Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2003, Blaðsíða 18
18 MENNINC FÖSTUDAQUH 26. SEPTEMBER 2003 Menning Leikhús ■ Bókmenntir • Myndlist • Tónlist ■ Dans Umsjón: Silja Aðaisteinsdóttir Netfang: silja@dv.is S(mi: 550 5807 Síðasta sýningarhelgi LJÓSMYNDUN: Um helgina lýk- ur sýningu á verkum Berglindar Björnsdóttur Ijósmyndara í ís- lenska grafíksalnum, Hafnarhús- inu (hafnarmegin). Berglind lærði Ijósmyndun í Bandaríkjun- um og hefur haldið einkasýn- ingar á fslandi og New York. Hún nefnir sýningu sína Hringrás og fjallar þar um hringrás lífsins. Opið kl. 14-18 daglega. Píanó, selló og klarinett TÓNLIST: Næstu Tíbrártónleik- ar í Salnum, Kópavogi, verða á sunnudagskvöldið kl. 20. Þá leika Sigurður Ingvi Snorrason, klarinett, Pavel Panasiuk, selló, og Helga Bryndís Magnús- dóttir, píanó.Tríó í B-dúr op. 11 eftir Beethoven.Tema senza variazioni eftir Þorkel Sigur- björnsson og Tríó op. 114 eftir Brahms. inu“, þeim sem véla um lífsskilyrði hans í bráð og lengd. Hringekjan er auðvitað ekki einhlítt tákn, öðrum þræði er hún hlutlaus hlutgerving lífs- ferilsins, en hún er Iíka tákn hins sjálfhverfa, innihaldslausa lífs þeirra sem fastir eru í viðj- um vanans og taka ekki afstöðu til þess sem er að gerast í kringum þá. Þeirra endastöð er hvorki himnaríki né helvíti heldur enn ein hringekjan, að þessu sinni í limbói, þar sem þeir munu snúast í drungalegri diskóbirtu til eilífðarnóns, sennilega við síbyljutónlist eftir BeeGees, sjámálverkið „Endastöð" (2003). Sömuleiðis eru myndir Eyjólfs uppfullar af vísunum til mannanna sem leiksoppa, þeir eru sýndir sem brúður í höndum „æðra" valds, og athyglisvert hvernig hann setur samasemmerki milli róðukrossins og kross- trjáa brúðustjórnandans. Framtíðarsýn listamannsins er svipuðu marki brennd. Náttúran hefur breyst í auðn þar sem manninum er ólíft nema í sérhönn- uðum og sjálfbærum glerhvelfingum með ámáluðum stjörnum; stjörnuhiminn sést ekki lengur fyrir mengun frá verksmiðjum. í þessum hvelfingum standa einmana lista- menn við trönur sínar og freista þess að fá botn í það sem gert hefur verið við landið í kringum þá í nafni framþróunar. Sýningin Hringekjur lífsins stendurtil 12. október. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 10-17. Sunnudaginn 28. sept. kl. 15 verður listamannsspjall þar sem Eyjólfur Einarsson skoðar sýningu sína ásamt gestum. ekju ílimbói HRINGEKJA íLIMBÓI: Eyjólfur Einarsson: Endastöð (2003). MYNDLISTARGAGNRÝNI Aðalsteinn Ingólfsson Framvindan í myndlist hins ráðsetta list- málara Eyjólfs Einarssonar hefur verið óvenjuleg hin síðari ár. Á unga aldri, nýskrið- inn úr Myndlista- og handíðaskólanum, náði hann í skottið á hrárri afstraktlist þeirra Krist- jáns Davíðssonar, Nínu, Steinþórs og Eiríks Smiths en fjögurra ára dvöl við Listaakadem- íuna í Kaupmannahöfn varð til þess að þétta og stflfæra málverk hans. Þau voru eftir sem áður óhlutbundin en malerísk atburðarásin á yfirborði strigans var ekki lengur aðalatriðið heldur notaði listamaðurinn strigann sem eins konar glugga með útsýni til huglægra vídda, fágaðra en óræðra. Þar átti hann um skeið samleið með Vilhjálmi Bergssyni. Á tímabili hefði sjálfsagt mátt flokka myndir beggja undir afstraktlist með súrrealísku ívafi. Því má með nokkrum sanni halda því fram að með nýlegum stemningarmyndum sínum af landsiagi, mannfólki og aðskiljanlegum „leikmunum", nú til sýnis á Kjarvalsstöðum, hafl Eyjólfur færst nær hinni súrrealísku upp- HLUTLÆGUR SÚRREALISMI: Eyjólfur Einarsson: Biðstöð I (2003) sprettu nema hvað hann virðist nú taka sér stöðu á hlutlægari kanti súrrealismans, á vettvangi draum- kenndra ljós- mynda, með við- komu í nokkrum meisturum slíkrar myndlistar. Undir- rót þessara um- skipta í myndlist hans er framar öðru þjóðfélagsleg, raunar í þráðbeinum tengslum við það sem gerst hef- ur uppi á hálendi Austurlands á síðustu árum og misserum. Og stórundarlegt að í aðfara- orðum að sýningunni skuli starfsbróðir minn, Halldór Björn Runólfsson, ekki víkja einu orði að þessu hjartans máli Eyjólfs. Krosstré og önnur tré Þegar upp er staðið á það sem gerist í mál- verkum Eyjólfs í rauninni fátt skylt við harðsoðinn ljósmyndasúrrealisma sem mið- aði að því að birta nákvæmlega útlistaðar hugsýnir úr undirvitund listamannsins. Hins vegar notar listamaðurinn ýmis tákn og upp- stillingar úr súrrealisma sem eins konar leið- arhnoða um myndheim utan eigin vitundar, heim sem er samsafn tilbrigða um íslenskt öræfalandslag. Við þessi tákn og uppstilling- ar - við könnumst við skráargötin frá Dali, kyrrstæðar mannverur úr verkum Delvaux eða Magrittes - eykur Eyjólfur áðurnefndum „leikmunum" sem hafa geflst honum vel í tímans rás, hringekjunum, krosstrjám brúðuleikstjórnanda og glerhvelfingum. Það sem er sérstaklega heillandi við þessa leik- muni listamannsins er hve kænlega honum tekst að sneiða hjá augljósri, jafnvel marg- tuggðri, merkingu þeirra og gera þá virka í nýju samhengi. Til dæmis er deginum ljósara hvað Eyjólfur er að fara í myndum á borð við „Biðstöð I & II" (2003) en samt er tónninn í þeim nýr og áleitinn. í þessum myndum standa íslend- ingar á ýmsum aldri á þeim „hringekjum lífs- ins“ sem sýningin heitir eftir og stara tómlát- ir út í slétta og gróðurlausa auðn. Litrófhans er dimmúðug um- gjörð harmrænna atburða og öll hlutverkaskipan og sviðsetn- ing í myndum hans árétta van- mátt mannsins andspænis „valdinu", þeim sem véla um lífsskilyrði hans í bráð og lengd. Sjálfar hringekjurnar eru prýddar myndum af íslensku sumarlandslagi eins og það kom frumherjunum fyrir sjónir og myndum af fulltrúum aldamótakynslóðarinnar 1900 sem börðust fyrir viðurkenningu á sérstöðu og sjálfstæði landsins. Harmrænir atburðir Á umbúðalausan og allt að því barnslega einlægan hátt spyr Eyjólfur áhorfanda sinn hvort við höfum gengið - eða snúist - til góðs, hvort atlagan gegn landinu hafl ekki unnið óbætanlegt tjón á þjóðarvitundinni. Um leið fer ekki á milli mála að sjálfum þykír honum leikurinn tapaður. Litróf hans er dimmúðug umgjörð harmrænna atburða og öll hlut- verkaskipan og sviðsetning í myndum hans árétta vanmátt mannsins andspænis „vald- Gáskafullur virðuleiki Leirlistamaðurinn Kogga kynnt á sjónþingi í Gerðubergi Listamannaþingin í Gerðubergi hafa notið virð- ingar og vinsælda frá því tii þeirra var stofnað árið 1996. Valið lið myndlistarmanna hefur set- ið fyrir svörum á sjónþingum og rithöfundar á ritþingum, og eitt tónskáld hefur verið kynnt á þennan frjóa hátt á tónþingi. Á laugardaginn kl. 13.30 hefst sjónþing haustsins í Gerðubergi. Þá ræðir leirlista- maðurinn Kogga opinskátt um leirlistina, hönnun, fortíð, framtfð og allt þar á milli. Kogga lærði í Myndlista- og handíðaskóla fs- lands og í Danmarks Designskole í Kaup- mannahöfn og lauk þar námi árið 1975. Hún hefur einnig sótt keramikráðstefnur og nám- skeið um allan heim og hlotið margar viður- kenningar fyrir verk sín. Til dæmis fékk hún Menningarverðlaun DV 1993 og hönnunar- verðlaun fyrir umbúðir utan um verk sín. Fjölbreyttur ferill Kolbrún Björgólfsdóttir - Kogga - er í hópi virtustu leirlistamanna á Islandi. Hún á að baki fjölbreyttan feril í grein sinni og notar allar helstu aðferðir sem nú tíðkast í steinleir- og postulínsvinnslu. Formgerð hennar helst í hendur við háþróað skynbragð hennar á hlutverk skreytingar. Verk hennar, bæði flát og skúlptúrar, virðast í senn efnismikil og lauflétt, virðuleg og gáskafull, eins og Aðal- steinn Ingólfsson listfræðingur kemst að orði. Aðalsteinn stýrir sjónþinginu en spyrlar eru Edda Jónsdóttir, forstöðumaður Gallerís 18, og Tinna Gunnarsdóttir iðnhönnuður. Að sjónþinginu loknu verður opnuð yflr- litssýning í Gerðubergi á verkum Koggu frá 30 ára ferli. Á sýningunni verða einnig ljós- myndir af verkum Koggu og af henni sjálfri frá ýmsum skeiðum lífs hennar. Kogga hefur haldið ótal einkasýningar, sem og tekið þátt í fjölda samsýninga. Henn- ar fyrsta einkasýning var á Kjarvalsstöðum FRÆÐIMENN ÁSAMT V1ÐFANGSEFNI: Tinna Gunnarsdóttir, Aðalsteinn Ingólfsson, Edda Jónsdóttir - og Kogga. DV-mynd ÞÖK 1976 en nú síðast í ár tók hún þátt í samsýn- stúdíó-gallerí við Vesturgötu sem flestir ís- ingunni Tríó 3 í norska húsinu í Stykkishólmi. lendingar kannast við. Kogga opnaði árið 1985 Kogga keramik-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.