Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2003, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ2003 Dómarar töldu brot ekki stór í sniðum FJÖLMKLAFÁft Málverkafölsunarmálið er eitt umfangsmesta dómsmál á (slandi og hefur vakið gífurlega athygli fjölmiðlanna. Pétur Þór Gunnarsson var dæmdur í sex mánaða skilorðs- bundið fangelsi og Jónas Frey- dal Þorsteinsson í fjögurra mánaða skilorðsbundið fang- elsi í málverkafölsunarmálinu svokallaða en dómur var kveð- inn upp fyrir fullum sal áhorf- enda í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Pétur Þór og Jónas voru sýknaðir af öllum ákærum þess efnis að þeir hefðu falsað eða látið falsa þau 102 málverk sem ákært var fyrir en þeir voru hins vegar sakfelldir fyrir að hafa selt samtals sex málverk sem þeir vissu að væru fölsuð. Dómur- inn taldi lfldegt að meirihluti myndanna væri falsaður en taldi þó ekki nægar sannanir komnar fram sem þyrftu í sakamáli til þess að sakfella þá fyrir að hafa falsað eða látið falsa myndirnar. Ekki útilokað að þeir væru í góðri trú Pétur Þór og Jónas hafa alla u'ð neitað sök og sögðust þeir hafa keypt og selt verkin í góðri trú. Ákæruvaldið Iagði í málflutningi sínum áherslu á fjölmörg atriði sem Dómurínn taldi ekki hægt að útiloka að þeir hefðu selt fölsuð verk í góðri trú um að þau væru ósvikin. það taldi veita órækar vísbendingar um að þeir hefðu falsað eða látið falsa myndirnar, m.a. að uppruni myndanna væri óþekktur, enginn Góð málalok fyrir þolendurna Jón H. Snorrason saksóknari sagði í samtali við DV f gær mik- ilvægt að dómurinn hefði kom- ist að þeirri niðurstöðu að flest- ar myndirnar sem ákært var fyr- ir væru falsaðar. Sagði hann það góð málalok fyrir þolendurna þar sem þeir gætu þá krafist bóta úr hendi Péturs Þórs vegna tjóns síns. „Það er hins vegar umhugsunarefni að þrátt fyrir að u.þ.b. 90 myndir hafi verið seldar af Pétri Þór og fyrirtæki hans og engin gögn hafi verið til um þær telji dómurinn að hann hafi selt þær í góðri trú.“ Jón sagði einnig mikilvægt að dóm- urinn hefði í engu vikið að því að eitthvað hefði betur mátt fara í rannsókn málsins heldur frek- ar hið gagnstæða og væri það góð einkunn fyrir rannsóknar- vinnuna. Spurður sagði hann að ekki hefði verið tekin ákvörðun um áfrýjun en að sú ákvörðun væri í höndum ríkissaksóknara. hefði getað borið kennsl á þær, myndunum hefði verið haldið utan við bókhald Gallerís Borgar, falsan- irnar ættu margt sameiginlegt og að falsaðar myndir hefðu ekki verið seldar í öðrum uppboðshúsum en Galleri Borg. Dómurinn taldi að f þessu gæti falist viss vísbending um að myndimar væm falsaðar. Hann taldi á hinn bóginn að hafa yrði í huga að sumar myndirnar hefðu verið keyptar úr einkaeigu í Danmörku og gætu þær myndir verið óþekktar þess vegna. Varð- andi óljósan uppmna myndanna benti dómurinn á að Pétur hefði keypt og selt mikinn fjölda mynda og haft takmarkaðar reiður á þeim málum sínum enda verið dæmdur Ekkert benti til þess að tengslin hefðu nokkru ráðið um framgöngu vitnanna í málinu. fyrir stórfellda bókhaldsóreiðu í sambandi við rekstur Gallerís Borg- ar. Hann sagði að það lægi fýrir að Pétur Þór, Jónas og Gallerí Borg hefðu átt viðskipti með fjölmörg listaverk sem væm ekki fölsuð og að ekki væri hægt að útfloka að þeir hefðu selt fölsuð verk í góðri trú um að þau væm ósvikin. Þá sagði einnig að Gallerí Borg hefði verið langstærsta uppboðshúsið á þess- um tíma og einrátt á markaðinum og því ekki skrýtið að flestar mynd- irnar hefðu verið seldar þar. í lagi með sérfræðiálitin Dómurinn féllst ekki á með verj- endunum að sérfræðiálitin sem Ráðleggur Jónasi ekki að áfrýja Karl Georg Sigurbjörnsson, verjandi Jónasar Freydal, var ánægður með niðurstöðu dómsins. „Jónas er aðeins sak- felldur fýrir tvo ákæmliði, fyrir Kjarvalsmálverkin í Kaup- mannahöfn og miðað við Qölda ákæmliða myndi ég halda að þetta væri mjög slæmt fyrir lög- regluna." Spurður hvort dóm- urinn væri áfellisdómur yfir rannsókn ákæruvaldsins vildi Karl Georg ekkert fullyrða þar um en sagði að það að ríkið væri látið bera 7/8 hluta máls- kostnaðarins væri vísbending um að eitthvað hefði verið í ólagi hjá lögreglu og ákæm- valdinu. Hann sagði ólíklegt að hann myndi áfrýja dóminum fyrir hönd Jónasar. „Ég veit ekki hvort ég get ráðlagt mínum manni að áfrýja dómi sem er skiiorðsbundinn en ég geri ráð fyrir að ákæruvaldið áfrýi hon- um.“ lögð vom fyrir dómin hefðu verið hlutdræg vegna stöðu sérfræðing- anna í lögreglurannsókninni, inn- byrðis starfstengsla og hagsmuna þeirra af ýmsu tagi. Taldi dómurinn að þessi tengsl væm ekki fallin til þess að rýra trúverðugleika sér- fræðinganna og sönnunargildi gagnanna og að ekkert benti til þess að tengslin hefðu nokkm ráð- ið um framgöngu vitnanna í mál- inu. Þá taldi dómurinn að allar Sátt við niðurstöðuna „Ég ætla að byrja á því að kynna mér dóminn í heild sinni. Þetta er mjög langur dómur, yfir tvö hundmð síður og ég mun taka ákvörðun eftir það hvort honum verði áfrýjað af hálfu um- bjóðanda míns," sagði Rut Júlí- usdóttir, verjandi Péturs Þórs, í samtali við DV í gær. „Ég verð að segja að það er ánægjulegt að umbjóðandi minn sé sýknaður af vel flestum ákæruliðum og að því leytinu til er ég sátt. Það er hægt að telja sakfellingartilvikin á fingmm annarrar handar og verður það að teljast meir iháttar sigur fyrir hina ákærðu." heimildir um sögu alkýðsefnis væm óstaðfestar og sumpart óviss- ar en ákæmvaldið hafði lagt mikla áherslu á að alkýðefni sem hefði fundist í mörgum myndanna hefði ekki komið á markað fyrr en löngu eftir að myndirnar vom sagðar málaðar. Brotin ekki stór í sniðum Við ákvörðun refsingar yfir Pétri Þór leit dómurinn til þess að hann Fer ekki í fangelsi „Það er ákveðinn léttir að þetta sé búið þar sem málið er nú búið að standa yfir í tæp sjö ár,“ sagði Pétur Þór eftir að dómur hafði fallið í gær. „Ég fékk sex mánuði skilorðs- bundna þannig að ég fer ekki í fangelsi," sagði hann. Spurður sagðist Pétur hafa átt von á hverju sem var þegar dómarinn las upp dómsorðin en að hann væri tiltölulega sáttur þótt hann hefði auðvitað helst viljað vera sýknaður. Hann sagðist ætla að lesa dóminn vel yfir til þess að geta áttað sig á málinu. „Málið fer sfðan væntanlega til Hæsta- réttar og jafnvel fyrir Mannrétt- indadómstól Evrópu." hefði áður hlotið sex mánaða dóm árið 1999 fyrir að hafa selt þrjár falsaðar myndir. Að mati dómsins vom brot hans nú ekki stór í snið- um en vom hins vegar framin f ávinningsskyni og vörðuðu mikils- verða og almenna hagsmuni. Með hliðsjón af því að Pétur Þór fékk ekki reynslulausn af hluta refsing- arinnar í fyrra málinu og að langt var um liðið frá því að hann framdi brotin þótti rétt að skilorðsbinda refsinguna. Jónas Freydal á nokkurn sakafer- il að baki sér en hann hefúr hlotið tvo dóma fyrir þjófnað, skjalafals og fjársvik en dómarinn leit til sömu sjónarmiða við ákvörðun refsingar yfir honum. Auk fangels- isrefsingar var þeim gert að greiða 1/8 hluta málskostnaðarins en 7/8 hlutar þess greiðast úr ríkissjóði. Þá var Pétri Þór gert að greiða Fjárfest- ingarfélaginu Gaumi 625 þúsund krónur í skaðabætur. BÆÐI GÓÐ OG SLÆM ÁHRIF Fróðir menn telja að málverkaföls- unarmálið geti bæði haft góð og slæm áhrif á markaðinn. Bent hefur verið á að fólk líti á listaverkakaup sem ákveðna fjárfestingu og um leið og í Ijós komi að um föisun sé að ræða dragi það úr fjárfestinga- gildi verkanna. Afleiðingin sé sú að fólk veigri sér við því að fjárfesta I verkum eftirgömlu listamennina. Hins vegar geti það leitt til þess að gerðar verði meiri kröfur um að eig- endasaga verka liggi fyrir við kaup og sölu á málverkum og sé það gott. Menn hafl verið algjörlega berskjaldaðir fyrir því að þetta gæti hafa átt sér stað og þvf mikilvægt að vera vel á verði í framtíðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.