Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2003, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2003, Page 52
56 DVSPORT FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST2003 DVSport Keppni í hverju oröi Netfang: dvsport@dv.is Sími: 550 5885 • 550 5887 • 550 5889 Kjartan til Bordeaux Víkingar styrkjast KNATTSPYRNA: Hinn 17 ára sóknarmaður úr KR, Kjartan Henry Finnbogason, er á leið- inni til franska liðsins Bordeaux þar sem hann mun dvelja í tíu daga, 10.-20. ágúst næstkom- andi. Kjartan Henry fór einnig til Bor- deaux síðasta haust og leist forráðamönnum liðsins það vel á pilt að þeir vildu gera vlð hann samning. Ekkert varð þó úr því á þeim tíma en líklegt þykir að Kjartan Henry muni fara út í haust eftir að tímabili lýkur. Hann hefur komið við sögu í einum leik KR í Landsbanka- deildinni í sumar en hann kom inn á sem varamaður í 2-1 tapi liðsins Fylki á Fylkisvelli. KNATTSPYRNA: Víkingar hafa heldur betur styrkt sig fyrir lokabaráttuna í 1. deildinni. (fyrradag gekk miðjumaðurinn Jón B. Hermannsson úr Fylki til liðs við félagið og í gær fengu Víkingarannan miðjumann, Jón Skaftason úr KR, lánaðan úttímabilið. Víkingar þurfa að horfa á eftir þeim Agli Atlasyni og Grétari Sigurðssyni til Bandaríkjanna, þar sem þeir stunda nám, í ágúst en óhætt er að segja að þessir tveir leikmenn muni styrkja liðið enn frekar í barátt- unni um sæti í efstu deild á komandi tímabili. Hvorugur Jóninn hefur átt fast sæti í byrj- unarliði síns félags í sumar og vildu þeir því breyta til. Nýtt björgunarævintýri í uppsiglingu hjá Fram Lagði skelfilega Gríndvíkinga sannfærandi í Laugardalnum í gærkvöid Framarar unnu óvæntan en verðskuldaðan sigur á Grind- víkingum á Laugardalsvelli í gærkvöldi, 2-0, og sýndu með frammistöðu sinni að það er allt of snemmt að afskrifa þá. Staða "*■ þeirra hefur verið erfið í allt sumar, þeir fengu lítið hrós þeg- ar þeim loksins tókst að vinna leik en með jafneinbeittum og öguðum leik og þeir sýndu í seinni hálfleik er aldrei að vita hvað getur gerst. Fæst orð hafa minnsta ábyrgð ef lýsa á leik Grindvíkinga. Stemningsleysið var algjört og ekki að sjá að nokkur þeirra kæmi með réttu hugarfari til leiks. Fyrri hálfleikurinn var einn sá siakasti á íslandsmótinu til þessa, Grindvíkingar voru örlítið skárri íyrsta hálftímann án þess að ógna verulega en á meðan var ekkert í gangi í sóknarleiknum hjá Fram. Það mátti greina á uppstilllingu Framara að þeir ætluðu að mæta „Ég er orðlaus eftir þetta. Liðið var engan veginn tilbúið íþetta, það var engin leikgleði og engin barátta. Þannig var þetta alveg frá upphafi til enda. “ mótherjum sínum aftar á vellinum en þeir eru vanir og munaði þar mikið um endurkomu Ágústs Gylfasonar sem lék fyrir aftan miðjumennina. Það var líka miklu meira öryggi í öllum aðgerðum liðsins á eigin vallarhelmingi en að undanförnu. Grindvíkingar voru með sína hefðbundnu uppstillingu og nýju mennirnir tveir, þeir Mathias Jack og Jerry Brown, komu báðir inn í byrjunarliðið. Það voru einmitt Brown og Jack sem fengu einu færi Grindvikinga i fyrri hálfleik en hvorugur hitti markið úr góðum færum. Það benti ekkert til þess að skor- að yrði í fyrri hálfleik þegar Ágúst Gylfason tók óáreittur á rás að markinu á lokamínútunni og lét vaða utan vitateigs án þess að Heigi Már Helgason fengi við ráðið í markinu. Þetta var aðeins önnur tilraun Framara við markið í fyrri hálfleik svo að þeir geta verið ánægðir með nýtinguna. Lítil ógnun Grindvíkinga Margir hafa eflaust búist við að Framarar myndu draga sig enn aft- ar á völlinn í seinni hálfleik en þess gerðist ekki þörf því að Grindvík- ingar áttu í mestu erfiðleikum með að finna samherja þegar komið var inn á vallarhelming Framara og ógnunin var engin ef undan er skil- ið glæsilegt langskot Eyþórs Ada Einarssonar sem Gunnari Sigurðs- syni tókst með naumindum að verja í þverslá. Framarar léku skynsamlega og þrátt fyrir að sækja á fáum mönn- um tókst þeim engu að síður að skapa meiri ógnun en sóknar- mönnum Grindvíkinga. Vörn Grindvíkinga var þunglamaleg og menn voru ósamstiga, ekki síst í uppsettum atriðum. A 71. mínútu juku Framarar for- skotið, Ágúst Gylfason átti þá langa sendingu á Daða Guðmundsson sem nýtti sér vandræðagang Grind- víkinga og skoraði í tómt markið eftir misheppnað úthlaup Helga Más. Grindvfkingar voru aldrei lík- legir til þess að minnka muninn eftir þetta. Þetta var ekki endilega besti leik- ur Framara í sumar og mega þeir gæta sín að ofmetnast ekki. Það er ekki mikið að gerast í kringum sóknarmenn liðsins og Kristinn Tómasson var stundum einangrað- ur í fremstu víglínu. Framarar geta þó byggt ofan á það sem þeir voru að gera vel í þessum leik. Andrés Jónsson og Ingvar Ólason léku vel í öftustu víglínu Framara og Ágúst Gylfason spilaði einnig vel. Grindvíkingar vilja eflaust gleyma þessum leik sem alla fyrst. Þeir voru sem höfúðlaus her án Sinisa Kekic og þurfa að leita úr- lausna fyrir næsta leik þegar hann tekur út annað leikbann. Nýju mönnunum tókst ekki að færa nýtt blóð inn í leik liðsins og lykilmenn þeirra brugðust. Gestur Gylfason og Eyþór Einarsson voru einna skástir í stemningslausu liði þeirra. Það var ekkert í gangi „Ég er orðlaus eftir þetta. Liðið var engan veginn tilbúið í þetta, það var engin leikgleði og engin barátta. Þannig var þetta alveg frá upphafi til enda. Menn voru aðal- lega að tuða í dómaranum og láta það fara í taugamar á sér að Fram- ararnir vom betri. Það var ekkert í gangi hjá okkur, við vomm með boltann en vomm aldrei á leiðinni að brjóta þá niður,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason Grindvíkingur að leik loknum. MunaÖi svona mikið um Kekic? „Það munaði náttúrlega um hann en menn eiga að geta spilað eins og menn þó að hann vanti." Fundum taktinn „Menn em búnir að bíða eftir því að fá leik þar sem við emm þéttir allan tímann. Þetta hefur Steinar verið að leggja upp og menn hafa ELLEFU FRAMARAR Á BLAÐ Daði Guðmundsson varð í gær ellefti Framarinn til að skora í Landsbanka- deildinni f sumar og Framliðið er nú farið að nálgast metið í tfu liða deild yfir flesta leikmenn sem skora á einu tímabili. Mest hafa þrettán leikmenn skorað fyrir eitt lið f tíu liða efstu deild en það met eiga nú þrjú lið, Þróttur (1983), (A (1997) og KR (1999). Markaskorarar Framara í sumar: Kristján Brooks Ágúst Gylfason 4 3 Andri Fannar Ottósson 1 Andrés Jónsson 1 Baldur Bjarnason 1 Daði Guðmundsson 1 Ingvar Ólason 1 Ómar Hákonarson 1 Ragnar Árnason • 1 Viðar Guðjónsson 1 Þorbjörn Atli Svelnsson 1 Þessir hafa skorað i efstu deild en eiga eftir að skora í sumar: Guðmundur Steinarsson 28 Kristinn Tómasson 23 Freyr Karlsson 3 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 1 Eggert Stefánsson 1 oojspormdv.ís verið að reyna að fara eftir því en það tekur oft sinn tíma. Menn em búnir að bíða eftir því að finna þennan takt sem við náðum í dag, við gerðum þetta einfalt, vomm ákveðnir og það skilaði þremur stigum. Þetta var það sem við þurftum fyrir þjóðhátíðina. Það var mjög mikilvægt að fá Ágúst inn, við vomm búnir að sakna hans. Hann er náttúrlega kjölfestan í liðinu og fyrirliði. Hann hefur mikla reynslu og það skiptir Þetta var ekki endilega besti leikur Framara í sumar og mega þeir gæta sín að ofmetnast ekki. Framarar geta þó byggt ofan á það sem þeir gerðu vel. miklu máli að hafa svona mann fyr- ir framan vörnina. Það var eigin- lega það eina sem breyttist en ann- ars vomm við bara að þétta betur. Menn einbeittu sér að vörninni fyrst og fremst. Þetta hefur verið höfuðverkurinn, við höfum fengið mark á okkur í hverjum leik held ég. Þó að við höfúm einbeitt okkur að varnarleiknum vomm við ekki smeykir um að mörkin myndu ekki koma. Það skilaði okkur sigri í dag, tvímælalaust," sagði Andrés Jóns- son, einn besti maður Framara í leiknum. hrm NÝR ENDASPRETTUR HAFINN Slæm staða Framara í botnbaráttunni batnaði nokkuð með 2-0 sigri á Grindavfk f gær og liðið á nú sex leiki eftir til að forðast fallið líkt og liðið hefur gert með ótrúlegum hætti undanfarin ár. Fram á eftir að leika við liðin í 4. til 9. sæti, er búið með ieikina gegn þremur efstu liðunum og á leikina gegn liðunum f 4. og 5. sæti á heimavelli sfnum eftir. Fallbarátta Framara 1998-2003: 2003 Fram í 12. umferð: 10. sæti (11 stig) Mótherjartil loka móts: (A (ú), (BV (h), KA (ú), FH (h). Valur (ú), Þróttur (h). 2002 Fram f 12. umferð: 8. sæti (13 stig) Árangur í 13. til 18. umf. 7 stig Lokastaða Fram: 8. sæti (20 stig) Björguðu sér á markatölu 2001 Fram f 12. umferð: 9. sæti (10 stig) Árangurí 13. til 18. umf. 10 stig Lokastaða Fram: 8. sæti (20 stig) 2000 Fram í 12. umferð: 8. sæti (15 stig) Árangur f 13. til 18. umf. 2 stig Lokastaða Fram: 8. sæti (17 stig) Björguðu sér á markatölu 1999 Fram í 12. umferö: 4. sæti (15 stig) Árangur í 13. til 18. umf. 4stig Lokastaða Fram: 7. sæti (19 stig) 1998 Fram í 12. umferð: 7. sæti (13 stig) Árangur f 13. til 18. umf. 7 stig Lokastaða Fram: 6. sæti (20 stig) ooj.sport@dv.is Fram-Gríndavik 2—ö (1 ~Ö) LáUTjofóaií VÖjiUf 1- 0 Agúst Gytfason (45., skot utan teigs eftir einleik). 2- 0 Daði Guðmundsson (71, skot innan teigs eftir sendingu frá Ágústi Gylfasyni). Fram (4-5-1) Gunnar Sigurðsson ........4 Ragnar Árnason............3 IngvarÓlason..............3 Andrés Jónsson ...........4 Gunnar Þór Gunnarsson ... 3 Ágúst Gylfason............4 (84., Freyr Karlsson.....-) Daði Guðmundsson .........2 (73, Ómar Hákonarson ....-) Baldur Bjarnason .........3 Viðar Guðjónsson .........2 Krlstlnn Tómasson.........2 (76, Kristján Brooks.....-) Andri Fannar Ottósson.....2 Samtals 11 menn..........32 Dómari: Eyjólfur Ólafsson (4). Áhorféndur. 768. Gul spjöld: Fram: Kristinn (77.). Grindavfk: Brown (43.), McShane (57.), Gestur (58.), Jack (77.). Rauð spjöld: Engin._________ Skot (á mark): 7 (2)-8 (3) Hom: 5-5 Aukaspymun 23-19 Rangstöðun 2-4 Varin skob Gunnar S. 3 - Helgl Már 0. Grindavík (4-3-3) Helgi Már Helgason...... Óðinn Árnason........... MathiasJack............. Ólafurörn Bjarnason .... Gestur Gylfason ........ Eyþór Atli Einarsson ... Guðmundur Bjarnason..... (82, Sveinn Þ. Steingrímss. -) Paul McShane............2 (65, Eysteinn Hauksson ...1) Óli Stefán Flóventsson..1 Ray Anthony Jónsson.....2 Jerry Brown.............1 (63, Alfreð Jóhannsson .... 2) Samtals 13 menn........21 Gæði leiks: Maður leiksins hjá DV Sporti: Ágúst Gylfason, Fram BARÁTTA: Framarinn Ingvar Ólason og Grindvíkingurinn Jerry Brown berjast hér um boitann í leik liðanna á Laugardaisveliinum í gærkvöld. DV-mynd Pjetur K A B l A B LANDSBANKADEiLD Ú Staðan: Fylkir 12 7 2 3 19-9 23 KR 12 7 2 3 18-15 23 Grindavfk 12 6 1 5 17-19 19 Þróttur 12 6 0 6 19-19 18 FH 12 5 3 4 20-19 18 KA 12 5 2 5 21-17 17 (BV 12 5 1 6 18-19 16 IA 12 3 5 4 16-16 14 Valur 12 4 0 8 16-22 12 Fram 12 3 2 7 16-25 11 Markahæstu leikmenn: BjörgólfurTakefusa, Þrótti 9 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, IBV 9 SteinarTenden, KA 8 Allan Borgvardt, FH 6 Jóhann Hreiðarsson, Val 6 Sören Hermansen, Þrótti 6 Haukur Ingi Guðnason, Fylki 5 Hreinn Hringsson, KA 5 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, KR 5 Veigar Páll Gunnarsson, KR 5 Næstu leikln IBV-Grindavík lau. 9. ág. 14.00 (A-Fram sun. 10. ág. 18.00 FH-Fylkir sun. 10. ág. 18.00 KR-KA sun. 10. ág. 18.00 Þróttur-Valur mán. 11. ág. 20.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.