Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2003, Blaðsíða 12
72 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 1.ÁGÚST2003 Útíönd Heimurinn í hnotskurn Umsjón: Erlingur Kristensson / Kristinn Jón Arnarson Netfang: erlingur@dv.is / kja@dv.is Sími: 550 5828 N-Kóreumenn í viðræður NORÐUR-KÓREA: Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa samþykkt að taka þátt í sex landa samn- ingaviðræðum um umdeilda kjarnorkuáætlun sína, með þátttöku Kínverja, Rússa, Bandaríkjamanna, Suður- Kóreumanna og Japana, sem liklega fara fram í Peking. Þar með er lokið löngu samningaþófi um langþráðar fjöldaviðræður síðan í apríl en hingað til hafa Norður-Kóreu- menn aðeins viljað ræða málið við Bandaríkjamenn án þátt- töku annarra þjóða. Að sögn Lee Soo-hyuk, aðstoðarutan- ríkisráðherra S-Kóreu, var viljayfirlýsing Norður-Kóreu- manna stuttorð og án allra skil- yrða. Ekki hefur verið ákveðið hvenær viðræðurnar hefjast. Herferð hafin PÁFAGARÐUR: Páfagarður hefur haf- ið alþjóðlega herferð gegn hjóna- vígslum samkynhneigðra til þess að koma í veg fyrir að fleiri þjóðir í Evrópu og Ameríku setji lög sem leyfi slíkt. (harðorðri tólf síðna yfirlýsingu, sem undirrituð eraf Joseph Ratzinger, guðfræðilegum ráðgjafa Jóhannesar Páls páfa, segir að kaþólska kirkjan líti svo á að sambönd samkynhneigðra séu ósiðleg, óeðlileg og skaðleg. Dætur Saddams til Jórdaníu Tvær af þremur dætrum Sadd- ams Husseins, fyrrum íraks- forseta, þær Raghad og Rana Saddam og níu börn þeirra, hafa fengið hæli í Jórdaníu af mannúðarástæðum og eru þær þegar komnar til Amman þar sem þær munu búa í einni af höllum Abdullah konungs. Það var Nabil Sharif, upplýsinga - málráðherra Jórdaníu, sem til- kynnti þetta í gær og sagði hann að systurnar væru gestir þjóðarinnar og Abdullah konungs. „Sem gestum er þeim velkomið að dvelja hér og velkomið að fara hvert sem þær vilja um landið. En það er tilfmning mín að þær séu komnar til þess að vera hér áfram,“ sagði Nabil. Að sögn náinna vina systranna sóttu þær sjálfar um hæli í Jórdaníu og veitti Abdullah konungur það fúslega af mannúðarástæðum, þar sem þær áttu ekki í önnur hús að venda. Eiginmennirnir skotnir Þær Raghad, sem er 35 ára og Rana, sem er tveimur árum yngri eru dætur Saddams og fyrstu eigin- konu hans, Sajida Khairallah Telah. Hvorug þeirra var eftirlýst af Bandaríkjamönnum og talið ólík- legt að þær viti nokkuð um dvalar- stað eða ferðir föðurs síns síðan hann var hrakinn frá völdum. Eiginmenn systranna, þeir Huss- ein og Saddam Kamal voru skotnir til bana að skipan Saddam Huss- eins árið 1996, sakaðir um Iandráð eftir að hafa snúið heim frá Jór- danfu, en árið áður höfðu þeir flúið þangað ásamt fjölskyldum sínum og boðið fram aðstoð sfna við að steypa tengdaföður sínum af stóli. Að sögn náinna vina sóttu þær sjálfar um hæli í Jórdaníu og veitti Abdullah konungur það fúslega afmann- úðarástæðum þar sem þær áttu ekki í önnur hús að venda. Saddam Kamal hafði um áraraðir stjórnað gjöreyðingavopnaáætlun fraka og lak hann upplýsingum um áætlunina til bandarískra, breskra og jórdanskra stjórnvalda. Sex mánuðum síðar bauð Sadd- am þeim að koma aftur heim til íraks og lofaði fyrirgefningu synd- anna. Þeir þáðu það en voru fljót- lega drepnir eftir 13 klukkustunda skotbardaga, sem taiið er að þeir Uday og Qusay, synir Saddams, hafi MÓÐIR OG SYSTUR: Sajida Khairallah Telah, fyrsta eiginkona Saddams Husseins ásamt dætrunum Rönu og Raghad og nokkrum börnum þeirra systra. skipulagt að beiðni föður þeirra. Síðan þá hefur systrunum verið haldið í stofufangelsi í Bagdad, eða þar til borgin var hertekin af Banda- ríkjamönnum, en fljótíega eftir það var þeim leyft að flytja til Samein- uðu arabísku furstadæmanna þar sem þær dvöldu síðustu dagana þar til þær fengu hæli í Jórdaníu. Fyrst höfðu vinir systranna ráð- gert að sækja um hæli fyrir þær í Bretíandi en eftir að því hafði verið algjörlega hafnað, án þess þó að formleg beiðni hefði verið lögð fram, var leitað til jórdanskra stjómvalda. Hala, þriðja dóttir Saddams, sem var uppáhald föðurs síns, er eigin- kona Jamals Mustafa Abdallah Sul- tan al-Tikrits, sem gaf sig fram við Bandaríkjamenn þann 17. maí sl., en hann var náinn samstarfsmaður Saddams og númer tíu á lista Banda- ríkjamanna yfir eftirlýsta hjálpar- kokka hans. Nýjar upplýsingar David Kay, einn helsti vopnasér- fræðingur Bandaríkjamanna í Irak og sérstakur ráðgjafi CLA, fullyrti í gær að óvæntar ahyglisverðar upp- lýsingar um gjöreyðingavopna- áætlanir Irak ættu eftir að koma fram á næstu dögum. Hann vildi þó ekkert staðfesta um það hvort gjöreyðingavopn hefðu fundist en sagði að íraskir vísindamenn hefðu unnið náið með bandarískum sér- fræðingum að undanförnu og upp- lýst ýmislegt nýtt um gjöreyðingar- vopnaáætlun Saddams. Þessar upplýsingar Kays koma fram á besta tíma fyrir þá Bush Bandaríkjaforseta og Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, en þessa dag- ana er lagt hart að þeim báðum að leggja fram haldbær gögn um gjör- eyðingavopnaeign íraka, sem rétt- lættu stríðið. SUZUKI BÍLAR HF Skeiiunni 17. Sími 568 51 0Ú www.surukibilar.is SUZUKI Grand Vitara 3ja dýra verð frá 2.115.0Ö0 Grand Vitara 5 dyra verð frá 2.435,000 Grand Vitara XL-7 verð frá 3.090.000 Áformum ísraelsmanna um áframhaldandi uppbyggingu mótmælt Bandarísk stjórnvöld hafa varað ísraelsmenn við því að áframhaldandi uppbygging landtökubyggða á heima- stjórnarsvæðum Palestínu- manna gangi gegn alþjóð- legu friðaráætluninni, Veg- vísi til friðar, og sé henni í raun mjög skaðleg. „Það er gert ráð fyrir að upp- byggingin verði stöðvuð og þess vegna koma þessar áætlanir fsra- elsmanna mjög á óvart," sagði Richard Boucher, talsmaður bandaríska utanrfkisráðuneytis- ins, í gær eftir að fréttir bárust af því að ísraelsk stjómvöld hygðust leggja fram áætlanir um áfram- haldandi uppbyggingu landtöku- byggða á Gaza-svæðinu. Boucher sagði að viðræður um málið væm þegar hafnar eftir að Palestínumenn höfðu fordæmt þessar nýju ráðgerðir ísraels- ARIEL SHARON: Sharon kemur í bakið á Bandaríkjamönnum með breyttar áætlanir um uppbyggingu landtöku- byggða á Gaza-svæðinu. manna harðlega í gær en þær koma fram aðeins stuttu eftir að slitnaði upp úr saminga- viðræðum um brottflutning herja ísraelsmanna frá herteknu svæðunum á miðvikudaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.