krafa um
að leiði slík endurtalning og end-
urúrskurðun ógildra atkvæða til
breyttrar niðurstööu þá verði
niðurstööur kosninganna til Al-
VÆRI EKKI BETRA
AÐ ENDURTELJA
EVRÓVISJÓN?
þingis 10. maí sl. ógiltar og þeim
breytt til samræmis við niður-
stöðu endurtalningar.
Ástæðan fyrir kröfunni um
endurtalningu er sögð vera af ör-
yggisástæðum þar sem svo litlu
munaði í atkvæðum á landsvísu
til þess að verulegar breytingar
yrðu. á. því hverjir teldust rétt
kjörnir alþingismenn. Munaði á
landsvísu aðeins 13 atkvæðum af
samtals 185.398 greiddum at-
kvæðum til þess að oddviti á
framboðslista Frjálslynda flokks-
ins í Reykjavíkurkjördæmi norð-
Stuttar fréttir
Sunnu Sl lagt
Afkoma rækjuveiða og vinnslu
hefur versnað mjög undanfarna
mánuði hjá Þormóði ramma-Sæ-
bergi, m.a. vegna lækkandi mark-
aösverðs afurða. Þrátt fyrir ágæt-
an afla rækjufrystitogarans
Sunnu SI-67 hefur verið ákveðið
að hætta veiðum á Flæmingja-
grunni að sinni og leggja skipinu.
- Interseafoood greindi frá.
ur yrði rétt kjörinn þingmaður í
jöfnunarþingsæti og að fram-
bjóðandinn í 2. sæti á lista Fram-
sóknarflokksins í kjördæminu
missti þingsæti sitt.
Formaður kjördæmisfélagsins
segir að þó svo að ekki sé kveðið
á um endurtalningu i lögum um
kosningar til Alþingis sé ekkert í
lögunum sem banni endurtaln-
ingu eða kveði á um að einungis
megi telja greidd atkvæði einu
sinni. Því telur hann eðlilegt að
atkvæði séu endurtalin þegar
krafa komi um það og svo lítill
Þingsetning
Alþingi íslendinga, 129. löggjaf-
arþing, verður sett í dag. Þingsetn-
ingin í dag hefst með guðsþjónustu
í Dómkirkjunni kl. 13.30. Að henni
lokinni setur forseti íslands, Ólaf-
ur Ragnar Grímsson, þingið í Al-
þingishúsinu og starfsaldursforseti
Alþingis, Halldór Ásgrímsson ut-
anríkisráðherra, tekur við fundar-
stjóm. Gert er ráð fyrir að þingið ,
standi aðeins í tvo til þrjá daga.
Búist við fjölmenni
Búist er við sex til tíu þúsund
gestum á Unglingalandsmót UMFÍ
sem haldið verður á ísafirði í byrj-
un ágúst. Lögregluembættin vestra
funduðu um málið í síðustu viku,
en reiknað er með að mikil umferð
munur sé á atkvæðum sem raun
sé á og geti gjörbreytt niðurstöð-
um alþingiskosninganna. Einnig
telur hann að Alþingi geti í
skjóli valdheimilda sinna heimil-
að endurtalningu atkvæða í al-
þingiskosningum.
Þingflokkur Frjálslynda
flokksins telur ljóst að fram-
kvæmd kosninganna sé mjög
gagnrýni verð og full ástæða sé
til að efast um að meint úrslit
þeirra séu rétt. Flokkurinn mun
taka þetta mál upp á Alþingi í
dag. -EKÁ
verði um vegi á Vestfjörðum á
þessum tíma.
íslenskur talgreinir
Forsvarsmenn verkefnis sem
nefnist Hjal gera ráð fyrir að fá að-
stoð um það bil tvö þúsund íslend-
inga til að lesa upp texta vegna
þróunar á íslenskum talgreini.
Ætlunin er að safna upptökum
með hljóðdæmum frá eins breiðum
hópi íslendinga og mögulegt er. -
Mbl. greindi frá.
Vélknúin sviffiuga
SvifElugfélagið festi nýverið
kaup á tveggja sæta mótorknúinni
svifflugu sem jafnframt er eina
mótorknúna vélin á landinu. Fé-
lagið keypti mótorsvifilugu árið
DV-MYND ÆD
Rúta keyrir á bensínstöö
Ökumaður tveggja hæöa rútu ók á
bensínstööina Veganesti viö hring-
torgiö á Akureyri á laugardaginn.
Hæö rútunnar er 404 cm en stálbit-
inn á bensínstööinni er 390 cm. Aö
sögn lögreglunnar á Akureyri var
ökumaður einn í rútunni þegar
óhappiö varð. Rútan er á vegum
KFUM og K og gegnir hún hlutverki
afþreyingarmiðstöövar, er útþúin
leikjatölvum.
Alþjóðabjörgunarsveitin:
Ekki búist við að
fleiri finnist á lífi
Alþjóðabjörgunarsveit Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar var
við leitarstörf í smábæ 80 kíló-
metra frá Algeirsborg í gær. Þar
var sveitin að störfum ásamt sex
manna leitarsveit frá Tyrklandi. í
bænum hafa mörg hús hrunið
vegna jarðskjálfta og fjöldi fólks er
talinn vera grafmn undir bygging-
um þar. Samkvæmt upplýsingum
voru möguleikar á að finna fólk á
lífi í rústunum en svo reyndist
ekki vera. Á laugardag var sveitin
við leitarstörf i leikskóla í borginni
Bourmerdes sem er um 50 kíló-
metra austur af Algeirsborg. Leik-
skólinn var í hveríi sem hafði nán-
ast hrunið í jarðskjálftanum. Eng-
inn fannst á lífi við leitina. Reikn-
að er með að sveitin undirbúi
heimför sína í dag. -EKÁ
Grímsfjall:
Slasaðist er jeppi
féll ofan á hann
Maður slasaðist á Grímsfjalli á
Vatnajökli á laugardag er jeppi,
sem hann var að gera við, féll ofan
á hann. Stjórnstöð Landhelgisgæsl-
unnar barst tilkynning um slysið
um klukkan sex og var lækni i
áhöfn TF-SIF þegar gefið samband
við aðila á staðnum til að meta
ástand hins slasaða. Þyrla Land-
helgisgæslunnar var kölluð til og
einnig voru björgunarsveitir í Vík
og á Höfn í Homafírði kallaðar út.
TF-SIF var komin á slysstað rétt
fyrii’ klukkan átta og voru björgun-
arsveitir afturkallaðar skömmu
síðar. Þyrlan lenti með manninn
við Landspítala - háskólasjúkrahús
rétt fyrir klukkan níu. Að sögn
vakthafandi læknis á spítalanum
er líðan mannsins ágæt eftir atvik-
um en hann hlaut brot í andliti við
slysið. -EKÁ
1974 en seldi hana fyrir þremur
árum.
Sagður bera ábyrgð
Fullyrt er í grein í breska blað-
inu The Sunday Times að Ib Árna-
son Riis, gagnnjósnari Breta á ís-
landi 1942-1945, hafi valdið því að
tilraun bresku leyniþjónustunnar,
MI5, til að leggja gildru fyrir þýska
orustuskipið Tirpitz undan strönd-
um íslands sumarið 1942, mis-
heppnaöist. Varð það til þess að
tuttugu og flögur flutningaskip
uröu kafbátum og flugvélum þýska
hersins auðveld bráð undan norð-
urströnd Rússlands og 153 sjómenn
biðu bana. Ib Amason, sem nú býr
í Bandaríkjunum, hefur vísað full-
yrðingum blaðsins á bug. -HKr.