Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2003, Side 24
24 DV HÍL(j/WULAO FÖSTUDAGUR 1.ÁGÚST2003
Matur og vín
Umsjónarmenn:
Gunnþóra Gunnarsdóttir, gun@dv.is
Arndís Þorgeirsdóttir, arndis@dv.is
Lax
Laxinn er rennilegur beinfiskur sem býryfir miklum stökkkrafti og getur stokkið upp allt að 3 m háa fossa. Villtur lax klekst í ám og lifir þar
fyrstu árin en gengur þá í sjó en leitar síðan upp í árnar aftur til að hrygna. Hann er vel metinn matfiskur um allan heim, bæði villtur og
alinn. Þó erþað ekki vegna bragðsins sem menn greiða stórar fjárhæðir fyrir að veiða hann í góðum laxveiðiám heldur vegna ánægjunnar.
Laxinn lifir ílöndunum við Norður-Atlantshafið og útbreiðsla hans nær frá Barentshafi og Hvítahafi suður með ströndum Noregs til Norð-
ur-Portúgals. Um 40 til 70 þúsund laxar eru veiddir hérlendis árlega. Algengt er að laxinn sé 60 til 100 cm á lengd og 2 til 7 kíló á þyngd
þegar hann gengur til hrygningar I ár. Pá er hann fjögurra til sjö ára. Stærsti lax sem mun hafa veiðst hér við land náðist árið 1957 við
Grímsey. Hann mældist 132 sm á lengd og vó rúmlega 20 kíló. Talið er að hann hafi verið tíu ára.
Frábær fiskur sem
gaman eraðelda
- segir Haukur Gröndal á Tjarnarbakkanum í Iðnói
„Það er bara eitt að segja um laxinn, hann er frábær fiskur sem gaman er
að elda,“ segir Haukur Gröndal, matreiðslumaður á veitingastaðnum
Tjarnarbakkanum í Iðnói. Tjamarbakkinn sérhæfír sig í fiskréttum og
Haukur er því öllum hnútum kunnugur þegar hann handfjatlar laxinn.
Hann segist halda upp á steiktan lax en einnig sé hann gómsætur grillaður
og svo sé líka gott að snæða hann hráan sem „fingurmat íyrir forréttinn",
þegar hann hefur verið skorinn í þunnar sneiðar og legið í sojasósu með rif-
inni engiferrót í um það bil tíu mínútur. En íyrir okkur á DV matreiðir
Haukur laxinn smjörsteiktan á pönnu með salti og pipar. Einfaldara getur
það ekki orðið. Meðlætið og sósan svíkur heldur engan.
Steiktur lax með kartöflu- og
ólífusalati og súrsætri
paprikusósu
800 g laxaflök
2 msk. smjör
salt og pipar
Laxinn er steiktur á pönnu í
nokkrar mínútur á báðum hliðum.
Kartöflu- og ólífusalt
100 g tómatar, fínsaxaðir
1/2 laukur, lítill
600 g nýjar kartöflur, soðnar
5 msk. óh'fuolía
60 g svartar ólífur, fínsaxaðar
20 g graslaukur
1 msk. basil
1 msk. tarragon
1 msk. kóríander
safi úr 1 sítrónu
salt og pipar
Kartöflumar em með eða án
hýðis eftir smekk og skomar í ten-
inga (1X1 sm). Síðan er öllu bland-
að saman, sett á pönnu og hitað.
Súrsæt paprikusósa
2 paprikur rauðar, fínsaxaðar
2 paprikur gular, fínsaxaðar
1 laukur
1 tsk. tarragon (estragon)
1 tsk. graslaukur
1 tsk. basil
1 tsk. timjan
1 lárviðarlauf
3 msk. martini, extra dry
1 tsk. hvítvínsedik
100 g sykur
safi úr 1 límónu
500 g grænmetissoð
60 g smjör
Haukur notar kryddjurtirnar
þurrkaðar með góðum árangri og
hér er magnið miðað við það. Allt
hráefnið er sett í pott og eldað þar
til vökvinn hefur soðið niður um
helming. Það tekur um það bil
20-30 mínútur á lágum hita. Lár-
viðarlaufið er tekið upp úr og allt
hitt síðan sett í matvinnsluvél og
maukað létt. Sósan er borin fram
heit.