Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Síða 2
2 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 16.ÁGÚST2003 ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Örn Valdimarsson AÐALRUSTJÓRI: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRIT5TJÓRI: Jónas Haraldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Rltstjóm: 550 ' 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Rltstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingan auglysingar@dv.is. - Drelflng: dreifing@dv.is Akureyrl: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins ( stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðirekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Efni blaðsins Forstjóra B&L sagt upp - frétt bls. 4 Heimilislausir fá húsaskjól - frétt bls. 6 Boðsferðir þingmanna - frétt bls. 6 Glæsileg dagskrá á flughátíð - frétt bls. 8 Flugsýningu mótmælt - frétt bls. 8 Vísindamaraþon HÍ - frétt bls. 8 Rafmagnsleysið í Bandaríkjunum - erlend frétt bls. 12 DV Bingó Nú spilum við allt spjaldið og ætti ekki að líða á löngu áðuren einhver fær bingó. Verðlaun fyrir bingó á allt spjaldið eru afar glæsileg, vikuferð til Portúgals með Terra Nova Sól. Athugið að samhliða einstökum röðum hefurallt spjaldið verið spilað í sumar þannig að tölurnar sem dregnar hafa verið út í bingóleik DV til þessa gilda á allt spjaldið. 29. talan sem kemur upp er 36. Þeir sem fá bingó láti vita í síma 550 5000 innan þríggja daga. Ef fleiri en einn fá bingó er dregið úr nöfnum þeirra. Flokksráðsfundur VG í dag HERMÁL Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hófst í gær á Hótel Loftleiðum og lýkur í dag. Á fundinum verður rætt um kosningarnar í vor og gert grein fyrir heildarkostnaði kosningabaráttunnar. Einnig verður horft til framtíðar og rætt um flokksstarfið á kom- andi kjörtímabili. Aukalmennra stjórnmálaum- ræðna verða sérstakar um- ræður um veru hersins á (s- landi sem hefjast á morgun. Frummælendur í þeim um- ræðum eru Steingrímur J. Sig- fússon, formaður VG, og Katrín Jakobsdóttir, formaður ungra Vinstri grænna. Hólahátíð HALDIÐ TIL HAGA: Sagtvarfrá þvi í DV fyrir helgi að Hólahátíð hefði hafist í gær. Hið rétta er að hátíðin mun hefjast á morg- un, sunnudag, með messu kl. 14, þar sem Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup predikar. Þá munu biskup (s- lands, vígslubiskup Hólastiftis og sr. Dalla Þórðardóttir annast altarisgöngu. Hundur drapst í Smáralind í vikunni þegar hann lenti á milli stafs og hurðar: Hundur klipptist í tvennt Hundur drapst í Smáralind í vik- unni þegar hann klemmdist á milli hurðar og stafs. Nýverið voru öll öryggisatriði í Smára- lind yfirfarin og lokaúttekt gerð á húsinu og því eiga öll öryggis- atriði þar að vera í lagi. Slys átti sér stað í Smáralindinni á miðvikudaginn þegar hundur drapst er hann klemmdist á milli hurðar og stafs í snúningshurð sem er í verslunarmið- stöðinni. Tvær ungar stúlkur voru með hundinn fyrir utan verslunar- miðstöðina þegar slysið átti sér stað. Hundurinn mun hafa hlaupið frá stúlkunum og elt fólk sem var á leið inni í Smáralindina. Þegar að hurð- inni var komið settist hundurinn hins vegar niður á jörðina í stað þess að fara inn og vildi þá ekki bet- ur til en svo að hann lenti á milli ytra og innra glers á snúningshurð- inni þannig að hann hlaut bana af. Sjónarvottar segja að um smá- hund hafi verið að ræða og að hann hafi hreinlega klippst í sundur þeg- ar hurðin lenti á hálsi hans. Hurðin mun hins vegar hafa haldið áfram að snúast samkvæmt sömu heim- ildum. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá öryggisstjóra Smára- lindar mun ekkert vera athugavert við hurðina en athugun á henni hefur þegar farið fram. Öryggis- stjórinn staðfesti í samtali við DV að hundurinn hefði drepist við um- ræddar aðstæður en hann gat þó ekki fullyrt hvort hann hefði klippst í tvennt. „Samkvæmt því sem sást á örygg- ismyndavélum stakk hundurinn hausnum á milli innra og ytra glers sem er á snúningshurðinni og lenti þar á milli. Ekkert mun samt vera athugavert við hurðina. Á henni eru nemar sem skynja ef einhver aðskotahlutur lendir á milli en þetta grey var bara svo lítið og því fór sem fór. Þetta er auðvitað leiðindaatvik en svona getur alltaf gerst." Þær upplýsingar fengust hjá byggingarfulltrúa Kópavogs að ný- búið væri að fara yfir húsið og gera á því lokaúttekt og því ættu öll ör- yggisatriði að vera í lagi. Samkvæmt því er það opinber staðreynd að húsið sé öruggt og því ekki að búast við neinum aðgerðum af hálfu yfir- vaida vegna atviksins. agust@dv.is SLYSAGILDRA: Slys átti sér stað í vikunni þegar hundur lenti á milli stafs og hurðar við snúningshurð, eins og sést á myndinni, i Smáralind. Sjónarvottar segja hundinn hafa farið í tvennt en nýverið var lokaúttekt gerð á Smáralindinni og því eiga öll öryggs- atriði þar að vera í lagi. DV-myndirHari Sjónarvottar segja að hundurinn hafi hrein- lega klippst ísundur þegar hurðin lenti á hálsi hans. HVERJIR ERU 0DYRASTIR? Skólavörurnar eru að koma inn hjd okkur. Krakka og unglinga BUXUR Tilboð Kr. 890 FATALAND Gistirými í borginni yfirfullt Allt gistirými á höfuðborgar- svæðinu er yfirfuilt og þess eru dæmi að fólk hafi ekki fengið gistingu. Hafa sumir leitað gistingar upp á Akra- nes eða í Borgarfjörð eða austur í Árnessýslu. Ráðstefnu norrænna geð- lækna þessa dagana sækja um 800 manns og 600 manns eru á norrænni ráðstefnu um rann- sóknir í viðskiptafræði, en báðar þessar ráðstefnur standa yfir í Reykjavík þessa dagana. Auk þess er Menningarnótt Reykja- víkur í dag og kvöld sem dregur að sér tugþúsundir gesta og Reykjavrkurmaraþon fer fram í dag sem aldrei fleiri hafa bókað þátttöku í, bæði fólk utan af landi og útlendingar. Flugsýning sem fram fer yfir miðborg Reykjavíkur í tilefni Menningarnætur hefur verið kærð af Höfuðborgarsamtökun- um, en þau telja það ekki verj- andi að halda flugsýningu yfir miðborginni þegar tugþúsundir manna séu þar á ferðinni. Höf- uðborgarsamtökin vilja að borgaryfirvöld, lögregluyfirvöld og flugmálayfirvöld komi í veg fyrir sýninguna. gg@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.