Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2003, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2003, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 26.SEPTEMBER 2003 FRÉTTIR 17 Clark í eldlínunni RÖKRÆÐUR: WesleyClark, fyrrum hershöfðingi og nýjasti þátttakandinn í kapphlaupinu um að verða forsetaefni demó- krata, hafði fremur hægt um sig í eldskírn sinni á vettvangi landsmálanna í gærkvöld. Clark tók þátt í hávaðasömum kappræð- um þarsem meðframbjóð- endur hans skutu föstum skotum hver á annan. Clark er einnttu demókrata sem vilja etja kappi við Bush forseta í nóvember á næsta ári. Hershöfðinginn fyrrver- andi, sem nýtur umtals- verðs fylgis, beindi spjót- um sínum eingöngu að ábúanda Hvíta hússins. „Við kusum forseta sem við héldum að væri brjóst- góður íhaldsmaður. En við fengum hvorki íhalds- stefnu né samúð. Við feng- um mann sem lækkaði skatta af glannaskap. Við fengum mann sem leiddi okkur af glannaskap út í stríð við lrak,“ sagði Wesley Clark. Grunaður morðingi úrskurðaðurí gæsluvarðhald: Hataði Önnu Lindh Dómstóll í Stokkhólmi úrskurð- aði í morgun 24 ára gamlan mann af júgóslavnesku bergi brotinn í gæsluvarðhald til 10. október vegna morðsins á Önnu Lindh utanríkisráðherra. Hinn grunaði. neitar að hafa framið morðið. Sænska lögreglan þykist nú alveg viss um að hafa gómað rétta mann- inn þar sem hægt sé að tengja líf- sýni á morðvopninu við hann. „Við getum nú sannað að hann hélt á morðvopninu," segir heim- ildarmaður blaðsins Expressen. Aftonbladet segir í morgun að hinn grunaði, sem er truflaður á ALVEG VISSIR: Sænska lögreglan þykist al- veg viss um að hafa nú loks gómað mann- inn sem drap Önnu Lindh. geðsmunum, hafi verið útskrifaður af geðdeild aðeins fimm dögum fyrir morðið. Eftir morðið leitaði hann aftur aðstoðar á geðdeild en var vísað frá. Expressen hefur í morgun eftir vini hins grunaða að hann hafi hatað Önnu Lindh. Þá kemur fram í Aftonbladet að hann hafi sagt mörgum að hann væri tilbúinn að drepa manneskju. „Fórnarlamb mitt á að vera sterk kona,“ á hann að hafa sagt. Maðurinn hafði sjúklegan áhuga á frægu fólki og var Anna Lindh þar efst á blaði. Hann mun einnig hafa sagt mörgum að hann teldi að Lind hefði gert alvarleg mistök. tll kl. 01:00 alla vlrka daga tll kl. 03:00 föstu^ og laugai tll kl. 01:00 sunnudaga H LEÐ S LU BORUEL j . hraðskiptipatróna ífi Hraðskiptipatróna ..sparar tíma og eykur afköst! FESTOOL áSCÉM) Ármúli 17, WB Heykjavík síml: 533 1334 fax: 5GB 0493 www.isol.is byssur, ferðalög, ferðaþjónusta, fyrir ferðamenn, fyrír veiðimenn, gisting, golfvörur, heilsa, hesta- mennska, Ijósmyndun, líkamsrækt, safnarinn, sport, vetrarvörur, útilegubúnaður... tómstundir 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.