Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2003, Side 14
74 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 1. ÁCÚST2003
Mestu þurrkar í Evrópu í manna minnum:
Stefnir í hörmungarástand
með sama áframhaldi
FRÉTTAUÓS
Erlingur Kristensson
erlingur@dv.is
Evrópubúar horfast nú í augu
við mestu hitabylgju og þurrka
sem sögur fara af víðast hvar í
álfunni síðan mælingar hófust.
Þurrkunum fylgja miklir skógar-
eldar í Frakklandi, Portúgal og
víðar og einnig mikill uppskeru-
brestur sem skilur bændur eftir
bjargarlausa og gengur nærri
efnahag þeirra landa sem verst
verða úti.
Engin merki eru enn um það í há-
loftunum að draga muni úr hitan-
um á næstunni. Sem dæmi má
nefna að um miðja vikuna var spáð
allt að 37 stiga hita í Róm og Lissa-
bon næstu daga og að minnsta kosti
33 stigum í Aþenu.
Miklir skógareldar hafa fylgt í
kjölfar þurrkanna og hefur ástandið
verið langverst í Maures-hæðum í
Var-héraðinu í Suður-Frakklandi,
nálægt frönsku Rívíerunni. Stór
skógarsvæði hafa þegar orðið eldin-
um að bráð auk þess sem fjórir hafa
farist.
Hinir látnu eru tveir Bretar, sextíu
og þriggja ára gömul kona og
fimmtán ára gamalt barnabarn
hennar en lík þeirra fundust illa
brunnin í skóglendi nálægt ferða-
mannabænum La Garde-Freinet á
mánudaginn. Þá fannst lík sjötíu og
sex ára gamallar hollenskrar konu í
útjaðri strandbæjarins, Sainte-Max-
ime og sjötfu og tveggja ára gamals
Miklir skógareldar
hafa fylgt í kjölfar
þurrkanna og hefur
ástandið verið lang-
verst í Maures-hæðum
í Var-héraði Suður-
Frakklands, nálægt
frönsku Rívíerunni.
Pólverja á svipuðum slóðum.
Á frönsku Miðjarðarhafseyjunni
Korsíku lést svo fjörutíu og níu ára
gamall Frakki af brunasárum þegar
hann reyndi að bjarga húsi sfnu
undan skógareldum nálægt bæn-
um Bonifacio á suðurströnd eyjar-
innar.
Fjöldi húsa varð eldinum að bráð
og að minnsta kosti fjórir björgun-
armenn brenndust illa, þar af einn
lífshættulega.
í fyrsta skipti í sögunni
Á meginlandi Frakklands þurftu
að minnsta kosti 6.500 fbúar og
ferðamenn að yfirgefa hættusvæðið
á meðan þúsundir slökkviliðs- og
björgunarmanna börðust við eld-
hafið og var ástandinu líkt við nátt-
úruhamfarir.
f fyrsta skipti í sögunni þurftu
frönsk stjórnvöld að fá hjálp frá
útlöndum við að slökkva skógarelda
og var fyrst leitað hjálpar hjá
ítölum. Einnig voru fengnar að láni
fimm rússneskar þyrlur með
dælubúnaði frá Moskvu og voru
þær mættar á staðinn strax á þriðju-
daginn en auk þess voru notaðar
sérútbúnar flugvélar, meðal annars
frá Kanada.
Taka varð rafmagn af stórum
hluta svæðisins eftir að mestu eld-
arnir kviknuðu á mánudaginn og
voru að minnsta kosti 400 þúsund
íbúðir og hús án rafmagns í margar
klukkustundir.
Að sögn franskra yfirvalda hafði
slökkviliðsmönnum tekist með
miklu harðfylgi að ná tökum á eld-
inum í fyrradag eftir að þyrlur höfðu
dreift þúsundum tonna af vatni yfir
eldana en í gær logaði þó enn á
nokkrum stöðum, mest í nágrenni
bæjarins La Motte. Hafði slökkvi-
starf þá gengið framar vonum.
Yfirvöld vara þó við of mikilli
bjartsýni vegna skrælnaðs gróðurs
og brennandi hita, sem valdið hefur
hundruðum skógarelda vfðs vegar
um Evrópu, en talið er að meira en
þrjátíu þúsund hektarar skóglendis
hafi orðið eldi að bráð í Suður-
Frakklandi og á Korsíku síðan í byrj-
un sumars. Er það mesta tjón sem
orðið hefur í skógareldum á svæð-
inu síðustu tuttugu og fimm árin.
Portúgalir vanir skógareldum
I Portúgal hefur einnig logað glatt
í mið- og norðurhluta landsins og
varð ekki við neitt ráðið í heila þrjá
daga, síðan á sunnudaginn, í fjalla-
héruðunum Silvares, um 300 kíló-
metra norður af Lissabon.
Tveir menn hafa farist í eldunum
í Portúgal og fannst lfk annars
þeirra illa brunnið í bílflaki á Sil-
vera-svæðinu en hinn lést eftir að
hafa brennst illa við slökkvistörf á
svipuðum slóðum.
Um 500 slökkviliðsmenn og 600
hermenn berjast við eldana og eru
fjórar þyrlur og sex flugvélar notað-
ar við að dreifa vatni yfir eidana.
Illa gekk að ráða niðurlögum eld-
anna, sem enn loguðu glatt í gær,
en að sögn yfirvalda höfðu eldarnir
þegar eytt fjögur þúsund hekturum
skóglendis.
Segja má að Portúgalir séu vanir
skógareldum en í fyrra komu þar
upp að minnsta kosti 25 þúsund
meiri og minni háttar skógareldar,
sem eyddu um 120 þúsund hektur-
um skóglendis.
Ákveðið að grípa til aðgerða
Sá gróður sem ekki verður eldi að
bráð í slíkum þurrkum skrælnar í
hitanum og verður til lítils gagns.
Uppskerubrestur á mestu þurrka-
svæðunum er því algjör og þar sem
evrópskir bændur eru háðari veðr-
inu en nokkru öðru er útlitið ekki
gott og fátt til ráða.
Evrópusambandið hefur þegar
gripið til aðgerða en landbúnaðar-
ráðherrar aðildarlandanna hittust á
fúndi fyrir viku og ræddu ástandið,
að beiðni Austurríkismanna og
Frakka, sem orðið hafa fyrir hvað
mestum skaða í þurrkunum, en
Það afgróðrinum sem
ekki verður eldi að bráð
skrælnar í hitnum og
verður til lítils gagns.
Uppskerubrestur á
mestu þurrkasvæðun-
um erþví algjör.
ítalir, sem einnig hafa orðið fyrir
miklum skakkaföllum, halda nú um
stjórnartaumana hjá ESB.
Ráðherrarnir ákváðu að grípa
þegar til aðgerða og er dreifing haf-
in á fóðurkorni úr forðabúrum sam-
bandslandanna til að bjarga bú-
stofninum, sem annars bíður ekkert
annað en slátrun. Þeir samþykktu
einnig að flýta greiðslum venju-
bundinna styrkja til þess að fleyta
bændum yfir það versta.
Venjulega fá bændur greiddan
helming ákveðinnar innkomu í
landbúnaðarsjóði sambandsins en
leyfilegt er að hækka hlutfallið upp í
áttatíu prósent í undantekningartil-
fellum þegar erfiðleikar steðja að
eins og til dæmis þegar gin- og
klaufaveikifaraldurinn blossaði upp
í Bretlandi.
Þetta tvennt er það eina sem ESB
getur boðið þjáðum evrópskum
bændum upp á að sinni en algjör-
lega á eftir að ræða það hvort hægt
verði að grípa til frekari björgunar-
aðgerða.
Ekki deigur dropi
Frá samtökum bænda berast að
vonum harmakvein vegna aukinna
vandamála en aftur á móti fáar til-
lögur um úrræði. Jean-Michel Del-
mas, framkvæmdastjóri sölusam-
bands franskra bænda, FNSEA, seg-
ir ástandið vægast sagt mjög slæmt,
sérstaklega f Mið-Frakklandi á
Massif Central svæðinu, vestur af
Lyon.
„Þar er mikil nautgriparækt en
ekki hefur komið deigur dropi úr
lofti sfðan í mars og allt gras því
löngu sviðnað. Bændumir em al-
gjörlega uppiskroppa með fóður og
verða því að treysta á fóðursending-
ar frá París.
Ástandið er einnig slæmt í norð-
austurhluta landsins en ekki er eins
illa ástatt á garðyrkjusvæðum þar
sem enn er hægt að vökva.
Það gerði enginn ráð fyrir að
svona gæti farið og ekkert sem benti
til þess fyrir fram, hvorki spár né
fyrirboðar. Þetta kemur bændum
því algjörlega í opna skjöldu. Þeir
bíða mánuðum saman eftir meira
regni en það minnkar bara ef eitt-
hvað er,“ sagði Delmas.
Svipuð vínuppskera
Mauro Pinelli, sem starfar hjá
ítölsku bændasamtökunum, segir
að ítalskur landbúnaður sé einnig
mjög illa staddur nema þá í vín-
ræktinni. „Við búumst við svipaðri
vínuppskem og f fyrra en þá var hún
reyndar frekar í minna lagi. Gæðin
ættu þó að vera mun meiri í ár,"
sagði Pinelli og bætti við að ástand-
ið í annarri ræktun væri í einu orði
hörmulegt.
„Sérstaklega er soja-, korn- og
sykurræktin illa stödd. Ástandið er
slæmt um mestallt landið en verst
er það í Pódalnum og á Norður-
Ítalíu. Þar er það afleitt. Plöntumar
þurfa mikið vatn og þegar er mikil
samkeppni um vatnið milli iðnað-
arins og landbúnaðarins. Það er
barist um hvem dropa og stjórn-
völd hafa reynt að auka rennslið í
ánum með því að hleypa meim úr
uppstöðulónunum til fjalla. En það
hefúr ekki skilað nógu miklu og að-
eins hækkað yfirborð ánna, sem var
lágt fyrir, um tvo til þrjá sentí-
metra,“ sagði Pinelli og bætti við að
eins og flestir Evrópubúar hefðu
ítalir ekki upplifað aðra eins þurrka
í meira en fimmú'u ár. „Enginn
gerði ráð fyrir þessu þrátt fyrir allt
tal um loftlagsbreytingar og aukin
gróðurhúsaáhrif."
Stefnir í hörmungarástand
Það er samdóma álit bændasam-
taka um alla Evrópu að landbúnað-
inum í álfunni verði ekki bjargað úr
ógöngunum nema með róttækum
aðgerðum og auknum styrkjum úr
sjóðum Evrópusambandsins.
Talsmaður samtaka evrópskra
bænda, sem hafa aðsetur í Brussel,
segir að ástandið eigi enn eftir að
versna með áframhaldandi þurrk-
um. Það stefni því í algjört hörm-
ungarástand og hrun hjá bændum á
Ítalíu, í Þýskalandi, Austurríki, á
Spáni, í Frakklandi og Portúgal og
einnig í sumum landanna, sem
undirbúa nú inngöngu í Evrópu-
sambandið. „Við höfum þegar látið
kanna ástandið á ESB-svæðinu en
getum því miður ekki birt niður-
stöðurnar fyrr en í september vegna
sumarleyfa í ágúst,“ sagði talsmað-
urinn.
Einu bændasamtökin í Evrópu
sem kvarta ekki yfir þurrkatíð eru
samtök bænda í hinu votviðrasama
Bredandi en þar búast menn við
aukinni uppskeru og að hún verði
viku fyrr á ferðinni en venjulega.
HITASPÁIN í DAG
Ekkert lát er á hitabylgjunni f
Evrópu og fá merki um að hita-
stig fari lækkandi. Hér að neðan
sjáum við hitaspá dagsins í dag í
nokkrum stórborgum Evrópu:
Amsterdam 25
Aþena 33
Barcelona 29
Belgrad 27
Berlín 27
Brussel 29
Búdapest 27
Búkarest 27
Hamborg 28
Helsinki 26
Kaupmannahöfn 25
Lissabon 34
London 25
Lúxemborg 29
Madrid 35
Moskva 26
Palma 31
París 30
Prag 25
Pristína 27
Róm 33
Sofia 26
Stokkhólmur 24
Varsjá 25
Vín 28
Zurich 29