Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2003, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2003, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 24. JÚLf2003 Björgun Guðrúnar tefst enn BJÖRGUN: Áætlaðvarað hefja aftur vinnu við björgun Guðrúnar Gísladóttur KE í gær en ekki verður unnt að hefja björgunaraðgerðir á ný fyrr en í fyrsta lagi á laugardag. Skipið sökk við Lófót fyrir rúmu ári og fyrir um tveimur vikum skemmdist svo björgunarskip- ið Stakkanes þegar það var við björgun á Guðrúnu.Tankur, sem búið var að sökkva og festa við Guðrúnu Gísladóttur, slitnaði frá flakinu og rakst í Stakkanesið. Viðgerð á skipinu hefur tafist vegna sumarleyfa í skipasmíðastöðinni í Noregi þar sem Stakkanesið er (við- gerð. (fyrstu var búist við að viðgerðum yrði lokið um síð- ustu helgi eða í byrjun þessar- ar viku. Kaupir Hitaveitu Hlíðamanna HÍTAVEITA: Undirritaðir voru í gær samningar um kaup Orkuveitu Reykjavíkurá Hlíða- veitu Hlíðamanna í Biskups- tungum. Með þessu eru veitur á svæðinu við Úthlíð í Bisk- upstungum yfirteknar. Þar eru hundruð sumarhúsa og marg- vísleg önnur starfsemi í tengslum við ferðaþjónustu. Verðmæti samningsins nemur um 65 milljónum króna. Orku- veitan tekur við rekstrinum í septemberbyrjun. Á spýtunni hangir einnig að taka upp samstarf í orkumálum við sveitarfélagið Bláskógbyggð. En einnig þykjast menn sjá að vaxandi sumarhúsabyggð kalli á greiðan aðgang að vatni, rafmagni og ekki síst gagnaflutningum. Hagsmunir barnsins hafðir í fyrirrúmi LUKKULEG MÓÐIR: Guðbjörg Einarsdóttir, sem er seinfær, eignaðist tvíbura í fyrradag. Hún og sambýlismaður hennar óttast að börnin verði tekin af þeim. (fréttinni kemur hins vegar fram að grundvallarhugsunin á bak við barnaverndarlögin sé sú að hagsmunir barnsins eigi að ganga fýrir. DV-myndGVA ( kjölfar greinar í DV í gær um seinfæra foreldra sem eignuð- ust tvíbura í fyrradag vaknar sú spurning hver sé réttur slíkra foreldra og hver sé réttur barna þeirra. Að sögn Anniar G. Haugen, fé- lagsráðgjafa hjá Barnaverndar- stofu, er grundvallarhugsunin á bak við barnaverndarlögin sú að hagsmunir barnsins eigi að ganga íyrir. „Almennt er gert ráð fyrir því að börn aiist upp hjá kynforeldrum sínum og lögð er áhersla á að ef fjölskyldur þurfi á stuðningi að halda sé byrjað á því að veita hann á heimili barnsins." „Almennt er gert ráð fyrir því að börn alist upp hjá kynforeldrum sínum." Anni segir að þegar barnavernd- aryfirvöld fái tilkynningu um að ekki sé allt með felldu þurfi alltaf að. meta hvort barnið sé í hættu. „Ef svo er þarf fyrst og fremst að koma barninu í öryggi og síðan hjálpa foreldrunum að takast á við að- stæður." Hún segir að meta þurfi þarfir barnanna og getu foreldra til þess að mæta þeim þörfum. Spurning um tíma Að sögn Anniar hafa barnavemd- aryfirvöld oft sætt þeirri gagnrýni að þau æði áfram og rífi börn af for- eldrum sínum en hún bendir á að alltaf þurfi að meta hversu lengi eigi að styðja foreldra sem ein- FÓSTUR Fjöldi barna sem er ráðstafað í fóstur er nokkuð breytilegur eftir árum. Algengara er að forsjármenn samþykki fóstur barna sinna en að forsjársvipting liggi að baki, sér- staklega þegar um tímabundið fóstur er að ræða. Mun algengara er að börn fari í fóstur til vanda- lausra en skyldmenna. FJÖl.DI BAUNA ( FÖSTRI Alls hafa á þriðja hundrað börn dvaliö hjá fósturforeldrum árlega en um er að ræða þrjú til fjögur börn af hverjum þúsund á landinu. Árið 2001 voru 183 börn í varan- legu fóstri og 85 í tlmabundnu fóstri. Um varanlegt fóstur er að ræða þegar barni er komið í fóstur þar til forsjárskyldur falla niður skv. lögum. Barni skal komið í tíma- bundiö fóstur þegar ætla má að unnt verði að bæta úr þv! ástandi sem er tilefni fósturráðstöfunar innan skamms tíma þannig að barnið muni geta snúið aftur til foreldra sinna án verulegrar rösk- unar á högum þess. hverra hluta vegna ráði ekki við for- eldrahlutverkið. „Ef stuðningur við foreldrana skilar árangri er ekkert nema gott um það að segja en slíkt ferli getur tekið langan tíma og þá vaknar ailtaf sú spurning hversu lengi barnið geti beðið. Barna- verndarlögin leggja mikla áherslu á stuðning við foreldra en alltaf verð- ur að meta málin fyrst og fremst út frá börnunum." „Barnaverndarlögin leggja mikla áherslu á stuðning við foreldra en alltaf verður að meta málin fyrst og fremst út frá börnunum." Anni segir að ef talið sé að for- eldrar þurfi á aðstoð að halda við uppeldið nánast allan sólarhring- inn sé varla hægt að veita hana á heimilum þeirra. Reykjavíkurborg rekur eitt vistheimili þar sem boðið er upp á slíkan stuðning og segir Anni að þar sé lítil íbúð fyrir fjöl- skyldur sem þurfi á hjálp að halda. Tímabundin vistun Að sögn Anniar snúast barna- verndarmál fyrst og fremst um hvort börnin séu í hættu. „Barna- verndaryfirvöld meta getu foreldra og í framhaldi af því er metið hvers konar stuðning hægt sé að veita þeim." Ef í ljós kemur að barn sé í hættu hafa yfirvöld heimild til að „Langflest barna- verndarmál eru unnin í mikilli samvinnu við foreldrana og börnin." taka barn af heimilinu án samþykk- is foreldranna og koma því tíma- bundið á vistheimili á meðan verið er að rannsaka málið. Anni segir að á slíkum heimilum sé lögð áhersla á að foreldrar umgangist börnin sín og reynt sé að kenna þeim helstu grundvallaratriðin varðandi upp- eldi barna. Þannig sé hægt að fylgj- ast með getu þeirra til að takast á við foreldrahlutverkið en hins veg- ar sé alltaf erfitt að meta hversu lengi slík aðstoð eigi að standa yfir. Þvingunarúrræði fátíð Samkvæmt lögum ber barna- verndaryfirvöldum að beita væg- FIÖl Dl RARNA I VAHANI I <ÍU I OA HMABUNDNU I ÖSTRI Varanlegt Tfmabundið fóstur fóstur 1997 185 54 1998 189 56 1999 181 68 2000 189 80 2001 183 84 ustu ráðstöfunum til þess að ná þeim markmiðum sem að er stefnt og íþyngjandi ráðstöfun skal aðeins beita þegar lögmætum markmið- um verður ekki náð með öðru og vægara móti. Að sögn Anniar eru langflest barnaverndarmál unnin í mikilli samvinnu við foreldrana og börnin og sjaldan er gripið til þvingunarúrræða. Barnavemdar- nefnd getur kveðið á um töku barns af heimili sínu gegn vilja foreldra í allt að tvo mánuði en ef nefndin telur nauðsynlegt að slík ráðstöfún standi lengur yfir verður hún að gera kröfu um það fyrir dómi og getur dómstóll þá úrskurðað að bam skuli vistað í allt að tólf mán- uði í senn utan heimilisins. Ekki er hægt að kveða á um forsjársvipt- ingu nema með dómsúrskurði. -ekA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.