Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2003, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003
Verktakar virði
VERKALÝÐSMÁL Stjórn BSRB
krefst þess að verktakafyrir-
tæki sem vinna við stóriðju-
framkvæmdir á Austurlandi
virði í hvívetna kjarasamninga
og lög og reglur sem gilda á ís-
lenskum vinnumarkaði. Þetta
kemurfram í ályktun sem sam-
tökin sendu frá sér í gær. Þar
segir jafnframt: „Stjórnvöldum
ber skylda til að grípa í
samninga
taumana ef brotið er á launa-
fólki eða ekki sinnt kröfum
sem almennt eru gerðar hér á
landi um aðbúnað á vinnu-
stað." Þá styður BSRB eindreg-
ið kröfur stéttarfélaga um að
verktakafyrirtæki leggi öll spil
á borðið og eftirlitsstofnanir
taki á málum fullri einurð og
festu í góðri samvinnu við ís-
lenska verkalýðshreyfingu.
Frá Kárahnjúkum.
Mótmæla línuívilnun
LÍNUÍVILNUN: Sambandsstjórn
Farmanna- og fiskimannasam-
bands íslands samþykkti á
fundi sínum fyrir helgina álykt-
un þar sem sambandið „...
mótmælir nú sem endranær
hvers konar sértækum aðgerð-
um stjórnvalda við úthlutun
aflahlutdeildar, hvort sem fisk-
ur er veiddur á línu eða í önnur
veiðarfæri," eins og segir orð-
rétt. í ályktuninni segir að afla-
hlutdeild smábáta hafi síðustu
árin verið að aukast stöðugt á
kostnað annarra og slík mis-
munun sé ólíðandi. Línuívilnun
myndi auka forréttindi á kostn-
að annarra skipaflokka - og
því er skorað á stjórnvöld að
láta af undanlátssemi undan-
farinna ára við smábátasjó-
menn.
Skipalyftan í Eyjum keypti
rekstur Vélsmiðju KÁ
Vélsmiðja Suðurlands stofnuð um reksturínn
SKIPT UM NAFN: Vélsmiðja KA hefur um áraraðir þjónað islenskum landbúnaði, m.a. með smíði ýmiss konar landbúnðartækja. Flér má sjá
Jón Vilhjálmsson vélsmiðjustjóra við mykjudreifara sem vélsmiðjan fjöldaframleiddi. Þessi mynd var tekin í mars 1998, en nú hefur fyrir-
tækið skipt um eigendur og fengið nafnið Vélsmiðja Suðurlands. DV-mynd KE
Skipalyftan ehf. í Vestmanna-
eyjum hefur keypt rekstur Vél-
smiðju Kaupfélags Árnesinga.
Að sögn Gunnlaugs Axelssonar
framkvæmdastjóra var stofnað
nýtt félag um þann rekstur á
þriðjudag sem ber nafnið Vél-
smiðja Suðurlands.
„Við tókum við rekstrinum síð-
asta föstudag," sagði Gunnlaugur
en nýtt félag var skráð á þriðjudags-
morgun. Hann segir að Vélsmiðja
Suðurlands verði rekin sem dóttur-
félag Skipalyftunnar. Einungis sé
verið að kaupa reksturinn en ekki
verið að yfirtaka ijárhagsskuldbind-
ingar Vélsmiðju KÁ.
Vélsmiðjan fékk greiðslustöðvun
21. mars og fékk hana framlengda
fram eftir sumri. Var síðan farið í
nauðasamninga. Þeir nauðasamn-
ingar voru hins vegar felldir nú í
ágúst. Viðræður um kaup Skipalyft-
unnar fóru þá í fullan gang en rætt
hafði verið við þá og fleiri aðila um
hugsanleg kaup í sumar.
Beiðnir um gjaldþrot
Samkvæmt upplýsingum frá Hér-
aðsdómi Suðurlands lá fyrir gjald-
þrotabeiðni á Vélsmiðju KÁ á
þriðjudag og var hún tekin til úr-
skurðar í gær, 25. september. Ekki
var málið þó afgreitt endanlega og
vart er búist við úrskurði vegna
gjaldþrotabeiðninnar fyrr en eftir
helgi.
Gunnlaugur segir að 12 starfs-
menn Vélsmiðju KÁ vinni áfram hjá
Vélsmiðju Suðurlands og rekstur
verði áfram bæði á Selfossi og á
Hvolsvelli.
Gunnlaugur segir að 12
starfsmenn Vélsmiðju
KÁ vinni áfram hjá Vél-
smiðju Suðurlands og
rekstur verði áfram
bæði á Selfossi og á
Hvolsvelli.
„Við erum nú að leita að húsnæði
undir starfsemina á Selfossi en við
misstum þar húsnæðið sem Vél-
smiðja KÁ var með á leigu."
Hann segir vélsmiðjuna munu
þjónusta landbúnað, auk ýmiss
konar þjónustu sem Vélsmiðja KÁ
stundaði áður, m.a. við Vegagerð-
ina og virkjanir. Vélsmiðjan var
áður beintengd rekstri Kaupfélags
Árnesinga en varð sjálfstæður
rekstraraðili árið 1996.
Gunnlaugur segir verkefni Skipa-
lyftunnar í Eyjum liggja vfða. Þó hafi
skipaviðgerðir minnkað mikið með
mikilli fækkun vertíðarbáta. Drátt-
arbrautin í Eyjum tekur ekki nema
mest um 1.000 tonna skip og það
dugar ekki fyrir algengustu skipin í
dag. Gunnlaugur segir að því séu
uppi hugmyndir um að byggja
þurrkví í Vestmannaeyjum sem geti
kostað um þrjú til íjögur hundruð
milljónir króna. Slíkt sé þó ekki
framkvæmanlegt nema með þátt-
töku hafnarsjóðs. hkr@dv.is
Bókavarðan býður 20 tonn afbókum við Hlemm:
Budduvænn bókamarkaður
„Mér sýnist að bækurnar sem
eru í boði verði einhvers staðar
í kringum 40 þúsund talsins og
alls vegur þetta um tuttugu
tonn.
„Aldrei fyrr höfum við haldið
bókamarkað af þessari stærð-
argráðu," segir Ari Gísli Bragason
fornbókasali. Þeir feðgar, Ari Gísli
og Bragi Kristjónsson, sem reka
Bókavörðuna, hafa síðustu daga
verið að raða kynstrunum öllum af
bókum ofan í kassa. Markaðurinn
góði hefst á mánudag og verður á
Laugarvegi 105, þar sem íslands-
banki var áður til húsa.
Yfirgengilega mikið
Máltækið segir að fyrr sé fullt en
út af flói. Það gildir í Bókvörðunni,
en að sögn Ara hefur mikið af bók-
um borist að í sumar - aukinheldur
sem keypt hafa verið inn stór bóka-
söfn, meðal annars úr dánarbúum.
„Það er alveg yfirgengilega mikið af
bókum sem við eigum núna," segir
hann.
Á markaðnum verða til að
FORNBÓKASALINN: „Bækurnar í kringum 40 þúsund talsins," segir Ari Gísli Bragason.
DV-mynd ÞÖK
mynda skáldverk, ævisögur, ljóða-
bækur og þjóðlegur fróðleikur -
auk margvíslegs annars lesefnis.
Lunginn af þessu býðst á 100 kr. -
auk þess sem ríflegur afsláttur
verður í verslun Bókvörðunnar við
Vesturgötu íReykjavík. „Þettaverð-
ur því afskaplega budduvænn
markaður," segir Ari Gísli.
Vel þekktir bókamenn
„Það er vel til fundið að vera með
bókamarkað á haustin, þá getur
fólk sótt sér lestrarefni fyrir vetur-
inn. Auk þess er alltaf skemmtileg
stemning sem fylgir þessu," segir
Ari Gísli Bragason enn fremur.
Bókamarkaðurinn er ævinlega
ijölsóttur - og meðal annars eru
alltaf á ferðinni vel þekktir bóka-
menn. Eru þar til sögunnar nefndir
meðal annarra Halldór Blöndal,
forseti Aiþingis, Hilmar Ingimund-
arson Iögmaður, Magnús Skúlason
geðlæknir og Jóhann Pétursson,
fyrrum vitavörður á Horn-
bjargsvita.
sigbogi@idv.is