Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2003, Blaðsíða 44
48 TILVERA FÖSTUDAGUR 1.ÁGÚST2003
íslendingar Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Netfang: aettir@dv.is Sími: 550 5826
Áttatíu ára
-|
n
Kristín Axelsdóttir
ferðaþjónustubóndi og kirkjuorganisti í Grímstungu I
Kristín Axelsdóttir, ferðaþjón-
ustubóndi og kirkjuorganisti,
Grímstungu I, áður Fjallahreppi,
Norður-Þingeyjarsýslu, er áttræð í
dag.
Starfsferill
Kristín fæddist á Syðri-Bakka í
Kelduhverfi í Norður-Þingeyjar-
sýslu og ólst upp í Ási í Kelduhverfi.
Hún stundaði nám um eins vetrar
skeið við Húsmæðraskólann að
Laugum í Reykjadal í Norður-Þing-
eyjarsýslu 1945-46 og nam organ-
leik á Akureyri og hefur síðan sótt
íjölda námskeiða í kirkjuorgelleik á
vegum söngmálastjóra Þjóðkirkj-
unnar.
Kristín hefur lengst af stundað
húsfreyjustörf í Grímstungu I í
landi Grímsstaða á Hólsíjöllum og
hún hefur verið ferðaþjónustu-
bóndi í Grímstungu I undanfarin
ár. Þá hefur hún verið kirkju-
organisti í Möðrudal á Efra-Fjalli og
í Víðirhólskirkju frá 1949 og er það
enn.
Fjölskylda
Kristín giftist 24.7. 1948 Benedikt
Sigurðssyni, f. 26.9. 1909, d. 22.6.
1990, bónda. Hann var sonur Sig-
urðar Kristjánssonar, bónda og
hreppstjóra á Grímsstöðum, og
Kristjönu Pálsdóttur húsfreyju.
Börn Kristínar og Benedikts eru
Sigríður Kristjana Benediktsdóttir
bankastarfsmaður; Sigurður Axel
Benediktsson umsjónarmaður,
kvæntur Ólöfu Erlu Bjarnadóttur
myndlistarmanni.
Fósturbörn Kristínar og Bene-
dikts eru Sigurður Bragason tölv-
unarfræðingur en sambýliskona
hans er Erla Björgvinsdóttir skrif-
stofumaður; Ævar Kjartansson
dagskrárgerðarmaður, kvæntur
Guðrúnu Kristjánsdóttur myndlist-
armanni.
Stjúpbörn Kristínar eru Bragi
Benediktsson bóndi, kvæntur Sig-
ríði Hallgrímsdóttur húsfreyju; Al-
dís P. Benediktsdóttir bankastarfs-
maður, gift Sigurði E. Guðmunds-
syni, fyrrv. framkvæmdastjóra.
Systkini Kristínar: Óttar Bragi Ax-
elsson, f. 8.9. 1918, d. 1.1. 2000,
bóndi í Ási í Kelduhverfi; Auður Ax-
elsdóttir, f. 15.4. 1920, húsfreyja í
Reykjavík; Yngvi Örn Axelsson, f.
15.11. 1921, d. 24.4. 1998, bóndi í
ÁsijÁslaug Axelsdóttir, f. 16.12.
1927, d. 28.3. 1997, húsfreyja og
kennari á Akureyri.
Foreldrar Kristínar voru Axel
Jónsson, bóndi og kennari í Ási í
Kelduhverfi, og k.h., Sigríður Jó-
hannesdóttir, húsfreyja og bóndi í
Ási.
Kristín verður ekki heima á af-
mælisdaginn en býður upp á kaffi
heima í Grímstungu, laugardaginn
2.8. kl. 16.00 að lokinni guðþjón-
ustu íVíðirhólskirkju.
Fjörutíu ára
Ingólfur Bragi Arason
málari og kaupmaður á Vopnafirði
Ingólfur Bragi Arason málari,
Fagrahjalla 22, Vopnafirði, verður
fertugur á sunnudaginn.
Starfsferill
Ingólfur fæddist á Vopnafirði og
ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann
stundaði nám við Grunnskóla
Vopnafjarðar og lauk þaðan
prófum 1979, stundaði síðar nám
við Iðnskólann í Reykjavík og lauk
þaðan sveinsprófi í málaraiðn
1989.
Ingólfur fór ungur að vinna og
hefur stundað ýmis störf til sjós og
lands, verið í byggingarvinnu,
stundað sjómennsku um hríð,
vann við landbúnaðarstörf og loks
málningavinnu. Hann hefur starf-
rækt málningarþjónustu og verslun
á Vopnafirði frá 1990.
Ingólfur hefur ætíð átt heima á
Vopnafirði, að undanskildum
námsárunum í Reykjavík.
Ingólfur hefur verið virkur félagi í
björgunarsveitinni Vopna-Erni á
Vopnafirði.
Fjölskylda
Eiginkona Ingólfs er Helga Jak-
obsdóttir, f. 28.10. 1965, lyfjatækn-
ir. Þau hófu sambúð 1984 en giftu
sig 30.12. 1999. Helga er dóttir Jak-
obs Gísla Ágústssonar, f. 6.8. 1921,
d. 20.9. 1994, bónda, ogAðalbjarg-
ar Pétursdóttur, f. 6.1. 1942, ráðs-
konu.
Dætur Ingólfs og Helgu: stúlka
Ingólfsdóttir, f. 4.1. 1991, d. 5.1.
1991; Glódís Ingólfsdóttir, f. 18.8.
1995.
Systkini Ingólfs: Margrét Arna
Aradóttir, f. 22.11. 1961, leikskóla-
kennari á Akranesi; Stefanía Hall-
björg Aradóttir, f. 18.12. 1969,
verkamaður á Vopnafirði; Guð-
mundur Ari Arason, f. 4.1. 1977,
vélsmiður í Reykjavík.
Foreldrar Ingólfs: Ari Guðmar
Hallgrímsson, f. 24.11. 1938, vél-
gæslumaður á Vopnafirði, og Sól-
veig Kristín Ingólfsdóttir, f. 5.10.
1941, verkamaður.
Ætt
Fósturfaðir Ara Guðmars var
Bragi Jónsson verkamaður.
Móðir Ara Guðmars: Signý S.
Þorvaldsdóttir, húsmóðir og verka-
kona, lengst af í Garði á Suðurnesj-
um, síðar í íbúðum aldraðra í Kefla-
vík.
Sólveig Kristín er dóttir Ingólfs
Björnssonar og Sesselju A. Bene-
diktsdóttur en þau voru lengst af
bændur í Vatnsdalsgerði í Vopna-
firði.
Foreldrar Ingólfs voru Björn Eyj-
ólfsson, bóndi, og Ásta Jónasdóttir
húsfreyja. Þau bjuggu að Fagradal á
Hólsfjöllum.
Foreldrar Sesselju voru: Benedikt
Stefánsson og Sólveig Stefánsdótt-
ir, bændur á Þorvaldsstöðum f
Vopnafirði.
Stórafmæli
Föstudagurinn 1. ágúst
95 ára
Sigrfður Þorsteinsdóttir,
Hraunbæ 103, Reykjavík.
85 ára
Helga Guörún Karlsd. Schiöth,
Kópavogsbraut 1 b, Kópavogi.
80ára
ÓlafurJónsson,
Urriðavatni, 701 Egilsstöðum.
Salóme Guðmundsdóttir,
Skúlagötu 20, Reykjavík.
Stella Sigurgeirsdóttir,
Lönguhlíð 16, Akureyri.
75 ára
Helga Guöjónsdóttir,
Garðabraut 5, Akranesi.
Ólafur Veturliðason,
Vesturtúni 38, Bessastaðahreppi.
70 ára
Arnhildur Guðmundsdóttir,
Aratúni 32, Garðabæ.
Asta Slgurðardóttir,
Túngötu 3, Vestmannaeyjum.
Halldór Helgason,
Vatnsholti 10, Reykjavík.
Þorgeir Þorgeirsson,
Birkibergi 40, Hafnarfirði.
60 ára
Amalía Svala Jónsdóttir,
Heiðarlundi 2, Garðabæ.
Eggert Óskarsson,
Mávahlið 27, Reykjavík.
Guðberg Guðmundsson,
Búðarstíg 20, Eyrarbakka.
Guðný Þórarinsdóttir,
Meðalheimi, Austur-Húnavatnss.
Hermann Tönsberg,
Háaleitisbraut 17, Reykjavík.
Margrét Kristine Toft,
Hlíðarvegi 61, Ólafsfirði.
Vilberg öm Normann,
Ekrusmára 17, Kópavogi.
Ögn Guðmundsdóttir,
Krossanesi, Vestur-Húnavatnssýslu.
50 ára
Ársæll Daníelsson,
Höfðabraut 15, Hvammstanga.
Benedikt Einar Gunnarsson,
Sæviðarsundi 68, Reykjavík.
Halldór K Ásgeirsson,
Hásteinsvegi 12, Stokkseyri.
Jón Baldvin Hannesson,
Ásabyggð 6, Akureyri.
Magnús Björn Brynjólfsson,
Aflagranda 31, Reykjavík.
Maren Aðalbjörg Jakobsdóttir,
Dalhúsum 9, Reykjavík.
Sigrún Kristinsdóttir,
Furugrund 70, Kópavogi.
40ára
Anna Sigríður Helgadóttir,
Mýrargötu 16, Reykjavík.
Ágúst Sindri Karlsson,
Einihlíð 2, Hafnarfirði.
Bergdís Linda Kjartansdóttir,
Holtsgötu 37, Reykjavík.
Birgitta Bjargmundsdóttir,
Orrahólum 7, Reykjavík.
Björn Steinar Sigurjónsson,
Staðarhrauni 4, Grindavík.
Brynja Dögg Birgisdóttir,
Vesturvegi 30, Vestmeyjum.
Gróa Guðmundsdóttir,
Öldugötu 46, Hafnarfirði.
Guðjón G. Engilbertsson,
Boðaslóð 17, Vestmannaeyjum.
Guðjón H. Amgrfmsson,
Lyngbraut 3, Garði.
Guðrún Kristjánsdóttir,
Hrólfsskálavör 14, Seltjarnarnesi.
Hjalti BJarnfinnsson,
Lautasmára 18, Kópavogi.
Jón Lárus Guðmundsson,
Brekkugötu 52, Þingeyri.
Kristfn Gunnarsdóttir,
Tunguvegi 98, Reykjavík.
Ólafur Karel Jónsson,
Engjaseli 63, Reykjavík.
Pálína Kristín Garðarsdóttir,
Hlíðarvegi 5, Suðureyri.
Sigurður Sigurðsson,
Vatnsholti 18, Keflavík.
Þorsteinn Bergþór Sveinsson,
Fagurhóli 3, Grúndarfirði.
Laugardagurinn 2. ágúst
90 ára
Marteinn Steingrfmsson,
Ásgarðsvegi 25, Húsavík.
85 ára
Pétur Benediktsson,
Hamraborg 36, Kópavogi.
80 ára
Ágúst Guðjónsson,
Hjallaseli 33, Reykjavík.
75 ára
Einar Þórarinsson,
Eyrargötu 4, Eyrarbakka.
Jóhanna Ólafsdóttir,
Völlum, Akranesi.
Valdfs Sigurðardóttir,
Blönduhlíð 21, Reykjavík.
60 ára
Haraldur Sigurðsson,
Núpskötlu 2, Norður-Þingeyjars.
Hjálmar Þ. Diego,
Dalseli 28, Reykjavík.
Jón Guðmundsson,
Eyrargötu 8, ísafirði.
Jónfna H. Jónsdóttir,
Hverfisgötu 59, Reykjavík.
Páll Richardson,
Grenimel 20, Reykjavík.
50 ára
Baldvin K Kristjánsson,
Heiðarvegi 55, Vestmeyjum.
Ingólfur Sigurðsson,
Urðarhæð 5, Garðabæ.
Ólaffa K Kristjánsdóttir,
Þrastarhólum 8, Reykjavík.
Ómar Blöndal Siggeirsson,
Eiðistorgi 1, Seltjarnarnesi.
Ómar Hafsteinsson,
Prestastíg 4, Reykjavík.
Rlkarð Már Haraldsson,
Melagötu 8, Neskaupstað.
Stefanfa Þorsteinsdóttir,
Mýrarvegi 122, Akureyri.
40 ára
Anna Marfa Harðardóttir,
Fífuseli 41, Reykjavík.
Arnar Sigurðsson,
Litlagerði 8, Húsavík.
Brynjar Indriðason,
Stuðlabergi 44, Hafnarfirði.
Garðar Hólm Jónsson,
Hraunbæ 130, Reykjavík.
Guðmundur Valdimarsson,
Sundstræti 30, ísafirði.
Helga Kristfn Hlllers,
Álfheimum 27, Reykjavík.
Karl Einar Óskarsson,
Ásabraut 5, Sandgerði.
Kristinn Herbert Jónsson,
Heiðarhvammi 8g, Keflavík.
Lilja Jónasdóttir,
Markarflöt 12, Garðabæ.
Margrét Svanlaugsdóttir,
Bröttuhlíð 8, Akureyri.
Sigurborg Birgisdóttir,
Haukalind 12, Kópavogi.
Svavar Valtýr Stefánsson,
Foldahrauni 41 b, Vestmeyjum,
I
I