Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2003, Page 32
36 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003
Fyrir nokkrum árum stóðu ábúendur að Mikla-
holti í Biskupstungum frammi fyrir þeirri
ákvörðun að annaðhvort yrðu þeir að bregða
búi eða gera róttækar breytingar á rekstrinum.
Hjónin Práinn B. Jónsson og Anna Björnsdóttir
og sonur þeirra, Óttar, völdu seinni kostinn ognú
reka þau eitt stærsta og tæknivæddasta fjós
landsins.
„Við erum með sextíu og fimm mjólkandi kýr
í fjósinu af samtals níutíu kúm,“ segir Óttar
Þráinsson kúabóndi þegar hann er spurður um
fjölda gripanna. „Kvótinn er upp á þrjú hund-
ruð og sextíu þúsund lítra en við förum langt
fram yfir það.“ Óttar segir að þrátt fyrir að búið
fái ekki greitt íyrir umframframleiðsluna hafi
þau ekki tekið upp á því að hella niður mjólk.
„Það sem ekki fer í kálfana er sent í mjólkurbú-
ið.“
bundnar á bás. Kýrnar liggja á svampdýnu og á sumrin
DV-myndir GVA
ar hann því játandi og hlær. „Jú, jú, maður þarf
annaðhvort að vera gríðarlega bjartsýnn eða
klikkaður til að fara út í þetta." Hann segist
reyndar sannfærður um að ef dæmið gangi upp
fyrstu fimm árin sé bjöminn unninn. „Það eru
reyndar gríðarlegir vextir á svona fjárfestingu
en við erum sannfærð um að þetta takist."
Anna segir að fjós eins og það sem þau reistu
kosti um hundrað milljónir. „Af því er kvótinn
langdýrastur, eða rúmar fimmtíu milljónir, ró-
bótinn kostaði fimmtán en húsið og aðstaðan
afganginn."
Lausaganga og mjaltaróbóti
Fjósið að Miklaholti er svo kallað lausa-
göngufjós þannig að kýmar ganga um frjálsar
en em ekki bundnar á bás. Óttar segir að ekki sé
haughús undir íjósinu og að skafa sjái um að
hreinsa flórinn. „Kýrnar liggja á svampdýnu og
á sumrin valsa þær inn og út eins og þeim sýn-
ist og láta mjólka sig þegar þeim hentar." Að
sögn Óttars kom á óvart hversu fljótar kýrnar
vom að venjast mjaltaróbótanum og ganga í
hann af fúsum og frjálsum vilja. „Það er að vísu
gulrót í formi kjamfóðurs í básnum til að gera
hann fr eistandi og kýmar sækja vissulega í þgð.
Bestu kýmar koma í róbótinn fimm, sex sinn-
um á sólarhring."
Áður en kýmar koma að mjaltaróbótanum
fara þær í gegnum einstefnuhlið svo að þær
geti ekki hætt við mjaltir ef biðin er of löng. Ótt-
ar segir að í stuttu máli vinni mjaltaróbótinn
þannig að þegar kýrin kemur í básinn skynjar
HVAR ER MAMMA:? [ fjósum nútlmans fá kálfar aldrei að sjúga mæður slnar en þessi tæknivædda blikkfata kemur
í staðinn. Kálfinum sýnist vera alveg sama.
„Þettaeralveg einsog stelpuklíkur sem halda hópinn'
í LAUSAGÖNGU: Fjósið að Miklaholti er svokallað lausagöngufjós þannig að kýrnar ganga um frjálsar en eru ekki
valsa þær inn og út eins og þeim sýnist og láta mjólka sig þegar þeim hentar.
ekki gert mér grein fyrir því meðan á því stóð."
Að sögn önnu veltu hún og Þráinn því lengi fýr-
ir sér hvort þau ættu að hætta búskap og selja
jörðina. „Gamla fjósið var í raun ónýtt og
vinnuaðstaðan ekki mannsæmandi; við gátum
ekki hugsað okkur að Óttar tæki við slíku búi.
Miklaholt erum tólf hundmð hektarar að stærð
og góð bújörð og Óttar hefur alltaf sýnt því
áhuga að taka við búinu þannig að við ákváð-
um að slá til og reisa nýtt og fullkomið fjós með
nýjustu tækni til að gera búskapinn nútíma-
legri."
Anna segir að þau leggi mikið upp úr því að
halda fjósinu þrifalegu. „Mér finnst líka nauð-
synlegt að halda sambandi við kýrnar og snúast
svolítið í kringum þær. Ég held líka þeirri venju
að strjúka á þeim júgrið og tala við þær.“ Þegar
Anna er spurð hvort það sé mikill persónu-
leikamunur á kúnum brosir hún og svarar því
játandi. „Alveg eins og hjá hestum og hundum.
Þær eru að vissu leyti eins og fólk, sumar ljúfar
og félagslyndar en aðrar skapstyggar og vilja fá
að vera í friði." Anna viðurkennir að hún þekki
ekki alfar kýrnar í fjósinu með nafni og kjósi
frekar að nota númerin. „Óttar þekkir þær aftur
á móti flestar og hefur nefnt þær í höfuðið á er-
lendum kynbombum eins og Pamelu Ander-
son, J. Lo og Naomi Campbell vegna þess hve
kvenlegar þær eru."
Bjartsýni eða klikkun
Óttar segir að þegar ákveðið var að reisa nýja
fjósið hafi þau verið staðráðin í að gera það vel
og snúa sér eingöngu að mjólkurframleiðslu.
„Foreldrar mínir voru með fé áður, en núna eru
það bara kýmar og mjólldn." Þegar Óttar er
spurður hvort það hafi ekki verið óðs manns
æði að byggja svo fullkomið fjós um svipað leyti
og alft virtist vera á niðurleið f landbúnaði svar-
Gott að tala við kýrnar
Fjósið að Miklaholti er að öllum líkindum
tæknivæddasta fjós landsins. Kýrnar eru í
lausagöngu, vél mokar flórinn og róbóti mjólk-
ar kýmar. Anna segir að þau hafi tekið fjósið í
notkun snemma árs 2001 og að viðbrigðin hafi
verið mikil en í gamla íjósinu hafi hver kýr átt
sinn bás og flórinn verið mokaður með reku.
„Ég held þó þeim vana að vera mikið í fjósinu,
mér fmnst gaman að umgangast skepnurnar
og ætla að halda því áfram. Vinnuaðstaðan er
náttúrlega allt öðmvísi og ég var lengi að venja
mig á að láta tæknina sjá um sum verkin. Hér
áður fyrr þurfti ég að bera allan fóðurbæti í fötu
og það eitt og sér var ansi erfitt þó að ég hafi
1