Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2003, Qupperneq 28
28 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003
Fuglarsem
lifa í sióðandi
ÍSLENSKUR MONTHANI: Ef ekkert verður að gert gætu örlög gamla íslenska hænsnakynsins orðið þau sömu og
hverafuglanna og það orðið hluti af þjóðsögunum.
vatn
Á haustin safnast farfuglarnir í hópa og búa sig
undir flug til heitari landa I suðri. Að vori snúa
þeirsvo aftur með loforð og betri tíð og blóm I
haga. f Safamýrl fyrir ofan hykkvabæ hópast
þúsundir álfta og gæsa saman og það er stór-
kostleg sjón að sjá þegar fuglarnir lyfta sér til
flugs I stórum hópum og taka stefnuna I odda-
flugi út á haf. Einn hópur fugla virðist þó alveg
vera horfinn aflandinu en það eru hverafuglar
sem munu hafa verið algengir á Suðurlandi I
eina tíð, að minnsta kosti efmaður tekur mark á
þjóðsögunum.
Fyrr á öldum voru hverafuglar eitt helst
framlag íslendinga til fuglafræðinnar þó að
þeir séu nú að mestu gleymdir og að öllum
Ííkindum útdauðir í lendum hugans. Þjóð-
sögur, sagnir og gamlar náttúrufræðibækur
geyma sögur og lýsingar á hverafuglum og
ýmsir merkir menn hafa ekki treyst sér til að
neita tilveru þeirra. Séra Snorri á Húsafelli
segir frá hverafúglum í bæklingi sem hann
ritaði um íslenska náttúrufræði og Eggert
Ólafsson neitar ekki tilveru þeirra f ferðabók
sinni.
Stinga sér í sjóðandi vatn
Sögur um hverafugla eru nær eingöngu
þekktar úr Árnes- og Rangárvallasýslum,
Hverafuglum er lýst sem litl-
um, dökkum sundfuglum með
langan háls og líka öndum.
Sumir segja að þeir séu mó-
gráir, Ijósari á bringunni og
með hvítan hring íkringum
augun. Goggurinn ersagður
frammjór og vængirnir litlir.
enda mest um hveri á því svæði. Þeirra varð
helst vart í Árnessýslu og mest bar á þeim í
kringum aldamótin 1700 og fram á átjándu
öld. En sumar heimildir segja að þeir hafi
horfið við jarðskjálftann 1734.
Hverafuglum er Iýst sem litlum, dökkum
sundfuglum með langan háls og líka öndum.
Sumir segja að þeir séu mógráir, ljósari á
bringunni og með hvítan hring í kringum
augun. Goggurinn er sagður frammjór og
vængirnir litíir. Fuglarnir halda sig f og við
heita hveri og hafa menn séð þá stinga sér
ofan í sjóðandi vatnið.
Séra Snorri Björnsson á Húsafelli sagði að
hverafuglar væru mjög algengir en styggir. Að
hans sögn skutu menn stundum hverafúgla
sér til matar en ekki er hægt að sjóða þá í
heitu vatni eins og annan mat. Hverafugla
þarf að „sjóða“ f köldu vatni og tekur mat-
reiðslan um eina og hálfa klukkustund.
Hverafúglar eru sagðir þokkalegir á bragðið
en „nokkurt kuldabragð er af þeim“.
Sálir fordæmdra
Jón Ólafsson Grunnvíkingur var á sínum
tíma engan veginn sannfærður um tilvist
hverafúgla og sagðist ekki mundu trúa á slíka
fugla nema vegna þess að „trúverðugir, ráð-
vandir og jafnvel lærðir menn segðust hafa
séð til þeirra". Jón sagðist einnig vita til þess
að einfaldir menn teldu þá vera sálir for-
dæmdra en lagði lítinn trúnað á slíkt. Hann
hefur þó vaðið fyrir neðan sig og viðurkennir
að „eflaust sé margt í náttúrunni sem við
skiljum eldd og ekki sé alltaf rétt að neita ein-
hverju af því menn hafi ekki séð það sjálfir".
Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi segir
frá því í bók sinni, Dulrænar smásögur, að
einu sinni hafi Vigfús Þorvarðarson, bóndi í
Flóa, verið á leið yfir Hellisheiði. Hann var
orðinn nokkuð svangur þegar hann kom til
Hveragerðis og ákvað því að sjóða sér grá-
sleppu í hver rétt við veginn. Þegar hann kom
að hvernum sá hann að móbrúnn fugl á
stærð við spóa var að synda í honum. Þegar
Vigfús kom nær sá hann fuglinn stinga sér í
hverinn og hverfa. Vigfús, sem var sannorður
maður, sagðist hafa séð bólurnar er komu
upp af fuglinum.
Furðuleg nýjung í náttúrufræðinni
Talsvert er fjallað um hverafugla í ferðabók
Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Þeir
félagar segjast ekki hafa séð hverafugl og telja
þá vera eitt af undrum náttúrunnar þar sem
þeir syndi í sjóðandi vatni. Eggert og Bjarni
fóru nokkrar ferðir út að Akrahver í Hvera-
gerði og biðu þar tímunum saman en urðu
fuglanna ekki varir. Niðurstaða þeirra er sú
að langflestir fslendingar trúi því að hér sé
um raunverulega fugla að ræða. Sumir haldi
þó að þeir séu ímyndun eða missýning sem
„Fiður þeirra og hin harða
húð á nefi þeirra og fótum
gæti ef til vill þolað hitann og
jafnvel haldið vatninu frá lík-
ama þeirra."
komi fram í hveragufunni en aðrir telji þá
drauga eða sálir framliðinna.
Eggert og Bjarni segjast ekki vilja blanda
sér í deiluna um það hvort hverafuglar séu
raunverulegir eða ekki. Það veldur þeim þó
miklum heilabrotum hvernig fuglamir geti i
lifað í sjóðandi heitu vatni.
„En ef við hins vegar ætíum að telja þetta
náttúrulega fugla þá veldur það allmiklum
vandræðum, jafnvel þótt fuglarnir haldi sig
ekki í sjóðandi vatni heldur syndi aðeins
skamma stund til þess að skríða niður í holur
á jörðinni, líkt og keldusvínið. Fiður þeirra og
hin harða húð á nefi þeirra og fótum gæti ef
til vill þolað hitann og jafnvel haldið vatninu
frá líkama þeirra. En hvað á að segja um aug-
un? Þau hlytu að vera með allt öðrum hætti
en augu annarra dýra, er menn þekkja, ef þau
ættu að þola þennan hita.“
Þeir velta einnig fyrir sé hvemig blóðið í
fúglum sé og hvernig þeir fari að því að kafa
vegna þess að blóðið í fúglum sé yfirleitt létt.
„Ef menn hins vegar vilja gera skriðdýr úr
hverafuglum þá er ef til vill auðveldara að
skýra tilveru þeirra. En ef þetta em venjuleg-
ir fuglar þá em þeir í sannleika mikil og
furðuleg nýjung í náttúrufræðinni."
Hverafugla þarf að „sjóða" í
köldu vatni og tekur mat-
reiðslan um eina og hálfa
klukkustund.
Hrossagaukur eða keldusvín
Að sögn fuglafræðinga er líklegt að leita
skýringa á sögunum um hverafugla hjá fugla-
tegundum sem halda sig við volgrur og
kaldavermsl á veturna. Þetta em aðallega
hrossagaukar og keldusvín en fráleitt er að
þeir syndi f sjóðandi heitu vatni. Keldusvíni
hefur fækkað mjög hér á landi. Ekki er vitað
til þess að það hafi verpt hér síðan 1963 og
óttast menn að íslenski varpstofninn sé lið-
inn undir lok. kip@dv.is
ÁLFTIR OG GÆSIR: I Safamýri fyrir ofan Þykkvabæ hópast þúsundir álfta og gæsa saman og það er stórkostleg
sjón að sjá þegar fuglarnir lyfta sér til flugs í stórum hópum og taka stefnuna í oddaflugi út á haf.
KJÖRSVÆÐI HVERAFUGLA: Sögur um hverafugla eru nær eingöngu þekktar úr Árnes- og Rangárvallasýslum, enda mest um hveri á því svæði. Þeirra varð helst vart í Árnes-
sýslu og mest bar á þeim í kringum aldamótin 1700 og fram á átjándu öld. En sumar heimildir segja að þeir hafi horfið við jarðskjálftann 1734.