Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2003, Qupperneq 25
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST2003 DV HELGARBLAÐ 25
Lax og silungur eru algengur
matur á borðum landsmanna á
þessum árstíma. Matreiðslan hér á
síðunni er afar girnileg þar sem lax-
inn er eldaður á einfaldan hátt en
meðlætið er samsett úr fersku
grænmeti og ljúffengum kryddteg-
undum. Við erum við sama hey-
garðshornið og venjulega og viljum
mæla með vínum með matnum;
ekki síst þar sem margir gera sér
glaðan dag um verslunarmanna-
helgina.
Við fengum Gunnlaug Pál Páls-
son hjá Austurbakka til að finna vín
með krásunum. Kaliforníuvín urðu
fyrir valinu hjá Gunnlaugi Páli og
bæði frá sama framleiðanda; hinu
rúmaða J. Lohr-fyrirtæki.
Við gerð Cypress-vínanna er allt
gert til að ná því besta fram í þrúg-
unum og eru þær valdar frá hinum
ýmsum víngörðum J. Lohr-fjöl-
skyldunnar. Hugmyndin er að búa
til gæðavín sem er jafnframt hvers-
dagsvín. Til þess að vínin bragðist
alltaf eins geta blöndurnar því verið
mismunandi ár frá ári.
Fyrra vínið sem varð fyrir valinu
kallast Cypress White Zinfandel frá
Lodi-svæðinu. Vínið fer vel við lax-
inn því það er fallega laxableikt á
litinn. Umurinn er af jarðarberjum
og rifsberjum með frfskandi, lfflegri
og snarpri sýru. Vfnið er aðeins
freyðandi með vott af sætu. Að sögn
Gunnlaugs Páls hentar þetta vín
mjög vel með laxi, barbeque-rifjum
og kjúklingi, salötum með bctls-
amic-dressingu eða rifsberjaediki.
Cypress Zinfandel getur líka ver-
ið alveg frábært eitt og sér. Það má
vel hugsa sér að bjóða upp á það
sem fordrykk í sumarbústaðnum
eða í lautarferðinni. Þrúgurnar eru
að stærstum hluta Zinfandel, eða
90%, 5,5% eru Syrah og 4,5%
Merlot. Vínið fæst í reynsluverslun-
um ÁTVR og kostar 990 krúnur.
Önnur tegund frá sama fyrirtæki
varð einnig fyrir valinu hjá Gunn-
laugi Páli. Það heitir Cypress Barrel
Fermented Chardonnay. Þetta vín
er frá Monterey og Clarksburg. Vín-
ið hefúr gylltan lit og ber með sér
flúkna angan epla, límúnu-krydd-
túna, jarðarberja, hvftra blúma,
vanillu og smjörs. Ríkulegt bragð er
af sítrus, eplum og ristaðri dökkri
eik með löyddtúnum sem þykja
samsvara sér einkar vel.
Cypress Chardonnay er úrvalsvín
eitt og sér sem fordrykkur. Það
passar líka mjög vel með pastarétt-
um, fiskréttum í rjúmasúsu, svo
sem laxi, og einnig með ljúsu fugla-
kjöti. Þrúgurnar eru að stærstum
hluta Chardonnay, eða 93,4%, og
6,6% Viognier. Cypress
Chardonnay fæst í flestum verslun-
um ÁTVR og kostar 1.290 krúnur.
Gæðavín frá Kaliforníu
sem eru iíka hversdagsvín
- eru val Gunnlaugs Páls Pálssonar hjá Austurbakka
Haukur með kartöflu- og
ólífusalatið sem hann mótar
sem kringlótta köku á diskinum
og leggur laxinn ofan á.
Hér er sósan hrærð í mauk en
þegar um meira magn er að
ræða er matvinnsluvél gjarnan
notuð ef hún er fyrir hendi.
Lárviðarlauf henta vel sem
skreyting á laxinn sem hefur
verið steiktur þannig að húðin
er orðin stökk.
DV-myndir: ÞÖK