Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2003, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 Impregilo ábyrgist laun samkvæmt kjarasamningum BANKAREIKNINGAR: ftalski verktakinn Impregilo við Kára- hnjúkavirkjun hefur lýst því yfir að fyrirtækið ábyrgist að starfs- menn við virkjunina muni fá laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum og verða þau greidd inn á bankareikninga eftir að haldið hefur verið eftir launatengdum gjöldum og sköttum. Þessi samningur nær einnig til starfsmannaleignanna sem sumir starfsmannanna eru með ráðningarsamning frá. Ekki er skilyrði að bankareikn- ingarnir séu hérlendis. Verði íslenskir kjarasamningar ekki virtir hefur Vinnumála- stofnun þau úrræði m.a. að aft- urkalla atvinnuleyfi sem hefði það í för með sér að viðkom- andi starfsmaður yrði að hverfa úr landi. Vinnumála- stofnun hefurfengið afhent af- rit af launaseðlum og Ijósrit af rúmenskum bankakvittunum sem eiga að sýna hvernig launagreiðslum til þessara starfsmanna er háttað. Rúm- enskir starfsmenn hafa fengið hluta launanna greiddan hér- lendis í íslenskum krónum eða evrum en einnig hefur verið lagt inn á bankareikninga í Rúmeníu. Næst mun Vinnu- málastofnun bera þessi gögn saman við virkjanasamninginn, en launataxtar í honum eru lagðir til grundvallar, og sann- reyna þessi atriði. Gengi deCODE LÆKKUN: Gengi hlutabréfa í deCODE Genetics féll um rúm 14,8% í gær eftir stöðugt og bratt ris að undanförnu. Var gengið skráð við opnun mark- aða í gær á 5,39 dollara en við lokun var gengið skráð á 4,54 dollara. Var það eftir viðskipti dagsins með tæplega 670 þús- und hluti. Hæst fór gengið í við- skiptum vikunnar í 5,41 dollar. Nýjar bandariskar reglur um notkun vélrænna vegabréfa: Fengum árs frest Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt óskir frá 21 þjóð, þar á meðal ís- lendingum, þess efnis að regl- um um notkun vegabréfa með segulrönd verði frestað um rúmt ár, eða til 26. október 2004. Nýjar reglur höfðu krafist þess að fólk hefði hin nýju vegabréf meðferðis á leið til Bandaríkjanna. Að öðrum kosti þyrfti vegabréfsáritun. Haft er eftir talsmanni banda- ríska utanríkisráðuneytisins að all- ar þjóðirnar sem fengu frest hafi sent inn formlega umsókn. Að auki hafi þær sýnt fram á að vinna við upptöku vegabréfa með segulrönd stæði yfir og að ráðstafanir hefðu verið gerðar til að hindra misnotk- un þeirra vegabréfa sem hafa verið Frakkland, Colln Powell Þýskaland, fsland, frland, Ítalía, Japan, Mónakó, Holland, Nýja-Sjáland, Noregur, Portúgal, San Marinó, Singapúr, Spánn, Svíþjóð og Sviss. Fimm þjóðir hafa þegar tekið vegabréf með segulrönd í notkun: Andorra, Brunei, Liechtenstein, Lúxemborg og Slóvenía. DV hefur greint frá því að nýjar vegabréfareglur taki gildi í Banda- ríkjunum 1. október. Reglurnar skylda farþega á leið til Bandaríkj- anna eftir þann tfma til að hafa í gildi ný véltæk vegabréf með segul- rönd. Hafi menn ekki slfk vegabréf þá verða farþegar að sækja um vegabréfsáritun. Þá verður lífsýna krafist af farþegum til Bandarfkj- anna eftir 26. október 2004. Gildir þetta um alla útlendinga frá lönd- um sem undirgangast svokallað VWP-kerfi (Visa Waiver Program), þar með talda farþega frá íslandi. Vegabréf með segulrönd hafi verið gefin út hérlendis frá 1. júhí 1999. Eldri vegabréf séu þó ekki ógild í sjálfu sér en ef menn kjósi að nota þau þá þarf vegabréfsáritun. Hins vegar er talsvert mál að sækja um slíka áritun og litlu minna um- stang en að sækja um nýtt vega- bréf. hlh@dv.is HUUNN HANDKLÆÐI: Annar meðákaerðu var gjaldkeri í Islandsbanka. Honum er gefið að sök að hafa annast millifærslur og peningaút- tektir af bankareikningum að fyrirmælum félaga síns. Hann huldi andlit sitt handkæði við komuna í réttinn. DV-myndir GVA ákærðir fyrir peningaþvætti - ann- ar fyrir störf sín í þágu Lífeyris- sjóðsins Hlífar en hinn með því að hafa veitt Kaupþingsmanninum fyrrverandi aðgang að bankareikn- ingi sínum í íslandsbanka. Hann var gjaldkeri og er ákærður fyrir að hafa í starfi sínu annast millifærslur og peningaúttektir af bankareikn- ingum að fyrirmælum félaga síns. ottar@dv.is Kaupþing-Búnaðarbanki: Óæskileg aukning ríkisútgjalda SwnMytU Útgjöld ríkisins aukast hraðar en tekjurnar, sem kemur á óvart að sögn Kaupþings-Bún- aðarbanka. Fjármáiaráðuneytið birti í gær- morgun greiðsluafkomu rfkis- sjóðs fyrir fyrstu átta mánuði árs- ins. Handbært fé frá rekstri var neikvætt upp á 18,3 milljarða. Það er 2 milljörðum verri staða en á sama tíma í fyrra en árin 1999 og 2000 var greiðsluafkoman hins vegar jákvæð upp á 7 milljarða. Því er ljóst að út- gjöld hafa aukist meira ot voi(|il en tekjur og má einkum rekja það til aukinna útgjalda til almanna- trygginga og heilbrigðismála. Án tillits til tekna af sölu hlutabréfa jukust útgjöld ríkissjóðs um 6,7% miðað við sama tíma í fyrra en tekjurnar um 5,3%, samkvæmt hálffimm-fréttum Kaupþings- Búnaðarbanka. „í ljósi tilvonandi stóriðjuframkvæmda getur svo mikill vöxtur í ríkisútgjöldum varla taUst æskilegur en mUdu máU skiptir að gætt verði aðhalds í stjórnun ríkisfjármála á komandi árum,“ segir í frétt frá bank- anum. olafur@dv.is Viðamikil ákæra og háar bótakröfur á hendur fyrrverandi sjóðstjóra Kaupþings: Ég lýsi yfir sakleysi „Ég lýsi yfir sakleysi," sagði Ein- ar Valdimarsson, 28 ára Reyk- víkingur, sem fyrir tveimur árum starfaði sem sjóðstjóri Kaupþings, þegar Guðjón Mart- einsson héraðsdómari spurði hann fyrir dómi í gær út í af- stöðu hans til viðamikillar ákæru ríkislögreglustjóra á hendur honum og tveimur öðr- um mönnum. Honum var í lok nóvember 2001 vikið úr starfi þegar Kaupþing kærði hann til lögreglu, grunaðan um fjár- drátt og brot á lögum um verð- bréfaviðskipti. Kaupþing banki hf. gerir þær kröfur að Einar greiði 19 milljónir króna í skaðabætur en ríkislög- reglustjóri ákærir manninn hins vegar fyrir fjárdrátt upp á hátt f fimm milljónir króna - hann hafi misnotað aðstöðu sína í Kaupþingi í auðgunarskyni. Þannig hafi Einar keypt bréf á verði sem hann sjálfur taldi hæfilegt og að því loknu hafi hann svo keypt bréfin aftur í nafni sjóða sem honum hafði verið treyst fyrir. Við svo búið hafi hann bætt ofan á gengi bréfanna. Sakborning- urinn segir það rétt sem í ákærunni stendur en neitar alfarið að hafa framið refsiverða háttsemi. Mennirnir tveir sem eru ákærðir fyrir peningaþvætti voru, samkvæmt ákæru ríkislögreglustjóra, eins konar leppar en þeir lögðu fram banka- reikninga og aðra aðstoð í því skyni að flytja ágóðann. Þarna komu m.a. við sögu Lífeyrissjóðurinn Hlíf, en annar hinna meðákærðu var fram- kvæmdastjóri sjóðsins, og Lífeyris- sjóður Austurlands. Hvað síðar- nefnda sjóðinn varðar er Kaupþings- maðurinn einmitt ákærður fyrir að hafa tekið ákvörðun um að kaupa bréf í óskráðum félögum fyrir hönd Hann var gjaldkeri og er ákærður fyrir að hafa í starfi sínu sem slíkur annast millifærsl- ur og peningaúttektir af bankareikningum að fyrirmælum félaga síns. sjóðsins þrátt fyrir að honum hafi verið Ijóst að heildareign sjóðsins f slíkum félögum mætti ekki vera meiri en lögbundið 10 prósent hámark. Aðgangurað bankareikningum Ákæruvaldið leggur upp með langa og flókna ákæru með þykk- um skjalamöppum enda er hér um að ræða innviði verðbréfafyrirtækis þar sem margir aðilar og margar viðskiptafærslur eiga sér stað. Þannig er auk hegningarlagabrots á hendur aðalsakborningnum ákært fyrir brot á lögum um verðbréfavið- skipti með markaðsmisnotkun í ýmsum tilvikum, brot á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Hinir meintu aðstoðarmenn eru

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.