Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2003, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2003, Síða 26
26 DVmLGARBLAÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 DRAUMALEIÐBEINANDI: Eitt öruggasta ráðið til að dreyma mikið er að fá sér draumamann eða draumakonu. Þetta er gert með því að biðja einhvern sem er um það bil að deyja að sjá um drauma sína. í draumi sérhvers manns Alla dreymir og frá ómunatíð hafa menn velt fyrir sér gildi og merkingu drauma. Sumir leggja trúnað á drauma sína og telja pá fyrirboða þess sem framtíðin ber í skauti sérþví að efni drauma getur verið atvik sem þarfað túlka. Grfski heim- spekingurinn Aristóteles taldi að draumar væru tengdir líkamsástandi og óháðir yfirnáttúrleg- um öflum. Hann hafnaðiþví að draumar gætu haft forspárgildi vegna þess að við gætum ekki munað framtíðina. Draumar höfðu mikla þýðingu í íslensku sveitasamfélagi og tekið var mark á berdreymnu fólki. Sagt var að draumar sem menn dreymdi á vaxandi tungli rættust fljótt en að draumar sem menn dreymdi á minnkandi tungli rættust seint. Stundum var sagt að draumar rættust eins og þeir væru ráðnir og því ætti alltaf að ráða þá já- kvætt en einnig eru til máltækin stundum er mikill draumur fyrir litlu efni og hryggan mann dreymir sjaldan gleðilega drauma. Jónas Jónasson frá Hrafriagili segir frá nokkrum draumaráðningum í bók sinni Islenzk- ir þjóðhættir. „Ef menn dreymir, að menn fari í vatn eða kafi í því, er það fyrir veikindum. Ef menn dreymir mikinn óþverra, til dæmis að maður liafi gert í rúmið eða eitthvað því líkt, áður en menn fara til sjóar, boðar það góðan afla.“ í seinni tfð hefur hugmyndin um góðan afla breyst í peninga því eins og alþjóð veit táJcnar mannaskítur í draumi peninga eða happdrættis- vinning. Draumar geta ræst, jafnvel blautir draumar Jónas segir að ef menn dreymi brennivín eða drykkjuskap á vetrum boði það hálku og að menn séu valtir á fótunum. Ef menn dreymi að þeir sjái margar sólir eða tungl á lofti boði það mannslát. Þeir sem ljúga upp draumum eða þegja yfir þeim missa draumgáfuna og hreyfi menn höfuðið á undan fótunum eftir að þeir vakna gleyma þeir draumum sínum. I Stóru draumaráðningarbókinni eftir Símon Jón Jóhannsson rekur hann merkingu þess að dreyma ákveðna hluti og gerir grein fyrir því hvað mannanöfn þýða í draumi. Kári er til dæm- is fyrirboði um ríkidæmi, Þórður boðar bjarta framtið en Ragnhildur er talið frekar slæmt nafn í draumi og fyrirboði um erfiðleika og veikindi. Afitur á móti þykir gott að dreyma Vilmund og er nafnið tákn um ástríki og hlýhug. Draumamenn Eitt öruggasta ráðið til að dreyma mikið er að fá sér draumamann eða draumakonu. Þetta er gert með því að biðja einhvem sem er um það bil að deyja að sjá um drauma sína. Jónas frá Hrafnagili segir að það sé gömul trú „að draumamenn og konur rotni að fullu í kirkjugörðum nema augun; þau halda sér með fullu lífi, sem lifandi væru". Hann segir einnig að menn hafi stundum komið niður á slíkar höfuð- kúpur í kirkjugörðum og það sé nóg að hylja aug- un með mold til að slokkni á þeim. í seinni tíð hefur hugmyndin um góðan afla breyst ípen- inga því eins og allir vita tákn- ar mannaskítur í draumi pen- inga eða happdrættisvinning. Dreymi fólk sama drauminn oft er það vegna þess að draumgjafinn færi því hann aftur og aft- ur þar til viðkomandi hefur meðtekið skilaboðin sem í honum felast. Vilji menn losna við draum- gjafa sinn er nóg að reka hann burt því þá fyrtist hann. Þegar draumgjafinn fer að ljúga í draumi er maður feigur. Merking drauma ingu fyrir hvem og einn, sama atvikið í draumi hefur ekki sömu merkingu fyrir alla. Samkvæmt þessu verður hver einstaklingur að læra að túlka sína eigin drauma og lítið gagn er í draumaráðn- ingarbókum og ráðningaformúlum. Algengt er að einstaklingar beri nöfn sem vitr- ast hafa í draumi og mörg dæmi um að nöfnum hafi verið breytt á síðustu stundu vegna drauma því að ekki þykir ráðlegt að neita draumanöfn- um. I þjóðtrúnni hafa ákveðin fyrirbæri í draum- um svipaða merkingu, til dæmis tákna blóm eða tré yfirleitt afkomendur eða ætt viðkomandi. Sólarupprisa eða skært sólskin boðar gott en sól- myrkvi erfiðleika, lygnt og tært vatn táknar ham- ingju og velgengni en úfið haf óstöðugleika, ósætti og leiðindi. Samdraumar Suma dreymir meira en aðra og segir sagan að þá dreymi mest sem hafa trú á draumum sínum og sumir kunna þá list að dreyma það sem þá langar til. Drauma-Jói var frægur um síðustu aldamót fyrir að geta dreymt um fjarlæga staði og atburði. Algengt var að Jói legðist til svefns og fólk spyrði hann frétta af fjarstöddum ættingjum eða týndum hlutum. f flestum tilfellum sagði Jói rétt frá en hafði ekki neina hugmynd um hvem- ig hann fór að því og mundi sjaldnast eftir spum- ingunum. Hæfileikar Drauma-Jóa dofriuðu með aldrinum og hann gerði lítið til að halda þeim Sagt er að draumar hafi mismunandi merk- LEGIÐ (LET1: Letidýr sofa stóran hluta ævinnar þannig að þau hlýtur að dreyma fallega. við. Hæfileikar af þessu tagi em ekki óþekktir í dag og annað slagið heyrast sögur af fólki sem dreymir fyrir daglátum eða óorðna atburði. Stundum kemur fyrir að nákomið fólk dreymi sama drauminn eða svipaðan. í bók Finnboga Bemódussonar, Sögur og sagnir úr Bolungarvík, rekur hann draum ungs manns sem dreymdi að hann var staddur í ókunnugu húsi þar sem margt fólk var santan komið við dans og gleð- skap. Manninum fannst hann vera vel til fara og fór að svipast eftir dansfélaga. Sá hann þá gullfal- lega dökkhærða stúlku og bauð henni í dans. „Hún var snotur, hávaxin og þrýstin, og honum fannst einhver straumur leggja frá henni yfir til sín. Einkanlega tók hann eftir hve augun vom dimm og seiðandi." Að dansleiknum loknum fylgdi hann stúlkunni heim og bauð hún honum inn. Ekki er að sökum að spytja, varir hennar vom freistandi og hann spurði hvort hann mætti gista. Stúlkan svaraði með þeim orðum: „Hvað ætli þýði að fresta því sem fram á að koma,“ og eyddu þau nóttinni saman. Algengt er að einstaklingar beri nöfn sem vitrast hafa í draumi og mörg dæmi eru um að nöfnum hafi verið breytt á síðustu stundu því að ekki þykir ráðlegt að neita draumanöfnum. Tveimur ámm síðar var maðurinn í kaupstað- arferð og fór á dansleik. Sér hann þá draumstúlk- una sína sitja við borð. „Hann bauð henni í dans- inn og allt fór sem í draumnum. Hann fór með henni heim og stúlkan sagði, er þau vom komin inn til hennar: Ég þekki þig aftur, ég hefi sé þig fyrr og kannski meira. Þá sagði hann henni draum sinn. Hún brosti hýrt: Nákvæmlega þetta sama dreymdi mig fyrir tveimur ámm og ég hef alltaf sfðan beðið eftir pfltinum sem faðmaði mig þá sælustu nótt ævi minnar." Draumar geta ræst, jafrivel blautir draumar. Mara skríður upp í Stundum kemur fyrir að menn dreymir að einhver þyngsli sitji ofan á þeim og kallast það martröð. Samkvæmt þjóðtrúnni stafa martraðir af einhvers konar kvikindi eða illum anda sem sækir á menn í draumi. í Færeyjum er mara kvenvættur sem birtist mönnum á nóttunni f lfld fagurrar konu og finnst þeim eins og þeir liggi glaðvakandi og mara komi upp í til þeirra. Hún skríður síðan upp á brjóst þeirra og þjarmar svo fast að þeim að þeir geta hvorki náð andanum né hreyft legg né lið. Mara leitast eftir því að stinga fingrunum upp í menn og telja í þeim tennumar, takist henni það gefa þeir upp öndina. Draumar og draumaráðningar em sigUt umræðuefrii og allir hafa gaman af því að láta ráða fyrir sig drauma. Freud hélt því fram að með draumum uppfyllti fólk óskir sínar og fengi útrás fyrir bælda kynóra. Hvort sem það er rétt eða ekki leynist nokkur sannleiksbroddur í spakmælinu: í draumi sérhvers manns er fall hans falið. Mp@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.