Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2003, Page 33
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST2003 DV HELGARBLAÐ 37
Mögnuð spenna
fram undan
- en biðin verður löng því F1 er á leið í sumarfrí
Keppnistímabilið í ár hefur ekki
verið nein vonbrigði fyrir
sanna áhugamenn um
kappakstur í Formúlu 1 og
verður að segjast að enski
kappaksturinn fyrir hálfum
mánuði var hápunktur tíma-
bilsins enn sem komið er. Fram-
úrakstur var um alla braut og
nóg var af óvæntum uppákom-
um.
Silverstone er án efa ein besta
braut mótaraðarinnar og sannaði
það með kappakstri sem allt að
fimm ökumenn voru í aðstöðu til
að vinna. Rubens Barrichello, sem
hefur legið undir ámæli um að vera
ekki nægilega harður, hreppti
hnossið og var maður helgarinnar
með ráspól, hraðasta hring og sig-
ur. Hann varð sjöundi maðurinn til
að vinna keppni í ár sem sýnir
hversu jöfn keppnin er orðin - al-
gjör umskipti frá síðasta ári. Fjögur
keppnislið hafa átt mann á efsta
þrepi og eru fjöldamörg ár síðan
það hefur gerst. Það eru einungis
Schumacher-bræður sem hafa
unnið fleiri en eina keppni. Síðan
| hafa McLaren-strákarnir unnið
> sína hvor, Montoya og Barrichello
j einnig. Ekki má gleyma óvæntum
i en kærkomnum sigri Giancarlos
Fisichella í Brasilíu snemma á
tímabilinu.
Stigakeppni jöfn
Fjöldi sigurvegara ásamt breyttu
stigakerfi hefur leitt til þess að stiga-
taflan en með jafnasta móti. Ekki
munar nema tuttugu stigum á
Michaeal Schumacher í efsta sæti
og Rubens Barrichello í því fimmta
Síðastliðin þrjú ár hefur
Formúla 1 tekið sér
þriggja vikna frí í ágúst og
reyndin er sú sama í ár.
og geta því hlutirnir breyst og þró-
ast á örskömmum tíma. Þrátt fyrir
að hafa unnið fjórum sinnum hefur
heimsmeistarinn fimmfaldi ekki
nema sjö stiga forystu á Kima
Raikkonen í öðru sæti og má ekki
fatast flugið eina einustu keppni.
Williams-ökumennimir Ralf og
Juan Pablo hafa verið á hvínandi
siglingu og koma fast í kjölfar Finn-
ans unga og gætu veitt Schumacher
verðuga keppni um meistaratitil-
inn. Það er spennandi keppni fram
undan og langt frá því að vera ljóst
hver endar hæstur að stigum í lok
tfmabilsins. í stigakeppni liðanna
hefur Williams verið á geysilegri
siglingu að undanförnu og hefur
tekist að saxa verulega á forskot
Ferrari í stigakeppninni. Þar er
munurinn ekki nema tíu stig. Þrátt
fyrir arfaslaka byrjun Williams, hef-
ur þeim tekist að rétta svo um mun-
ar úr kútnum og gætu með sama
áframhaldi velt Ferrari úr meistara-
stólnum í fyrsta sinn síðan 1999.
McLaren er ekki í eins sterkri stöðu
og virðist þurfa að sætta sig við
þriðja sætið á meðan lið eins og
Jagúar gerir nú mun betur en í fyrra
og er komið í sjötta sætið og stefnir
á að halda því út árið.
Sumarfrí
Síðastliðin þrjú ár hefur Formúla
1 tekið sér þriggja vikna frí í ágúst
og reyndin er sú sama í ár. Fáir
starfsmenn vinna eins gífurlega og
tæknimenn og liðsmenn Formúlu 1
keppnisliða og ótrúlegt að vinnu-
löggjöf Evrópusambandsins skuli
ekki ná til þeirra líkt og annarra í
álfunni. Að frumkvæði Eddie Jor-
dans var þessu kærkomna fríi kom-
ið á og í ofanálag eru allar prófanir
einnig bannaðar fram að ítalska
kappakstrinum í september. Næstu
sex vikumar verða tvö þriggja vikna
hlé og er það seinna tilkomið af
fjarvem belgíska kappakstursins á
Spa Francorchamps og er sárt
saknað af mótaröðinni. Það eru því
erfiðar vikur fram undan fyrir For-
múluþyrsta áhugamenn sem geta
ekki beðið eftir næstu keppni.
Gleðilega verslunarmannahelgi.
fWdv.is
MORGUNVERÐARFUNDUR
fimmtudaginn 7. ágúst 2003, kl. 8:30-9:45
Hvammi Grand hótel Reykjavík.
Emkavæðing
stórra mannvirkja
Verslunarráð íslands og Bresk-íslenska verslunarráðið
halda morgunverðarfund um einkavæðingu,
einkum einkavæðingu samgöngumannvirkja
og orkufyrirtækja.
Framsögumaður: Eamonn Butler framkvæmdastjóri
Adam Smitli Institute. Stofnun Adams Smiths hefur
um langt skeið verið leiðandi í umræðu og ráðgjöf um
einkavæðingu.
Fundurinn er öUum opinn.
Skráning í síma 510 7100 eða með tölvupósti í
mottaka@chambcr.is.
Smáauglýsingar
Markaðstorgið
—allt til alls
550 5000