Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2003, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2003, Blaðsíða 53
Ég er ekki feitur KNATTSPYRNA: Brasilíski framherjinn Ronaldo þvertekur fyrir það að hann hafi bætt á sig fimm kílóum í sumarfríinu en kappinn hefur haft það fyrir venju og koma yfirleitt feitur til leiks á undirbúningstímabilinu. „Ég er einu kílói þyngri en ég var í heimsmeistarakeppninni í fyrra og hef æft vel í fríinu," sagði Ronaldo en hann var mikið gagnrýndur í fyrra fyrir að vera í lélegu formi. Þessi snjalli framherji er þekkt- ur fyrir ást sína á skyndibita- fæði og gosdrykkjum en sagði að hann væri nánast hættur að borða slíkt. Spænska deildin hefst 31. ágúst og sagðist Ronaldo ætla að vera [ toppformi þegar hún byrjar. í FORMI: Brasilíski framherjinn Ronaldo segist ekki vera feitur. FÖSTUDAGUR 1.ÁGÚST2003 DVSPORT 57 Upprúllun á Juventus KNATTSPYRNA: Manchester United tók Juventus heldur betur í bakaríið í æfingaleik í Bandaríkjunum í nótt. Leikur- inn fór fram á heimavelli hafnaboltaliðsins NewYork Yankees og voru áttatíu þús- und áhorfendur mættir til að horfa á leikinn. Manchester United vann leikinn, 4-1, og skoruðu Ryan Giggs, Paul Scholes, Ruud Van Nistelrooy og Ole Gunnar Solskjær mörk Manchester United en Pavel Nedved svaraði fyrir Juventus. Bandaríski markvörðurinnTim Howard vakti þó mesta athygli en hann sýndi snilldartakta í marki Manchester United í leiknum og var Alex Ferguson, knattspyrnustjóri liðsins, him- inlifandi með hann. 5TORLEIKUR: Bandaríski markvörðurinn Tim Howard átti stórleik í marki Man. Utd. Á fullu í baráttunni sagði Þorvaldur Makan, fyririiði KA, eftir sigurinn gegn Þrótti KA-menn hafa spilað misjafnt í sumar. Oft á tíðum spila þeir eins og meistaraefni líkt og í gærkvöld og má í því samhengi benda á leiki liðsins gegn KR, 3-0, í deild- inni og bikarleikinn gegn Fylki, 3-0. Þorvaldur Makan Sigbjörns- son, fyrirliði KA, hefur ekki neina eina skýringu á þessu brokkgengi liðsins. „Við höfum oft verið að fá á okkur mörk sem við höfum hæglega átt að geta komið í veg fyrir, þetta er bara svona, við er- um nú með 17 stig í lok júlí og á fúllu í baráttunni," segir Þorvald- ur og er bjartsýnn á framhaldið. „Markmið hvers og eins liðs hlýtur auðvitað að vera að vinna alla leiki og verða meistarar þeg- ar upp er staðið, en það er bara að sjá hvað sumarið skilar okkur og í hvaða sæti við lendum. Við munum leggja okkur 100% fram til að vinna alla leiki og vonum að það gerist,“ sagði Þorvaldur. Fyrri hálfleikur ágætur Ásgeir Elíasson, þjálfari Þrótt- ara, hefur oft séð sína menn spila betur en í gærkvöld. „Við lendum undir strax, en fyrri hálfleikur var í sjálfu sér ágætur hjá okkur, við sköpuðum okkur ágætis færi sem við náðum ekki að nýta og við yfirspiluðum KA meirihlutann af fyrri hálf- leiknum. Við erum búnir að fá á okkur mörk í upphafi seinni hálf- leiksins nú dálítið lengi og gerð- um það f dag sem endranær og misstum síðan mann út af og eft- ir það var alltaf ólíklegt að við næðum í sjálfu sér að setja eitt- hvert mark á leikinn." Allur Þróttur úr gestunum KA -menn gjörsigruðu slaka Þróttara á Akureyri KA menn tóku á móti Þróttur- um í Landssímadeildinni á Akureyrarvelli í gær. Kjörað- stæður til knattspyrnuiðkun- ar voru á Akureyri í gær, dúnalogn, hiti og grasið rakt. Þróttarar þurftu á sigri að halda til að taka áfram þátt í toppbaráttu deildarinnar og KA þurfti nauðsynlega á öll- um stigunum að halda til að losna undan leiðindunum sem fylgja því að vera í neðri hluta deildarinnar. Leikar fóru þannig að KA-menn unnu sannfærandi sigur, 3-0. Þrátt fyrir að KA-menn byrjuðu betur en sunnanmenn voru það Þróttarar sem fengu fyrsta tæki- færi leiksins þegar Sören Byskov datt óvart í teignum og Björgúlf- ur Takefusa fékk kjörið tækifæri til að setja boltann í netið, en til þess þurfti lagni því að færið var þröngt og ekki tókst honum að nýta þetta færi. KA-menn bitu oft frá sér á fyrstu mínútunum og engu mátti muna á 14. mfnútu að Steinar Tenden næði að skora með skalla eftir góðan undirbúning og send- ingu frá Hreini Hringssyni sem skapaði oft usla með hraða sín- um úti á vængjunum. Upp úr einu slíku upphlaupi hjá Hreini tókst KA-mönnum að skora fyrsta mark leiksins og var það Dean Martin sem var mættur við nærstöngina til að afgreiða send- inguna frá Hreini. Þróttarar komust meir og meir inn í Ieikinn þegar á hann leið og eftir hálftíma leik fengu þeir tvö kjörin tækifæri til að jafna leik- inn, fyrst Sören með hörkuskoti af tuttugu metrunum sem nafni hans í marki KA varði glæsilega, og tveimur mínútum síðar fékk Björgólfur frábæra sendingu innfyrir vörnina en aftur kom Sören til bjargar á sfðustu stundu. Síðasta færi hálfleiksins áttu Þróttarar þegar Björgólfur skaut beint á markið úr auka- spymu sem Sören varði en missti frá sér, en til allrar lukku fyrir norðanmenn var það stóra táin á einhveijum þeirra sem náði að bjarga í horn á elleftu stundu. Allan seinni hálfleikinn náðu þeir aldrei að brjóta niður sterka vörn heimamanna og skapa sér einhver færi vert er að nefha. KA- menn komu hins vegar öflugir til leiks og spiluðu örugglega einn sinn besta hálfleik í sumar. Strax á 49. mínútu komust norðan- menn í tveggja marka forystu með marki frá Steinari Tenden eftir frábæran undirbúning og sendingu frá Þorvaldi Makan. Steinar átti annað tækifæri stuttu sfðar úl að koma norðanmönn- um í þriggja marka forystu á 54. mínútu eftir sendingu frá Dean Martin. Botninn datt svo úr leik Þrótt- Sigur norðanmanna var aldrei í hættu í gærkvöld gegn Þrótt- urum sem spiluðu einn sinn slakasta leik í sumar. ara á 62. mínútu þegar til stóð að li Otr skipta Guðfinni Ömarssyni inn á, Charles McCormick var kvaddur af leikvelli og viðbrögð hans við þvf voru að taka knöttinn í hönd og spyrna honum himinhátt yfir völlinn. Kristinn Jakobsson, góð- ur dómari leiksins, gaf leikmann- inum gult spjald fyrir verknaðinn og fýrst hann var að fá sitt annað gula spjald fékk hann rautt og ekkert varð af því að Guðfinnur kæmi inn á völlinn. Eftir sátu 10 leikmenn Þróttara sem máttu alls ekki við eins og staðan var að missa mann út af. Á 75. mínútu splundruðu KA- menn vöm Þróttara með frábæri sókn þar sem boltinn gekk í þrí- hyrningaspili manna á milli þar til Steinar Tenden var einn gegn Fjalari en stórkostleg markvarsla hans af stuttu færi bjargaði sunn- anmönnum í það skiptið. KA-menn bættu sfðan við þriðja markinu í uppbótartíma og var þar að verki Þorvaldur Makan Sigbjörnsson. Stal hann boltanum af varnarmanni í öft- ustu línu og skoraði auðveldlega fram hjá Fjalari f markinu. Sigur norðanmanna var aldrei í hættu í gærkvöld gegn Þróttur- um sem spiluðu einn sinn slakasta leik í sumar. En eins og máltækið segir. Enginn spilar betur en andstæð- ingurinn leyfir. Vörn gestanna virkaði mjög ótraust, sérstaklega vinstra megin og það nýttu KA- menn sér til fullnustu og sjaldan hafa kantamir á þeim bænum verið betur nýtúr, sérstaklega nýtti Hreinn Hringsson veikleika þennan sér mjög vel og spilaði mestallan leikinn sem kantmað- ur. Vörn KA-manna var sterk, sér- staklega á miðjunni þar sem þeir Ronnie Hartvig og Steinar réðu rfkjum og Þorvaldur örlygsson var að venju fastur fyrir á miðj- unni. FjaJar Þorgeirsson var best- ur Þróttara, Páll fyrirliði reyndi að fara fyrir sínum leikmönnum á miðjunni, en án árangurs og Sören var hættulegur fram á við í þau fáu skipti sem boltinn barst þangað, sérstaklega í fyrri hálf- leik. akureyri@dv.is KA-Þróttur 3-0 (1-0) Akurtyrörvóllur 1- 0 Dean Martin (17., skot úr teig eftir sendingu frá Hreini Hringssyni). 2- 0 SteinarTenden (49., skot úr teig eftir sendingu frá Þorvaldi Makan). 3- 0 Þorvaldur Makan (90., skot úr teig eftir að hafa unnið boltann af varnarmanni). Eftirsátu lOleik- menn Þróttara sem máttu alls ekki við að missa mann út af. KA (4-4-2) Sören Byskov.............2 Þorvaldur S. Guðbjörnsson . 2 Dean Martin .............3 Steinn Viðar Gunnarsson ... 3 SteinarTenden............4 Þorvaldur Makan..........3 Hreinn Hringsson.........4 (90., Steingrfmur Elðsson .. -) Örlygur Þór Helgason.....2 Örn Kató Hauksson........2 (74., Pálmi Rafn Pálmason . -) Þorvaldur Örlygsson.....3 Ronnie Hartvig...........4 Samtals 11 menn.........32 Dómarl: Kristinn Jakobsson (4). Áhorfendur: 8S0. Gulspjöld: KA: Enginn Þróttur: McCormick (27.), Ingvi (59.). Rauð spjöld: McCormick (62.). Skot (á mark): 13(61-7(4) Hom: 3-6 Aukaspymur: 12-15 Rangstöðun 6-4 Varin skot Byskov 4 - Fjalar 4. KA-menn einokuðu leikinn allan sfðari hálfleikinn og Þrótt- arar sáu aldrei úl sólar þrátt fýrir MaÖUT leiksins hjá DV Sporti: að hun skini á allflesta aðra sem J r staddir vom á Akmeyri í Steinax Tenden, KA gærkvold. Þróttur (4-4-2) Fjalar Þorgeirsson .......4 Hilmar Ingi Rúnarsson ....1 (86., Vignir Sverrisson .-) Eysteinn P. Lárusson......3 Páll Einarsson ...........3 Hjálmar Þórarinsson.......2 (55., Gestur Pálsson ....2) BjörgólfurTakefusa .......2 (68., Guöfinnur Ómarsson . 2) Sören Hermansen ..........3 Jens Sævarsson ...........2 Halldór Hilmisson ........2 Ingvi Sveinsson ..........2 Charles McCormick.........1 Samtals 13 menn..........29 Gæði leiks: F' 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.