Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2003, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2003, Page 33
f LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 DV HELGARBLAÐ 37 TÖLVA STJÓRNAR MJÖLTUM: Mæðginin Anna Bjö rn sdótti^^OttaHíréinsso^i^ölvun^erTWjórna r rnjölturiiifjósin^^Miklahoíti Biskupstungum. innrautt ljós hana. „Af örmerki í háls- bandi hennar er síðan lesið númer og upplýsingar um síðustu mjaltir og heilsufar. Róbótinn sendir síðan fyr- irspurn til stjómtölvu og fær til baka upplýsingar um hvemig eigi að mjólka kúna, hvert mjólkin eigi að fara og hvað kýrin eigi að fá mikið kjamfóður." Að sögn Óttars em upplýsingar í tölvunni um hvort mjólka eigi kúna eða ekki. „Ef kýrin á að mjólkast hefst fóðmn, spenaþvottur og örvun mjólkurkirtla. Að loknum þvotti fer spenahylkið á spenana og áður en mjaltir hefjast em þættir eins og raf- leiðni, litur og mjólkurhraði mældur og mjaltalag ákveðið út frá því. Ró- bótinn hættir síðan að mjólka þegar rennslið úr spenanum er komið nið- ur fyrir ákveðið lágmark til að koma í veg fyrir ofrnjölmn. Þegar mjölmm er Iokið er magnið mælt, mjólkinni síð- an dælt f tank og spenahylkin vand- lega þvegin. Og það sem meira er: Mannshöndin kemur hvergi nærri ferlinu." Kýrnar mynda klíkur Kýmar að Miklaholti em að mestu frjálsar ferða sinna á sumrin og ganga inn og út úr fjósinu að vild. „Við byrjum á vorin með því að beita á ákveðin stykki og stjómum beitinni með rafmagnsgirðingu en eftir slátt ganga kýmar frjálsar um túnin." Óttar segir að fyrst eftir að lausa- gangan hófst hafi ýmsir haft efa- semdir um hversu langt kýmar Fjósið að Miklaholti er ólíkt öðrum fjósum á landinu: Vélar moka flórinn, róbótar mjólka kýrnar og allt ilmar af hreinlæti. mættu fara frá fjósinu en að þær efa- semdir hafi verið óþarfar. „Kýrin er skynsöm skepna og leitar heim í fjós þegar hún vill láta mjólka sig.“ Anna tekur undir þetta og segir gaman að fylgjast með því hvemig kýmar skipta sér í hópa: „Þetta er al- veg eins og stelpuklíkur sem halda hópinn.“ Hún bætir því við að það haldist í hendur að kýmar sem mjólka mest komi oftast í róbótinn og fái mest kjamfóður. Óttar segist ekki efast um að kún- um fi'ði bemr í lausagöngu en í hefð- bundnu fjósi og hann reiknar með að hver kýr mjólki lengur. „Hér áður þótti gott að ná þremur ámm í nyt úr kúnni en ég á alveg von á að mjalta- skeiðið lengist. Það em reyndar ekki nema tvö ár síðan við tókum nýja fjósið í notkun þannig að það á eftir að koma í ljós hversu mikið það verður. í gamla fjósinu vom að með- altali tuttugu og fimm júgurbólgutil- felli í mánuði en í því nýja vom þau ekki nema þrjú fyrsta árið.“ Landbúnaðarkerfið staðnað Anna segir að því miður sé land- búnaður á íslandi í mikilli lægð og þarfhist verulegrar uppstokkunar. „Kerfið staðnaði um miðja síðustu öld og það þarf að ná því úr þeim fasa; allar nýjungar koma ffá bænd- unum sjálfum en ráðunautamir fylgja á eftir. Svo vil ég ekki tala meira um það, annars verð ég svo pirruð." Óttar, sem er búfræðingur ffá Hvanneyri, segist h'ta björtum aug- um til ffamú'ðarinnar og hafa trölla- trú á rekstrinum. „Mig langar að búa í sveit og ljósin í Reykjavík hafa aldrei heillað mig. Hér vil ég vera." Biðlund er kýrin í fjósinu Óttar segir að kýmar í fjósinu séu almennt mjög rólegar og í raun mun rólegri en í gamla fjósinu og taki flestum uppákomum með stakri ró. „Við fáum mikið af heimsóknum hingað og kýmar em flestu vanar. Einu sinni kom hingað karlakór og söng í fjósinu en kýmar horfðu á og héldu bara áfram að jórtra." Þegar Anna er spurð um kúna sem sparkaði í Guðna Ágústsson land- búnaðarráðherra, þegar hann kom í fjósið ásamt ungliðum stjórnmála- flokkanna fyrir skömmu, brosir hún út í annað. „Biðlund, eða númer 83, er langbesta kýrin í fjósinu, hún er geðgóð, lærði strax á róbótann og mjólkar vel. Nafnið er aftur á móti þannig til komið að hún nennir aldrei að bíða ef önnur kýr er í mjölt- um og er eina kýrin sem getur opnað einstefnuhliðið og komist til baka út um það. Hún er svo óþolinmóð." Anna segist endilega vfija segja söguna af viðskiptum Guðna og Bið- lundar eins og hún er rétt svo að bæði fái að njóta sannmælis. „Bið- ILLA V© ÁREITI: Kýrin Biðlund varð landsfræg fyrir skömmu þegar hún sparkaði í Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra þegar hann nálgaðist hana of mikið í burðarbásnum. MANNSHÖNDIN HVERGI NÆRRI: Mjaltaróbótinn les örmerki í hálsbandi kúnna og fær upplýsingar um síðustu mjaltir og heilsufar. Róbótinn sendir síðan fyrirspurn til stjórn- tölvu og fær til baka upplýsingar um hvernig eigi að mjólka kúna, hvert mjólkin eigi að fara og hvað kýrin eigi að fá mikið kjarnfóður. lund var í sjúkrasú'unni þegar Guðni og fylgdariið komu í heimsókn og var í burði. Hún var komin svo langt á leið að það var farið að sjást í klauf- imar á kálfinum en hún hætti við þegar hópurinp kom í fjósið. Sjón- varpsmaðurinn bað Guðna að bregða sér inn í sú'una svo að hann gætí tekið mynd af honum og kúnni. Guðni varð við bóninni og brá sér inn fýrir en við það rauk kýrin upp og danglaði aðeins í ráðherrann. Spark- ið var sem betur fer ekki fast; Guðni tók atvikinu mannalega og Biðlund bar fallegum nautkálfi mttugu mfn- útum eftír að gestimir fóm.“ kip@dv.is Sólin rís í austri restaurant • bar • take-away Nýr veitingastaöur Aðalstræti 12 sushi, salöt, misósúpur, curries, núölur og grillréttir < o Or 3- §■ opið frá kl. 12.00 mán. - fös. og frá kl. 17.30 lau. og sun. Aöalstræti 12 • 101 Rvk. • s. 511 4440 www.maru.is • maru@maru.is frá kr. úr heimíííssíma a min. HelmsPrelsi Mínútur/Minutes Hte*im£» -fefSsf • fyrirframgreidd símaþjónusta AUt að/up to 200 mln kr. 1000,- internationai Caiiing Card Go to tne weosite www.simakort.is for rate table to ottter countr A fieífnasiöunni v/ww.slinakort.ij er aöfinna gjaidskra tii annaifa U ianoa. Hringið mjög ódýrt til útlanda úr heimilíssíma í heimilissíma Fæst hjá fíestum: Bensínstöövum Matvöruverslunum Söluturnum www.simakort.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.