Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 16.ÁGÚST2003 ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Örn Valdimarsson AÐALRUSTJÓRI: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRIT5TJÓRI: Jónas Haraldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Rltstjóm: 550 ' 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Rltstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingan auglysingar@dv.is. - Drelflng: dreifing@dv.is Akureyrl: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins ( stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðirekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Efni blaðsins Forstjóra B&L sagt upp - frétt bls. 4 Heimilislausir fá húsaskjól - frétt bls. 6 Boðsferðir þingmanna - frétt bls. 6 Glæsileg dagskrá á flughátíð - frétt bls. 8 Flugsýningu mótmælt - frétt bls. 8 Vísindamaraþon HÍ - frétt bls. 8 Rafmagnsleysið í Bandaríkjunum - erlend frétt bls. 12 DV Bingó Nú spilum við allt spjaldið og ætti ekki að líða á löngu áðuren einhver fær bingó. Verðlaun fyrir bingó á allt spjaldið eru afar glæsileg, vikuferð til Portúgals með Terra Nova Sól. Athugið að samhliða einstökum röðum hefurallt spjaldið verið spilað í sumar þannig að tölurnar sem dregnar hafa verið út í bingóleik DV til þessa gilda á allt spjaldið. 29. talan sem kemur upp er 36. Þeir sem fá bingó láti vita í síma 550 5000 innan þríggja daga. Ef fleiri en einn fá bingó er dregið úr nöfnum þeirra. Flokksráðsfundur VG í dag HERMÁL Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hófst í gær á Hótel Loftleiðum og lýkur í dag. Á fundinum verður rætt um kosningarnar í vor og gert grein fyrir heildarkostnaði kosningabaráttunnar. Einnig verður horft til framtíðar og rætt um flokksstarfið á kom- andi kjörtímabili. Aukalmennra stjórnmálaum- ræðna verða sérstakar um- ræður um veru hersins á (s- landi sem hefjast á morgun. Frummælendur í þeim um- ræðum eru Steingrímur J. Sig- fússon, formaður VG, og Katrín Jakobsdóttir, formaður ungra Vinstri grænna. Hólahátíð HALDIÐ TIL HAGA: Sagtvarfrá þvi í DV fyrir helgi að Hólahátíð hefði hafist í gær. Hið rétta er að hátíðin mun hefjast á morg- un, sunnudag, með messu kl. 14, þar sem Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup predikar. Þá munu biskup (s- lands, vígslubiskup Hólastiftis og sr. Dalla Þórðardóttir annast altarisgöngu. Hundur drapst í Smáralind í vikunni þegar hann lenti á milli stafs og hurðar: Hundur klipptist í tvennt Hundur drapst í Smáralind í vik- unni þegar hann klemmdist á milli hurðar og stafs. Nýverið voru öll öryggisatriði í Smára- lind yfirfarin og lokaúttekt gerð á húsinu og því eiga öll öryggis- atriði þar að vera í lagi. Slys átti sér stað í Smáralindinni á miðvikudaginn þegar hundur drapst er hann klemmdist á milli hurðar og stafs í snúningshurð sem er í verslunarmið- stöðinni. Tvær ungar stúlkur voru með hundinn fyrir utan verslunar- miðstöðina þegar slysið átti sér stað. Hundurinn mun hafa hlaupið frá stúlkunum og elt fólk sem var á leið inni í Smáralindina. Þegar að hurð- inni var komið settist hundurinn hins vegar niður á jörðina í stað þess að fara inn og vildi þá ekki bet- ur til en svo að hann lenti á milli ytra og innra glers á snúningshurð- inni þannig að hann hlaut bana af. Sjónarvottar segja að um smá- hund hafi verið að ræða og að hann hafi hreinlega klippst í sundur þeg- ar hurðin lenti á hálsi hans. Hurðin mun hins vegar hafa haldið áfram að snúast samkvæmt sömu heim- ildum. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá öryggisstjóra Smára- lindar mun ekkert vera athugavert við hurðina en athugun á henni hefur þegar farið fram. Öryggis- stjórinn staðfesti í samtali við DV að hundurinn hefði drepist við um- ræddar aðstæður en hann gat þó ekki fullyrt hvort hann hefði klippst í tvennt. „Samkvæmt því sem sást á örygg- ismyndavélum stakk hundurinn hausnum á milli innra og ytra glers sem er á snúningshurðinni og lenti þar á milli. Ekkert mun samt vera athugavert við hurðina. Á henni eru nemar sem skynja ef einhver aðskotahlutur lendir á milli en þetta grey var bara svo lítið og því fór sem fór. Þetta er auðvitað leiðindaatvik en svona getur alltaf gerst." Þær upplýsingar fengust hjá byggingarfulltrúa Kópavogs að ný- búið væri að fara yfir húsið og gera á því lokaúttekt og því ættu öll ör- yggisatriði að vera í lagi. Samkvæmt því er það opinber staðreynd að húsið sé öruggt og því ekki að búast við neinum aðgerðum af hálfu yfir- vaida vegna atviksins. agust@dv.is SLYSAGILDRA: Slys átti sér stað í vikunni þegar hundur lenti á milli stafs og hurðar við snúningshurð, eins og sést á myndinni, i Smáralind. Sjónarvottar segja hundinn hafa farið í tvennt en nýverið var lokaúttekt gerð á Smáralindinni og því eiga öll öryggs- atriði þar að vera í lagi. DV-myndirHari Sjónarvottar segja að hundurinn hafi hrein- lega klippst ísundur þegar hurðin lenti á hálsi hans. HVERJIR ERU 0DYRASTIR? Skólavörurnar eru að koma inn hjd okkur. Krakka og unglinga BUXUR Tilboð Kr. 890 FATALAND Gistirými í borginni yfirfullt Allt gistirými á höfuðborgar- svæðinu er yfirfuilt og þess eru dæmi að fólk hafi ekki fengið gistingu. Hafa sumir leitað gistingar upp á Akra- nes eða í Borgarfjörð eða austur í Árnessýslu. Ráðstefnu norrænna geð- lækna þessa dagana sækja um 800 manns og 600 manns eru á norrænni ráðstefnu um rann- sóknir í viðskiptafræði, en báðar þessar ráðstefnur standa yfir í Reykjavík þessa dagana. Auk þess er Menningarnótt Reykja- víkur í dag og kvöld sem dregur að sér tugþúsundir gesta og Reykjavrkurmaraþon fer fram í dag sem aldrei fleiri hafa bókað þátttöku í, bæði fólk utan af landi og útlendingar. Flugsýning sem fram fer yfir miðborg Reykjavíkur í tilefni Menningarnætur hefur verið kærð af Höfuðborgarsamtökun- um, en þau telja það ekki verj- andi að halda flugsýningu yfir miðborginni þegar tugþúsundir manna séu þar á ferðinni. Höf- uðborgarsamtökin vilja að borgaryfirvöld, lögregluyfirvöld og flugmálayfirvöld komi í veg fyrir sýninguna. gg@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.