Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2003, Side 16
16 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003
4
DvHelgarblað
Umsjón: Snæfríðurlngadóttirog Páll Ásgeir
Ásgeirsson
Netfang: snaeja@dv.is / polli@dv.is
Sími: 550 5891
Hrefnukjöt
DV-matur
Skrautfjöður á matseðli
Á draugaslóðum
í Viðfirði
draumi sér-
hvers
manns
Bls.24
Bls.38
Bls.26
Villt poppdrottning verður stilltur barnabókahöfundur:
segir Sigþrúður Gunnarsdóttir sem hitti Madonnu í París í vikunni
Sigþrúður ðunnarsdóttir, ritstjóri barnabóka hjá
Máli og menningu, hitti poppdrottninguna
Madonnu í París i vikunni, sat beint á móti henni
á blaðamannafundi og skiptist á orðum við
hana í veislu á eftir. Henni þótti drottningin
skynsöm og skemmtileg kona.
Ekki hefur farið fram hjá heimsbyggðinni að
Madonna gaf út bók í vikunni. Það var ekki stórt
ritverk - engin þúsund síðna ævisaga, heldur lít-
il barnasaga um fjórar stúlkur sem öfunda þá
fimmtu og hafa hana útundan. En útgáfan er
samt stór. Bókin kemur út samtímis á þrjátíu
tungumálum og er fullyrt að aldrei hafi bók kom-
ið út á svo mörgum málum í einu.
Vertu góður og þér mun líða vel
Þetta er fyrsta sagan af fimm sem Madonna
hefur samið um útgáfu á. Önnur bókin er þegar
komin í prentun og hinar þrjár eru á ýmsum
framleiðslustigum. I-fver saga fær sinn myndlist-
armann.
„Bækumar bera bömum skýr skilaboð," segir
Sigþrúður. „í þeirri fyrstu em öfundin og vinátt-
an til umfjöllunar, í næstu bók er áherslan á for-
dóma og það hvað orð era máttug. Innblástur-
inn fékk Madonna hjá kennara sínum í kaballa-
fræðum. Þar era boðorðin tuttugu og eitt og
miða öll að því að venja sig af löstum og láta sér
lfða vel. Til dæmis verða ensku rósimar fjórar þá
fyrst hamingjusamar þegar þær hafa látið af öf-
undinni og tekið þá fimmtu í sinn hóp. Kaballa
segir líka að maður eigi að gera öðram gott án
þess að það komi sjálfum manni til góða og
Madonna gefúr öll sín höfundarlaun til líknar-
mála bama.“
Madonna skrifaði bækumar með hjálp dóttur
sinnar, las jafnóðum fyrir hana og henti öllu sem
baminu líkaði ekki en hélt inni og styrkti það
sem baminu fannst skemmtilegt. Þegar bamið
var ánægt fékk útgefandinn að lesa. Og hann
varð býsna ánægður líka!
- Hvemig stóð á því að blaðamannafundurinn
var haldinn í París?
„Það vildu auðvitað allir útgefendumir fá að
halda hann en Gallimard, gamalt og rótgróið for-
lag í París, fékk heiðurinn. Ástæðan fyrir því var
svolítið skemmtileg," segir Sigþrúður. „Þegar
Madonna kom með handritin sín til Nicholas
Callaway þá spurði hann hvers vegna hún vildi
skrifa barnabækur. Hún svaraði með því að fara
með eftir minni setningu úr Litla prinsinum eftir
Antoine Saint Exupéry um það að við ættum að
koma skilaboðum okkar áleiðis og segja það sem
okkur langar til að segja. Litli prinsinn reyndist
sem sagt vera ein af kveikjunum að bamabóka-
skrifum Madonnu. Þá varð tvennt ljóst, nefríi-
lega að Gallimard yrði að gefa bókina út á
ENSKU RÓSIRNAFt Madonna og Sigþrúður virða fyrir sér íslensku útgáfuna á fyrstu barnabók Madonnu.