Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2003, Qupperneq 31
30 DVHELCARBLAÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003
LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 DV HELGARBLAÐ 35
Stærstu framkvæmdir íslandssögunnar hafa staðið yfir í nokkra mánuði við Kárahjúka. har er hart tekist á um lágmarkslaun,
aðbúnað starfsmanna, þjóðerni starfsmanna, orð og efndir. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar og full-
trúi verkalýðshreyfingarinnar í samráðsnefnd um virkjanaframkvæmdir, útskýrði fyrir DV nokkur atriði íþví sem hann kailar
„stríðið við Kárahnjúka".
Virkjanaframkvæmdirnar við
Kárahnjúka eru í senn umfangs-
mestu framkvæmdir íslandssög-
unnar og þær sem mest hefur verið
deilt um. Sjálfsagt hafa margir
reiknað með því að þegar ákvarðan-
ir væru teknar, samningar undirrit-
aðir og framkvæmdir hafnar myndi
deilunum linna..
En svo er ekki. Undanfarnar vikur
og mánuði hefur verið hart deilt um
aðbúnað og hollustuhætti á vinnu-
stað við Kárahnjúka og ítalska verk-
takafyrirtækið Impregilo hefur verið
sakað um að flytja inn ódýrt erlent
vinnuafl í stórum stíl og blekkja
bæði íslensk stjórnvöld og verka-
lýðshreyfinguna.
Sérstök samráðsnefnd hefur starf-
að um þessa framkvæmd og í henni
eiga sæti fulltrúar verkalýðshreyf-
ingarinnar, Landsvirkjunar, Impreg-
ilo og fleiri aðila. f stöðugum frétt-
um af viðræðum og átökum eystra
hefur Þorbjörn Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Samiðnar, sem
situr í umræddri samráðsnefnd fyrir
verkalýðshreyfinguna, sést oft á
sjónvarpsskjánum.
Víglínan við Kárahnjúka
Helgarblað DV gekk á fund Þor-
bjarnar sem hefur nokkrum sinnum
ganga eftir lækka launin við þessa
vinnu stórkostlega miðað við sam-
bærilegar framkvæmdir. Ef íslensk
fyrirtæki ætla að keppa við þetta fyr-
irtæki eða hliðstæð fyrirtæki verða
þau einnig að lækka launin.
Sú yfirlýsing sem
Impregilo sendi frá sér
sannar umfram allt að
þarna er um að ræða
bull og blekkingar.
Ef fýrirtækið kemst upp með þetta
mun þessu ekki linna þarna. Þess
vegna höfum við sagt ástandið eld-
fimt vegna þess að ef ekki tekst að
laga þessi vandamál þá stefnir í að
öll verkalýðshreyfingin muni taka á
þessum málum í vetur í kjarasamn-
ingum," segir Þorbjörn.
- Er þá búið að draga einhvers
konar víglínu við Kárahnjúka?
„Það er stórt kanadísk-ástralskt
fyrirtæki sem kemur að byggingu
Reyðaráls. Það hefur nú þegar farið
fram á viðræður og vill ganga frá öll-
um kjarasamningum áður en verkið
hefst. Ég reikna með því að íslensku
fyrirtækin sem ætla að byggja stöðv-
ingum okkar, hvaðan úr heiminum
sem þau koma. Þetta er lagaákvæði
sem gerir okkur kleift að glíma við
þetta af meira krafti en aðrar þjóðir.
Vandinn er sá að þegar menn
kjósa að beita þessu vinnulagi er
erfitt að festa hendur á því hvað sé
rétt.“
- Hvert er vandamálið við starfs-
mannaleigur og þau vinnubrögð
sem þarna tíðkast?
„Það einkennir þessi vinnubrögð
að menn búa til „front" fyrir hvert
land fyrir sig þannig að þau gangi
upp gagnvart stjórnvöldum. Starfs-
menn við Kárahnjúka koma að
stærstum hluta frá Portúgal, Rúm-
eníu og Tyrklandi. Það er enginn
Norður-Evrópumaður þarna á
staðnum. Hér hafa verið stórfyrir-
tæki á íslenskum markaði árum
saman án nokkurra vandræða.
Þarna eru starfsmenn sóttir til fá-
tækustu landa Evrópu. Það er
ástæða til að velta því fyrir sér hvers
vegna það er gert. Ástæðan er fyrst
og fremst sú að þarna er kaupgjald
afar lágt þannig að það er hægt að
bjóða fólki tvöföld laun sem eru
samt afar lág á íslenskan mæli-
kvarða.
I Eistlandi í dag hefur bygginga-
verkamaður 32 þúsund krónur ís-
lenskar á mánuði og það þykja há
ERU ALUR JAFNIR? Deilurnar snúast að miklu leyti um hvort erlendir starfsmenn við Kárahnjúka fái greidd lágmarkslaun samkvæmt samn-
ingum eða ekki. Þorbjörn hefur sagt Impregilo beita blekkingum í málinu.
30ÁRASTRIÐ: Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, hefur verið virkur í verkalýðsbaráttu i 30 ár. Hann erfulltrúi verkalýðsfélaganna í deilunum við Impregilo sem annast
framkvæmdir við Kárahnjúka. DV-myndir GVA
farið á vettvang og fylgst með fram-
kvæmdum frá upphafi og spurði
hann hvað væri eiginlega að gerast
við Kárahnjúka.
„Það sem er að gerast er að hér
hefur ríkt ákveðin sátt um það
hvernig aðstæður verkafólks eigi að
vera við slfkar framkvæmdir. Það
hefur verið sátt um að þetta fólk eigi
að fá góð laun.
Nú kemur hér inn erlendur verk-
taki, Impregilo, sem neitar að virða
þessar hefðir og ílytur þess í stað inn
fjölda verkafólks I gegnum erlendar
starfsmannaleigur. Aðeins er ráðið
fólk frá fátækustu svæðum Evrópu.
Ef þetta fyrirkomulag verður látið
arhúsið muni standa þannig að mál-
um að friður verði svo að víglínan
virðist dregin við Kárahnjúka."
Að búa til „front"
-Þorbjörn bendir á að ýmsar stór-
framkvæmdir sem séu á dagskrá á
næstunni, eins og lagning Sunda-
brautar, verði að fara í alþjóðlegt út-
boð og verði ekki spyrnt við fótum
við Kárahnjúka komi upp sama
staðan við þær og við Kárahnjúka.
„í íslenskum lögum er það tryggt
að samningar starfsgreina gilda sem
lágmarkslaun við verk eins og þetta.
Fyrirtækjum ber að fara eftir samn-
laun. Istak er með erlenda starfs-
menn í gangagerðinni. Þeir koma
allir frá Norður-Evrópu og við vitum
ekki um nein vandamál þar. ísland
er opinn vinnumarkaður."
Menn undir miklum þrýstingi
- I löndum eins og Rúmeníu sem
eru nýkomin undan oki korftmún-
ismans var rekin opinber verkalýðs-
hreyfmg sem hafði vægast sagt
slæmt orð á sér. Þorbjörn segir það
eina ástæðu þess að íslenskum
verkalýðsfélögum hafi gengið illa að
fá haldgóðar upplýsingar um raun-
veruleg laun erlendu verkamann-
anna.
„Þeir eru auk þess undir gríðarleg-
um þrýstingi af öðrum ástæðum.
Við höftim séð samninga sem kveða
á um að uppfylli einstaklingur ekki
væntingar eða komi til árekstra af
hans völdum þá beri hann sjálfur
kostnað af brottför sinni og kostnað
af komu starfsmanns hingað í hans
stað.
Einstaklingarnir eru því í mjög
erfiðri stöðu og verða þess vegna
bara að hlýða. í hjarta þessara átaka
eru nefnilega einstaklingar."
Bull og blekkingar
- Hver er sannleikur málsins?
Impregilo segir að laun erlendra
verkamanna séu 265 þúsund á mán-
uði en þið segið að launin séu í raun
50-70 þúsund. Hvað er rétt?
„Sú yfirlýsing sem Impregilo
sendi frá sér sannar umfram allt að
þarna er um að ræða bull og blekk-
ingar. Það skiptir ekki máli hver
krónutalan er nákvæmlega. Ég full-
yrði að þessir menn eru ekki á rétt-
um launum. Það hefur engum tekist
að sanna annað."
Trúi ekki að Landsvirkjun láti
blekkjast
- Þorbjöm er talsmaður samráðs-
nefndar og vill taka skýrt fram að
þótt hann sé framkvæmdastjóri
Samiðnar sé þetta ekki sérstakt mál
Samiðnar. Á bak við þessa deilu
standa landssamböndin innan ASÍ.
En getur verkalýðshreyfmgin haft
afskipti af samningf Landsvirkjunar
og hnpregilo? Hvaða aðstöðu hafið
til að fá botn í þetta mál?
„Samningur Landsvirkjunar og
Impregilo kemur okkur í sjálfu sér
ekki við auk þess sem Landsvirkjun
hefur enga heimild til að semja við
aðila sem stunda undirboð á fs-
landi. Það er þá mál stjórnvalda.
Okkar krafa til Landsvirkjunar er
að hún tryggi að við samninginn sé
staðið.
Innan Landsvirkjunar er að finna
reyndustu samningamenn um stór-
framkvæmdir sem völ er á. Þeir
hljóta að hafa velt því fyrir sér þegar
þeir sáu þann mikla mun sem var á
tilboðunum í hverju munurinn lægi.
En ég trúi ekki að þeir hafi vísvitandi
látið blekkja sig og trúað því að
munurinn lægi fyrst og fremst í
tæknilegum útfærslum.
Við getum auðvitað farið með
ákveðin mál fyrir dómstóla sem eru
uppi og tengjast Kárahnjúkum en
það tekur langan tfma og í sumum
tilfellum verða erlendu starfsmenn-
irnir farnir þegar niðurstaðan liggur
fyrir. Ef samningaleiðin gengur ekki
þá er sá virkjunarsamningur sem
RISAFRAMKVÆMDIR: Framkvæmdirnar við Kárahnjúka eru hluti af stærstu framkvæmdum
íslandssögunnarenjafnframt þeim umdeildustu.
verkalýðsfélögin eru aðilar að laus í
febrúar á næsta ári. Þá stöðu getum
við nýtt okkur; það verður þrauta-
lendingin.
Ég held að það hafi smitandi áhrif
á aðra samninga ef ekki tekst að ná
tökum á þessu ástandi," segir Þor-
björn.
Verðið þið beittir þrýstingi?
- Nú segir þú að mikið sé þrýst á
erlendu verkamennina um að vera
ekki með uppsteyt eða mótmæli.
Má ekki snúa stækkunarglerinu við
og segja að innlendir aðilar séu und-
ir þrýstingi frá stjórnmálamönnum?
Halldór Ásgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins, sagði fyrir
skömmu að ef ekki hefði komið svo
„Þetta er að stórum
hluta aðlögunarvandi.
Ég held að Impregilo
hafi frá byrjun gert
grundvallarmistök."
lágt tilboð frá Impregilo sem raun
bar vitni hefði aldrei verið hafist
handa við framkvæmdirnar við
Kárahnjúka. Verðið þið ekki ásakað-
ir um að tefla þessum framkvæmd-
um í tvísýnu ef þið viljið rifta samn-
ingum með óbilgirni og afskipta-
semi?
„Verkalýðshreyfingin styður
þessa framkvæmd og skilur vel hvað
hún er mikilvæg fyrir alla íbúa
landsins, sérstaklega Austfirðinga.
Við gerum einfaldlega þá kröfú að
verkhafmn hlfti sömu leikreglum og
aðrir. Það er ekkert mjög flókið. Allir
verktakar verða að sitja við sama
borð. Stór fyrirtæki, m.a. íslensk,
lögðu mikið fé í vinnu við tilboðin.
Þessi fyrirtæki þekkja íslensk launa-
kjör mætavel og ef það er svo að slík
kjör hafi ekki verið lögð til grund-
vallar þá hafa þau verið blekkt.
Ef það er svo að efnahagslegar
forsendur virkjunar séu svo veikar
að ekki sé hægt að framkvæma hana
nema með fátæku verkafólki frá Evr-
ópu og undirbjóða þau starfskjör
sem eru viðurkennd í landinu þá
skulda Landsvirkjun og ýmsir
stjórnmálamenn þjóðinni skýringar
á því. Þá hafa þeir einfaldlega verið
að blekkja okkur og því vil ég ekki
trúa."
Mistök Impregilo
- Margar neikvæðar fréttir hafa
borist austan frá Kárahnjúkum, um
allt frá launamisrétti, mannrétt-
indabrotum, heilsuspillandi aðbún-
aði og nú síðast fjúkandi rusli. Þær
raddir heyrast að þetta sé í raun
menningarárekstur þar sem
Impregilo hafi aldrei unnið annars
staðar en í þriðja heiminum. Er
þetta rétt mat miðað við þína
reynslu?
„Þetta er að stórum hluta aðlög-
unarvandi. Ég held að Impregilo
hafi frá byrjun gert grundvallarmis-
tök. öll stór fyrirtæki sem standa í
framkvæmdum hér byrja á því að
ráða sér íslenskt fyrirtæki sem sam-
starfsaðila. Þar með kaupa þau alla
þekkingu á íslensku samfélagi og ís-
lenskum vinnumarkaði og koma
þannig í veg fyrir alla árekstra.
Þetta hefur Impregilo ekki gert og
fyrir vikið hefur fyrirtækið lent í
árekstrum við verkalýðshreyfing-
una, vinnueftirlitið, heilbrigðiseftir-
litið og byggingayfirvöld. Þeir hafa
unnið í allt öðrum menningarheim-
um og þegar ég athuga hvar fyrir-
tækið hefur verið að vinna og skoða
ferilsskýrslur þeirra sem Impregilo
sækir um viðurkenningu á starfs-
réttindum fyrir þá sé ég að þeir hafa
einkum unnið í þriðja heiminum,
rétt eins og fyrirtækið."
Agi sem framkallar ótta
- Hvernig gerir þetta vinnubrögð
Impregilo á vettvangi öðruvísi?
„Það birtist í mikilli stéttaskipt-
ingu og gríðariega hörðum aga þar
sem menn eru reknir við minnsta
brot. Andinn verður agaður og
þvingaður. Islendingar eru vanir að
vinna í hópi í svona verkum án þess
að þeim sé sagt fyrir verkum um
hvert handtak. Italirnir standa yfir
mönnum og segja þeim fyrir verk-
um um hvert einasta handtak og ef
þeir hlýða ekki strax verða árekstrar.
Áginn felst að hluta í því að skapa
ótta. Þetta eru vinnubrögð sem við
höfum aldrei upplifað hér áður og
ég hef miklar efasemdir um að þess-
ar aðferðir gangi við þessar erfiðu
aðstæður, t.d. að vetri til.
Það sem hefur gert Islendingum
kleift að vinna erfið verk á hálend-
inu á veturna er verkstjórn sem
stuðlar að góðum hópanda og góð-
um anda á verkstað og þekking á að-
stæðum. Enn er ekkert slfkt þarna til
staðar."
Vonbrigði Austfirðinga
- Hvað vinna margir Islendingar
við Kárahnjúka?
„Það munu vera tæplega 100
meðal þeirra 500-600 sem starfa
þarna eins og er. Það er gert ráð fyr-
ir að eitthvað verði dregið úr fram-
kvæmdum í desember og janúar en
sfðan fer þetta á fullan skrið með
vorinu; þá eiga að vera þama a.m.k.
1.000 manns."
- Eru þetta ekki færri íslendingar
en gert var ráð fyrir?
„Þetta er miklu lægra hlutfall en
við reiknuðum með að fengi vinnu
þarna. Ég held að við höfum öll orð-
ið fyrir vonbrigðum með það. Þær
vonir sem Austfirðingar gerðu sér
um að komast þarna í góð störf hafa
ekki ræst en enn er mikið eftir af
framkvæmdunum.
Það segir sína sögu að 600-700
manns em komin til starfa þarna en
enn em margir skráðir atvinnulaus-
ir á Austurlandi."
- Það hafa einnig heyrst raddir
um að vinnuskálar og aðstaða sem
þarna er verið að reisa séu ekki í takt
yið íslenskar aðstæður. f blöðum
hefur verið lýst húsum úr málmi
með einnar tommu einangmn sem
haldi ekki vindi og muni fyllast af
raka. Er þetta rétt?
„Þarna eru tvær gerðir af skálum.
Aðrir em ítalskir og sýnast ágætir en
svo em tyrknesk hús sem virðast
ekki vera nógu þétt og hæpið að
muni standast vel hríðarbylji. Það
kom sandstormur um daginn; þá
held ég að menn hafi áttað sig á
þessu og verið að laga þessi hús.
Það sem stendur mest út af núna
er frágangur mötuneyta og félagsað-
stöðu."
Fá ekki íslendinga í vinnu
- Þorbjöm hefur verið viðloðandi
verkalýðshreyfinguna síðan 1973 en
er lærður trésmiður sem lagði ham-
arinn á hilluna fyrir tólf ámm til þess
að sinna verkalýðsmálum í fullu
starfi. Hann segist sjá eftir því að
hafa aldrei farið á vertfð í virkjunar-
framkvæmdum meðan hann var
enn að smíða.
„Maður heyrir marga kolleganna
riQa upp lífið á hálendinu og alltaf
mjög jákvætt. Það var einhver ljómi
yfir þessu. Við í verkalýðshreyfing-
unni höfum alltaf litið jákvætt á
framkvæmdir eins og þær sem nú
standa yfir því þær hafa gefið góð
laun, sérstaklega á reginfjöllum.
Samt er rétt að hafa í huga að það er
ekki þjóðerniskennd sem dregur
menn á reginfjöll heldur vonin um
góð laun.
Impregilo fær ekki Islendinga f
vinnu af því að fyrirtækið býður ekki
nógu góð laun. Launin sem þar em í
boði em lægri en greidd vom við
Vatnsfell fyrir tveimur árum. Þess
vegna em þeir ekki samkeppnishæf-
ir um íslenska starfsmenn með
mikla reynslu. Þetta hefur þeim
margoft verið sagt en þeir telja sig
alltafvita betur."
Snerust við í sumarfríinu
- Þorbjörn hefur áður setið í sam-
ráðsnefnd um stórframkvæmdir fyr-
ir verkalýðsfélögin og rifjar upp að
þegar virkjað var við Vatnsfell hafi
nefndin aðeins haldið 5-6 fundi.
„Að þessu sinni hefur nefndin
fundað nánast samfellt með
Impregilo síðan í júní án mikils ár-
angurs. Þegar við fómm í sumarfrí í
júlí eftir löng fundahöld þar sem
áhersla var lögð á aá upplýsa fyrir-
tækið var ég og fleiri mjög bjartsýnn
á að þetta myndi ganga vel og
Impregilo vildu virkilega hafa virkt
samráð við alla aðila. En það er svo
undarlegt að þegar aðilar komu aft-
ur úr sumarfríi var eins og við vær-
um að hitta allt annað fólk. Þá var
enginn áhugi á neinu samstarfi og
síðan hefur nánast ekkert verið hægt
að tala við þá. Við það situr í raun
enn.
Ég held að íslensk verkalýðsfélög
hafi sýnt þessu fyrirtæki mikið lang-
lundargeð og skilning í upphafi og
horft í gegnum fingur sér um ótal
mál. Eftir á að hyggja kunna það að
hafa verið mistök að sýna þeim ekki
meiri hörku í upphafi og gera meiri
kröfur, en við vildum sýna sveigjan-
leika.
Kannski hafa menn haldið að við
væmm svo einfaldir að það væri
hægt að koma fram við okkur eins
og þeim sýndist," segir Þorbjörn að
lokum. polli@dv.is