Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2003, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2003, Side 10
10 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 Útlöndin heilla unglingana Fólksflutningar milli landshluta og jafnvel landa eru eðlilegir. Fái fólk ekki þá þjónustu sem það vill eða heimasvæðið uppfyllir ekki væntingar leitar það annað. Þetta er vel þekkt hér á landi. Fólksflutningar milli landshluta, einkum frá hinum dreifðari byggðum til höfuð- borgarsvæðisins, hafa átt sér stað í marga ára- tugi. Margir hafa litið þetta hornauga og telja að með þessu dragi höfuðborgarsvæðið til sín blómann úr öðrum byggðum og um leið mátt- inn úr þeim. Ný rannsókn Þórodds Bjarnasonar félags- fræðings bendir til þess að enn megi vænta breytinga á flutningamynstri fólks. Nú dugi höf- uðborgarsvæðið ekki lengur til, það hafi misst aðdráttarafl sitt og ungdómurinn leiti fremur til annarra landa. Félagsfræðingurinn kynnti á dögunum rannsóknir á breytingum á búsetu- óskum og búsetuvæntingum íslenskra unglinga frá 1992 til 2003. Ætla má að áform einstakra unglinga segi að nokkru Ieyti fyrir um hegðun þeirra fáeinum árum síðar. Gangi búsetuáætl- anir íslenskra ungmenna eftir mun fólki fækka enn frekar í sveitum og sjávarþorpum landsins en minni breytingar verða í sterkum byggða- kjörnum en íslendingum mun hins vegar fjölga verulega erlendis. Fram kom í viðtali við Þórodd í DV í gær að helstu niðurstöður rannsóknar hans væru að mun fleiri nemendur í efstu bekkjum grunn- skóla vildu færa sig um set nú en fyrir 11 árum. Stærsta breytingin væri að ungmenni úti á landi væru líklegri til að vilja flytja beint til útlanda. Mynstrið var lengi þannig að krakkar úti á landi Standi ungu fólki góð menntun og fjölbreytt starfstækifæri til boða hér á landi eykur það líkurnar á að það uni sátt við sitt hérlendis. Ella heldur það á vit ævintýranna annars staðar. vildu flytja til Reykjavíkur og krakkar í Reykjavík vildu flytja til útlanda en nú er Reykjavík að missa aðdráttaraflið sem milliskref ungmenna í sjávarbyggðum og sveitum, að sögn Þórodds. Könnnun sem þessi er vissulega vísbending og athyglisverð sem slík þótt margt annað ráði búsetu fólks þegar það fullorðnast en vænting- ar og vilji á unglingsárum. Könnunin ætti að vekja menn til umhugsunar og fá þá til að líta á búferlaflutninga öðrum augum en gert hefur verið. Líta verður á landið í heild og þá mögu- leika sem hér bjóðast í samkeppni við önnur lönd. Leggja verður til hliðar héraðatogstreitu. Standi ungu fólki góð menntun og fjölbreytt starfstækifæri til boða hér á landi eykur það lík- urnar á að það uni sátt við sitt hérlendis. Ella heldur það á vit ævintýranna annars staðar. Enn eitt bankaránið Enn eitt vopnað bankarán var framið á höf- uðborgarsvæðinu í fyrradag. Ránið, sem framið var í útibúi íslandsbanka við Lóuhóla í Reykja- vík, er hið íjórða á þessu ári. Ránin hafa öll ver- ið keimlík en í Lóuhólunum stökk ræninginn yfir gjaldkerastúkuna, vopnaður eggvopni, og lagði síðan á flótta með feng sinn. Þegar þetta er skrifað er ræninginn ófundinn en víðtæk leit hefur verið gerð að honum. Fyrri bankaránin eru upplýst. Þessi tíðu rán eru ólíðandi, hvort heldur er fyrir starfsfólk þeirra útibúa sem fyrir þeim verða eða þá viðskiptavini sem kunna að vera á staðnum þegar þau eiga sér stað. Sem betur fer hafa slys ekki orðið á fólki í fyrrgreindum tilfell- um enda hefur starfsfólkið brugðist rétt við. Engu er þó að treysta í þessum efnum og allt getur gerst komi menn vopnaðir til slíkra óhæfuverka. Vont er að eiga líf sitt og limi und- ir dómgreind og viðbrögðum hugstola manna sem grípa til örþrifaráða. I ljósi tíðni þessara atburða hljóta bankarnir að skoða aðgengi að gjaldkerum. Starfsfólki hefur verið kennt að bregðast við og það er vel. Hins vegar er ekki hægt að búa við endurtekið athæfi af þessu tagi. Því verður að auka varnir kringum gjaldkerana, hvort heldur er með hlífðarglerum eða öðrum þeim búnaði sem dugar til að halda þrjótunum frá. Gælt við Evrópusambandið LIGGUR A: Félagsmálaráðherra segir brýnt að endurskoða EKKI MARKTÆKT: Forsætisráðherra sagðist fyrir ári ekki EES-samninginn, meðal annars vegna lýðræðishallans. skilja tal um að EES-samningurinn væri að veikjast, rétt eins og hann hefði fengið flensu. BfTSTJÓSíUSBRÍF Ólafur Teitur Guðnason blaðamaður - olafur@dv.is Það hefur verið fullyrt oftar en einu sinni að búið sé að banna umræðu um Evrópu- sambandið hér á landi. Sé það rétt er greinilegt að illa gengur að framfylgja bann- inu. Umræða um Evrópusambandið og hugsanlega aðild íslands að því er nefnilega linnulaus. Síðustu dag- ar og vikur em þar engin undan- tekning, nema síður sé. Upp í hug- ann koma bók Eiríks Bergmanns Einarssonar um fsland og Evrópu- samrunann, þá bollaleggingar um niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar f Svíþjóð og loks ummæli fé- lagsmálaráðherra í fyrradag þess efnis að EES-samningurinn sé ónýtur. Margumrætt bann hlýtur því að vera þjóðsaga. Nema því aðeins að sama gildi um Evrópusambandið og tóbakið. í tóbaksvarnalögum er, sem kunnugt er, lagt bann við hvers konar opinberri umijöllun um einstakar vörutegundir tóbaks, nema tilgangurinn sé að vara sér- staklega við skaðsemi þeirra. Kannski að það sé með svipuðum hætti bannað að fjalla um Evrópu- sambandið nema tilgangurinn sé að vara við skaðsemi þess að sækja ekki um aðild. Bækur Stuðningsmenn aðildar hafa að minnsta kosti verið duglegir við að koma málstað sínum á framfæri. Það er margt framlagið úr þeim herbúðum - og hið eina málefna- lega í þokkabót, að því er sumir segja. Og það hefur jafnan fengið mikla og góða umfjöllun. Mörgum þótti til dæmis Evrópuúttekt Samfylk- ingarinnar, sem gefin var út á bók haustið 2001, mikið afrek og til marks um ábyrga og vandaða stefnumótum, þótt ekki tækist að svara í henni öllum spurningunum sem formaður Samfylkingarinnar lagði fyrir höfunda hennar, til dæmis um samningsmarkmið ís- lendinga gagnvart ESB í ýmsum málaflokkum. Bók Eiríks Bergmanns er fróðleg samantekt um stöðu mála. í henni kemur til dæmis fram að íslenskum stjórnvöldum er í lófa lagið að ná fram þeirri lækkun á matarverði, sem sumir hafa talið einn helsta ávinning ESB-aðildar, með því að lækka tolla. Kosturinn við aðild sé í því fólginn að ESB myndi neyða stjórnvöld til þess. Þarna kemur líka fram að þrátt íyrir margumtal- aða tregðu þeirra í Brussel við að sinna EES-samningnum verði Evr- ópusambandið „auðvitað [...] að uppfylla skuldbindingar sínar gagnvart EES-ríkjunum". Af þessu má draga þá ályktun að tvær vin- sælar röksemdir fyrir aðild séu fallnar. Miðar þótt hægt fari. Blaður Allt er þetta gott og blessað. Grein Þorsteins Þorgeirssonar, hagfræðings Samtaka iðnaðarins, í Fréttablaðinu á dögunum, um þá niðurstöðu Svía að hafna þátttöku í myntbandalagi Evrópu, var hins vegar með ólíkindum. Skjótt skipast veður í lofti og ekki virðast menn hafa séð þetta fyrir þegar þeir sömdu stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar. Að hans mati gefa úrslitin ekki tilefni til að álykta að Svíar hafí tek- ið „endanlega afstöðu" til evrunnar heldur hafi þeir tekið sér „frest til að fylgjast betur með framvindunni áður en þeir stíga skrefið til fulls". Á endanum muni „borgaramir fá sínu framgengt". Hvað er hægt að segja um slíkan málflutning? Hvað skyldi eiginlega hafa flogið í gegnum huga höfund- arins þegar þetta var sett á blað? Ætla mætti að merking orðanna hafi hreinlega farið ffam hjá hon- um. Hvað sem því líður er rétt að taka undir með Grími, föstum pistlahöf- undi hér í blaðinu, sem benti á það í gær að afar áríðandi væri að þýða grein hagfræðingsins yfir á sænsku og senda Svíum, enda væru þeir haldnir þeim misskilningi að þeir hefðu hafnað evrunni. Búið spil Árni Magnússon félagsmálaráð- herra sagði í ræðu í Háskólanum í Reykjavlk í fyrradag að endurskoð- un EES-samningsins væri stærsta verkefni íslenskra utanríkismála. f viðtali við fréttastofu Útvarps bætti hann um betur og sagði að ekki yrði unað við EES-samninginn óbreytt- an öllu lengur. Þetta er stórmerki- leg yfirlýsing frá ráðherra, enda miklu afdráttarlausari höfnun á óbreyttri stöðu mála en utanríkis- ráðherra hefur látið ffá sér fara, eft- ir því sem best verður séð. „EES-samningurinn hefur reynst okkur vel og hann mun í næstu framtíð verða umgjörðin um sam- skipti okkar við Evrópusambandið. Hversu lengi getur enginn sagt með fullri vissu, enda allt breytingum háð,“ sagði Halldór Ásgrímsson í ræðu um „Fullveldið og lýðræðis- hallann í EES“ í Háskólanum á Ak- ureyri í mars síðastliðnum. Ef það er hins vegar rétt hjá fé- lagsmálaráðherra, að málið sé að- kallandi og ekki verði unað við óbreytt ástand öllu lengur þá eru íslendingar í vondum málum því að enginn vilji er til þess innan Evr- ópusambandsins að endurskoða EES-samninginn samkvæmt upp- lýsingum úr utanríkisráðuneytinu. Eftir stendur þá, að sögn félags- málaráðherra, að íslendingar íhugi hvort hagsmunum þeirra sé betur borgið innan Evrópusambandsins. Skjótt skipast veður í lofti og ekki virðast menn hafa séð þetta fyrir þegar þeir sömdu stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar en þar er talað um að treysta samskiptin við ESB á grundvelli EES-samningsins. Nú virðist blasa við að það sé ekki hægt og íslendingar verði að búa sig undir að samþykkja aðild að Evr- ópusambandinu - því aðild verður auðvitað samþykkt hvernig sem at- kvæði falla, eins og hagfræðingur Samtaka iðnaðarins hefur bent á. Að vísu er það matsatriði hvort hægt sé að una við óbreytt ástand eða ekki. I viðtali við Morgunblaðið í fyrra sagði Davíð Oddsson: „Því er einnig haldið fram að EES-samn- ingurinn sé að veikjast. Ég spyr hvernig og eina sem ég fæ á móti er bara eitthvert tal um að samning- urinn sé farinn að veikjast rétt eins og hann hafi fengið flensu. En aldrei er komið fram með dæmi um mikilvæga íslenska hagsmuni sem séu í hættu eða hafi glatast vegna þess að samningurinn virki ekki eins og til var ædast. Svona um- ræða er ekki marktæk."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.