Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2003, Blaðsíða 13
mmmtm
FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 FRÉTTIR 7 3
9
Bolungarvík.
Jón segir að bæjarstjórn hafi, að
kröfu nokkurra fjölskyldna sem
hagsmuna eiga að gæta, haldið
neyðarfund fyrir hálfum mánuði
þar sem hnykkt var á stuðningi við
smábátasjómenn og samþykkt
bæjarstjórnar um stuðning við
línuívilnun sem gerð var í vor. Á
þessum fundi var samþykkt að
hvetja Bolvíkinga til að mæta á
fund smábátasjómanna á Isafirði
og greiða hluta kostnaðar af hon-
um. Hann segir þetta óeðlilegt þar
sem smábátasjómenn, konur
þeirra og skyldulið sitji í bæjar-
stjórn og skilji ekki vanhæfi sína í
málinu. Bæjarstjórn megi ekki mis-
muna þegnum sínum á þennan
hátt.
Gefa skít í okkur
„Strax og ég fékk þessi skilaboð lá
í hlutarins eðli að það var ekki um
annað að ræða en að ég stæði við
mitt. Þetta var auðvitað ekkert
spennandi augnablik að það skyldi
vera gefinn skítur í okkur. Ég hélt
að ég væri ekkert vandamál hér í
bænum. Eftir 37 ára dvöl hér í Bol-
ungarvík er þetta ekki bara leikur.
Við hjónin fórum því í sumarbú-
stað okkar í Álftafirði til að róa
taugarnar."
Jón auglýsti í kjölfarið bæði ein-
býlishús sitt og bflaverkstæði í Bol-
ungarvík til sölu. Hann segist ekki
vita hvert stefnan verði tekin en
hann líti á boð Súðvíkinga um að
hann flytji þangað sem góðlátlegan
brandara. Hann tekur þó fram að
Súðvíkingar séu upp til hópa hið
vænsta fólk. Hann sé mikill Vest-
firðingur í sér og er ísfirðingur að
uppruna. Því verði erfitt að slíta sig
frá Bolungarvík og hugsanlega
flytja í annan landshluta. hkr@dv.is
Alltaf slæmt að
missa góða menn
segir forseti bæjarstjórnar
Elías Jónatansson, forseti bæj-
arstjórnar Bolungarvíkur, seg-
ir það auðvitað áhyggjuefni ef
Jón Guðbjartsson útgerðar-
maður vill ekki dvelja hjá
þeim lengur vegna þess sem
hann telur vera óeðlilega af-
stöðu bæjarins vegna
línuívilnunar.
Elías situr í bæjarstjórn fyrir
Sjálfstæðisflokkinn sem er með 4
af sjö bæjarfulltrúum en K-listi
bæjarmálafélags Bolungarvikur
hefur hina 3 fulltrúana. Hann seg-
ir að afstaðan með iínuívilnun
hafi legið fyrir frá því fyrir síðustu
sveitarstjórnarkosningar. Bæði
framboðin lýstu þá yfir stuðningi
við hugmyndir um línuívilnun. Ef
bæjarfulltrúar hefðu farið að
koma með aðra skoðun á því máli
eftir kosningar væru þeir einfald-
lega að ganga á bak orða sinna.
„Það er því einfald-.
lega ekki rétt að við
séum að taka afstöðu
eingöngu með smá-
bátum."
„Við vorum kosnir til starfa
m.a. undir þessum yfirlýsingum.
Jón sendi okkur formlegt bréf og
við höfum svarað því erindi. Að
sjálfsögðu er alltaf slæmt að
missa góða menn og auðvitað
kvótann lika, á þvi er enginn vafi,"
segir Elías Jónatansson.
Ekki bara fyrir smábáta
„Það hefur ekkert verið ályktað
sérstaklega um málið síðan í vet-
ur. Hins vegar var ekkert tekið
sérstaklega fram þar að þetta væri
bara fyrir smábáta. Þetta var
línuívilnun til dagróðrabáta sem
róa með línu og í sjáJfu sér ekkert
í okkar ályktun sem segir til um
það hvað bátarnir megi vera stór-
ir. Það er því einfaldlega ekki rétt
að við séum að taka afstöðu ein-
göngu með smábátum. Það er
Elías Jónatansson.
engum blöðum um það að fletta
að línuútgerð héðan er mikil og
því mildir hagsmunir fyrir bæjar-
félagið að hún geti aukist."
- Hvað með þá gagnrýni að
fiskurinn af smábátunum sé nær
allur fluttur í burtu eftir löndun
og komi því ekki til vinnslu á stöð-
um eins og Bolungarvík?
„Það eru ekki smábátarnir sem
ráða því. Það er fískkaupandinn.
Sá sem fískar fískinn og landar
honum á markað ræður því í
sjálfu sér ekki hvar hann er unn-
inn. Eftir því sem framboðið verð-
ur meira á markaðnum því meiri
líkur eru til þess að meira votói
unnið á stöðunum," segir Elías og
er bjartsýnn á að lfnuívilnun verði
að veruleika.
Ekki náðist í Einar Pétursson,
bæjarstjóra í Bolungarvík, vegna
orða Jóns Guðbjartssonar. Hall-
dór Benediktsson, staðgengill
bæjarstjóra, segist ekki þekkja
nógu vel forsögu málsins. „Ég
held þó að Jón sé að skamma
rangan aðila," sagði hann, enda
réð bæjarstjórn litlu um kvótalög-
in í landinu. „Það hlýtur svo að
vera hans mál hvort hann flytur í
burtu eða ekki."
SPURT OG SVARAÐ
Guðbjörg Pétursdóttir,
hjúkrunarfræðingur.
Lesandi spyr hvort
munur sé á kynjum,
hvað varðar ástæður
þess að menn byrja
aftur að reykja eftir að
hafa verið hættir í
einhvern tíma!
Konum virðist vera hættara við að falla
þegar þær lenda í erfiðum aðstæðum
eins og álagi, deilum, streitu eða sorg.
Körlum er hins vegar hættara við að talla
á reykbindindi þegar þeir eru að skemmta
sér og eru í hóp. Þetta er samt
einstaklingsbundið.
ALLIR PISTLARNIR
ERU Á WWW.DV.IS
Annar lesandi spyr hvort það sé ekki
betra að draga úr reykingum með því
að fara yfir í léttari sígarettur?
Margir reyna að draga úr reykingunum
með því að reykja léttari (light) sígarettur.
Þetta hefur þó ekki reynst árangursríkt.
Þeir sem hafa innbyrt ákveðið magn af
nikótíni yfir daginn munu ekki draga úr
reykingunum þótt á pakkanum standi
“light” eða lítið nikótín. Það hefur sýnt
sig að þeir sem fara yfir í léttu
sigarettunrnar reykja þær yfirleitt mun
ákafar, draga reykinn dýpra og halda
honum lengur niðri í lungunum. Við þetta
verður glóðin mun heitari en í “venjulegu”
sígarettunum og ýmis hættuleg efni til
viðbótar losna úr læðingi.
Kveðja Guðbjörg.
Nicotinell
Nicotinell tyggigúmmí er lyf sem er notað sem hjálparefni til að hætta eða draga úr reykingum. Það inniheldur nikótín sem losnar þegar
tuggið er, frásogast í munninum og dregur úr fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt. Tyggja skal eitt stykki í einu, hægt og rólega
til að vinna gegn reykingaþörf. Skammtur er einstaklingsbundinn, en ekki má tyggja fleiri en 25 stk. á dag. Ekki er ráðlaat að nota lyfið
lengur en 1 ár. Nikótín getur valdið aukaverkunum, s.s. svima, höfuðverk, ógleði, hiksta og ertingu í meltingarfærum. Sjúklingar með
slæma hjarta- og æðasjúkdóma eiga ekki að nota nikótínlyf nema í samráði við lækni. Nicotinell tyggigúmmí er ekki ætlað börnum yngri
en 15 ára nema í samráði við lækni. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja pakkningunni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
hkr@dv.is