Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2003, Page 35
LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 DV HELGAKBLAB 39
w
I
Út á Barðsnes
Hin leiðin sem skemmtilegt er að takast á
við liggur út eftir strönd Norðfjarðarflóans
alla leið út á Barðsnes. Þetta er skemmtileg
og létt gönguleið sem liggur að mestu eftir
gömlum bflvegi sem einhvern tfmann hefur
verið lagður þarna milli bæjanna. Það eru
nokkur eyðibýli á ströndinni sem er misjafn-
lega vel haldið við. Handan flóans kemur
Norðfjörður smátt og smátt í ljós og Norð-
fjarðarnípa sem sumir heimamenn vilja
halda að sé hæsta standberg í sjó fram á Is-
landi er sannarlega falleg. Síðan sést til fjalla
norðan Norðfjarðar, Dalatanga og einhverra
nesja sem hverfa í blámóðuna.
Fjaran er sérstaklega falleg en þó tekur
steininn úr þegar göngumaður kemur að
Rauðubjörgum sem loga af litfögru líparíti og
stuðlaberg og fossar eru til skrauts. Þarna er
rétt að gera góðan stans og njóta staðarins.
Ferðin liggur síðan áfram alla leið út á Barðs-
nes og þar fram á brúnir þar sem sjórinn hef-
ur rofið forna eldstöð og allir litir regnbogans
leika þar um brattar skriður og hamraþil. Ef
menn nenna að ganga aðeins upp á brúnirn-
ar fá þeir að auki útsýn til suðurs þar sem
Gerpir gnæflr yfir Sandvík og fjöll sunnan
Eskifjarðar raða sér upp enn sunnar.
Það er hægt að brölta niður í fjöru á Barðs-
nesi og skoða litadýrðina enn betur en til
þess að komast eitthvað inn eftir fjörunni til
suðurs þarf að sæta sjávarfollum. Þarna er
hægt að tína fagra steina og skoða steinrunn-
in tré og sennilega er þessi staður einn hinn
sérkennilegasti á íslandi öllu.
Tókofan höfuðið
Séu menn brattgengir er hægt að fá sér
gönguferð upp 1 Sandvíkurskarð en sú leið
hefur verið stikuð og merkt og er frekar brött.
í skarðinu sést vel yfir Sandvíkina og hérna er
sennilega rétt að rifja upp söguna af Sandvík-
ur-Glæsi sem skal hafa verið magnaður
draugur sem gekk um á stígvélum, reykti
pípu og tók ofan höfuðið ef hann mætti
mönnum á förnum vegi. Um þennan drauga-
gang og enn magnaðri drauga sem léku laus-
um hala f Viðfirði um miðja 20. öld er hægt að
lesa í ritsafni Þórbergs Þórðarsonar. Það
verður sfðan hver og einn að gera það upp við
sig hverju hann trúir en þegar maður gengur
um þessar fögru eyðisveitir á sólríkum sum-
ardegi er frekar erfitt að halda í trúna á
drauga og forynjur.
Séu menn ekki búnir að fá nóg af göngum
eftir að hafa lokið við Barðsnesleiðangurinn
sem tekur heilan dag er óhætt að mæla með
göngu upp í Súlnadal sem er klettadalur uppi
í fjallinu andspænis Viðfjarðarbænum, þó
aðeins austar. Þarna falla snotrar smáár í
fossum um fáfarin gil og slípuð hvalbök ís-
aldarjökuls eru nánast yfir öllum dalbotnin-
um. Þaðan er létt ganga upp í Nónskarð sem
opnast yfir botni Sandvíkur og var þriðja
skarðið sem menn fóru úr Sandvík ef þeir
vildu bregða sér af bæ. poiii@dv.is
NfPAN HÁA: Horft til Norðfjarðarnípu úr Hellisfirði.
Hún er sögð vera hæsta standberg í sjó við Island.
KOMINN ATOPPINN: A Gerpisskarði nálægt austasta odda landsins og því sem fyrrum var alfaraleið milli Vöðla-
víkur og Sandvíkur. Fjallið i baksýn mun heita Skúmhöttur.
ÞETTA ER BRATT: I bröttum skriðum á leið í Gerpisdal og þaðan í Gerpisskarð. Vöðlavík í baksýn.
fjarðar og Viðfjarðar eru hellar miklir í fjör-
unni sem fjörðurinn er kenndur við. Það er
rétt að gefa sér tíma til þess að snuðra um
vogana á þessum slóðum og dást að fjöl-
breytni náttúrunnar. Síðan er hægt að snúa
við inn í Viðfjörð aftur eða halda áfram alla
leið út með Hellisfirði hinum megin og kom-
ast á þjóðveg í botni Norðfjarðar.
HORFT YFIR BARÐSNES: Yst á Barðsnesi gefur að líta sérstæða litadýrð í sjávarbjörgum sem eiga fáa sína líka.
ERU ÞEIR ÆTIR? I votu veðri eru svartir sniglar eins og þessir algeng sjón á Austfjörðum og einnig (Vöðlavík.
Hvort þeir eru ætir skal ósagt látið en þeir eru girnilegir.