Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2003, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2003, Blaðsíða 55
f LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 'WA 59 U! MargrétThorarensen húsmóðir og leiðbeinandi í Þorlákshöfn Margrét Thorarensen, leiðbein- andi við leikskólann Bergheima, Setbergi 10, Þorlákshöfn, er fimm- tug í dag. Starfsferill Margrét fæddist á Akureyri og ólst þar upp til nítján ára aldurs. Hún stundaði nám við Gagnfræða- skólann á Akureyri. Að námi loknu hóf Margrét störf hjá Sambandsverksmiðjunum á Akureyri og starfaði þar uns hún flutti til Reykjavíkur 1972. í Reykja- vík stundaði hún verksmiðjustörf og vann við aðhlynningu aldraðra. Margrét flutti, ásamt fjölskyldu sinni, til Flateyrar, 1980, og var þar búsett til 1996. Þar starfaði hún við fiskvinnslu og sinnti aðhlynningu aldraðra. Frá Flateyri flutti fjölskyldan til Þorlákshafnar þar sem þau hjónin búa enn. Margrét tók virkan þátt í ýmsum félagsstörfum á Flateyri, var m.a. í stjórn íþróttafélagsins Grettis, slysavarnadeildarinnar Sæljóss og söng í kirkjukórnum á Flateyri. Þrjú síðustu árin hefur hún svo setið í stjórn Önfirðingafélagsins í Reykja- vík. Fjölskylda Margrét giftist 17.8. 1974 Ægi Einarssyni Hafberg, f. 24.1. 1951, útibússtjóra Landsbankans í Þor- lákshöfn. Foreldrar hans eru Einar Jens Hafberg, f. 8.8. 1918, d. 2.1. 1974, og Kristbjörg Hjartardóttir Hafberg, f. 17.7.1928, d. 30.1. 1979. Börn Margrétar og Ægis eru Ein- ar, f. 25.2.1972, stjórnmálafræðing- ur og starfsmaður við fslands- banka, en kona hans er Kristjana Nanna Jónsdóttir, bókasafnsffæð- ingur og starfsmaður í utanríkis- ráðuneytinu, en dóttir þeirra er Sunneva, f. 17.3. 1995; óskírður drengur, f. 4.8. 1976, d. sama dag; Lára, f. 7.11. 1979, háskólanemi og starfsmaður Glitnis hf. í Reykjavík. Systkini Margrétar eru Jakob, f. 21.7. 1937, búsettur á Akureyri; Guðrún Ólína, f. 17.9. 1938, búsett á Akureyri; Júlíus, f. 23.12. 1940, búsettur í Kópavogi; Soffía, f. 26.8. 1942, búsett í Reykjavík; Valdimar, f. 12.8. 1944, búsettur á Akureyri; Leifur, f. 14.12. 1945, búsettur f Keflavík; Miriam, f. 11.5. 1950, bú- sett á Akureyri; Lára, f. 2.2. 1952, búsett á Flateyri; Halla, f. 26.2. 1958, búsett í Hveragerði. Foreldrar Margrétar voru Valdi- mar'Thorarensen, f. 26.9. 1910, d. 9.10. 1974, verkamaður á Akureyri, og k.h., Lára Hallgrímsdóttir, f. 28.12. 1917, d. 24.1. 1973, húsmóð- ir. Ætt Valdimar . var sonur Valdimars Thorarensen, málafærslumanns á Akureyri, bróður Jakobs Jens á Gjögri, föður Jakobs Thorarensen skálds. Vafdimar málafærslumaður var sonur Jakobs Thorarensen, kaupmanns á Reykjarfirði, Þórar- inssonar Thorarensen, verslunar- stjóra á Reykjarfirði, Stefánssonar, amtmanns á Möðruvöllum í Hörg- árdal, bróður Vigfúsar, sýslumanns á Hlíðarenda, föður Bjarna Thorarensen, skálds og amtmanns á Möðruvöllum. Stefán var sonur Þórarins, ættföður Thoraren- senættar, Jónssonar og Sigríðar Stefánsdóttur, pr. á Höskuldsstöð- um, Ólafssonar. Móðir Þórarins Bára Þorbjörg Jónsdóttir húsmóðir í Hafnarfirði Bára Þorbjörg Jónsdóttir hús- móðir, Berjahlíð 1, Hafnarfirði, er sextug í dag. Starfsferill Bára fæddist í Reykjavík en ólst upp frá þriggja ára aldri í Stykkis- hólmi hjá fósturforeldrum, Önnu M. Jónsdóttur og Birni Jónatans- syni. Auk húsmóðurstarfa á barn- mörgu heimili stundaði Bára ýmis störf utan heimilisins. Hún vann í skelfiski, stundaði verslunarstörf við kaupfélagið í Stykkishófmi og var matráðskona við Sjúkrahúsið í Stykkishólmi. Þá starfrækti hún keramikverkstæði um skeið og hélt íslenskunámskeið fyrir útlendinga er störfuðu í Stykkishólmi. Bára flutti til Hafnarfjarðar 1995 og starfaði þar fyrst á Sólvangi og síðan við Landsbanka fslands þar til hún hætti störfum sökum veik- inda. Bára starfaði töluvert með Leik- félagi Sty.kkishólms. Hún hefur starfað í Öryrkjabandalaginu og unnið talsvert í sjálfboðavinnu fyrir Sjálfsbjörg. Þá hefur hún lagt Hala- leikhópnum Iið. Fjölskylda Maður Báru var Einar Bjarnason, f. 16.7.1938, vélstjóri. Hann er son- ur Bjarna Einarssonar og Skúlínu Friðbjarnardóttur. Bára og Einar slitu samvistum 1995. Börn Báru og Einars eru Arndís Einarsdóttir, f. 131.11. 1960, búsett í Hafnarfirði, en maður hennar er Róbert Kristjánsson, f. 19.2. 1950, og eiga þau tvö börn; Bjarni Einars- son, f. 23.10.1962, búsettur á Akur- eyri, en kona hans er Eydís Garð- arsdóttir, f. 6.12. 1965, og eiga þau tvö böm; Björn A. Einarsson, f. 30.1. 1964, búsettur í Búðardal, en kona hans er Gróa Dal og eiga þau þrjú börn; Heimir Einarsson, f. 5.10. 1966, búsettur í Reykjavík, en kona hans er Santfa Sigurjóns, f. 9.9. 1966, og eiga þau þrjú börn; Anna M. Einarsdóttir, f. 10.7. 1979, verslunarstjóra var Ragnheiður Vigfúsdóttir, sýslumanns Schevings á Víðivöllum. Móðir Jak- obs kaupmanns var Katrín, systir Péturs amtmanns, föður Hannesar Hafstein, skálds og ráðherra, afa Hannesar Hafstein sendiherra og langafa Péturs Hafstein hæstarétt- ardómara. Katrín var dóttir Jakobs Havsteen, kaupmanns á Hofsósi, Níelssonar, timbursmiðs við Hólm- inn í Kaupmannahöfn, Jakobsson- ar. Móðir Katrínar var Maren Jó- hannsdóttir Birch, beykis á Akur- eyri. Móðir Valdimars málafærslu- manns var Guðrún Óladóttir Viborg, b. í Ófeigsfirði, Jenssonar Olesen Viborg, beykis á Reykjar- firði, frá Viborg á Jótlandi. Móðir Guðrúnar var Elísabet Guðmunds- dóttir, b. á Hafnarhólmi, Guð- mundssonar og Elísabetar Magn- úsdóttur, systur Guðrúnar, langömmu Guðmundar, afa Al- freds Jolson biskups. Guðrún var einnig móðir Jóhönnu, langömmu Sólveigar, móður Jóns Baldvins Hannibalssonar sendiherra og Arn- órs heimspekings. Móðir Valdimars verkamanns var Sofía Thorarensen, f. Jensen, dóttir J. Chr. Jensen, verslunar- manns á Akureyri. Lára var dóttir Hallgríms Júlíus- sonar, b. á Einarsstöðum, í landi Munkaþverár, og Sigurrósar Þor- leifsdóttur. búsett í Hafnarfirði, en maður hennar er Gunnlaugur Sverrisson, f. 20.2. 1979. Langömmubörn Báru eru þrjú talsins. Systkini Báru: Hrefna Jónsdóttir, búsett í Reykjavík; Helga Jónsdótt- ir, búsett í Reykjavík; Sverrir Jóns- son, nú látinn. Hálfbróðir Báru, sammæðra, er Sveinn Magnússon, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Báru voru Jón Þorberg- ur Jóhannesson, nú látinn, leigu- bifreiðastjóri í Reykjavík, og Ragna Sigurgísladóttir, nú látin, húsmóð- ir. Bára verður að heiman á afmæl- isdaginn. Höfuðstafír Umsjón: Ragnar Ingi Aðalsteinsson Netfang: ria@ismennt.is Þáttur 95 Enn verður hagyrðingum það að yrkisefni þegar Guðni Ágústsson kyssti kúna sællar minningar. Ólafur Stefánsson orti nýlega: Þegar Guðni þukla kúna vildi þáði hún ekki að láta klappa sér. „Það var eins og blessuð skepnan skildi" hve skuldum vafin bændastéttin er. Vísan féll í góðan jarðveg inni á leirvefnum og Helgi Zimsen varð svo hrifinn að hann orti hvatningar- og þakkarvísu til Ólafs: Mættum við fá meira, plís? Men! Ég gæti hneggjað! Þetta er megamasterspís, meiri háttar geggjað. Hannes Sigurðsson frá Egilsstöðum orti vísuna sem hér fer á eftir: Ég er til kvenna afar gír- ugur flestar stundir. Lán, hvað mín er lítið skír- líf um þessar mundir. Næst eru tvær þorrablótsvísur eftir Kormák Erlendsson: Undi sér í frúa fans frægur sonur Austurlands, lipurt sté við dömur dans, drjúg eru verkin þessa manns. Nú skal þjóð í þorramóð þylja Ijóðin snjöll og fróð. Kveddu bróðir einhvern óð sem yljar blóð og kætir fljóð. í veislulok orti Kormákur: Heim skal vent og hófið ent, hér var pent og fólkið kent, en út er rennt og öllu spennt, orðið klént um traktiment. Á tímum hinna margvíslegu kenninga í kveðskap gerðist það að maður einn orti ástarkvæði til stúlku. Fyrsta vísan var þannig: Komdu sæl mín keraldsausu nunna. Hvernig lfður högum þín, hákarlsgrútar liljan mín? Ekki er vitað hvort hann náði ástum stúlkunnar út á þennan kveð- skap. Til mín hefúr borist ein af vísum þeim sem stundum eru kallaðar endurvinnsluvísur. Þá setja hagyrðingar eitthvað saman og nota þar línur úr þekktum vísum. Útkoman getur orðið afar skemmtileg. End- urnotuðu hlutarnir eru innan gæsalappa og geta lesendur spreytt sig á að finna út hvaðan þeir eru komnir. Upplýsingar um höfundinn væru vel þegnar: „Vondslega hefur mig veröldin blekkt" vilja og rænu svipt mig. „Hefði ég betur hana þekkt“ hefði ég aldrei gift mig. Smáauglýsingar bækur, fyrirtæki, heiidsala, hljóðfæri, Internet, matsölustaðir, skemmtanir, tónlist, tölvur, verslun, verðbréf, vélar-verkfæri, útgerðarvörur, landbúnaöur.markaðstorgið 550 5000 sambandi við okkur! Smáauglýsingar smaauglysingar@dv.is hvenœr sólarhringslns sem er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.