Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2003, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2003, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST2003 DV HELGARBLAÐ 37 Mögnuð spenna fram undan - en biðin verður löng því F1 er á leið í sumarfrí Keppnistímabilið í ár hefur ekki verið nein vonbrigði fyrir sanna áhugamenn um kappakstur í Formúlu 1 og verður að segjast að enski kappaksturinn fyrir hálfum mánuði var hápunktur tíma- bilsins enn sem komið er. Fram- úrakstur var um alla braut og nóg var af óvæntum uppákom- um. Silverstone er án efa ein besta braut mótaraðarinnar og sannaði það með kappakstri sem allt að fimm ökumenn voru í aðstöðu til að vinna. Rubens Barrichello, sem hefur legið undir ámæli um að vera ekki nægilega harður, hreppti hnossið og var maður helgarinnar með ráspól, hraðasta hring og sig- ur. Hann varð sjöundi maðurinn til að vinna keppni í ár sem sýnir hversu jöfn keppnin er orðin - al- gjör umskipti frá síðasta ári. Fjögur keppnislið hafa átt mann á efsta þrepi og eru fjöldamörg ár síðan það hefur gerst. Það eru einungis Schumacher-bræður sem hafa unnið fleiri en eina keppni. Síðan | hafa McLaren-strákarnir unnið > sína hvor, Montoya og Barrichello j einnig. Ekki má gleyma óvæntum i en kærkomnum sigri Giancarlos Fisichella í Brasilíu snemma á tímabilinu. Stigakeppni jöfn Fjöldi sigurvegara ásamt breyttu stigakerfi hefur leitt til þess að stiga- taflan en með jafnasta móti. Ekki munar nema tuttugu stigum á Michaeal Schumacher í efsta sæti og Rubens Barrichello í því fimmta Síðastliðin þrjú ár hefur Formúla 1 tekið sér þriggja vikna frí í ágúst og reyndin er sú sama í ár. og geta því hlutirnir breyst og þró- ast á örskömmum tíma. Þrátt fyrir að hafa unnið fjórum sinnum hefur heimsmeistarinn fimmfaldi ekki nema sjö stiga forystu á Kima Raikkonen í öðru sæti og má ekki fatast flugið eina einustu keppni. Williams-ökumennimir Ralf og Juan Pablo hafa verið á hvínandi siglingu og koma fast í kjölfar Finn- ans unga og gætu veitt Schumacher verðuga keppni um meistaratitil- inn. Það er spennandi keppni fram undan og langt frá því að vera ljóst hver endar hæstur að stigum í lok tfmabilsins. í stigakeppni liðanna hefur Williams verið á geysilegri siglingu að undanförnu og hefur tekist að saxa verulega á forskot Ferrari í stigakeppninni. Þar er munurinn ekki nema tíu stig. Þrátt fyrir arfaslaka byrjun Williams, hef- ur þeim tekist að rétta svo um mun- ar úr kútnum og gætu með sama áframhaldi velt Ferrari úr meistara- stólnum í fyrsta sinn síðan 1999. McLaren er ekki í eins sterkri stöðu og virðist þurfa að sætta sig við þriðja sætið á meðan lið eins og Jagúar gerir nú mun betur en í fyrra og er komið í sjötta sætið og stefnir á að halda því út árið. Sumarfrí Síðastliðin þrjú ár hefur Formúla 1 tekið sér þriggja vikna frí í ágúst og reyndin er sú sama í ár. Fáir starfsmenn vinna eins gífurlega og tæknimenn og liðsmenn Formúlu 1 keppnisliða og ótrúlegt að vinnu- löggjöf Evrópusambandsins skuli ekki ná til þeirra líkt og annarra í álfunni. Að frumkvæði Eddie Jor- dans var þessu kærkomna fríi kom- ið á og í ofanálag eru allar prófanir einnig bannaðar fram að ítalska kappakstrinum í september. Næstu sex vikumar verða tvö þriggja vikna hlé og er það seinna tilkomið af fjarvem belgíska kappakstursins á Spa Francorchamps og er sárt saknað af mótaröðinni. Það eru því erfiðar vikur fram undan fyrir For- múluþyrsta áhugamenn sem geta ekki beðið eftir næstu keppni. Gleðilega verslunarmannahelgi. fWdv.is MORGUNVERÐARFUNDUR fimmtudaginn 7. ágúst 2003, kl. 8:30-9:45 Hvammi Grand hótel Reykjavík. Emkavæðing stórra mannvirkja Verslunarráð íslands og Bresk-íslenska verslunarráðið halda morgunverðarfund um einkavæðingu, einkum einkavæðingu samgöngumannvirkja og orkufyrirtækja. Framsögumaður: Eamonn Butler framkvæmdastjóri Adam Smitli Institute. Stofnun Adams Smiths hefur um langt skeið verið leiðandi í umræðu og ráðgjöf um einkavæðingu. Fundurinn er öUum opinn. Skráning í síma 510 7100 eða með tölvupósti í mottaka@chambcr.is. Smáauglýsingar Markaðstorgið —allt til alls 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.