Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2003, Blaðsíða 10
70 StCOBUN FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST2003 Frekjan ræður í umferðinni Skilgreining Hrafnkels Óskarssonar læknis í útvarpsviðtali fyrr í vikunni á ástæðum umferð- arslysa var beinskeytt og ökumönnum lítt til sóma. Læknirinn, sem fæst við afleiðingar um- ferðarslysa, sagði ástæður þeirra oft vera frekju ökumanna, tillitsleysi, agaleysi, ábyrgðarleysi og stundum hreina heimsku. Læknirinn sagði marga ökumenn, ekki síst þá yngri, aka með því hugarfari að ekkert gæti komið fyrir þá. Ástand- ið væri skárra meðal hinna eldri sem öðlast hefðu reynslu og þá frekar gert sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem felst í því að stjórna ökutæki. Lögregluþjónn lýsti við sama tækifæri pirringi ökumanna við akstur. Óþolinmæði margra er áberandi þegar þeir setjast undir stýri. Dagfars- prúðir menn breytast í bardagamenn og beita bflum sínum í eins konar ati gegn öðrum öku- mönnum. Dæmi um þetta er lýsing lögreglunn- ar á viðureign tveggja ökumanna, atviki á Suð- urlandsvegi, rétt austan höfuðborgarinnar. Ökumaður jeppa hafði slegið ökumann fólksbfls sem hann tók fram úr. Jeppamaðurinn mun hafa reiðst hinum fyrir að auka hraðann þegar hann ætlaði að aka fram úr. Hann stöðv- aði bfl sinn eftir framúraksturinn, gekk að hin- um ökumanninum og sló hann. Framkoma ökumanns jeppans er auðvitað fráleit en akstursmáti hins var hættulegur, í raun vítaverður en engu að síður furðualgengur hér á landi. í stað þess að gera hinum hægara um vik sem vill taka fram úr og gefur það til kynna eykur sá hægfara hraðann. Tillitssemin er engin. Misskilið stolt þess sem tekið er fram Hér á landi gæti maður afhjálp- semi leitt aldraðan samborgara yfir götu en þvingað hann nokkru síðar út af veginum, væru báðir undir stýri. úr virðist taka völdin. Slfldr menn kunna ekki að aka bfl; eru ekki hæfir í umferðinni. Þeir gætu margt lært af ökumönnum í nálægum löndum þar sem umferð er miklu meiri en hér þekkist en tillitssemi ríkjandi. Hér á landi gæti maður af hjálpsemi leitt aldraðan samborgara yfir götu en þvingað hann nokkru síðar út af veginum, væru báðir undir stýri. Frekjan ræður í umferðinni, sagði læknirinn, og hún er studd aga- og ábyrgðarleysi öku- manna, auk hreinnar heimsku. Því fer oft sem fer. Slík hegðun er óþolandi og verður ekki af- sökuð, hvað sem veldur. Bfllinn, jafn nauðsyn- legt tæki og hann er í nútímasamfélagi, getur verið drápstól í höndum þeirra sem kunna ekki með að fara, manna sem virðast jafnvel fá útrás við aksturinn. Að meðaltali farast tuttugu til þrjátíu íslend- ingar í umferðarslysum ár hvert. Margir sem slasast í umferðinni lifa við örkuml og skert lífs- gæði alla tíð. Eignatjón vegna slysanna er gífur- legt. Sumt verður ekki umflúið en annað stafar S af handvömm, óaðgæslu, glannaskap eða of- dirfsku. Hugarfarsbreytingar er þörf. Þetta er rétt að hafa í huga við upphaf mestu g umferðarhelgar ársins. Landsmenn verða á ferð | og flugi um verslunarmannahelgina, sumarfrí | standa sem hæst og í hverjum landsíjórðungi j eru útihátíð. Athygli ökumanna verður að bein- ast að akstrinum. Þeir verða að vanda sig, taka p tillit til annarra og átta sig á því að áæda verður j lengri tíma til ferðar þegar búast má við mikilli umferð. Lögregla um allt land hefur mikinn viðbúnað vegna verslunarmannahelgarinnar. Hún hvetur ökumenn til þess að aka varlega og eftir að- stæðum. Rétt er að taka undir hvatningu yfir- lögregluþjónsins á ísafirði nú fyrir helgina en orð hans fyrir hönd lögreglunnar á Vestfjörðum og í Dalasýslu - og í raun allra annarra - verða ekki of oft áréttuð: „Hollt er heilum vagni heim að aka." Samráðið JL ~ Fyrir tveimur vikum eða svo hlupu samkeppnisyfirvöld á sig. Þá skipuðu þau Flugleið- um að hækka farmiðaverð sitt svo fyrirtækið ætti erfið- ara með að veita keppinauti sínum samkeppni. Þetta sáu flestir að var undarleg ákvörðun og meira að segja Morgunblaðið, sem hafði þá um langa hríð verið ófarsælt í innleggjum sínum til innan- ríkismála, skrifaði lítinn leið- ara gegn samkeppnisyfir- völdum. Þetta hefur eflaust komið illa við forsvarsmenn Samkeppnisstofn- unar sem fram að þessu höfðu vaf- ið bæði stjórnmálamönnum og ijölmiðlum um fingur sér og verið eftirlæti allra snakkara landsins. Fyrir einskæra tilviljun gerðist það svo örfáum dögum síðar að fjöl- miðlum bárust eintök af vinnu- gögnum Samkeppnisstofnunar sem fjölluðu um íslensku eldsneyt- issölufyrirtækin og sýndu þau í afar neikvæðu ljósi. Þó ljóst megi vera að gögnin hafa tæpast borist fjöl- miðlum eftir löglegum leiðum hafa fjölmiðlamenn ekki haft nokkurn áhuga á að upplýst verði hver varð til þess að bera slík trúnaðarskjöl á torg og er það undantekning frá venjulegum áhuga þeirra á brotum á lögum og reglum. En þeir hafa kannski ekki áhuga á að upplýst verði þau brot sem þeim sjálfum koma vel. Ólagnir í samskiptum En þetta þarf að upplýsa. Ef ein- stakir embættismenn, jafnvel yfir- menn stofnunar, hafa dreift trún- aðarskýrslu í þeim tilgangi að sjást sjálfir í jákvæðu ljósi og hindra gagnrýni á önnur störf sín, þá hlýt- ur það vitaskuld að draga úr trú- verðugleika rannsókna þeirra og vekja efasemdir um að þeir gæti þeirrar skyldu rannsakenda að sinna jafnt þeim atriðum sem kunna að veikja málstað sakborn- ings og þeim sem yrðu sakborningi til málsbóta eða jafnvel sýknu. Þess vegna er mikilvægt að komist verði til botns í því hvernig það gerðist að trúnaðargögn Samkeppnisstofn- unar komust í opinbera umfjöllun svo snemma. Ef stofnunin sjálf ósk- ar ekki rannsóknar á þvi hiýtur við- skiptaráðherra að taka af henni það ómak. Það er líklega heppilegast því að forsvarsmenn Samkeppnis- stofnunar em heldur ólagnir í sam- skiptum sínum við lögregluyfirvöld og ekki víst að þeim tækist að koma Þess vegna er mikilvægt að komist verði til botns i því hvernig það gerðist að trúnaðargögn Sam- keppnisstofnunar komust í opinbera um- fjöllun svo snemma. Ef stofnunin sjálfóskar ekki rannsóknar á því hlýtur viðskiptaráð- herra að taka afhenni það ómak. slíkri rannsóknarbeiðni skamm- laust frá sér. Vonandi verður vænt- anleg rannsókn svo til þess að hreinsa embættismenn Sam- keppnisstofnunar af öllum gmn svo að enginn þurfi að láta sér koma til hugar að þeir stjórnist af annarlegum hvötum við rannsókn- ir sínar og dóma. Bannað að spjalla Rannsóknin beinist að hugsan- legu verðsamráði eldsneytissölu- fyrirtækjanna eins og flestir vita. Samkvæmt samkeppnislögum er slíkt samráð bannað en það á eftir að koma í ljós hvort dómstólar fall- ast á að heimilt sé að banna fólki að spjalla saman. Því þegar allt kemur til alls er verðsamráð ekki annað en það að nokkrar manneskjur spjalla saman. Slíkt spjall þykir mörgum hins vegar glæpsamlegt ef það hef- ur þær afleiðingar að eldsneytissöl- MEINT SAMRÁÐ RÆTT: Frá fundi ríkislögreglustjóra og forstjóra Samkeppnisstofnunar. urnar verða ekki með mismunandi verð. En þá vakna nokkrar spurn- ingar: Geta menn krafist þess að aðrir stundi samkeppni um elds- neytissölu? Hvað ef aðeins eitt fyr- Hvað er barátta verka- lýðsfélaga annað en víðtækt verðsamráð? Vinnusamband einstak- lings og fyrirtækis er þannig að þar er einn aðili sem selur hinum þjónustu. irtæki í landinu seldi eldsneyti en ekki þrjú? Mætti þetta eina fyrir- tæki ekki ákveða eldsneytisverð sitt sjálft? Jú, auðvitað hlyti það að mega það. En hvað ef þessu eina fyrirtæki yrði skipt í tvennt eða jafnvel þrennt? Mættu forsvars- menn þeirra þá ekki samræma verðlagningu sfna? Víðtækt verðsamráð Tökum annað dæmi um verð- samráð. Hvað er barátta verkalýðs- félaga annað en víðtækt verðsam- ráð? Vinnusamband einstaklings og fyrirtækis er þannig að þar selur annar aðilinn hinum þjónustu. Barátta verkalýðsfélaga snýst öll um að þeir aðilar sem bjóða þjón- ustuna, launamennirnir, gæti þess að enginn undirbjóði annan. Öll verðsamkeppni er bönnuð, fólki utan verkalýðsfélaganna er bannað að bjóðast til að veita sömu þjón- ustu fyrir lægra verð. Þegar erlent verkafólk vill koma til landsins og bjóða fram starfskrafta sína þá er það fyrsta og yfirleitt eina krafa verkalýðsfélaganna að því verði bannað að veita þjónustu á lægra verði en þvf sem innlendir bjóða. Er hægt að finna skýrara dæmi um verðsamráð? Þetta verðsamráð er hins vegar miklu verra en það sem eldsneytissölufyrirtækin eru Þegar erlent verkafólk vill koma til landsins og bjóða fram starfskrafta sína þá erþað fyrsta og yfirleitt eina krafa verkalýðsfélaganna að því verði bannað að veita þjónustu á lægra verði en því sem inn- lendir bjóða. grunuð um. Þau eru bara grunuð um að hafa samræmt útsöluverð sitt. Þau hafa ekki bannað neinum að koma og bjóða betur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.