Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2003, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2003, Qupperneq 20
20 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 Fronk H0ybye Christensen er 24 ára gamall og 138 sentímetrar á hæð. Hann seglr DV frá líflnu í helmi dvergs- ins, lífsviðhorfum sínum, viðmóti ann- arra, fordómum og samúð. Þegar ég var að alast upp vestur á fjörðum var maður þar sem var dvergur. Hann var kallaður Diddi dvergur þótt í raun og veru væri óþarft að staðfesta líkamsvöxt hans með viðurnefni. Það sáu það allir. Dvergar eru ekki beinlínis algeng sjón á sviðum íslenskra leikhúsa og eftir því sem Helgarblað DV kemst næst mun það hafa verið í fyrsta skipti f íslenskri leiklistarsögu sem dvergur lék eitt aðalhlutverkanna í ís- lensku leikriti þegar leikritið Vinur minn heimsendir eftir Kristínu Ómarsdóttur var frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Þetta er samstarfsverkefni Hafnarfjarðarleikhússins og Mink leikhúss en það er Kristín Eysteins- dóttir sem leikstýrir. Þótt blaðamönnum hafi verið boðið á æf- ingu getur manni vaflst tunga um höfuð þeg- ar lýsa skal í fáum orðum efni leikritsins. Þó er sennilega rétt að segja að áhorfendur séu staddir í heimi sem virðist riða á barmi glöt- unar. Inn á heimili óvenjulegra hjóna sem kannski eru konungur og drottning ryðjast þrír sjúklingar sem fá mat og gistingu hjá þeim. Það eru Ólafía Hrönn Jónsdóttir sem leikur drottninguna og mótleikari hennar er Frank Hoybye Christensen og er dvergur. Milli þessara tveggja leikara er mikill munur því það er ekkert smátt við Ólafíu Hrönn. Byrjaði í Fóstbræðrum Dvergurinn sem leikur Ríkharð í verkinu heitir Frank Hoybye Christensen og er 24 ára gamall bílasali sem ólst upp í Hveragerði en býr í Hafnarfirði. Hann settist niður með blaðamanni DV á kaffihúsi eftir sýninguna og sagði okkur fyrst hvernig það vildi til að hann fékk hlutverkið í leikhúsinu? „Sennilega hófst leikferill minn þegar eitt sinn var hringt í mig og mér boðið að leika í Fóstbræðrum og tók þátt í þætti með þeim og í framhaldi af því var mér boðið að leika í símaauglýsingu um Rautt. Síðan kom ég fram á Popptíví og Áramótaskaupi þar sem ég lék Litla landssímamanninn. Svo hafði Kristín Engar hindranin Frank segist alltaf hafa gert það sem hann hefur langað til og aldrei viljað láta smæðina hindra sig I neinu hvorki starfi né leik. Smátt og stórt Það er Ólafía Hrönn Jónsdóttir sem leikur aðalhlutverkið á móti Frank I leikritinu Vinur minn heimsendir eftir Kristínu Ómarsdóttur. Þau leika hjón sem vilja lifa óáreitt (s(num heimi en fá það ekki. DV-myndir GVA f' •/ sWBfi':'' samband við mig og bauð mér þetta hlut- verk,“ segir Frank. - Hafði það verið draumur þinn að standa á leiksviði? „Ég tók aldrei þátt í skólaleikritum eða þess háttar og fer mjög sjaldan í leikhúsið. Þetta er algerlega nýr heimur fyrir mig og það hefúr verið ævintýri að kynnast þessari veröld. Það hefur verið mikil upplifun fyrir mig að kynn- ast þessum vinnubrögðum. Mér finnst þetta magnað leikrit." Enginn stóll fyrir dyrunum - Það má segja að þetta leikrit fjalli svolítið um að vera öðruvísi og þess vegna er eðlilegt að spyrja Frank að því hvernig það sé að vera öðmvísi með þeim hætti sem hann er, fá að skyggnast inn í heim dvergsins. „Sá heimur er ekkert öðmvísi en heimur annarra ef svo má segja. Ég lærði málmsmíði í FSU og hef unnið við það ásamt ýmsu öðm. Ég hef unnið í sláturhúsum, loðnuverksmiðjum og verið bflasali, leikið í auglýsingum og margt fleira. „Ég læt heldur ekki vaða neitt yfir mig og svara fyrir mig fullum hálsi og hefalltaf gertþað." Þó maður sé öðmvísi er ekki þar með sagt að það sé takmarkandi á neinn hátt frekar en maður vill. Það er enginn stóll fyrir dyrunum frekar en maður vilf. Að minnsta kosti ekki fyrir mér. Ég hef heyrt af fólki eins mér sem lætur smæð sína hefta sig en það fer sjálfsagt eftir því hvað menn em sáttir við sjálfir. Ég er mjög sátt- ur við sjálfan mig og lífið og hef fyrst og ffemst gaman afþví." - Getur þú gert allt sem þú vilt? „Ég er hættur að vinna verksmiðjuvinnu af því mér finnst hún of erfið. Annars geri ég hvað sem mér dettur í hug.“ - Hefur þú alltaf verið svona sáttur við hlut- skipti þitt? „Já.“ Læt ekki vaða yfír mig - Hvenær varð þér ljóst að þú værir öðmvísi? „Það var þegar ég var svona 8 ára gamall. Ég er alinn upp úti á landi, í Hveragerði og gekk þar í skóla og lenti aldrei í neinni stríðni eða einelti. Ég læt heldur ekki vaða neitt yfir mig og svara fyrir mig fullum hálsi og hef alftaf gert það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.